Morgunblaðið - 22.10.1981, Side 14

Morgunblaðið - 22.10.1981, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Alþingismannatal og margar, hlýjar hendur Bárður Jakohsson Eftir Bárö Jakobsson Ættfræðirit, fa(jmanna-, félaga- o(í hændatöl seljast sjaldan hratt, en jafnt o); stöðudt. Upplag er oft (irotið eftir ár eða tvö, o« má af því marka að margir vilja hafa slíkar hækur handhærar. Þær ei«a að vera traustar heimildir on þess sérstaklega it*tt að þær séu hent- ugar til uppsláttar. Þetta er alger látímarkskrafa, en sjaldgæft að henni sé sinnt svo sem vera ætti. Með fáum undantekningum hafa Íslendin(;ar ekki nennin«u til þess að (íera fræðibækur svo úr (?arði, að sæmilegt neti kallast. AlþinKÍsmannatal 1845 —1975 kom út í Reykjavík 1978, en útgef- andi Skrifstofa Alþingis. Þegar 1973 hafði verið safnað þó nokkru til verksins. Þá eru ráðnir sérstak- ir afkasta- 0(? fræðimenn til þess að reka á þetta endahnútinn. Gekk sú hnýtinK heldur hægt, o« tók um 5 ár, enda var þess beðið með eft- irvæntinnu að (jripurinn sæi dags- ins ljós, o(» margl rætt um að mik- ils væri að vænta. „Fjöllin tóku jóðsótt og fæddist lítil mús“, 0); í þessu tilfelli vant- aði ekki að Ijósmóðirin væri virkjamikil oj; virðulej;. „Lítil" er orð, sem varla á við hér, því að Alþin(;ismannatalið er í stóru broti, þykkt oj; þungt, enda 531 blaðsíða. Það væri alltof lanj;t mál að ræða hér einstök atriði um efn- ismeðferð þessa rits, hvað þá að eltast við villur, sem næstum óhjákvæmile(;a slæðast með þar sem jafn mikið er af ártölum og dagsetningum, en tvennt má nefna, sem skilmálalaust átti að vera í þessu Alþingismannatali, en fyrirfinnst þar ekki. Hið fyrra er það að ekki er getið stjórnmálaafstöðu alþingismanna. Eru stjórnmálaskoðanir þó jafn- mikil forsenda fyrir þingsetu og guðfræðipróf fyrir prestsembætti. Af Alþingismannatalinu mætti helst ætla að þeim herrum, sem þar eru taldir, hafi hrímað inn á Alþingi eins og manna af himnum. Það vita allir að ákveðin þjóðfé- lagsöfl, stjórnmálahreyfingar, flokkar, standa að baki setu manna á Alþingi. Upplýsingar um þetta eru því bæði eðlilegar og sjálfsagðar, auðvelt að koma því fyrir og ekkert feimnismál nema síður sé. Hið síðara er það að með öllu er ótækt að nefna ekki börn alþing- ismanna. Þingmenn eru tengdir fortíð og nútíð með því að telja foreldri og eiginkonur, en tengsl við nútíð og framtíð eru rofin með því að geta ekki barna. „Greind og ættfróð kona sagði um þetta í hálfkæringi og þó með nokkrum þunga: “Ég vissi að það hafa verið og eru margir sauðir á Alþingi, en aldrei datt mér í hug, að allir alþingismenn hefðu verið skoðanalausir geldingar.“ Efnislega er þetta gagnrýni, sem jafnan heyrist um þetta Alþingismannatal og þó einatt hvassari. Tveir alþingismenn og hvor í sínu lagi viðhöfðu ummæli um bókina m.fl. sem varða við meiðyrðalöggjöf og eru ekki prenthæf.“ Alþingismannatal var gefið út 1930, aðeins 118 blaðsíður og frumsmíð að gerð og formi. I formála er umbúðalaust gerð grein fyrir því hvernig að verki var staðið, gert ráð fyrir göllum og boðið heim gagnrýni. Um það bil áratug síðar fóru að koma á mark- að bækur um ættir og stéttir o.fl. Þá var yfirleitt farið að vanda verkin betur, og það má heita und- antekningalaust, enda óhjá- kvæmilegt, að í þessum ritum sé getið afkomenda þeirra, sem um er að ræða, a.m.k. einn ættliður. Hversvegna þessi háttur hefur ekki verið hafður í Alþingis- mannatalinu 1845—1975 er ekki aðeins afleitur galli, það er með öllu óskiljanlegt. Greind og ættfróð kona sagði um þetta í hálfkæringi og þó með nokkrum þunga: „Eg vissi að það hafa verið og eru margir sauðir á Alþingi, en aldrei datt mér í hug að ailir al- þingismenn hefðu verið skoðana- lausir geldingar." Efnislega er þetta gagnrýni, sem jafnan heyrist um þetta Al- þingismannatal, og þó einatt hvassari. Tveir alþingismenn og hvor í sínu lagi, viðhöfðu ummæli um bókina m.fl., sem varða við meiðyrðalöggjöf og eru ekki prenthæf. í stuttum formála þessa Alþing- ismannatals frá 1978 er afsökun- artónn, og hefur höfundur ekki verið allskostar ánægður með rit- ið. Hann segir að í bókinni kunni að gæta „ósamræmis", og er þetta þinglegt orðfæri en nokkuð loðið. Þá segir að „... heimildaskráin er engan veginn tæmandi ...