Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN ÚLFARSSON, bifreiöastjóri, Borgarnesi, veröur jarösunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. sept ember kl. 2. Guölaug Sigurjónsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaöir, ÞÓRARINN GUOMUNDSSON, Heióavegi 2, Selfossi, áður í Sandprýöi, Stokkseyri, sem andaðist 10. september, veröur jarösunginn frá Stokkseyr arkirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Guörún Júlíusdóttir, börn og tengdabörn. + Eiginmaöur minn, faðir okkar og sonur, BJÖRN GRÉTAR ÓLAFSSON, Kirkjubraut 8, Innri-Njarövík, veröur jarösunginn frá Innri-Njarövíkurkirkju laugardaginn 19. sept. kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast Grétars er bent á Innri-Njarövíkurkirkju. Þóra Jónsdóttir, Jón M. Björnsson, Ólafur Þ. Björnsson, Rútólf G. Björnsson, Ingríöur Björnsdóttir. + Útför bróöur okkar, LÝDS GUDMUNDSSONAR, bónda, Fjalli, Skeiöum, fer fram laugardaginn 19. september frá Ólafsvaliakirkju og hefst kl. 2. Systkinin. + Konan mín og systir, GUDRÍDUR S. INGÓLFSDÓTTIR CONLEY, 1209 Plato Ave Orlando Florida, andaöist þann 15. sept. Harry T. Conley, Siguröur Ingólfsson. Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI BJÖRNSSON, Skúlagötu 72, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. sept. kl. 13.30. Jarösett veröur í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Hulda Jóhannsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Jón Ólafsson, Reynir Helgason, Sigrún Helgadóttir, Ólafur Helgason, Helgi Helgason, Sigurlaug Rögnvaldsdóttir, Ingibergur Ingibergsson, Elsa Hafsteinsdóttir, Hólmfríður Eggertsdóttir, og barnabörn. + Þökkum hjartanlega auösýnda vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÞÓRÐAR ÓLAFSSONAR, Brekku, Noröurárdal. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Erna Þóróardóttir, Andrés Sverrisson, Olafur Þóróarson, Æsa Jóhannesdóttir, Þorsteinn Þóröarson, Anna Siguröardóttir, Guórún Þórðardóttir, Pétur Jónsson, og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andiát og útför HENDRIKKU ÓLAFSDÓTTUR FINSEN, Laugarbraut 3, Akranesi. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á A-deild sjúkrahúss Akraness fyrir góöa umönnun, viö hina látnu. Jón Sigmundsson, Garðar S. Jónsson, Kristin H. Jónsdóttir, Höröur A. Sumarliðason, Ólafur I. Jónsson, Helga Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Einar Sigurðsson Varmahlíð - Minning Fæddur 4. apríl 1894. Dáinn 19. júlí 1981. Einar Sigurðsson, er lengi bjó rausnarbúi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, er faliinn frá. Hann andaðist í Reykjavík sunnudaginn 19. júlí sl. og var kvaddur hinstu kveðju frá kirkju sinni að Ás- óifsskála laugardaginn 25 s.m. Með Einari er genginn gegn og merkur samferðamaður og dreng- ur góður, sem allir er til þekktu, minnast með virðingu og hlýhug. En þegar ævin er orðin löng og dagsverkið mikið, má einnig segja að hvíldin sé kær og verðskulduð. Einar fæddist í Varmahlíð und- ir Eyjafjöllum hinn 4. apríl 1894 og var einkabarn foreldra sinna, heiðurshjónanna Þóru Torfadótt- ur og Sigurðar Tómassonar, en hálfsystkin átti hann fjögur. Hann ólst upp í föðurhúsum á fjölmennu og rótgrónu menning- arheimili og vandist ungur öllum störfum til lands og sjávar eins og þá tíðkuðust og varð snemma hinn röskvasti maður. Einnig var hugs- að fyrir staðgóðri menntun, því að hann fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og lauk þar námi. Þá hafði hann þegar í æsku hið mesta yndi af söng og tónlist og lærði að leika á orgel hjá ísólfi Pálssyni, tónskáldi. Reyndist það honum gott veganesti, því að alla ævi veitti hljómlistin honum hina mestu