Morgunblaðið - 10.10.1981, Side 27

Morgunblaðið - 10.10.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 27 Hátíð Samhygðar í Háskólabíói: Gerum jörðina mennska eftir Ingibjörgu G. Guðmundsdóttur Sunnudaginn 4. október hélt Samhygð hátíð í Háskólabíói fyrir fullu húsi og var þessi hátíð liður í kynningarstarfi Samhygðar. Gest- ir á hátíðinni voru meðal annarra upphafsmaður Samhygðar, Silo, stofnandi Samhygðar á íslandi, Pétur Guðjónsson, og fleiri Sam- hygðarfélagar frá ýmsum löndum, en þessir félagar eru í kynningar- ferð um heiminn. Ferðin hófst á Spáni 27. september og héðan fer hópurinn ásamt fjölda íslendinga til Kaupmannahafnar til þess að hressa upp á vini okkar Dani. Til hátíðarinnar í Háskólabíói var efnt af fólki úr Samhygðar- hópnum á Reykjavíkursvæðinu og af landsbyggðinni og var yfir- skrift hennar „Gerum jörðina mennska". Fjöldi ræðumanna kom fram á hátíðinni og fluttu leiðbeinendur í Samhygð á ísladi fyrstu þrjár ræðurnar. Tilgangur Samhygðar Fyrst talaði Ingibjorg G. Guð- mundsdóttir um það hvað Sam- hygð væri og tilgang starfsins og sagði þá m.a. að Samhygð væri ný leið tii að gera þá grundvallar- breytingu sem lífsnauðsynlega þyrfti að gera og að Samhygð væri fyrir alla þá sem fyndu hjá sér löngun og þörf til að verða betri menn í betri heimi fyrir alla. Þá talaði Július Kr. Valdi- marsson um það að gera jörðina mennska og sagði: „I innsta eðli okkar allra býr hinn mennski maður, búinn meiri kærleika, krafti og gleði en okkur órar fyrir. Frá þessu innsta eðli okkar kemur einnig þráin eftir því að tengjast öðrum, þráin eftir því að lífið verði ávallt betra og betra. En til þess að svo geti orðið þarf góð skilyrði, til þess þarf jörðin að vera góður gróðurreitur fyrir manneskjuna, þess vegna ætlum við að gera jörðina mennska." Aí frjálsum vilja Fyrsti eriendi gesturinn sem talaði var Ishak Binudin. auglýs- ingateiknari frá Filippseyjum. Hann hélt kraftmikla ræðu og tal- aði um að það ríkti mikil kreppa í heiminum, bæði hjá einstakling- um og þjóðfélögum. Ástæðurnar fyrir þessu ástandi sagði hann vera þær að allt hefði brugðist eða væri að bregðast á öllum sviðum og eina leiðin út úr þessari kreppu væri að einstaklingurinn og um- hverfi hans hefðu reynslu af gjör- breytingu á lífsstefnu. Hann sagði einnig að Samhygð hefði ekki áhuga á að sannfæra neinn um neitt heldur einungis því að gefa fólki tækifæri til að fá vitneskju um tillögur Samhygðar svo hver og einn gæti af frjálsum vilja ákveðið hvort þessi Ieið hentaði honum eða ekki. Að breyta um stefnu Salvatore Puledda, efnaverk- fræðingur frá Róm, talaði næst og ræddi ítarlega um heimskreppuna í dag. Hann sagði að nú væri svo komið að öll heimsmenningin stefndi í voða, en ekki bara einstök samfélög eða menningarheildir. Líkti hann þessu ástandi við skip sem stefndi á sker, og sagði að það væri tilgangslaust að reyna sífellt að finna einhvern sökudólg, eða að tala um hversu maturinn um borð væri góður þegar það eina sem hægt væri að gera til að forða skipinu frá strandi væri að breyta um stefnu. Ilvað er eðlilegt? Nicole Myers, skrifstofumaður frá San Francisco, fékk áheyrend- ur til að hlæja mikið þegar hún lýsti þeim ógöngum sem samskipti venjulegra hjóna gætu lent í ef byggt væri á fölskum grunni og tilfinningar og gjörðir færu ekki saman. Hún lagði einnig áherslu á það að hugtakið „eðlilegt" væri nú í höndum algerlega óábyrgs fólks, sem reyndi að telja öðrum trú um að það væri eðlilegt að vera ham- ingjusamur bara endrum og eins, Frá samsætinu á Þingvöllum að það væri eðlilegt að finna til einangrunar og að starfa einungis fyrir sjálfan sig og lagði hún til að í framtíðinni yrði þetta hugtak tekið úr höndum þessa óábyrga fólks og notað með þeirri virðingu fyrir manninum sem því sæmdi og tengt eðli lífsins. Göfugt