“ Vera má að ég hafi fengið gallað eintak Alþingismannatalsins, en heim- ildaskrá finn ég ekki. Hugsanlega er þarna átt við heimildir, sem getið er við hvern einstakan þing- mann. Eru þær stundum heldur óaðgengilegar, svo sem blaða- greinar, sem hvergi fást nema á lestrarsal Landsbókasafns. Eina heimildin um mann, sem sat á þingi þegar Þingmannatalið var í smíðum, er tímarit sem heitir Nordisk kontakt. Naumara gat það varla verið. Almennt er talið að það hafi tekið óhæfilegan tíma að ekki sé talað um kostnað að koma þessu Alþingismannatali saman. Sjálft Alþingi og kunnir fræðimenn stóðu að útgáfu og samantekt en þjóðin borgaði brúsann. Þegar af- rakstur af þessu öllu er með greinilegum vanköntum, þá er hætt við að það þurfi gildar afsak- anir til þess að menn sætti sig við þær — ef það er þá hægt. Þegar litið er á Alþingismanna- tölin 1930 og 1978 kemur í hug gamall húsgangur: „Lítið í þeim vitið vex, þótt verði limir stórir." „Margar, hlýjar hendur" heitir bók, sem kom út fyrir skömmu. Skal þetta vera saga Kvenfélaga- sambands íslands, enda er það út- gefandinn. Þessari bók var hælt af sérkennilegum áhuga og mikilli orðgnótt í blaðagrein, sem lauk þannig: „En við höfum í höndum ótrúl- egt þrekvirki, unnið af smekkvísi, kunnáttu og frábærum dugnaði. Við lestur þessarar bókar hljóta menn að skiljast með þökk og að- dáun.“ Ég tók til fótanna og keypti bók- ina. Skemmst er að segja að ég hefi sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum með bók. Ég er höf- undi nefndrar blaðagreinar, sem hann nefnir „umsögn", algerlega ósammála, nema kannski um „dugnaðinn." í gamalli, danskri bókmennta- sögu var oft getið um presta, sem höfðu sett saman bók eða bækur. Lífshlaup þeirra mátti næstum setja í formúlu: „Han fik udmærk- et godt ved Examen, saa fik han Stipendium (styrk), rejste til Itali- en, kom hjem og blev Præst og saa döde han.“ Mér kom þessi gamla skólaskrítla í hug þegar ég blaðaði í þessum kvennadoðranti, sem er 2000 grömm á eldhúsvigt. Blaðsíðu eftir blaðsíðu er inntak þetta: „Kvenfélag var stofnað, það hef- ur unnið að líknar- og menning- armálum, og aðalfjáröflunarleiðir verið að halda dansleiki." Auðvit- að er þetta sett upp með nokkuð mismunandi hætti, en þó er orða- lag stundum furðu áþekkt. Efnis- lega má heita að þetta sé allt sama ..tyggjóið", Látum svo vera. Það gat verið fróðlegt að vita hvort í ákveðnu byggðarlagi hefði starfað kvenfé- lag, hvenær það hefði verið stofn- að og hvaða mætiskonur hefðu verið þarna í fararbroddi. A þessu er sá hængur, að það vantar efnis- yfirlit, kaflaskiptingu, skrá um kvennanöfn og staða- og atriðis- orð. Bókin er tæpast nothæf til uppflettingar, og lesandi verður að hafa sérstakan áhuga á kvenna- samtökum út um allar þorpa- grundir, og kynna sér vel þær 550 blaðsíður, sem eru milli spjalda, ef Laxveiðarnar við Fær- eyjar verða að stór- minnka hið bráðasta Eftir Vigfús B. Jónsson, Laxamýri Eitt af því sem mjög hefur verið rætt upp á síðkastið og valdið mörgum áhyggjum, er hin síminnkandi laxveiði í ís- lenskum ám sl. þrjú ár. Margt bendir til þess að hér sé um stórfellda náttúrusveiflu að ræða, en fleira getur verið