Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 33 hjónanna hafa runnið upp gesta- laus dagur. Eg hlýt að vera ein þeirra sem þakka yndislegar stundir enda sá ég ekkert fallegra en hvíta bursta- bæinn undir hlíðinni, og kliðandi bæjarlækinn. Varmahlíð var líka sérstaklega smekklegt heimili, bæði úti og inni. Húsfreyjurnar, hver eftir aðra gæddar meiri þokka en almennt gerðist á þeim tíma. Já, bæjarlækurinn kliðaði og vakti á sér athygli. í ljós kom, að hann var möguleiki til bættrar lífsafkomu. Árið 1927 tekur Einar lækinn í sína þjónustu, lætur virkja hann, raflýsir bæ og útihús, en orkan nægði til alls er gera þurfti, svo sem eldunar og upphitunar. Segja má að þarna hefjist nýtt ævintýri í Varmahlíð. Eg hafði mikla unun að því að koma í Varmahlíð. Barnsaugu mín störðu hugfangin á loftljósin, er skreytt voru litríkum myndum um búnaðarhætti erlendra þjóða. En utan um kúpulinn var glitrandi perluskraut. Ekki heilluðu raf- magnsofnarnir mig minna með glóandi vírum og varma. Þó reis eldhúsið hæst með rafmagnstöflu- eldavél óg kunnáttusamri hús- móður, er réð þar ríkjum, falleg, hlý og farsæl. Já, það var myndar- legur búskapur í Varmahlíð. Þeim hjónum var 6 barna auðið og lifa þau öll. Mannkostafólk eins og forfeðurnir voru. Einnig ólu þau upp dreng, er ein vinnukona þeirra fól þeim til forsjár. Dóttur- synir þeirra 2 ólust þar upp að mestu leyti. Fjöldi barna og unglinga dvaldi þar um lengri og skemmri tíma, öllum þótti þar gott að vera. Árin liðu og börnin þroskuðust. Starfa nú hvert að sínu hugðarefni. Sonur þeirra, Einar Ingi, yfirgaf aldrei foreldra sína og tók við búsforráðum með þeim. Einnig var elsta dóttirin, Þóra Dóra, þeim til hjálpar en vegna vanheilsu varð hún að fá sér önnur léttari störf. Nú hófst nýtt framfaraskeið í Varmahlíð. Ibúðarhús og pen- ingshús risu af grunni, en allt var fært í nútímabúning. Vélarnar léttu heyöflun, lækurinn veitti áfram brautargengi, þurrkaði heyið, knúði mjaltavélarnar og sá um frystiklefann. Starfsdagurinn var oft langur á þessu tímabili. Ekki sat Einar bóndi alltaf með hendur í skauti. Þá var styrkur hans merk kona og skyldurækin börn. Um árabil var starfrækt land- símastöð í Varmahlíð, og skiptu hjónin með sér störfum hennar. Húsfreyjan annaðist afgareiðslu alla og var virt fyrir hjálpsemi. Einar sá um bókhald símstöðvar- innar. Margs er að minnast frá fyrri dögum í heimabyggð minni undir Eyjafjöllum. Ein er sú minning er sjó lægði og leiði var við sandinn. Yttu þá litlu handknúnu fiskibát- arnir úr vör út á fengsæl miðin. Einar var formaður á einum slíkum bát, honum fylgdu til skips góðir grannar, en Einar var gæt- inn stjórnari og aflasæll sækjari. Þakka ber marga nýja fiskmáltíð, en hún var á þessum árum sjald- gæft góðmeti. Gaman var að sjá sandhestana koma heim klyfjaða af seiluðum fiski, er vel gekk. Voru þá allir þakklátir og stoltir, því heimastörfin, gegningarnar, sáu húsfreyjurnar um, en börnin gættu sandhestana, er biðu eftir komu fiskimannanna stundum nokkuð óþreyjufullir. Er að landi kom skipti Einar aflanum, og gaf af hlut sínum, þeim er ekki áttu þess kost að afla með honum, og var þá venjulega ekki smátt skammtað. Þegar vora tók, fór formaður með hásetana til skips, drógu það í naust til geymslu og