Morgunblaðið - 10.10.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
í tilefni þingsetningar
Akvarðanir í jóla-
leyfi eins og í fyrra?
Ríkisstjórninni var legið á hálsi fyrir
það síðastliðið vor, að á þingtimanum
hefði næsta lítið áunnist á Alþingi, þing-
menn færu í sumarleyfi með næsta fá-
tæklega afrekaskrá. Dr. Gunnar Thor-
oddsen svaraði þessari gagnrýni með því
• að rekja tölur um afgreidd stjórnar-
frumvörp á þinginu og þótti málafjöldinn
sér hagstæður. Fljótlega hætti ráðherr-
ann þó að ræða um starf þingmanna eins
og aðrir ræða um afrek íþróttamanna í
kappleik, enda talið, að það hæfði lítt
virðingu Alþingis. Staðreynd er, að gæði
laganna skipta meiru en magnið.
Lög eru mjög misjöfn að efni, sum, og
þá oftast þau, sem mest er hampað í fjöl-
miðlum, eru fremur efnisrýr eða þeim er
ekki fylgt í framkvæmd. Á síðari árum
hafa fá lög fengið meiri auglýsingu en
svonefnd Olafslög. Síðan þau voru sett
hafa ríkisstjórnir gripið til ýmissa ráða
til að fara í kringum ákvæði þeirra. Ný-
lega taidi forsætisráðherra það mikla
framför, að einhvern tíma á fyrstu dögum
þess þings, sem nú er að hefjast, ætlaði
ríkisstjórnin að leggja fram fjárfestingar-
og lánsfjáráætlun. I Ólafslögum segir, að
þá áætlun eigi að leggja fram strax í þing-
byrjun eins og fjárlagafrumvarpið og
þjóðhagsáætlun. Stundum sýnist raunar
skorta á það hjá þingmönnum, þegar þeir
fá stjórnarfrumvörp í hendur, að þeir
spyrji sig, hvort nauðsynlegt sé að setja
lög um viðkomandi efni. Er málum til
dæmis þannig komið, að grásleppu-
hrognaframleiðendur, eins og grásleppu-
karlar eru nefndir við hátíðleg tækifæri,
geti ekki reist kæligeymslu yfir hrognin
nema að undangenginni lagasetningu? Úr
því fæst líklega skorið í vetur.
Stundum iáta þingmenn sér lynda að
samþykkja lög, sem í raun veita embætt-
ismönnum og þar með ráðherrum nær
ótakmarkaða heimild á einhverju ákveðnu
sviði. Því er þá haldið á loft af ýmsum, að
heimildarlögin séu sett til að þóknast
embættismannavaldinu. Að mínu áliti er
hér um misskilning að ræða, ég held, að
meirihluti embættismanna kjósi, að
ákvæði laga séu sem skýrust og ótvírætt
komi fram, hvað fyrir löggjafanum vakir.
Það er engum til góðs, að á mikilvægum
sviðum ríki óvissa og tækifæri gefist til
pólitískrar greiðasemi eða geðþótta-
ákvarðana. Engum er verr við slíkt en
heiðvirðum og traustum embættis-
mönnum og þeir finnast víða sem betur
fer.
Ekki er algilt, að þingmenn skjóti sér
undan vanda með því að veita stjórnvöld-
um óljósa heimild í lögum. Umræðurnar
um lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um
raforkuver síðastliðið vor sýndu, að þing-
menn geta barið í borðið og neitað ríkis-
stjórninni um opna heimild. Lögin um
raforkuver, sem samþykkt voru 25. maí
1981, eru lítið annað en nafnið tómt, því
að meðal stuðningsmanna ríkisstjórnar-
innar tókst ekki að samræma sjónarmiðin
í orkumálum. Hvar á að virkja næst? I
lögunum er þessari brýnu spurningu alls
ekki svarað. Til að orkumálin fari ekki
meira úr böndum en orðið er, þurfa þing-
menn að ákveða það fyrir áramót, hver á
að verða framkvæmdaröðin, hvort Blanda
kemur á undan Sultartanga, eða Fljóts-
dalur hafi forgang.
