Morgunblaðið - 22.10.1981, Page 12

Morgunblaðið - 22.10.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Myndlist Bragi Asgeirsson Að Hverfisgötu 32 hefur verið opnaður lítill sýningar- salur og sýnir þar hinn at- hafnasami myndlistarmaður Yeturliði (.unnarsson, fyrstur manna. Þrátt fyrir lítil húsa- kynni hefur listamanninum tekist að hengja upp 47 olíu- krítarmyndir og er þar því full þröngt á þingi þrátt fyrir að myndirnar séu frekar smá- ar og láti lítið yfir sér. Annars er það spursmál hvort að á Yeturliði Gunnarsson Olíukrítarmyndir Veturliða slíkum stöðum eigi að ríkja sömu lögmál og í hinum sér- hönnuðu sýningarsölum með- ur því að hér um hliðarstarf- semi innrömmunarverkstæðis að ræða. Sýning Veturliða er öll hin þægilegasta og hann staðfest- ir hér ágæt tök sín á olíukrít- inni. Myndirnar eru nokkuð jafnar að gæðum en í skoðun- arferð minni tók ég þó sér- staklega eftir þremur mynd- um, sem eru myndirnar: „Frá Stokkseyri" (10), „Helgafell" (11) og „Vetrarbirta" (23). Þær eru allar mjög lifandi í lit og frísklegar í útfærslu og kynna artistíska hlið á lista- manninum. Fjögur ár munu liðin síðan listamaðurinn hélt síðast sýn- ingu og eftir slíkt hlé er eðli- legt að gamlir velunnarar JJSýning Veturliða er öll hin þægilegasta og hann staðfestir hér ágæt tök sín á olíukrít- inni.££ listamannsins séu nokkuð for- vitnir um árangurinn. Kemur það m.a. ljóslega fram í því að helmingur myndanna er þeg- ar seldur, sem telst óvenjulegt á síðustu (og verstu) tímum. Teljast verður að Sýn- ingarsalurinn að Hverfisgötu 32 fari vel af stað og er von að eigendunum takist að halda uppi sem lífrænastri starf- semi í framtíðinni, — en úr því sker tíminn, og hér skal engu spáð ... Bragi Ásgeirsson Antonío Corveiras Orgeltónleikar í Fíladelfíu tr.Tnitn Ragnar Björnsson Sl. laugardag lauk Antonío Corveiras þeim áfanga að leika þrenna orgeltónleika með sitt hvorri efnisskránni þrjá Laug- ardaga í röð. Á tónleikum þess- um kynnti hann okkur mörg tón- skáld sem a.m.k. eru hér á landi lítið þekkt. Aðallega var um að ræða höfunda frá 16., 17. og 18. öld, ítalska, þýska, franska, spænska og enska. Einn höfund- ur frá 20. öld flaut þó með, franski organleikarinn og tón- skáldið J. Langlais, einn >f þeim blindu organistum sem heims- frægir hafa orðið. Fróðlegt var að kynnast þessum höfundum þótt verk þeirra væru mjög mis- jöfn að gæðum, eða allt frá því að eiga lítið erindi á tónleika- skrá, í gegn um virtuosalegt yfirbragð skrautgerðrar tónlist- ar yfir í snillinga eins og Coup- erin, Muffat, Frescobaldi og Langlais. (Miðtónleikana gat ég ekki verið viðstaddur.) Antonío er góður organleikari með mikla menntun að baki. Ágæta þekk- ingu á tónbókmenntum og ekki aðeins þeim sem lúta að orgel- inu. Þessa þekkingu nýtir hann vel þegar hann situr við orgelið. Stíll verkefnanna virðist liggja opinn fyrir honum og honum tekst að gæða verkefnin lífi. Raddaval hans er yfirleitt gott og litauðugt, Litauðgin getur þó orðið manni hál, en sumum tónsmíðum þarf þó að bjarga með slíkum meðulum. Það sem að leik Antoníusar mætti finna er nokkur ónákvæmni í tækni á stundum og skapar þá óróleika. Af sömu ástæðum er rétt að nýta aðstoðarmann ef maður sjálfur nær ekki að registera án þess að lengd þagna verði tilvilj- ))stm verkefnanna virðist liggja opinn fyrir honum og honum tekst að gæða verkefn- in lifi.ii anakennd og hætta þar með á að form verksins losni úr böndum. Antonío Corveiras hefur dval- ið hér á landi í nokkur ár og unnið gott starf sem kennari og nú síðast orgelleikari í Hall- grímskirkju, þar sem margir hafa notið hæfileika hans sem organleikara og haft orð á. Hon- um hefur nú verið sagt upp störfum við kirkjuna vegna ann- ars sem er ráðinn og er lítið við því að segja þar sem prestanna er jú mátturinn og dýrðin með sóknarnefndirnar sem brjóst- vörn, þar að auki er skýring Ant- oníusar sjálfs: „hinn maðurinn Slaghljóðfærahátíð Tónlist Jón Ásgeirsson Roger Carlsson, sænskur slag- verksmaður, lék listir sínar að Kjarvalsstöðum sl. miðvikudag og flutti fjögur verk eftir Áskel Másson og tvö sænsk, eftir Zolt- án Gaál og Sture Olsson. Tónleikarnir hófust á Tokk- ötu, eftir Áskel Másson, fyrir 13 „krómant.