Morgunblaðið - 17.09.1981, Qupperneq 44
Valur
Aston Villa
Eftir 13 daga
iééi
Ljósaperur ^
Sterkarog
Einkaumbod d isiandí endingargóðar S
SEGULLHF. Nýlendugötu 26 00
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981
Tugi hjúkrunar-
frseðinga vantar
Hjúkrunaríræðingar hóta fjöldauppsögnum - ófull-
nægjandi hjúkrun á Kleppi, segir framkvæmdastjórinn
„ÞAÐ vantar 30 hjúkrunarfræðinga til starfa á Kleppsspitalanum, ef
viúunandi rekstur á að vera á þeim 13 deildum, sem þar eru
starfræktar,“ sa>{ði Guðrún Guðnadóttir, framkvæmdastjóri
Kieppsspitalans i viðtali við Morgunblaðið.
ágúst og komst vöntunin upp í 79
vaktir á einni deild á þessu
tímabili.
Til þess að bjarga málunum,
hafa hjúkrunarfræðingar nú orðið
að taka að sér fleiri en eina vakt á
sólarhring og stundum hefur það
verið þannig, að aðeins einn
hjúkrunarfræðingur hefur verið
með 2 deiidir. Við höfum líka
reynt að fá hjúkrunarfræðinga til
að taka að sér einstakar vaktir, en
auðvitað er það ekki heppilegt
fyrirkomulag, því þeir komast
aldrei vel inn í starfið.
Það hefur verið þannig á
Kleppsspítalanum, að aldrei hefur
tekizt að manna í heimilaðar
stöður enda þótt þær séu mun
færri en æskilegt væri miðað við
þá aukningu, sem orðið hefur á
starfsemi spítalans á liðnum ár-
um. Þó hefur ástandið aldrei verið
eins slæmt og nú og hver maður
getur séð, að ekki er hægt að veita
fullnægjandi hjúkrun við þessi
skilyrði svo eitthvað verður að
gera til úrbóta," sagði Guðrún
Guðnadóttir.
Ilrunamenn heimtu fé sitt vænt af fjalli i gær og sitthvað fleira eins og sjá má, þvi svo langt sem augað
eygir er vænt að sjá á myndinni sem Sigurður Sigmundsson tók í náttbóii Hrunamanna í
Tungnafelisdal í gær. Sjá bls. 18.
„Þessi skortur á hjúkrunarfræð-
ingum hefur verið í allt sumar og
hefur vinnuálagið verið því gífur-
legt á þeim hjúkrunarfræðingum,
sem hér eru fyrir. Svo er nú komið
að þeir eru hreinlega að gefast upp
á þessu ástandi. Þann 31. ágúst
síðastliðinn var forráðamönnum
Kleppsspítalans sent bréf, þar
sem greint var frá núverandi
stöðu og úrbótum, sem taldar eru
koma til greina og jafnframt skýrt
frá því, að ef ekki verður ráðin bót
á þessum málum, þá muni koma
til fjöldauppsagna hjúkrunar-
fræðinga við spítalann. Sem dæmi
um það ástand, sem ríkt hefur í
sumar, þá vantaði hjúkrunarfræð-
inga á 559 vaktir frá 1. júní til 15.
Framkvæmdastofnun:
Rúmur þriðjungur frystihúsa
landsins í greiðsluþroti
millj. kr. til skuldbreytingalána
Stofnunin ver 25
STJÓRN Framkvæmdastofnunar
samþykkti á fundi sínum 21.
ágúst sl. að veita 22 hraðfrysti-
húsum viðs vegar á landinu
heimild tii að breyta vanskila-
skuldum sínum við stofnunina i
lán til 15 ára. Staða hraðfrysti-
húsa er mjög slæm að sögn
forstöðumanns lánadeildar
Framkvæmdastofnunar og
skulda þau mjörg hver miklar
fjárha'ðir. þó misjafnlega miklar.
NÚ MUNU frystihúsin i land-
inu liggja með um 8000 lestir
af karfaflökum i hirgðum og
veldur þessi birgðasöfnun
mörgum húsanna miklum
rekstrarerfiðleikum, enda er
Stjórn Framkvæmdastofnunar
samþykkti að verja til þessara
skuldhreytinga 25 millj. kr.
Frystihús þau, sem viðskipti
eiga við Framkvæmdastofnun, eru
tæplega 60 að tölu, þannig að hér
er um meira en einn þriðja hluta
þeirra að ræða. Skuldbreytingalán
þessi verða til 15 ára, bundin
lánskjaravísitölu og afborgunar-
laus fyrstu tvö árin. Þau bera 2%
ársvexti.
verðmæti þessara birgða um
8,8 millj. kr. (8800 millj. gkr.)
að því er Morgunblaðinu var
tjáð í gær.
Karfaflök hafa hrannast upp
í geymslum frystihúsanna það
í viðtali Mbl. við forstöðumann
lánadeildar Framkvæmdastofnun-
ar kom í ljós að staða þessara
frystihúsa er afleit. Þau hafa ekki
getað staðið í skilum, en skuldir
þeirra eru misháar og misjafnt
hversu langur skuldahalinn er.
