Morgunblaðið - 10.10.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
39
Jaffitefli Belga
og íslendinga
„VIÐ ÞURFUM ekki að vera
smeykir við seinni leikinn, við
sýndum það að ef leikið er af
skynsemi ug krafti er ástœðu-
laust að óttast belgiska liðið.
Við þurfum ekki að skammast
okkar fyrir úrslitin, Belgia er
stórþjóð á knattspyrnusviðinu,
og við hefðum með heppni getað
unnið leikinn. Ég vil engu spá
um framhaldið, en ljóst er að
við höfum ekkert að óttast,“
sagði Jóhannes Atlason, þjálf-
ari islenska landsliðsins í knatt-
spyrnu, skipaðs 16—18 ára
unglingum, i samtali i gœr, en
þá mætti liðið belgiska landslið-
inu í forkeppni Evrópukeppn-
innar. Jafntcfli varð, 2—2, eftir
að staðan i hálfleik hafði verið
0-0.
íslenska liðið lék gegn strekk-
ingsvindi í fyrri hálfleik, sem
var slakur hjá báðum liðum.
Belgarnir meira með knöttinn,
en Island fékk samt besta færið,
Halldór Áskelsson. En mark
varð ekki uppskeran. ísland
skoraði síðan á fyrstu mínútum
síðari hálfleiks, Valdemar Stef-
ánsson með góðu skoti utan úr
teig. Síðan fékk íslenska liðið tvö
ákjósanleg færi, sem ekki nýtt-
ust áður en belgíska liðið svaraði
frísklega fyrir sig með tveimur
mörkum á jafn mörgum mínút-
um um miðjan hálfleikinn. ís-
lenska liðið beygði sig þó ekki,
sótti í sig veðrið og Kristinn
Jónsson stakk sér inn fyrir vörn
Belga og jafnaði.
íslenska liðið var þannig skip-
að: Stefán Arnarson KR, Þor-
steinn Þorsteinsson Fram,
Kristján Jónsson Þrótti, Gísli
Hjálmarsson Fylki, Steinn Guð-
jónsson Fram, Valdemar Stef-
ánsson Fram, Kristinn Jónsson
Fram, Sverrir Pétursson Þrótti,
Ingvar Guðmundsson ÍBK,
Björn Rafnsson Snæfelli og
Halldór Áskelsson Fram. Jón H.
Garðarsson FH og Einar
Björnsson Fram komu inn á sem
varamenn. —gg.
• Staðið við hina risavöxnu KA-tertu sem m.a. var boðið upp á i
kaffisamsætinu um helgina. Frá vinstri: Kristján Valdemarsson,
gjaldkeri KA, þá vallarnefndin, Hermann Sigtryggsson, Stefán Gunn-
laugsson og Gunnar Jóhannesson. Siðan koma Haukur Torfason,
starfsmaður á KA-svæðinu, Jón Arnþórsson, formaður og Stefán
Árnason, ritari. Ljósm. 8h.
Best lét ekki sjá sig
ÞAÐ BIÐU margir spenntir eítir
knattspyrnusnillingnum George
Best i gærkvöldi. En bið þeirra
bar engan árangur, flugvélin frá
Glasgow lenti, en enginn George
Best var um borð! I fyrstu var
talið að kappinn hefði misst al
flugvélinni, en siðan kom allt
annað á daginn. Halldór Einars-
son, stjórnarmaður knattspyrnu-
deildar Vals, sagði eftirfarandi í
viðtaii við Mbl.:
„Það koma tveir aðilar hér mjög
við sögu auk George Best. Annar
'heitir Bill McMurdo og er umboðs-
maður Best, hinn er náungi að
nafni Gabriel, en hann er bæði
framkvæmdastjóri og þjálfari San
Jose Earthquakes. Það gerðist
klukkan 11.00 í morgun (gærmorg-
un), að ég hringdi í McMurdo,
svona rétt til að athuga hvort allt
væri ekki í stakasta lagi, enda
hafði verið samið um öll smáatriði
við þann mann. Hann reyndist þá
ekki vera í Glasgow, né heldur
Valur tapaöi
VALUR tapaði síðari leik sinum
gegn Crystal Palace í Evrópu-
keppni bikarhafa i körfuknatt-
leik í gærkvöldi. Lokatölur urðu
114—81 fyrir Palace, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið
43—40 fyrir liðið. Valsmenn léku
vel framan af og höfðu þá for-
ystu, en lentu siðan i villuvand-
ræðum, auk þess sem þreyta fór
að segja til sín.
Best, þeir voru báðir sagðir í Bel-
fast. Hins vegar lágu þau skilaboð
fyrir að Best kæmi ekki til leiks-
ins.
