Morgunblaðið - 10.10.1981, Page 18

Morgunblaðið - 10.10.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 AWACS-salan: Reagan vant- ar 19 atkvæði Washington, 9. október. AP. EF ATKVÆÐI væru greidd nú í bandarísku öldungadeildinni um heimild til handa Reagan forseta að selja Saudi-Aröhum hinar umtöluðu AWACS- flugvélar myndi hann enn skorta nítján atkvæði til að málið næði fram að ganga, að því er AP-fréttastofan segir í dag. Reagan ræddi við Thad Fjórir forsetar — Reagan Bandarikjaforseti og þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hittust í Hvita húsinu i Washington í gær, áður en fyrrum forsetarnir héldu til Kairó til að vera við útför Sadats Egypta- landsforseta. A myndinni eru frá vinstri: Gerald Ford, Richard Nixon, Nancy Reagan, Rosalynn Carter, Ronald Reagan og Jimmy Carter. Símamynd AP. Nóbelsverðlaun veitt fyrir heilarannsóknir Stokkholmi. 9. október. AP. TVEIR Bandarikjamenn og einn Svíi skipta með sér Nóbelsverð- laununum i læknisfræði i ár, fyrir rannsóknir á heilanum og starfsemi hans. Roger W. Sperry, prófessor í sállíffræði við California Institute of Technology, hlaut helming verðlaunanna fyrir uppgötvanir varðandi heilabúin tvö. Hann hef- ur sýnt fram á að vinstri helming- ur heilans starfar líkt og tölva og stjórnar taugakerfinu, en hægri helmingurinn sé honum að mörgu leyti fullkomnari við að túlka hugmyndir og tónlist. Hægri helmingur heilans var lengi talinn „sofandi eftirbátur vinstri helm- ingsins," sagði í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi. Arafat fær aðeins „tak- markaða aðstoð“ í Kína PekinK. Tókýó. 9. október. AP. YASSIR Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu, hefur dregizt á að skiija byssurnar sínar eftir á flugveilinum í Tókýó, þegar hann kemur þangað á mánudaginn i þriggja daga heimsókn. Þykir þetta tíðindum sæta, þvi að Ara- fat skilur byssur yfirieitt aidrei við sig eins og alkunnugt er. Jap- anska lögreglan hefur fullvissað Arafat um að öryggisvarzla Jap- ana sé svo öflug, að honum muni engín hætta búin. Deng Xiaoping, æðsti maður Kína, tók á móti Arafat í Peking í dag, með hinum mestu fagnaðar- látum og fór um hann og störf hans í þágu Palestínumanna lof- samlegum orðum. Hins vegar sagði Deng að Kínverjar gætu ekki aðstoðað PLO nema að „takmörkuðu leyti" og yrðu Pal- estínumenn að treysta á eigin dugnað og aðstoð frá öðrum Ar- abaríkjum. Kínverjar hafa stutt PLO í tíu ár og veitt þeim póli- tíska, diplómatíska og hernaðar- lega hjálp, m.a. þjálfað skæruliða í Kína. Ekkert slíkt er á dagskrá nú að því er fréttastofa PLO sagði í dag. Arafat kom hins vegar til Kína til að leita eftir hernaðar- legri aðstoð, en vegna efna- hagsvanda sem steðjar nú að Kínverjum í æ ríkari mæli hafa þeir orðið að neita ýmsum vina- þjóðum sínum um aðstoð upp á síðkastið, en boðið fram vináttu sína óskerta. Kínverjar eiga og í nokkrum brösum þessa daga, þar sem þeir studdu og friðarfrumkvæði Sadats Egyptalandsforseta og hafa harm- að fráfall hans opinberlega. Hafa þeir því orðið að sýna mikla gætni í orðum, bæði við fulltrúa Egypta og síðan að styggja ekki Arafat. Eins og áður kom fram fer Ara- fat til Japans á mánudag. Gyð- ingar sem eru búsettir þar í landi hafa mótmælt komu hans mjög harðlega. David H. Hubel, prófessor við Harvard-háskóla, og samstarfs- maður hans, Torsten N. Wiesel, prófessor, munu skipta með sér helmingi verðlaunanna fyrir rannsóknir á starfsemi og túlkun augnakerfisins. Rannsóknir þeirra hafa komið fjölda ungbarna með augnsjúkdóma til góða. „0, nei,“ sagði Torsten Wiesel, þegar honum var tilkynnt um verðlaunin, „ég var hræddur um að þetta myndi gerast. Kannski að ég ætti að fara í felur.“ Nóbels- verðlaunahafar hafa oft kvartað yfir athyglinni sem beinist að þeim vegna verðlaunanna og margir hafa sagt að hún tefði þá verulega frá störfum. Þetta er áttunda árið í röð sem Bandaríkjamaður hlýtur verð- launin í læknisfræði. Greint verð- ur frá hver hlýtur verðlaunin í hagfræði í næstu viku og friðar- verðlaunahafinn verður nefndur 14. október. Síðar verður greint frá verðlaunahöfum í eðlisfræði, efnafræði og bókmenntum. Veður víða um heim Akureyri 0 snjóól Amsterdam 15 rigning Aþena 32 bjart Barcelona 20 sk. é s. klst. Berlin 17 heiöskírt Briissel vantar Chícago 14 skýjað Denpasar 31 skýjaó Dublin 15 rigníng Feneyjar 21 heióskírt Frankfurt 17 skýjað Færeyjar vantar Genl 19 skýjaó Helsinki 14 heióskírt Hong Kong 25 heiðskírt Jerúsalem 31 heióskírt Jóhannesarborg 23 heióskírt Kairó 32 heióskírt Kaupmannahöfn 13 rigning Las Palmas 23 skýjaó Lissabon 