áhrifaríkt í þessu sambandi og á ég þar við hinar gróflegu sjó- laxveiðar Færeyinga. Mér finnst það of mikil ein- földun að slá því föstu að þessi óheillaþróun stafi annað hvort af óhagsæðum náttúruskilyrð- um eða veiðum Færeyinga, því hvort tveggja getur verið og gert vandamálið ennþá stærra. Laxarækt og laxveiði hefur á síðari árum verið ein styrkasta stoðin í landbúnaðinum, sem þarf á öllu sínu að halda. Ótrú- lega stór hluti bænda í landinu hefur meiri og minni tekjur af laxveiði og margar jarðir eru svo kostarýrar, að þær væru óbyggilegar án þeirra tekna sem laxveiðin veitir. Fari svo að laxarækt og lax- veiði verði óarðbær hér á landi, þá missa fleiri spón úr askinum sínum en bændur. í því sam- bandi má nefna hinar ýmsu fiskræktar- og hafbeitarstöðv- ar, stangveiðimenn og einnig alla þá, sem meiri og minni tekjur hafa af komu erlendra \ igfús B. Jónsson laxveiðimanna hingað til lands. Allir ættu að geta verið sam- mála um það, að hér er um stór alvarlegt vandamál að ræða, sem krefst skjótra og ákveó- inna aðgerða. Varðandi laxveiðar Færey- inga, þá vitum við allt of lítið um þær. Við vitum að vísu, að þeir veiða laxa af íslenskum stofni, en hversu mikið vitum við ekki og getum ekki — vitað nema með kostnaðarsömu vís- indastarfi um árabil. Þá fara af því ófagrar sögur, að Færey- ingar hendi svo og svo miklu af dauðum ómarkaðshæfum smá- laxi í sjóinn. Sé það satt, þá kynni að mega margfalda tölu veiddra laxa við Færeyjar með einhverri þeirri „Margar jarðir eru svo kostarýrar, að þær eru óbyggilegar án þeirra tekna sem laxveiðin veitir.“ tölu, sem við vitum ekki hver er og er e.t.v. ósannanleg með öllu. Landbúnaðarráðherra hefur skipað 3ja manna nefnd til út- tektar og umsagnar á laxveið- um Færeyinga og er gott eitt um það að segja. Vonandi skilar þessi nefnd niðurstöðum sínum innan tíðar. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að hlutastærð okkar í laxveiðum Færeyinga verður ekki sönnuð nema með áralöng- um rannsóknum. Því tel ég einboðið að stjórn- völd taki upp viðræður við Fær- eyinga og aðrar hlutaðeigandi þjóðir um téðar laxveiðar með það fyrir augum, að þær verði þegar í stað stór minnkaðar, hvað svo sem síðar verður. Óvíst er að Færeyingar geri sér fulla grein fyrir alvöru þessa máls og þótt þeir séu alls góðs maklegir, þá ber að hafa það í huga að við íslendingar veitum þeim ýmis konar hlunn- indi hvað fiskveiðar snertir. Það má og minna á það, að ölm- usumenn eru Færeyingar ekki og óþarft að umgangast þá eins og niðursetninga. Hú.snæði Þroskahjálpar að Suðurvöllum í Keflavík. Húsnæði Þroskahjálpar í Keflavík tekið í notkun fyrir áramót FÉLAGIO Þroskahjálp á Suður- nesjum hefur nú komið sér upp húsnæði að Suðurvöllum í Kefla- vík. Húsið sem er einingahús er nú fullfrágengíð að utan og er áætlað að flytja inn fyrir áramót og verður leikfangasafn og sjúkraþjálfun á vegum félagsins þar til húsa, og þar verður einnig aðstaða til fé- lagsstarfsemi. F'élagið sótti um tvær lóðir í Keflavik sl. haust og fékk þær. Lóðirnar eru við Suðurvelli 7 og 9. Hafist var handa við gerð grunnsins á sl. vori og var hon- um lokið um miðjan ágúst. Byrj- að var að reisa húsið, sem er frá Húseiningum á Siglufirði, 21. sept., og er því nú nær lokið, eft- ir er að einangra loft, leggja hitakerfi, setja upp innveggja- einingar og ganga frá lóðinni. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 1,1 milljón króna og er fjár- magnað af félaginu og framlagi úr Framkvæmdasjóði öryrkja og þroskaheftra. Þegar er farið að huga að byggingu seinna hússins, þar sem verður skammtíma fóstur- heimili, afþreyingarheimili og mögulegan vísi að skóladag- heimili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.