Morgunblaðið - 22.10.1981, Side 15
hann vill hafa gagn af þessu riti.
Eg ætlaði að koma mér í mjúkinn
hjá konu og gefa henni hókina, en
þegar hún hafði blaðað í henni
vildi nú ekki þiggja ritið. Ég losn-
aði þó við gripinn allt að því með
harðfylgi, og mér liggur við að
nota orðalag blaðagreinarhöfund-
arins og segja að ég hafi skilist við
ritið „með þökk“.
Ekki skal ég neita því, að sitt-
hvað er vel um þessa bók, „Marg-
ar, hlýjar hendur“, en ég hafði bú-
ist við miklu meira, einhverju al-
veg sérstöku, og ég varð vonsvik-
inn, og þó miklu fremur að mér
sárnaði, og til þess var nokkur
ástæða.
Árið 1980 kom út bókin: Konur
skrifa til heiðurs Önnu Sigurðar-
dóttur. Útgefandi er Sögufélagið.
Þessi bók er með betri safnritum,
sem ég hefi lengi séð. Þar eru
greinar eftir 22 konur, fræðilegar
endurminningar, frásagnir, allt
vel samið, og að auki eru almenn-
ar greinar, ritgerðir um málefni
kvenna, iæsilegar, athyglisverðar
og vekja umhugsun. „Konur
skrifa" er ekki gallalaus og um
efnisatriði má deila, en það breyt-
ir engu um heildargildi bókarinn-
ar og gæði. Ef ég má orða það svo,
þá skrifast það á reikning þessar-
ar bókar, að ég varð vonsvikinn,
næstum dapur, þegar ég sá „Marg-
ar, hlýjar hendur".
Framanritað eru ýfingar les-
anda, sem ekki tekur takksamlega
öllu ritmáli, sem að honum er rétt.
Það er því miður sjaldgæft að sjá
glögga, fræðilega ritdóma um ís-
lenskar bækur. Umsagnir ritdóm-
ara virðast helst fylgja reglu góða
dátans: „Á gönguferðum er góður
siður, annan fótinn upp þegar
hinn fer niður." Þetta á ekki að-
eins við um bókmenntir, heldur og
um aðrar listgreinar. Það er illa,
því fræðileg og sanngjörn og hvöss
gagnrýni er ómissandi leiðbeining
fyrir lesendur og skoðendur og
hlustendur, og um leið nauðsynleg
til aðhalds og eftirbreytni fyrir
höfunda.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
15
Fóstrur og skósmiðir gera
kröfu í gengistryggingar-
reikning Seðlabankans
Eftir Kjartan
Jóhannsson alþm.
Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsráðherra, ýmsir al-
þingismenn og reyndar fleiri, hafa
gert mjög að umtalsefni svonefnd-
an gengishagnað Seðlabanka ís-
lands. Sumir hverjir hafa talað
um gróða Seðlabankans í því sam-
hengi. Því hefur verið haldið fram
að þennan gróða eða gengishagn-
að, sem svo er nefndur, ætti að
nota til þess að rétta við stöðu
sjávarútvegsins og jafnvel ann-
arra útflutningsgreina af því að
þær væru á hausnum og allir sjóð-
ir þurrausnir og reyndar yfirleitt
með gati.
Mér hefur þótt það harla ein-
kennilegt, að þær tölur, sem
nefndar hafa verið í þessu sam-
bandi hafa verið úr efnahags-
reikningi bankans en ekki úr
rekstrarreikningi. Ég hef vanizt
því að gróði kæmi fram á rekstr-
arreikningi og menn styddust við
hann, þegar fjallað væri um hagn-
að eða gróða, en ekki við efna-
hagsreikning. Þó ekki væri nema
þetta þá er það vísbending um
ónákvæmni í málflutningi.
Sá liður sem hér um ræðir er
svonefndur endurmatsreikningur
eða gengistryggingarreikningur.
Hann hækkar í krónutölu eftir því
Kjartan Jóhannsson
sem gengi íslenzku krónunnar
fellur. Varla hafa nein verðmæti
eða gróði myndast við það. Fast-
eignamat íbúða hækkar á hverju
ári. Varla dettur nokkrum manni í
hug að segja launamanni að lifa af
hækkuninni á fasteignamati íbúð-
ar sinnar.
Á hinn bóginn halda ýmsir því
fram að gjaldeyriseign Seðlabank-
ans hafi myndazt fyrir tilstilli út-
flutningsatvinnuveganna og þess
vegna megi vel skila henni aftur
„Ég hef talið að
gjaldeyrissjóðurinn væri
varasjóður allra þjóðar-
innar á sama hátt og
þjóðin væri í rauninni
öll að veði fyrir gjald-
eyrisskuldunum.“
til þeirra. Eg hef nú talið að gjald-
eyrissjóðurinn væri varasjóður
allrar þjóðarinnar á sama hátt og
þjóðin væri í rauninni öll að veði
fyrir gjaldeyrisskuldunum. Ef út-
hluta ætti fé úr gjaldeyrissjóðum
þjóðarbúsins er vandséð, hvers
vegna því skuli úthlutað eingöngu
til fáeinna atvinnurekenda. Hvers
vegna þá ekki til hinna atvinnu-
rekendanna, sem framleiða vörur
fyrir innanlandsmarkað svo að
ekki þarf að flytja þær inn? Hvers
vegna ekki til skósmiðsins, sem
sér til þess með vinnu sinni, að
skórnir okkar endast betur og við
kaupum þess vegna ekki eins ört
nýja fyrir erlendan gjaldeyri?