vrkefni B. Aiyappa, vélaverkfræðingur frá Bombay á Indlandi, talaði um mikilvægi hagnýtrar trúar í dag- legu lífi og gerði greinarmun á slíkri trú, ofsatrú og barnalegri trú. Hann sagði að það væri hag- kvæmt að gera hlutina af trú og sannfæringu og að Samhygð byði upp á aðferð til að byggja upp þessa hagkvæmu trú. Hann sagði einnig að fólk talaði mikið um að það hefði trú á hinu og þessu en gjörðir þess sýndu greinilega að svo væri ekki í reynd. Sem dæmi tók hann heimaland sitt Indland sem enn hefði ekki komist út úr erfiðleikum sínum vegna þess að fólkið hefði ekki trú á sjálfu sér. Að endingu skoraði Aiyappa á há- tíðargesti að taka að sér það göf- uga verkefni að bjarga móður jörð frá tortímingu. t>örf fyrir breytingu Daniel Zuckerbrot, háskóla- nemi frá Torontó, Kanada, út- skýrði nákvæmlega þá aðferð sem þarf til þess að gjörbreyta lífs- stefnunni. Hann sagði að til þess að stefnubreyting gæti orðið þyrfti fólk að finna þörf fyrir að breyta lífi sínu, vilja það og hafa trú á að það væri mögulegt. Hann sagði að ef fólk fyndi ekki til þess- arar þarfar eða hefði ekki vilja til þess að breyta gæti Samhygð ekki gert neitt fyrir það. Hins vegar gæti Samhygð hjálpað þó fólk hefði ekki trúna ef það fyndi þörf- ina og hefði viljann. Það eru margir mótfallnir hugtökunum trú og gjörbreyting, hafa ímugust á þeim, sagði Daniel, en þar sem í Samhygð eru ekki tækifærissinn- ar viljum við ekki hverfa frá þess- um hugtökum vegna þess að þeir sem hafa eitthvað á móti þeim eru einmitt þeir sem skortir trú og vilja ekki breyta lífstefnu sinni. Að lokum bað hann fólk um að líta í kringum sig og sjá þörfina á breytingu, sjálfra sín vegna og annarra. Framtíðin er okkar Pétur Guðjónsson, höfundur „Bókarinnar um hamigjuna" gaf einfalt dæmi um það hvernig þessi lífsstefnubreyting, sem um er tal- að, myndi hafa áhrif í daglegu lífi hins venjulega manns og sagði m.a. að þótt ytri aðstæður breytt- ust ekkert þá hefði þessi tiltekni maður gjörbreytt sjálfum sér og öllu umhverfi sínu, fjölskyldu, vinnustað, vinum, nágrönnum og félagasamtökum, sem hann væri þátttakandi í. Þannig stuðlaði hann að því að allt sem í kringum hann væri stefndi í jákvæða átt. Pétur nefndi einnig að það væri ekkert sem væri æðra lífinu en líf- ið sjálft og þess vegna mótmæltr Samhygð öllum gjörðum er skaða mannlífið. Hann sagði að Sam- hygð afneitaði hvers kyns líkam- legu ofbeldi, efnahagslegu mis- rétti, trúarbragðaofsóknum, kyn- þáttamismunun og öllum lífsmáta sem liti á manninn sem hlut. Pét- ur sagði að lokum: „Vegna þess að fjöldi fólks út um allan heim vinn- ur skipulega að því að byggja upp betri heim er hægt að staðhæfa að framtíðin sé björt og að hún sé okkar. Eitthvað nýtt ok stóríenglegt Silo, stofnandi Samhygðar, hreif hátíðargesti með einfaldri en sterkri tölu sinni þar sem hann lagði áherslu á að fólk sættist; sættist við fortíð sína, við sína nánustu og aðra, og í lokin fór hann með hátíðargestum í reynslu af því að gjörbreyta lífsstefnunni, þarna á þessari stundu. Síðan bað hann alla að fara strax heim og kyssa maka sinn, börp sín, föður, móður og systkini, að faðma vin sinn og óvin og segja við allt þetta fólk með opnu hjarta: „Eitthvað nýtt og stórfenglegt gerðist hjá mér í dag“, og skýra svo frá því hvernig þetta fór allt fram svo það megi líka færa öðrum þennan boðskap. Mjög góður andi ríkti í lok há- tíðarinnar og voru fjölmargir snortnir, margir féllust í faðma og sögðu að til að viðhalda þessari góðu tilfinningu langaði þá til að taka þátt í hópstarfi Samhygðar. Það var augljóst að fjölmargir höfðu farið að ráði Silo og tekið til við sættirnar. Um kvöldið var síðan samsæti á Þingvöllum. Þar ríkti mikil gleði, sungið var og hlegið og skálað í vatni. Þátttakendur í samsætinu voru um 170 Samhygðarfélagar, vinir þeirra og fjölskyldur. Erlendu gestirnir munu halda áfram ferð sinni um Evrópu og fara síðan alla leið til Asíu. Næsti áfangastaður er Kaupmannahöfn. Þangað munu einnig fara margir íslenskir Samhygðarfélagar til þess að sættast við Dani og taka þátt í hátíð þeirra 11. okt. sem einnig er haldin undir kjörorðinu „Gerum jörðina mennska". Samvizkufangavika Amnesty International 1981: Reynt að fá rúmlega 4000 samvizkufanga leysta úr haldi Mannréttindasamtökin Amn- esty International hafa tilkynnt að i árlegri samviskufangaviku 11.