Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10— 11
r FRÁ MÁNUDEGI
Jlmm
vegar á áhrifasvæði Portúgala, en
kristnar þjóðir, þ.á m. Grænlend-
ingar, voru skv. páfaúrskurði und-
anskildar þegar páfi skipti heim-
inum milli Spánverja og Portú-
gala. Þetta gat flýtt fyrir rýmingu
Eystribyggðar. Portúgalar slá
eign sinni á Austur-Grænland um
fimmtánhundruð en ekki Eystri-
byggð. Skömmu seinna byrjar
landnám Portúgala í Brasilíu og
er það land innan marka páfa-
úrskurðar. En Nýfundnaland er
rýmt að mestu leyti.
Eftir að íbúar Eystribyggðar
hafa náð fótfestu í Acadie (ágæti)
í nánu sambandi við umsvif
Portúgala á Nýfundnalandi hafa
þeir kynnst landi og sjávarafla
sem var gjöfulla en Eystribyggð
og þar að auki var hafin verslun
við Evrópubúa eftir nokkurt hlé.
Samdráttur í verslun við Portú-
gala hefur komið þeim illa. En þá
koma Frakkar til skjalanna og
þeim er fagnað með hrópum á
máli innfæddra: „Naþeu tondam-
en ass ur tah“, þrátt fyrir fall-
byssuskothríð Frakka, en sé „Na-
þu tandamen oss ur stað“, talið
mál Eystribyggja frá Grænlandi
er hér fagnað skipi eldmanna
(Tandr-eldur) frá stað (Noregi).
Þessi fagnaðarfundur nyrst í New
Brunswick, Kanada, þar sem Aca-
dienne (ágæti = menn?) eru fjöl-
mennastir enn í dag var upphaf að
góðri sambúð Frakka og íbúa
Austur-Kanada. En Bretar gerðu
kröfu til þessara landa vegna
ferðar Cabots, sem fann eða týnd-
ist sjálfur á siglingu við austur-
strönd Kanada rétt fyrir fimm-
tánhundruð. Erjum Breta og
Frakka lauk með því að Bretar
eyddu byggðinni og fluttu fólkið
suður (nú USA). Margir sneru
heim og eru nú um tvöhundruð
þúsund í New Brunswick.
Þessir hringdu . . .
„Aðeins andstæðing-
um Sjálfstæðis-
flokksins til ánægju“
Sigurjún Jónsson. Hrísateig 34.,
Reykjavík, hringdi og óskaði eftir
að eftirfarandi pistill um málefni
Sjálfstæðisflokksins yrði birtur í
Velvakanda: „Hvað eigum við, hinir
óbreyttu stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins, að hugsa eftir öll þau
orð sem skrifuð hafa verið um þá
Geir og Gunnar. Skrifin hafa of oft
verið á þann veg að þau hafa verið
mörgum til leiðinda en aðeins
andstæðingum Sjálfstæðisflokksins
til ánægju. Við sem eigum því láni
að fagna að hafa kynnst þessum
báðum mönnum, vitum að þeir vilja
ekki aðeins flokknum vel heldur eru
og alltaf tilbúnir að veita hverjum
þeim aðstoð sem til þeirra leita
eftir því sem aðstæður leyfa.
Velvakandi góður. Ég vil sér-
staklega mótmæla skrifum þeim
sem birtust í Staksteinum hinn 15.
þ.m. um Gunnar, því þar er reynt á
lævíslegan hátt að gera hann tor-
tryggilegan sem góðan flokksmann.
Það sem Gunnar er nú skammaður
fyrir að segja er þó í samræmi við
það sem ég heyrði forsætisráðherra
segja á fjölmennum fundi fyrir
mörgum árum, og var hann góður
sjálfstæðismaður. Sá maður taldi
það ekki veikleikamerki að láta
menn njóta sannmælis þótt skoðan-
ir væru að mörgu leyti skiptar til
ýmisra mála, enda voru menn
yfirleitt sáttir í nærveru þessa
manns.