ánægju. Árið 1918 gekk Einar að eiga Ingibjörgu Bjarnadóttur frá Hlað- bæ í Vestmannaeyjum, hina merk- ustu og ágætustu konu. Þau hófu búskap sama ár í Varmahlíð og bjuggu þar samfellt við mikla farsæld og myndarskap til ársins 1972, er Einar Ingi, sonur þeirra, tók við jörðinni. í Varmahlíð dvöldust þau samt áfram þar til vorið 1980, er Ingibjörg féll frá. Eftir það var Einar að mestu í Reykjavík hjá Sigríði, dóttur sinni, og naut þar ágætrar umönn- unar, enda var hann þá mjög þrotinn að heilsu og kröftum. Þeim Einari og Ingibjörgu varð sex barna auðið, sem öll eru á lífi og hið ágætasta fólk eins og þau eiga kyn til. Börn þeirra eru sem hér segir: Þóra Dóra, starfsmaður hjá Pósthúsinu í Reykjavík, Bjarni, bifreiðarstjóri í Kópavogi, kvæntur Maríu Sigurjónstfóttur, Sigríður, húsmæðrakennari í Reykjavík, gift Ásmundi Guð- mundssyni, skipstjóra, Hólmfríð- ur, hjúkrunarkona við Heilsuhæli NLFl í Hveragerði, Einar Ingi, bóndi í Varmahlíð, og Guðný Svana, sjúkraþjálfi í Keflavík. Fóstursonur þeirra Varmarhlíðar- hjóna er Guðmundur Óskar Sig- urðsson, sjómaður, sem kom fjög- urra ára á heimilið. Einnig ólust upp hjá þeim tveir dætrasynir þeirra, Einar Eysteinn Jónsson, læknir, og Sigurður Jakob Jóns- son, vélvirki. Minnast ber einnig Haraldar Axels Ólafssonar, sem kom ungur að Varmahlíð og átti þar heima til fullorðinsára. Einar í Varmahlíð var fram- farasinnaður og góður bóndi. Jörð sína bætti hann með ýmsum hætti, ræktaði af kostgæfni og hýst af miklum myndarskap. Með- al nýjunga, sem hann tók upp, var að virkja bæjarlækinn árið 1927 og raflýsa heimilið. Var slíkt framtak næsta fágætt á þeirra tíð. Þá var Einar lengi formaður á áraskipi frá Fjallasandi, meðan enn var róið til fiskjar þar í sveit, og fórst það sem annað vel úr hendi. Líka var hann stöðvarstjóri Pósts og síma um nær 40 ára skeið. Einnig lék hann um langt árabil á orgel við messugjörðir í kirkju sinni í Ásólfsskála og starfaði þannig og með ýmsum öðrum hætti í þágu samfélags síns og samferðafólks. Þau Varmahlíðarhjónin, Einar og Ingibjörg, voru einkar samhent í daglegum störfum og heimilis- hald þeirra allt til sérstakrar fyrirmyndar. Bæði voru þau giað- vær og góðviljuð og slíkir höfð- ingjar heim að sækja að sjaldgæft má teljast. Þó var Einar fremur hlédrægur að upplagi og lítt um það gefið að hafa sig í frammi. En hann var starfsmaður mikill, traustur, ötull og áræðinn. Alltaf var hann reiðubúinn til að gera mönnum greiða og rétta hjálpar- hönd, þegar einhvers þurfti með. Hann var sérstaklega hlýr í við- móti og hið mesta prúðmenni. Jafnan lagði hann gott til allra manna og málefna. Það var mikill ávinningur að fá að kynnast þeim ágætu hjónum, Einari og Ingibjörgu í Varmahlíð, því að kringum þau ríkti jafnan birta, glaðværð og góðsemi. Vissu- lega er þar skarð fyrir skildi, þegar þau eru bæði horfin yfir móðuna miklu. Þó er það huggun harmi gegn að vita þau halda áfram göngu sinni í enn fegurri og skærari birtu en nokkru sinni fyrr. Þeir munu margir, sem minnast Einars Sigurðssonar, og kveðja + Konan mín, móöir okkar og dóttir, RÓSA LILLY JÓNSDÓTTIR, lést á gjörgæslu Landspítalans 9. sept. Útför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. sept. kl. 1.30 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Magnúa Þór Sigmundsson og dætur, Stefanía Stefánsdóttir, Jón Haraldsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ADALHEIDAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Laugateigi 48. Sigurbjörg S. Kristinsdóttir, Hlíf S. Kristinsdóttir, Frantz Pétursson, Svan Magnúason, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningarjíreinar verða að berast blaðinu með KÓðum