Hann sagði forstöðumenn hús-
anna telja að margt kæmi til, svo
sem rekstrarerfiðleikar, vöntun á
lausafé og ekki sízt há vaxtabyrði.
sem af er þessu ári, enda hefur
veiðin verið meiri en menn áttu
von á, og sala á Rússlands-
markað gengið treglega, en
fram til þessa hefur stór hluti
karfaflaka farið á þann mark-
að.
Rússar hafa greitt um 11 kr.
fyrir hvert kíló af karfaflökum
sem þeir hafa keypt á árinu og
er það fyllilega samkeppnis-
fært við það verð sem fengist
hefur á Bandaríkjamarkaði
fyrir karfaflök.
Morgunblaðinu var sagt í
gær, að væntanlega yrðu tekn-
ar upp samningaviðræður við
Rússa í nóvember nk. og gerðu
menn sér þá vonir um að geta
selt nokkurt magn af flökum til
Rússlands. Fyrir viðskiptavið-
ræður Islendinga og Rússa á
dögunum höfðu menn gert sér
vonir um sölu á a.m.k. 5000
tonnum, en aðeins tókst að
selja 500 tonn.
Listahátíð 1982:
Silkitrumba
Atla frumflutt
Sjö meiriháttar tón-
listaratriði ákveðin
MEÐAL efnis á Listahátíð 1982
er frumflutningur Sinfóniu-
hljómsveitarinnar og Pólifón-
kórsins á „Eddu oratorium“
eftir Jón Leifs, undir stjórn
Ingólfs Guðhrandssonar.
Sjö meiriháttar tónlistaratriði
hafa þegar verið ákveðin og hið
áttunda í athugun. Meðal frægra
tónlistarmanna sem hingað
koma á Listahátíð að þessu sinni
eru írski flautuleikarinn James
Galway, fiðluleikarinn Gidon
Kremer og píanóleikarinn Zoltan
Kocsis.
Þá verður frumflutt óperan
„Silkitrumban" eftir Atla Heimir
Sveinsson og Örnólf Árnason. Er
það hálfs annars klukkutíma
verk í nútímalegri uppfærslu. Þá
mun hljómsveitin London sin-
fónietta gista Listahátíð og ís-
lenzka kammersveitin mun
frumflytja nýtt tónverk eftir
Þorstein Hauksson.
Sjá hls. 18.
Kindakjöt
hækkar
um 16%
NÝTT landhúnaðarverð hefur verið
ákveðið og kostar fyrsti flokkur af
kindakjoti í heildsölu eftir hækkun-
ina 36.86 krónur. hækkaði úr 31.71
krónum, eða um 16,10%.
Læri kostar eftir hækkunina 52,00
krónur, hækkaði úr 44,90 krónum,
eða um 15,8%.
Kindalifur hækkar úr 37,15 krón-
um í 40,30 krónur, eða um 8,48%.
Hjörtu og nýru hækka úr 24,61 krónu
hvert kíló í 26,70 krónur hvert kíló,
eða um 8,50%.
Heilslátur með sviðahausum og
kíló af mör í ódýrustu pakkningum
kostar eftir hækkun 38,70 krónur í
stað 33,60 króna.
Niðurgreiðslur eru óbreyttar, en
verðhækkun á nautakjöti í dýrustu
flokkunum er um 14%.
5 létust í um-
ferðarslys-
um í ágúst
DAUÐASLYS í umferð urðu 5 hér á
landi í ágúst sl. eða þremur fleiri en
sama mánuð í fyrra. Hins vegar
hefur dauðaslysum fækkað í ár, átta
fyrstu mánuði ársins létust 12 ís-
lendingar í umferðarslysum en 19
sömu mánuði í fyrra. Slys með
meiðslum urðu 317 fyrstu átta mán-
uði ársins 1981 eða nákvæmlega
jafnmörg og sömu mánuði í fyrra.
Þessar tölu koma fram í yfirliti
Umferðarráðs.
Karpov með læknisvottorð
gegn íslenzku veðurfari
ANATOLY Karpov. heimsmcist-
ari i skák. har fyrir sig heilsufars-
ástæöur þegar hann vildi ekki
tefla I Reykjavík. Karpov lagði
fram læknisvottorð um, að hann
væri kvefsækinn og vegna þess að
hrugðið gæti til beggja vona með
veður á íslandi, fyrst og fremst
vegna þess að svo mikill raki væri
í loftinu. þá ka mi ekki til greina
að hann tefldi við áskorandann
Viktor Korchnoi hér á landi.
Þetta kemur fram í opinberum
gógnum af ársfundi FIDE, al
þjoða skáksamhandsins. sem
haldinn var i Atlanta í júli.
Eins og kunnugt er, þá buðust
þrjár borgir til að halda heims-
meistaraeinvígi þeirra Anatoly
Karpovs og Viktor Korchnois,
Reykjavík, Meranó og Las Palmas.
Korchnoi vildi tefla í Meranó, en
hafði Reykjavík til vara, en Karp-
ov valdi aðeins Las Palmas.
Þeir sem til þekkja halda því þó
fram, að ástæðan fyrir því, að
Karpov vildi ekki tefla á tslandi
hafi fyrst og frem3t verið sú, að
Boris Spassky hefði misst titilinn
til Bobby Fischers í Reykjavík.
Karpov er sagður ákaflega hjá-
trúarfullur og því óttaðist hann að
sagan endurtæki sig.
Um 8000 lestir af karfaflök-
um í geymslum frystihúsanna