ískt" stilltar smá- trommur. Verkið skiptist í tvo þætti, Tokkötu með fjögur til- brigði og tveggja radda fúgu. Form verksins var mjög greini- legt og skemmtilegt áheyrnar. Annað verkið, Coloration, eftir Zoltán Gaál er samið fyrir tón- band og vibrafón, nokkurskonar dúett hins steinrunna (segul- bandatónlist) og þess sem berst fyrir lífi sínu. Bláa ljósið, eftir Áskel Másson, þriðja verkið á efnisskránni, er samið fyrir tvær flautur og tvímennt slagverk. Það er svo með tónlist Áskels að lagmyndir hans eru oftast mjög hægferðugar, eins og þær eigi uppruna sinn í söng og var flaut- an því sparlega notuð mestan tímann í Bláa ljósinu, sem er á köflum fallegt verk, enda brá fyrir mjög fallegum leik hjá Roger Carlssyni. Manuela Wiesl- er, Josef Magnusson og Reynir Sigurðsson stóðu einnig fyrir sínu. Eftir hlé var flutt Tanker eftir Sture Olsson, Sónata fyrir marimbu og stemmd ásláttar- hljóðfæri og Sýn, tvö síðast- nefndu verkin eftir Áskel Más- son. Sýn er glettilega skemmti- legt verk og þar mátti heyra hversu lagmyndir Áskels nutu sín vel í söng. Kór og slag- hljómsveit er áreiðanlega stórkostleg uppspretta hljóð mögnunar og þar ætti Áskell, sem er vaxandi tónskáld, að þreifa fyrir sér í stóru formi Andrews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum og gerðum Algengustu gerðir eru nú fyrirliggjandi Skeljungsbúðin / Suóurlandsbraut 4 simi 38125 Er lénsveldi á íslandi? Eftir Ólaf M. Jóhannesson Hvers konar stjórnkerfi ríkir eiginlega hér á Islandi? Núna þessa dagana þegar þingmenn labba eftir rúmt sumarleyfið í sparifötunum inn í þingsali er mikið rætt í skálarræðum um lýð- ræðið. Ég leyfi mér að efast um að hið svokallaða lýðræði ríki hér á landi miklu fremur einskonar lénsveldi, nútímalegt að yfir- bragði. Virðist mér litlir „einræð- isherrar" skipta á milli sín völdum í landinu. Sem dæmi vil ég nefna að einn maður ræður yfir áfengis- kaupum landsmanna, annar græn- metissölunni, þriðji ráðstafar sjóðum til eflingar dreifbýlis- byggðar, fjórði gín yfir verðmæt- um bókakosti landsmanna á Landsbókasafni, fimmti yfir þjóð- minjum, sjötti yfir menntamála- ráðuneytinu, sjöundi yfir síma- málum og svo mætti lengi telja. Flestir eiga þessir menn það sameiginlegt að vera ráðnir til „æviloka". Þeim gefst þannig næg- ur tími til að vefa sinn könguló- arvef. Og í þessum vef sprikla svo blessaðir ráðherrarnir í þeirri sælu trú að þeir ráði landinu. Fjármálaráðherra getur að vísu brugðið á leik með tölur, lækkað verð á neyslugrönnum bílum um svo sem 5% áður en gengið er lækkað um sama prósentustig. En svona smámunir eíu bara leikara- skapur, lénsherrarnir taka til sín ákveðið hlutfall af skatttekjunum áratug eftir áratug og styrkja með þeim varnarmúrana. Ef hressum strákum eins og Vilmundi dettur í hug að ráðast á þessar víggirð- ingar með nokkuð föstum skotum fer varnarkerfið strax í gang og bláeygur sakleysingi í alþing- ismannaleik sem á stærra pláss í „Who is Who?“ en Bretaprins, rýkur í útvarpið og talar um „mannlegan harmleik". Hve langt erum við frá Sovét þegar menn eru taldir sjúkir, ef þeir voga sér að ráðast á valdakerfið? Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú að einn af litlu einræðisherrunum hefir nú þessa dagana afhjúpað á skemmtilegan hátt vinnubrögð hins íslenska lénskerfis. Þessi maður heitir ekki neitt sérstakt. Hann er tákn ópersónulegs valds og gæti eins heitið Jónas eins og Jón en þessa stundina situr hann í hásæti Pósts og síma og fylgir þar lögmálum Iénsveldisins dyggilega rétt eins og aðrir myndi gera sem þennan stól sitja. Þessi fulltrúi Pósts og síma hefir nú fengið í gegn skrefa- talninguna eins og hann ætlaði sér. Er dálítið kostulegt að hann fær hana í gegn á ári fatlaðra þegar menn keppast við að skála fyrir bættum kjörum þess hóps og hyggjast rjúfa einangrun hans með öllum ráðum. Ætli lénsherr- arnir brosti ekki stundum að stjórnmálamönnunum, er þeir vefja þeim um fingur sér. Meðan samgöngumálaráðherra útdeilir með vinstri hendinni blessunar- orðum til fatlaðra og minnist „Og í þessum vef sprikla svo hlessaðir ráðherrarnir í þeirri sælu trú að þeir ráði landinu/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.