Morgunblaðið - 10.10.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.10.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 21 Kristniboðshátíð Kjalamesprófasts- dæmis um helgina - Fyrsta embættisverk herra Pétnrs Sigurbjörnssonar Á MORGUN kl. 8.30 hefst hátíð Kjalarnesprófastsdæmis í tilefni af 1000 ára kristniboði landsins. Hátiðarhöldin hefjast að Esjubergi á Kjalarnesi, en þar er talið að fyrsta islenska kirkjan hafi risið. Á hátíðinni koma við sögu fulltrúar fjögurra kirkjufélaga. þjóðkirkj- unnar, aðventista, hvitasunnumanna og kaþólskra. Hátiðinni lýkur síðan laust eftir kl. 18.00 er æskufólk dregur niður fánann að Esju- bergi. Hátíðarsamkomur í tilefni 1000 ára kristniboðs hafa verið haldnar víða um land í sumar og verið fjöl- sóttar. I Kjalarnesprófastsdæmi sem er annað stærsta prófasts- dæmi landsins hefjast hátíðar- höldin sem fyrr segir kl. 8.30. Laust eftir 9.00 hefst síðan hér- aðsfundur að Hlégarði í Mos- fellssveit og stendur hann til há- degis. Hátíðarsamkoma í íþrótta- húsinu að Varmá á Mosfellssveit er síðan á dagskrá kl. 13.30. Kirkjukórar úr prófastdæminu koma saman til samsöngs og að honum loknum hefst hátíðarguðs- þjónusta. Prófastur Sr. Bjarni Friðriksson flytur ávarp og hug- leiðingu flytja frú Þórhildur Ólafs Sigurlinnadóttir cand.theol. og séra Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur á Reynivöllum. Sr. Birg- ir Ásgeirsson, prestur á Mosfelli þjónar fyrir altari. Hátíðarguðs- þjónustunni lýkur síðan á því að herra Pétur Sigurbjörnsson, bisk- up íslands, flytur ávarp og bless- unarorð. Verður það fyrsta opin- bera verk hans sem biskup Is- lands. Að loknu kaffihléi skiptir hóp- urinn sér síðan á ýmsa staði í sveitinni og nágrenni til guðsþjón- ustuhalds. Messur verða á Mos- felli, Lágafelli, Reykjalundi, Hlað- gerðarkoti, Víðinesi og Arnar- holti. Hátíðarhöldunum lýkur síðan sem fyrr segir laust eftir kl. 18.00. Innartlandsflug Arnarflugs: Aldrei komið til tals að hætta því segir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri „ÞAÐ ER tilhæfulaust með öllu,“ sagði Gunnar Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs. i samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort Arnarflug hefði 1 hyggju að losa sig út úr innanlandsfluginu vegna lélegrar afkomu í því, og til stæði að afhenda litlu landsbyggða flugfélögunum leiðirnar. „Þótt innanlandsflugið hafi ekki skilað hagnaði í fyrra og geri það fyrirsjáanlega ekki í ár, hefur það aldrei komið til greina af okkar hálfu, að draga okkur út úr því. Markmið okkar er hins vegar að vera með hallalaust innanlandsflug áður en mjög langt um líður," sagði Gunnar Þorvaldsson ennfremur. „Annars er allt á réttri leið hjá okkur í innanlandsfluginu," sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs, að síðustu. Hluti þeirra sem eiga verk á sýningunni í kjallara Norræna hússins, frá vinstri: Edda Jónsdóttir, Jón Reykdal, Sigrún Eldjárn, Ingiberg Magnússon, Sigrid Valtingojer, Ragnheiður Jónsdóttir, Jenný E. Guðmundsdóttir, Lísa K. Guðjónsdóttir, Valgerður Bergsdóttir, bórður Hall og Björg Þorsteinsdóttir. Á veggnum fyrir aftan þau er myndröð eftir Ragnheiði Jónsdóttur. (Mynd. MW. Emíiia.) Félagið íslensk sýnir í Norræna Um 100 verk eftir 16 listamenn í DAG, laugardaginn 10. októ- ber. kl. 15 opnar félagið íslensk grafík sýningu i sýningarsal Norræna hússins. Að þessu sinni sýna 16 listamenn verk sín. unnin með margvislegum grafíkaðferðum, samtals um 100 myndir. í félaginu íslensk grafík eru nú rúmlega 30 meðlimir og er félagið 12 ára gamalt. Fyrir tveim árum var haldin sýning á vegum félagsins í Norræna hús- inu, og hefur sú sýning verið á ferðalagi um Norðurlönd frá þeim tíma og mun verða um sinn, eða til 1. júní 1982. Félagið hefur einnig haldið tvær sýningar í Bandaríkjunum á síðastliðnum tveim árum, ásamt sýningum í Vestur- Þýskalandi og í Svíþjóð. Að auki hafa verið haldnar sýningar inn- anlands, á