Hvernig er með verkamanninn við
höfnina, hefðu þessi verðmæti
skapazt án hans tilverknaðar?
Hefðu þessi verðmæti skapazt, ef
vélsmiðurinn eða rafvirkinn hefði
ekki unnið við viðhald á fiski-
skipastólnum? Hann á þá hlut í
sjóðnum og kröfu á úthlutun eins
og aðrir. Afgreiddi verzlunarmað-
urinn ekki kostinn í skipið? Var
kosturinn óþarfur? Lagði hann
ekki líka sitt af mörkum til gjald-
eyrissköpunarinnar? Hvað með
fóstruna, sem gætti barnsins svo
að móðirin gæti unnið í frystihús-
inu eða í bankanum, þar sem at-
vinnurekandinn fékk lánið sitt?
Hvað með hjúkrunarfræðinginn,
sjúkraliðann og sóknarkonuna,
sem önnuðust ömmu gömlu, svo að
annað heimilisfólk þyrfti ekki að
sitja yfir henni og líkna, heldur
gæti verið í vinnu utan heimilis?
Hvað með skattþegninn, sem lagði
sitt af mörkum til að byggja
sjúkrahúsið, þar sem amma fékk
pláss og stendur undir launa-
greiðslum á sjúkrahúsinu?
Ég ætla ekki að rekja fleiri
dæmi. Vitaskuld er það svo að
þjóðin á gjaldeyrissjóðinn saman.
Verði úthlutað úr honum eiga ekki
fáeinir útvaldir rétt, heldur allir.
Mikilvægast er þó að þessi sjóður
er líftrygging þjóðarinnar í heild,
ef í nauðir rekur og hverju sinni
sem á bjátar.
Það er fásinna að ætla að út-
hluta úr gjaldeyrisvarasjóðnum
og gengistryggingareikningur
Seðlabarkans er einungis bók-
haldslegur hluti hans — sem
reyndar hefur farið vaxandi í
krónum talið af því að krónan
okkar hefur sírýrnað að verðgildi.
Kjartan Jóhannsson
Nú getur þu fengið
Sinclair Pínutölvu
íyrir aðeins
1880krónur!
nýja
Sinclair tölvan er á stærð við tvö súkkulaðistykki,
16,7 cm x 17,5 cm x 4 cm, og aðeins 350 gr. á þyngd.
Ótnileg örtölvutækni gerir nú hverjum sem er kleift að
kaupa sér pínutölvu og nota hana bæði í gamni og alvöru.
Heimilisbókhaldið, bankareikningurínn, innkaupalistinn
og jafnvel símaskráin em leikur einn í pínutölvunni!
Sinclair Pínutölvan hefur vakið heimsathygli. Á siðast
liðnu ári seldust rösklega 50,000 pínutölvur í Bret-
landi, en í ár hefur framleiðsla og sala Sinclair margfaldast
enda er eftirspumin gffurlega mikil. Skólar, heimili,
námsfólk og félagasamtök notfæra sér möguleika
Sinclair Rnutölvunnar til margvíslegra hluta. Ódýrara
tölvutæki er varla til!
Hvað gerir Pínutölvan?
Næstum því hvað sem er. Hún aðstoðar þig við:
Heimilisbókhaldið
Bankareikninginn
Fjárhagsáætlun heimilisins
V&da og skuldabréfalistann
Afmælisdagabókina
Símaskrána
Jólakortalistann
Plötu, bóka og blaðasafnið
Birgðabókhald eldhússins
Stærðfræðinámið og skólann
Stigatöflu knattspymunnar
og aðstoð vegna getrauna o.fl. o.fl. o.fl. o.fl.
Beint í sjónvarp
Sinciair fh'nutölvuna má nota hvar sem er. Nota má hvaða
sjónvarp sem er fyrir skerm. Þú stingur henni bara í
samband í loftnetstengilinn, og keyrir af stað!
heimilistæki hf
Sætúni 8.
Pínuminni
Ef þú villt auka getu Sinclair pínutölvunnar er hægt að
kaupa viðbótarminni, sem eykur afköstin.
Pínuprentari
Sinclair pínutölvan er alvörutölva. Þú getur keypt við
hana prentara, sem prentar úrlausnir tölvunnar á strimil.
Pínuleikir
Þú notar Pínutölvuna til að kenna þér og fjölskyidunni
að notfæra sér tölvur - mikilvægt uppeldisatriði. En svo
er líka hægt að leika sér við pínutölvuna með sér-
stökum tölvuleikjum.
Leiðbeiningar
Með hverri tölvu fylgir 212 síðna leiðbeiningabók, sem
útskýrir möguleika Sinclair pínutölvunnar á einfaldan
hátL
5ini=:lair'zx8i
Pínutölva fyrír þá, sem aldrei hafa
kynnst tölvum áður — og hina líka!