bikunar. I tilefni af þvi var svokölluð uppdráttarveisla setin, til skiptis á bæjunum. Er mér það ljúf bernskuminning þegar bænd- urnir riðu hver til síns heima, að enduðum fagnaði. Nóttin var björt, þeir ofurlítið hýrir og sungu í næturkyrrðinni „Þú vorgyðjan svífur úr suðrænum geim". Það voru friðsæl ár, sem við áttum saman undir Eyjafjöllum, og þó fátæktin sæti víða í öndvegi var hugsunarháttur fólksins sá að miðla til þeirra sem erfitt áttu. Hjónin í Varmahlíð voru engir eftirbátar í þeim efnum. Þau gengu um og glöddu aðra, allt til hinstu stundar. Þeirra munu allir Eyfellingar sakna heilshugar. Að enduðum starfsdegi kvöddu þau gamla óðalið og hinn góða skyldruækna son, sátt við allt og alla. Þau hugðust eyða sínum hinstu stundum, hjá dóttur sinni, Sigríði, og manni hennar, Ás- mundi Guðmundssyni, skipstjóra í Reykjavík. Bæði þurftu þau að vera undir læknishendi. Dóttirin hugði fagn- andi til samverustundanna, og annaðist foreldra sína af óeigin- girni og ástúð. Sama má segja um mann hennar, Ásmund, er sýndi gömlu hjónunum virðingu og kær- leika. Ég veitti því athygli, hve fallega Ásmundur kom fram við tengdaföður sinn. Það má segja að gagnkvæm var vinátta þeirra allra. Því miður var dagur að kvöldi kominn. Ingibjörg varð bráðkvödd eftir styttri dvöl hjá dóttur sinni, en vonast hafði verið eftir. Einar andaðist nú ári síðar. Hann var andlega hress allt til hinstu stund- ar. Góðvildin skær skein af hans brá. Hann fól sig og sína þeim Guði er gaf honum hamingju lífsins. Afkomendur allir sakna þeirra sárt, því gaman var að koma heim — heim að Varmahlíð. Gömlu hjónin hvíla hlið við hlið í Ásólfsskálakirkjugarði. Síðustu blessun lífsins hlutu þau af sókn- arprestinum Halldóri Gunnars- syni, Holti, er kvaddi þau með virðingu. Blessi þau allt, sem gott er. Sjálf kveð ég frænda minn með sálmi þeim er han svo oft spilaði á útfarardegi sveitunga okkar: „Far þú í firði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." Guðrún Jakobsdóttir + Útför BJÖRNS G. BERGMANNS, fyrrum bónda frá Svarðbæli Miðfirði, fer fram frá Melstaöarkirkju laugardaginn 19. september kl, 14. Guðmundur Jóhannsson, Gunnar Petersen. Þökkum af alúö öllum vinum fjær og nær auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa, INGIMUNDAR GUDMUNDSSONAR, Mánagötu 17. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Borgarspítalans, deild A-7. Elísabet Ólafsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, FILIPPUSAR GUÐMUNDSSONAR, múrarameistara, Selási 3. Börn, tengdabörn og barnabörn. Meira úrval en nokkru sinni íyrr! * Nú helur Veltir á boðstólum íleiri gerðir af Volvo íólksbilreiðum og á betra verði en nokkru sinni íyrr. Eins og verðlistinn ber með sér er breiddin mjög mikil, en hvergi er þó slakað á kröfum um öryggi. Volvo öryggið er alltaí hið saman. Verðmunurinn er hins vegar lólginn í mismunandi stœrð, vélaraíli, útliti og íburði, og t.d. eru allir 240 bílarnir með vökvastýri. Verðlistinn er miðaður við gengi ís- lensku krónunnar 15. sept. 1981. ryð- vörn er inniíalin í verðinu. Halið samband við sölumenn okkar VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Verd 103.300 345 DL Veró 106.100 Verd 178.000 Verd 144.700 Verd 155.300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.