26 heióskírt London 17 skýjaó Los Angeles 26 heióskírt Madrid 27 heiðskírt Malaga 26 aiskýjaó Mallorka 28 skýjaó Mexíkóborg vantar Miami 31 skýjaó Moskva 15 skýjaó New York 16 heíóskfrt Nýja Delhí 34 heióskírt Osló vantar París 18 rigning Perth vantar Reykjavík 2 skýjaó Ríó de Janeiro 32 rigning Rómaborg 29 heióskírt San Francisco 18 heióskírt Stokkhólmur 9 rigning Sydney vantar Tel Aviv 30 heióskírt Tókýó 24 rigning Vancouver 12 skýjaó Vínarborg 20 heióskírt Cochran öldungadeildarþing- mann í dag, sem hefur verið andsnúinn sölunni og að þeim viðræðum loknum lýsti þing- maðurinn því yfir að hann teldi að rétt væri að hún færi fram samkvæmt hugmyndum forset- ans. AP segir að fimmtíu og sjö myndu greiða atkvæði gegn söl- unni, en þrjátíu og einn myndi vera með forsetanum. Reagan þarf að hafa 50 atkvæði til að salan komist í gegnum deildina. Samkvæmt þeim upplýsingum sem AP hefur aflað sér eru 22 öldungadeildarþingmenn ein- dregið fylgjandi sölunni, sem myndi gefa Bandaríkjamönnum 8,5 milljarða dollara í aðra hönd, níu hallast að því að styðja málið, fimmtíu eru ein- dregið á móti og níu svona mitt á milli. Aðrir tólf eru óákveðnir og þarf Reagan nú að afla sér stuðnings þeirra óákveðnu og sjö til viðbótar. Ferðir um Svalbarða NORSK yfirvöld hafa sam- þykkt skipulagðar ferðir ferða- mannahópa til Svalbarða frá og með næsta sumri. Fjögurra og ellefu daga gönguferðir um eyjuna verða skipulagðar fyrir átta manns i senn. Strangar reglur munu gilda í ferðunum. Ekki má týna blóm eða fleygja rusli. Þátttakendur verða að taka tryggingu sem myndi greiða fyrir þyrluaðstoð ef með þarf og þeir mega ekki vera yngri en 18 ára. Tvær stórar þýskar ferða- skrifstofur og ein hollensk hafa gert samninga við norsk yfir- völd. Bandaríkjamenn, Ástralir og Japanir hafa einnig lýst áhuga á ferðunum. Selt verður í ferðirnar á venjulegan hátt í Noregi. PLO-forvígismaður sprengdur í loft upp RómaborK. 9. október. AP. EINN helzti áhrifamaður Freis- issamtaka Palestinumanna, Abu Sharar, lézt í sprengingu í hót- elherbergi f Rómaborg i dag. Sharar var yfirmaður upplýs- ingarmiðstöðvar PLO og félagi i miðnefnd samtakanna. Sprengj- unni virðist hafa verið komið fyrir undir rúmi Sharars. Menn, sem ekki sögðu til sin, en kváðust félagar í A1 Assifa-byltingarráð- inu, sem er klofningshópur undir forystu Abu Nidal, hringdu til fréttastofa og kváðust bera ábyrgð á sprengingunni. I fyrstu hafði verið talið að Sharar hefði verið að fikta við sprengju og atburðurinn hefði verið slys. Fulltrúar AI Assifa sögðu, að Sharar hefði verið tek- inn af lífi vegna þess, að hann hefði svikið hinn rétta málstað og snúizt gegn vopnaðri baráttu sam- takanna. Sharar var í Rómaborg að sitja ráðstefnu palestínskra rithöfunda, blaðamanna og menntamanna. Hann var um fertugt, bjó í Beirut og var kvæntur og þriggja barna faðir. Sharar var í miklum metum hjá hófsamari öflum innan PLO. Til heiðurs Leifi heppna HVÍTA húsið í Washington sendi frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu Ronaid Reagans Bandarikjaforseta 7. október í til- efni dags Leifs Eiríkssonar: „Norrænar sögur, sem hafa lifað gegnum aldirnar, segja frá ferðum víkingsins Leifs Eiríks- sonar yfir Norður-Atlantshafið. Hann var vogaðri en margur annar norrænn ævintýramaður og kann að hafa komið fyrstur Evrópumanna til þessarar heimsálfu. Til eru norrænar frásagnir af timbri og villtum vínberjum sem hann kom með til Grænlands frá Norður-Ameríku fjórum öldum áður en Columbus steig hér á land. Leifur Eiríksson var land- könnuður framar öllu öðru og hann er tákn um tiiraunir mannkynsins til að troða ófarn- ar slóðir, takast á við náttúruna og vinna bug á hræðslunni við hið óþekkta. Með því að heiðra hann og norrænu þjóðirnar, sem hafa gefið hinum vestræna heimi svo mikið, heiðrum við einnig landa- fundinn mikla. Til heiðurs hugrekki Leifs Ei- ríkssonar og víkinganna, sem fetuðu í fótspor hans, samþykkti bandaríska þingið 2. september 1964 að veita forsetanum umboð til að kalla 9. október Dag Leifs Eiríkssonar ár hvert. Þess vegna lýsi ég, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, því hér yfir, að föstudagurinn 9. október 1981 skal vera Dagur Leifs Eiríkssonar. Ég fel full- trúum stjórnvalda að draga bandaríska fánann að húni á öll- um stjórnarbyggingum þennan dag. I Ég heimila bandarísku þjóð- inni að heiðra minningu Leifs Eiríkssonar þennan dag með við- eigandi hátíðahöldum um allt land. Undirritað í votta viðurvist 6. október 1981. Ronald Reagan.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.