—18. október yrði að þessu sinni vakin sérstök athygli á bar- áttu fyrir því að fá leysta úr haldi rösklega fjögur þúsund sam- viskufanga viða um heim. Samkvæmt nýrri skýrslu sem samtökin birtu í dag er talið að samviskufangar séu í nær helm- ingi 154 ríkja Sameinuðu þjóð- anna — fólk sem hefur verið fang- elsað vegna skoðana sinna eða uppruna og hefur hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. I skýrslunni er lögð áhersla á að sennilega hafi Amnesty upplýs- ingar um aðeins lítið brot sam- viskufanga í heiminum. Fyrir hvern samviskufanga sem sam- tökin kunni skil á sé fjöldi ann- arra sem lítið sé vitað um í yfir- fullum fangelsum, vinnubúðum og á afskekktum eyjum um allan heim. Þá segir að fáar ríkisstjórnir viðurkenni opinskátt að þær fang- elsi þegna sína í trássi við alþjóða- reglur. Samt er það svo að frels- issvipting samviskufanga er brot á Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna og annarra sam- þykkta þeirra. í skýrslunni er bent á að sumar ríkisstjórnir reyni að breyta túlk- un á þessum alþjóðasamþykktum þegar þær fangelsa þá sem ekki fara að vilja þeirra. Sumar stjórn- ir halda því til dæmis fram að tjáningarfrelsið feli ekki í sér rétt til þess að boða kommúnisma, en aðrar banna áróður gegn komm- únisma. Ennfremur eru stjórnir sem segjast ekki fangelsa fólk vegna skoðana þess, enda þótt refsivert teljist í löggjöf þeirra að láta í ljós skoðanir sem brjóta í bága við ríkjandi skoðanir. í lögum Amnesty International segir að samviskufangar séu þeir sem eru fangelsaðir, hafðir í haldi eða beittir þvingunum vegna ÞANN 1. október hófst vetrar- áa'tlun Sérleyfisbíla Selfoss hf. og mun hún gilda til 15. mai næsta vor. Akveðið var að bæta við tveimur ferðum á dag milli Selfoss, Hveragerðis og Reykja- víkur. Þannig verða fimm ferðir stjórnmála- eða trúarskoðana sinna, kynþáttar eða kynferðis, litarháttar eða tungu, að" því til- skildu að þeir hafi hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. I samviskufangaviku Amnesty 1981 verða rakin mál nokkurra fanga. Örlög þeirra endurspegla örlög þúsunda annarra samvisku- fanga. Þeirra á meðal er tékknesk- á dag frá Keykjavik og að auki kvöldferð á sunnudögum, og jafn margar til haka. Brottfarartímar frá Stokkseyri og Eyrarbakka verða því óbreyttir árið um kring og sömuleiðis ferðir þangað. ur baráttumaður fyrir mannrétt- indum sem afplánar nú 5 ára fangelsisdóm; verkalýðsleiðtogi í Uruguay sem herdómstóll dæmdi í 8 ára fangelsi; fjórir ungir menn í Kamerún sem hafa verið í fanga- búðum í rúmlega fjögur ár og hvorki verið ákærðir né leiddir fyrir rétt; og fyrrum biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Shanghai á níræðisaldri, í haldi síðan 1955. Mannréttindasamtökin Amn- esty International hafa það markmið að fá alla samviskufanga leysta úr haldi, vinna að málum allra gleymdra fanga og reyna að sjá svo um að mál þeirra verði skráð og gleymist ekki síðan. Formaður Islandsdeildar Amn- esty International er Hrafn Bragason borgardómari. Vetraráætlun um Grímsnes og Biskupstungur eru með sama sniði og undanfarna vetur eða á þriðju- dögum, miðvikudögum, laugardög- um og sunnudögum. Aukin þjónusta Sérleyfisbíla Selfoss hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.