Morgunblaðið - 17.09.1981, Page 35

Morgunblaðið - 17.09.1981, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981 35 Kæra sig ekki um konung- legt uppeldi + Hér er mynd af Benediktu prinsessu af Danmörku, manninum hennar, honum Richard, sem hún hefur verið gift í 13 ár, og dætrunum Alexandríu, sem er 10 ára, Nathalíu, sem er 6 ára og syninum Gustav, sem er 12 ára. Fjölskyldan býr hamingjusamlega í höll, sem er nálægt Berleburg og segir í sænsku blaði, sem greinir örlítið frá högum fjölskyldunnar, að foreldrarnir hafi það efst í huga að ala börnin sín upp sem venjulegt fólk, en ekki leggja áherslu á konunglegt uppeldi. Telja þau að á þann hátt takist þeim best að gera börnin sín að góðum og gegnum borgurum í samfélaginu. félk f fréttum Leituðu ráða hjá bandarískum sendiráðsmönnum + Sá sérkennilegur atburður gerðist í ágústlok, að rússneskur ríkisborgari, Vasily Nazarov, og móðir hans, Natalía, gengu inn í Bandaríska sendiráðið til þess að leita ráðlegginga varðandi persónuleg vandamál sín en auðvitað gátu starfsmennirnir lítið gert fyrir fólkið. Meðfylgjandi mynd er af Vasily Nazarov og móður hans. Þykir súkku- laði gott NADIA Comaneci, rúmenska fimleikakonan, er yfir sig hrifin af súkkulaði. „Eg verð að færa henni 10—12 stykki í hvert sinn sem ég hitti hana,“ sagði Graham Buxton Smither, rithöfundur og vin- ur Nadiu. Nóbelsverð- launahafi giftist + Mairead Corrigan hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir nokkrum árum ásamt annarri norður-ískri konu vegna starfa þeirra í þágu þess málefnis að efla frið með kaþólikkum og mótmælendum. Um daginn gekk Mairead í það heilaga, giftist hún Jackie Maguire, sem var giftur systur hennar en hún fórst í átökum á milli kaþólikka og mótmælenda. Síðan systirin dó hefur Mairead gengið börnum systur sinnar í móður stað og nú er hún gift föður þeirra. Toppurinn í BreWandi Sigurganga Meatloaf er hreint ótrúleg og fór platan Deadringer beint á toppinn í Bretlandi í útgáf- unni. Bat out of hell, platan sem allir þekkja sem meistarastykki Meatloaf hefur nú verið 131 viku á breska listanum og er nú í 10. sæti hans. Meatloaf er því bæöi í 1. og 10. sæti og geri aörir betur. Heildsöludreifing sUÍnorhf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.