Um þessa ríkisstjórn og þær tvær
sem voru áður vil ég aðeins segja
þetta. Látum reynsluna okkur að
kenningu verða. I næstu kaupsamn-
ingum verða það ein af aðalkröfum
launþega að ná hliðstæðum kaup-
mætti launa og var þegar Geir og
Óli Jó voru við völd hér á landi.
Mega þeir báðir vel við una. Ég
vona að lokum að menn hætti öllu
grjótkasti sín í milli — en myndi
heldur samstöðu."
Af kommafyrirtektum og vinstrigæðinga:
„Við erum of fáir Islendingar
til að geta alið marga slíka“
Alltaf er jafn fróðlegt að rifja
upp söguna, og þarf ekki alltaf að
fara langt aftur í tímann. Við
höfðum hér framsóknarstjórn
fram að stríðsbyrjun og reytti hún
þjóðina inn að skinni, svo engin
þjóð var sárfátækari, en íslend-
ingar fyrir stríð. Stríðið kom og
margvíslegar stjórnir hafa verið
síðan. Fyrstu vinstristjórnina
fengum við svo 1957, og eftir að
sjávarútvegsmálaráðherrann
hafði verið lengur í Rússlandi, en
Ásmundur Garðaríkisfari, fengum
við 12 mílna landhelgi, en aldrei
komst Lúðvík lengra en í 50 mílur.
Við eigum stjórn Geirs Hall-
grímssonar 200 mílna fiskveiði-
lögsöguna að þakka. Matthías
Bjarnason varð þjóðinni happa-
sæll í ráðherraembætti sínu,
happasælli en ráðherrann sem
stundum gleymdi alveg að láta
endurskoða. Ingi R. Helgason
hefði í ráðherratíð Matthíasar
ekki fengið að fara flugleiðis, á
skattborgaranna kostnað til
Ástralíu, sem alveg hefði mátt
spara með því að fá eitt eintak af
hagtíðindum álfunar sent í pósti
til iðnaðarráðuneytisins.
Efnahagsástand Póllands og
landana handan Járntjalds, og
hinn eilífi matvælaskortur þar, er
ekki sízt flokksgæðingum komm-
únísta að kenna. Við eru of fáir
íslendingar til að geta alið marga
slíka — fyrsta vinstristjórnin varð
ekki langlíf, en samt þurfti full 4
ár til þess að rétta við efnahag
þjóðarinnar eftir hana. I þrettán
ár höfðum við svo stjórn, sem
þrátt fyrir fiskileysi og fleiri
vandræði gat fært okkur Búrfells-
virkjun, og þá fyrst var tekið á
vegamálunum af einhverju viti og
fleira mætti telja sem til framfara
horfði á þessu tímabili. Á þeim
árum komst framsókn, sem ungar
út kommúnistum og Alþýðu-
bandalagi, ekki upp með sinn
moðreyk — þeir börðust þó af
öllum kröftum gegn öllum þeim
þjóðþrifamálum sem Viðreisnar-
stjórnin kom í verk, og þjóðin
nýtur nú góðs af. Almenningur
ætti núna að lesa stjórnarand-
stöðublöðin frá þeim tíma sér til
glöggvunar fyrir næstu kosningar.
Væri sá maður, sem ekki áttar sig
á þessum hlutum, búinn að vera
blindur, heyrnarlaus og máttlaus
síðustu 20 árin. Þjóðinni til stór-
skaða komust aftur til valda þessi
óráðsíuöfl, sem núna eru aftur
sest í valdastól. Með annarri
vinstri stjórninni 1971 flæddu yfir
þjóðina svo sterk sænsk áhrif, að
síðan tala maður um þá sænsk-
lærðu.
í 30. árg. 5 tbl. Ásgarðs er úttekt
á ýmsu frá Svíþjóð, og er það
ljótur listi, sýnir manni að fátt
gott er þaðan að fá. Áfengisvanda-
mál, fíkniefnavaridamál o.fl. eru
þar miklu alvarlegri en hér. Þeim
sem því trúa, að bann lækni
áfengisvandamálið, er ráðlagt að
lesa þetta. Þjóðir sem aldrei láta
sig dreyma um að bann lækni
áfengissýki, þar sést varla nokkur
undir áhrifum, og þar éta sig álíka
margir í hel eins og drekka.