Neskaupstað, Egils- stöðum, Akranesi, Blönduósi og Sauðárkróki. í samtali við Ingi- berg Magnússon, formann fé- lagsins, kom einnig fram að fyrirhugað er að senda sýningu til Vestur-Þýskalands í vetur og má búast við að hluti verkanna í Norræna húsinu fari með á þá sýningu. Eins og áður segir sýna 16 grafík húsinu listamenn verk sín, 15 eru fé- lagsmenn en í félaginu eru um 30 meðlimir og auk þeirra sýnir japaninn Kazuya Tachibana, sem dvalið hefur hér á landi að undanförnu, 5 myndir sínar. Boðið upp á tónleika Föstudaginn 16. október munu Manuela Wiesler og Snorri Snorrason leika nokkur verk á flautu og gítar fyrir sýningar- gesti og fimmtudaginn 22. októ- ber mun Einar Jóhannesson koma í sýningarsalinn ásamt blásarakvintett. Daglegur opnunartími er frá 14—22, og lokadagur er 25. október. Alþjóðlegur kirkjudagur fatlaðra „Nýbyggðar kirkjubyggingar oft óhentugar fyrir fatlað fólk“segir JónDalbú Hróbjartsson SRJNNUDAGINN 11. október, er alþjóðlegur kirkjudag- ur fatlaðra. í fjölmörgum kirkjum verða haldnar gurtsþjónust- ur með þátttöku fatlaðs fólks. bá hefur einnig verið ákveðið að fjársöfnun fari fram í styrktarsjóð fatlaðra, og fer söfnunin fram við kirkjudyr. Snemma á þessu ári setti biskup á laggirn- ar nefnd á vegum þjóðkirkjunnar til undirbúnings dagsins. í nefndinni eru Kristín Sverrisdóttir sérkennari og Sigurður Björnsson menntaskólanemi auk formannsins en hann er Jón Dalhú Ilróbjartsson, sóknarprestur i Laugarnessókn. Við hringdum í Jón og spurðum hann fyrst hvort fatlaðir ættu greiðan aðgang að kirkjum landsins. „Því miður er mörgu ábóta- vant í þeim efnum. Kirkju- byggingar eru oft þannig úr garði gerðar að erfitt er fyrir fatlaða, sér í langi fólk í hjóla- stólum að sækja messur, kirkjutröppur eru oft lítt að- gengilegar og þrengsli innan kirkjunnar sjálfrar. Þetta á við bæði um eldri kirkjur og einnig margar nýbyggðar. Þá eru erf- iðleikar fyrir bæði blinda og heyrnarskerta, og mætti kirkj- an koma mun betur til móts við sérþarfir þessara hópa fólks." — Heldurðu að það megi bú- ast við einhverjum breytingum á næstunni? „Það vona ég, við í nefndinni höfum haldið marga fundi nú að undanförnu og héldum m.a. fund með forstöðumönnum hinna ýmsu stofnana fyrir fatl- að fólk og starfsfólk kirkjunn- ar sl. þriðjudagskvöld í húsi Sjálfsbjargar. Á fundinum töl- uðu m.a. Árni Pálsson, sókn- arprestur í Kópavogi, Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri, Kristín Sverrisdóttir, sérkenn- ari og Rafn Benediktsson, formaður Sjálfsbjargar. Á fundinum fór fram mjög at- hyglisverð umræða og bindur nefndin vonir við að ýmsar framkvæmdir komi í kjölfar hennar." — Hvað verður síðan gert í kirkjunum? „Haldnar verða guðsþjónust- ur með þátttöku fatlaðra víða um land. í Laugarneskirkju mun t.d. fötluð kona flytja ávarp og annast ritningarlest- ur. Þá mun fjöldi fólks í hjól- astólum koma til messu og safnað í Styrktarsjóð fatlaðra við kirkjudyrnar. í sjóðinn hef- ur nú þegar verið safnað 4.000 krónum, og við vonumst að lok- um til þess að sem flestir mæti í kirkjuna, fatlaðir sem ófatl- aðir, því í kirkjunni eiga allir að vera jafnir." 5.500 útlend- ingar í septem- bermánuði í SEPTEMBER komu 5.526 er- lendir ferðamenn til landsins og höfðu i lok mánaðarins þá komið 63.844 á árinu. Sömu mánuði í fyrra kom 58.471 útlendingur til landsins. Bandaríkjamenn komu flestir í september, 1.802, Bretar voru 684, Vestur-Þjóðverjar 495, Danir 447, Svíar 443, Norðmenn 282, Frakkar 277, Svisslendingar 239 og Finnar 133. Aðrir ferðamenn voru af 43 þjóðernum. 6.219 komu með skemmti- ferðaskipum MEÐ 16 skemmtiferðaskip- um komu 6.219 erlendir ferðamenn til íslands í sumar. Flestir þeirra voru Vestur-Þjóðverjar, 4.353 talsins og næstflestir voru Bandaríkjamenn, 636. Frakkar voru 390, Svíar 321, Bretar 130, Hollend- ingar 111, Austurríkismenn 75 og Belgar 53, en aðrir ferðamenn voru af 25 þjóð- ernum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.