Þessu vildi ég auðvitað ekki una,
sérstaklega þar sem engar skýr-
ingar voru gefnar. Eg reyndi síðan
eftir mörgum leiðum að ná sam-
bandi við þessa menn, talaði við
bróður George Best, pabba hans,
Malcolm Brody, þann sem ritaði
ævisögu Best og sannast sagna var
þetta orðinn hálfgerður spæjara-
reyfari. Loksins náði ég í Gabriel
og þá fékk ég harla líklega skýr-
ingu. Faðir hans lá þá í sjúkdómi í
Norður-írlandi og þar sem Gabriel
vildi vera hjá honum um hríð,
varð Best að vera eftir og sjá um
San Jose-liðið sem þarna er í
keppnisferðalagi. Tók Gabriel sér-
YFIRLEITT keppast iþróttafé-
lög við að komast upp á milli
deilda en á þessu eru þó undan-
tekningar. í leik i 5. deild norsku
knattspyrnunnar fyrir nokkru
gerðist það, að leikmaður fékk
gult spjald íyrir að skora ekki,
en dómara leiksins blöskraði
áhugaleysi leikmanna er mark
andstæðingsins nálgaðist.
Þannig var, að tvö lið frá Bodö
áttust við og hvorki gekk né rak
staklega fram, að Best þyrfti að
koma stráknunum snemma í rúm-
ið!! Nú er ég ekkert nema samúðin
í garð Gabriel og föður hans, en
þetta er forkastanleg skýring á
fjarveru Best. Þetta eru auðvitað
vinnubrögð fyrir neðan allar hell-
ur og ef þetta væri allt skriflegt,
en ekki munnlegt, myndum -við
fara í mál við þessa kappa."
Svo mörg voru þau orð. Það er
því ljóst, að George Best verður
ekki meðal leikmanna Vals í dag
eins og talað hafði verið um og
reiknað með. Er það skarð fyrir
skildi, en breytir þó ekki þeirri
staðreynd, að Cosmos eru komnir
og mæta Val klukkan 14.00 í dag.
Þess má geta, að forsala hefst í
Laugardalnum klukkan 10.00.
-gg-
hjá sóknarmönnunum og er seinni
hálfleikurinn var hálfnaður án
þess að mark væri skorað, kallaði
dómarinn á fyrirliðana og benti
þeim á, að það væri ekki í ánda
íþróttarinnar að reyna ekki að
skora. í lok leiksins gerðist það
síðan að leikmaður annars liðsins
renndi knettinum, greinilega með
vilja, framhjá opnu markinu. Þá
var dómaranum nóg boðið og
áminnti hann leikmanninn.
Gult spjald fyrir
að skora ekki mark
Glæsilegur grasvöllur
KA-manna fullgerður
„ALDREI hefur mér fundist
grænn litur jafn fallegur og á
blettinum okkar hér fyrir norðan
í sumar,“ sagði Jón Arnþórsson,
formaður Knattspyrnufélags Ak-
ureyrar, m.a. i kaffisamsæti sem
Vallarnefnd félagsins boðaði til
um helgina. Tilefnið var það, að
„græni bletturinn“, hinn nýi
glæsilegi grasvöllur þeirra KÁ-
manna á athafnasvæði þeirra við
Lundarskóla á Akureyri er nú
fuligerður. Til stóð að vígja völl-
inn með knattspyrnukappieik nú
i haust en ekki gat af því orðið
vegna lélegs tíðarfars undanfar-
ið. en að sögn Stefán Gunnlaugs-
sonar. sem sæti á i vallarnefnd,
mun það verða gert næsta vor.
Vinna á KA-svæðinu hófst árið
1975 og var malarvöllur félagsins
tekinn í notkun tveimur árum síð-
ar, 1977. Sama ár var hafist handa
á grasveliinum, og unnið við jarð-
vegsskipti árin 1979 og '80. Jarð-
vegslagnir í nýja vellinum eru
u.þ.b. 1500 metrar, búið er að
keyra í hann um 900 bílum af möl,
um 150 bílum af mold og álíka
magni af sandi. Jarðvegsvinnu
lauk í júlí í sumar og höfðu þá
verið unnar nálægt 5000 vinnu-
stundir í sjálfboðavinnu, þar af
700 á þessu sumri.
í lok júlí hófst þökulagningin og
lauk aðalhrinunni þann 20. ágúst,
en lokahönd var lögð á verkið 20.
september. Heildarfjöldi fermetra
grassvæðis er liðlega 16000 og er
þá kantur á milli nýja vallarins og
malarvallarins meðtalinn. Vinnu-
stundafjöldi sjálfboðaliða í þess-
um síðasta áfanga var um 2300
stundir, en heildarfjöldi sjálfboða-
liða á skrá félagsins er 200 manns
„og eru þá allir taldir frá 6 ára til
sextugs", segir í greinargerð frá
Vallarnefndinni. Heildarkostn-
aður við grasvöllinn er nú orðinn
um 1100 þúsund nýkrónur fram-
reiknað, en sjálfboðaliðsvinna
sumarsins er metin á 100 þúsund
krónur.
Það sem framundan er fyrir
veturinn er að setja upp varanlega
girðingu vestan við vellina. Hún á
að vera tveggja metra há og um
225 metrar að lengd. Þetta er
fyrsti áfangi af um 900 metra
girðingu sem koma á í framtíðinni
í kringum svæðið. Vallarnefnd KA
skipa Stefán Gunnlaugsson,
Gunnar Jóhannesson og Hermann
Sigtryggsson.
Haustlaukar, ýmsargerðir 30% afsláttur
Grænar plöntur í pottum 30% afsláttur
Nú er hver að verða síðastur að setja niður
haustlaukana.
Komið við í Blómavali. Opið alla daga til kl. 21.