Greinarhöfundur nefnir ekki að
þrátt fyrir allt er í Svíþjóð sandur
af félag- og sálfræðingum, orðið er
frjálst og þar er verkt'allsréttur.
Öll Austur-Evrópa vill flytjast
þangað.
Ég hef meiri áhyggju af 334
milljónum manna í Austur-
Evrópu því þar er matvælaskort-
urinn landlægur, ekkert frelsi og
lífshættulegt að kvarta.
Húsmóðir.
bréfsins alveg
óviðkomandi
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
framkvæmdastjóri SÁÁ, hringdi og
gerði athugasemd við yfirfyrirsögn
er birtist í Velvakanda sl. þriðju-
dag: „Sjúkdómurinn alkóhólismi og
SÁÁ“, en aðalfyrirsögn bréfsins er
„Læknaleikur“. Benti Vilhjálmur á
að þarna væri mjög villandi fyrir-
sögn að ræða því viðkomandi bréf
fjalli alls ekki um SÁÁ eða starf-
semi þess, þó aðeins sé vikið að
samtökunum í upphafi bréfsins.
Vildi hann að það kæmi skýrt fram
að þó bréfritari væri einn starfs-
manna SÁÁ þá tengdust þær skoð-
anir og sú ádeila sem fram kemur í
bréfinu samtökunum á engan hátt.
Velvakandi harmar þau mistök
að nafn samtakanna var sett í
fyrirsögn bréfsins, en bendir á að
villandi uppsetning þess gaf nokk-
urt tilefni til.
JCIZZBaLL©CCQKÓLÍ BÚPU
Innritun í lokuðu tímana hafin.
Vinsamlegast hafið samband við skólann
sem fyrst.
Upplýsingar og innritun í síma 36645.
njoa rp>l8QQ0TioazzDr
____-__________________:-
HVAÐ ER
sebamed?
Seba-med eru snyrti- og hreinlætisvörur með
sérstakri efnasamsetningu, er hefur sýrugildið 5,5
sem merkir það að í þeim er alls engin venjuleg sápa.
Þær eru því súrar og alkalílausar. Því styrkja þær og
vernda náttúrulegt varnarlag heilbrigðs hörunds.
Seba-med efnin eru samt sérstaklega ætluö þeim
sem mega helst ekki nota venjulega sápu, enda voru
þau þróuð í nánu samráði við húðsjúkdómastofn-
anir og sjúkrahús.
Seba-med hefur auk hreinsunar- og verndareiginleik-
anna framúrskarandi eiginleika til að koma í veg fyrir
myndun ólyktargerla. Eru þær þannig í eðli sínu
öruggur svitalyktaeyðir.
Þar sem seba-med hreinlætisvörur eru hannaðar
fyrir viðkvæma húð, eru þær ákjósanlegar í baðvatn
fyrir ungbörn og við hreinlæti í sambandi við hina
leyndustu líkamshluti. Seba-med vörur eru notaðar
meö góöum árangri gegn exemi, bólugreftri, sveppa-
myndun og öörum húðsjúkdómum. Þær hafa veriö
prófaöar af læknavísindamönnum og hlotið meömæli
þeirra í hvívetna.
Eftirtaldar vörur frá Seba-med
eru nú fáanlegar:
seba-med sápa í föstu formi,
90 gr.
seba-med sápulögur fyrir hár
og kropp, 150 ml.
seba-med lotion 200 ml.
seba-med krem, 60 ml.
seba-med krembaðfreyðir,
150 ml.
Fæst í öllum apótekum,
helstu snyrtivöruverslun-
um og flestum stórmörk-
uðum.
Heildsölubirgdir:
Friðrik Björnsson,
Pósthólf 9133 — 129
Rvík. Sími 77311.