fyrirvara. Þannijj verður íírein, sem birtast á í miðvikudaíísblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudají og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnifí getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hann með virðingu og þakklæti. Ég og fjölskylda mín fyllum þann flokk og þökkum áralöng og ágæt kynni og alla vinsemd. Við send- um börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars Sig- urðssonar í Varmahlíð. Jón R. Hjálmarsson Einar Sigurðsson, bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, lést 19. júlí sl. Hann var fæddur 4. apríl 1894. Mig langar til að minnast hans. Fyrsta bernskuminning mín er tengd honum. Höfum við bæði æ síðan rækt vináttu og frændsemi til efri ára okkar beggja. Ég leyfi mér að tileinka honum þessi helgu orð: „Ljúflyndi yðar sé öllum kunnugt." En þannig var lífsmáti hans allur. Aldrei kastaði Einar köldu orði til nokkurs manns og sá ætíð hinar góðu hliðar lífsins. Var bjartsýnismaður, hlúði að því sem veikburða var, ræktaði það til þroska. Mætti þar nefna bæði menn og málleysingja. Einar bjó langa ævi í Varma- hlíð, unni sínu ættarsetri og brást því aldrei. Hann var einbirni velstæðra foreldra, skorti hann því ekki æskufarareyri til frekara náms og þroska, en heimahagar mega veita. Hann nam í Flensborg og var gagnfræðingur þaðan. Um skóladvölina átti Einar ljúfar minningar, og hlaut andlega þroska. Á þessum árum lærði hann einnig á orgel, en hann hafði næmt söngeyra, og var unnandi fagurrar tónlistar. Ég hreifst af orgelspili hans, ekki síst er hann spilaði í kirkjunni að Ásólfsskála undir Eyjafjöllum við guðsþjón- ustur hjá föður mínum. Man ég sérstaklega eina messu þegar ég var barn. Það var bjartur vordagur að liðnum löngum vetri, þá spilaði frændi minn sálminn „Nýja skrúði nýfærð í náttúra sig gleður". Kirkjukórinn söng, og flestir kirkjugesta tóku undir með hon- um, og um leið ómaði iitla kirkjan okkar af einlægum þakkar- og lofgjörðarsöng, því að nú var hin dimma nótt á brautu gengin en bjartar stundir framundan. Æskuminning mín er tengd brúðkaupsdegi frænda míns, en þá gekk hann að eiga unga stúlku, Ingibjörgu Bjarnadóttur, Einars- sonar, útgerðarmanns að Hlaðbæ, Vestmannaeyjum. Hún var glæsi- leg brúður í sjón og raun, enda varð vegferð Einars með henni einstaklega hamingjurík. Þau tóku við búsforráðum í Varmahlíð, var þar allt í góðu ásigkomulagi hvað byggingar og túnin varðaði. Jörðina höfðu ætt- menn hans setið, sem leiguliðar, nú síðast Sigurður Tómasson, fað- ir Einars. Hann var mannvinur og sómabóndi. Kona hans var Þóra Torfadóttir, Þorgrímssonar, prentara, í Reykjavík. Hún var falleg og menntuð kona til munns og handa. Eftir að hún settist að undir Eyjafjöllum, var henni falið að sjá um allar meiriháttar veisl- ur þar, og þótti öllum sómi að því að hafa hana nærri sér. Þegar Einar hefur búið í Varmahlíð í nokkur ár, ræðst hann í að kaupa jörðina. Var það á þeim tímum mikið átak. Jörðin sjálf var erfið, túnin brött og meirihluti þeirra orfaslægja og engjavegur langur. Sækja varð heyskap á Holtsmýri. Sé ég enn í minningu liðins tíma hina stóru og myndarlegu heybandslest Ein- ars bónda, er setti fallegan svip á sólskins- og þurrkdaga okkar und- ir Eyjafjöllum, en þá var allur heyfengur fluttur heim á klökk- um. í þá daga byggðist búskapurinn upp af hinu trúa vinnufólki. í Varmahlíð hafði ætíð verið margt vinnufólk, og hélst það enn í tíð Einars og Ingibjargar. En þau voru mjög hjúasæl. Þar áttu einnig margir gleðistundir. Þang- að lá leið fjölda gesta, var þeim fagnað með rausn og hlýju. Mun sjaldan í hinni löngu búskapartið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.