Um þetta leyti í fyrra var því spáð, að
samhliða fjárlagaafgreiðslunni myndi
koma fram, hver væri efnahagsstefna rík-
isstjórnarinnar. Sú spá reyndist auðvitað
röng eins og flest annað skynsamlegt, sem
menn dirfast að láta í ljós um stjórnmála-
þróunina. Ríkisstjórnin hafði alls ekki
fyrir því að ræða efnahagsstefnuna við
þingmenn, eins og menn muna var hún
mótuð í jólaleyfinu og tilkynnt á gaml-
ársdag. — Ertu með mér eða á móti mér?
spurði forsætisráðherra stuðningsmenn
sína og samdi um Gervasoni við Guðrúnu
Helgadóttir. — Ég vil þessa stjórn meðan
önnur liggur ekki á borðinu, var svarið, og
þannig náði efnahagsstefnan fram. Verð-
bólgan hefur lækkað, enda var kaupið
skorið niður um 7% 1. mars. Þá kaup-
lækkun boðuðu ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins í greinum í Þjóðviljanum sumarið
1980, á meðan vinnuveitendur og launþeg-
ar sömdu um kauphækkanir. Nú standa
kjarasamningar fyrir dyrum, en enginn
ráðherranna hefur sagt, að nauðsynlegt sé
að skerða visitölubætur á laun. Hvað á
markmiðið að vera í viðureigninni við
verðbólguna á næsta ári? Jú, samkvæmt
stjórnarsáttmálanum á verðbólgan að
hjaðna á árinu 1982 niður í það, sem hún
er í nágrannalöndunum. Hvað þarf þá að
lækka launin mikið 1. mars næstkom-
andi? Eða stendur það ekki til, af því að
þá eru sveitarstjórnakosningar á næsta
íeiti? Vilja talsmenn samninga í gildi
kannski ganga í gegnum þær kosningar,
án þess að nokkrir samningar hafi tekist?
— minnugir þess, að þeir unnu kosn-
ingarnar 1978 meðal annars á slagorðinu,
að kjörseðillinn væri vopn í kjarabarátt-
unni og börðust með því gegn aðgerðum
þá, sem svipaði til aðgerðanna 1. mars
1981. (Kaupmátturinn hefur rýrnað um
10% síðan 1978, segir hagdeild ASÍ.)
Það er vissara að fjalla um efnahags-
málin í spurnarformi heldur en spá
nokkru um framvindu þeirra. I sumar
fékk borgarráð ekki umboð frá borgar-
stjórn til að taka ákvarðanir um meiri-
háttar mál í sumarleyfi borgarfulltrúa. Ef
til vill kemur til þess rétt fyrir jólin, að
meirihluti þingmanna vill ekki fara í jóla-
leyfi af ótta við, að efnahagsstefnan verði
mótuð á gamlársdag eða ákvörðun tekin
með bráðabirgðalögum um framkvæmda-
röð í virkjanamálum.
Athyglinni verður þó að beina að öðrum
málum en virkjanamálum og efnahags-
málum strax á fyrstu dögum þingsins. At-
vinnumálin verða í brennidepli. Hvað ætl-
ar ríkisstjórnin að gera í atvinnumálum á
Raufarhöfn?, munu þingmenn spyrja.
Fleiri staðir verða nefndir í sömu andrá,
þótt forráðamenn á þeim flestum kjósi
annað en þurfa að leita á náðir stjórn-
vaida, einkum vegna þess að þá er engu
líkara en þeir stígi út í botnlaust fen og
fái ekki annað en illt umtal, á meðan þeir
sökkva upp fyrir haus. Umtalið fer auðvit-
að eftir því, hvernig að málum er staðið.
Um leið og þingmenn ræða vandann í iðn-
aðardeild SÍS á Akureyri, væri ekki úr
vegi, að þeir færu fram á skýrslu um fjár-
streymi úr opinberum sjóðum til frysti-
húsa á vegum sjávarafurðadeildar SIS og
bæru saman við fyrirgreiðslu til frysti-
húsa á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. Um leið og fylgt verður eftir
ákvörðunum Alþingis um beinar greiðslur
til bænda, þarf að líta á fleiri þætti í stöðu
atvinnuveganna úti á landi. Er það í anda
byggðastefnu, að ákvarðanir í atvinnu-
málum allt umhverfis landið eru meira og
minna að færast til Reykjavíkur? Hvernig
væri að taka þennan þátt til athugunar
um leið og þingmenn íhuga dreifingu rík-
isstofnana út um landsbyggðina?
Vandi byggðanna verður þá fyrst
minnkaður til mikilla muna, þegar var-
anlegir vegir verða komnir um land allt
og af stórhug er staðið að framkvæmdum
á sviði orkufreks iðnaðar. Þingmenn
verða að hindra aðför iðnaðarráðherra að
stóriðju og rétta af stöðu landsins út á við
eftir átök ráðherrans við Alusuisse, sem
meðal annars var stofnað til í því skyni að
sverta öflug stóriðjufyrirtæki í augum
landsmanna og sverta þjóðina í augum
erlendra stóriðjufyrirtækja.
Umræðurnar um húsnæðismál hljóta
að hafa dregið að sér athygli þingmanna.
Nauðsynlegt er, að þeir láti þau mál til sín
taka, ekki til að flækja þau enn frekar
heldur til þess að veita þeirri stefnu and-
spyrnu, sem miðar að því að svipta ein-
staklinga réttinum til eignar á íbúðum
sínum. Þessi stefna er boðuð af þeim, sem
fara með fjárveitingarvaldið í húsnæð-
ismálum, félagsmálaráðherra og trúnað-
armönnum hans. Hún er einnig boðuð af
þeim, sem fara með valdið í meirihluta
borgarstjórnar Reykjavíkur, og heitir þar
leigunámsstefnan. Alþingismenn geta
stöðvað þessa þróun og verða að gera það
og þeir geta einnig breytt lögunum um
leiguhúsnæði á þann veg, að þau hætti að
verða steinn í vegi leigusala og leigutaka.
Fleiri þætti félagsmálalöggjafarinnar
er nauðsynlegt að ræða og skýra. Fróðlegt
væri að fá skýrslu um atriði eins og þetta:
Hvað líður framkvæmdinni á félagsmála-
pökkum ríkisstjórnarinnar? Hvað hefur
framkvæmdin kostað? Hvernig er hún lið-
in af launþegum og atvinnurekendum?
Enn veit enginn hver er stefna ríkis-
stjórnarinnar í flugmálum. Er hún með
eða á móti Flugleiðum? Hver verður næsti
leikur ríkisstjórnarinnar í valdataflinu,
sem hún hefur efnt til innan Flugleiða?
Miðar hann að því að herða tökin á fyrir-
tækinu með afarkostum eða skapa því
skilyrði til að takast á við vandann af
eigin rammleik?
Fjárlagafrumvarpið er óþekkt stærð
þegar þetta er ritað. Hins vegar hefur
heyrst, að við gerð þess hafi í fyrsta sinn
um langt árabil verið gengið þannig til
verks, að ekki ríki samkomulag um fjár-
veitingar til Háskóla íslands. Sérstök
samstarfsnefnd hefur átt að tryggja, að
fjárveitingar til Háskólans væru þannig,
að allir gætu sæmilega við unað. í sumar
mun það hins vegar hafa gerst, að fjár-
málaráðuneytið neitaði að standa að slíku
samkomulagi. Er fjármálaráðherra að
reyna að slá sér upp á þessu? Hjá hverj-
um? Er þetta afleiðing af því að róttækl-
ingar töpuðu í stúdentaráðskosningum í
vor? Því miður leita spurningar í þessum
dúr fyrst á hugann, þegar slíkar fréttir
berast. Auðvitað er þó nauðsynlegt að
ræða málefni háskólans með öðrum hætti.
Það er ekki forsvaranlegt að draga þar úr
starfsemi nema með skipulegum aðgerð-
um og fullu samkomulagi allra aðila. Um
skólamálin þurfa að verða svipaðar um-
ræður og um húsnæðismálin, svo að
mönnum sé ljóst, hver er hinn raunveru-
legi ágreiningur milli stjórnmálaflokk-
anna.
Á fjárfestingar- og lánsfjáráætlun mun
gert ráð fyrir fjáröflun vegna smíði nýrr-
ar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Það
er til marks um stjórnleysi, hvernig að
þessu máli hefur verið staðið af hálfu nú-
verandi ríkisstjórnar, meira að segja
greiddu samflokksmenn utanríkisráð-
herra atkvæði gegn honum á þingi, þegar
hann vildi geta staðið við orð sín gagnvart
ríkisstjórn Bandaríkjanna. Kommúnistar
munu hafa fallist á fjárútvegun til flug-
stöðvarinnar með vísan til þess, að sam-
kvæmt stjórnarsáttmálanum geti þeir
engu að síður komið í veg fyrir, að fram-
kvæmdir hefjist. Á sama tíma og komm-
únistum er liðið að koma í veg fyrir þessa
framkvæmd, sem yrði öllum landsmönn-
um að beinum notum, er kappsamlega
unnið að frágangi vegna smíði nýrra
flugskýla yfir orrustuþotur á Keflavikur-
flugvelli og hraðað undirbúningi undir
gerð nýrra eldsneytisgeyma fyrir varnar-
liðið. Þessar framkvæmdir eru nauðsyn-
legar vegna öryggis þjóðarinnar ekki síð-
ur en flugstöðin en þær snerta íslensku
þjóðina þó beint minna en flugstöðin.
Fiugstöðvarmálið er raunar hrópandi
dæmi um þá furðulegu stöðu, sem mynd-
ast á Alþingi undir þessari ríkisstjórn.
Það sýnir, að með virðingu Alþingis að
leiðarljósi geta menn leikið þar miklu
meira en hugmyndaflugið megnar að
spanna.
Björn Bjarnason