Morgunblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 (Símamynd AP) I’ólskir unglingar velta lögreglubíl í borginni Katowice fyrir framan lögreglustöðina. Unglingarnir gripu til þessa ráds, eftir að lögreglan hafði bannað þeim að dreifa bæklingum, þar sem var að finna niðrandi ummæli um pólsk stjórnvöld og Sovétríkin. Klukkustundarviðvörun- arverkfall í Póllandi Varsjá. 21. oklóber. AP. RÓSKI.EGA Kiri hundrað og fimmtíu þúsund pólskir verkamenn gerðu í dag klukkustundarviðvörunarverkfall, þrátt fyrir bann pólska kommúnista- flokksins við slíkum aðgerðum. Margt bendir til, að ný verkröll séu í aðsigi víðs vegar um landið. Uni svipað le.vti komu for- svarsmenn Samstöðu saman í Gdansk til að ræða hvort efna ætti til allsherjarverkfalls til að sýna stjórnvöldum fram á, að verkalýðsfélögin væru ekki dús við stefnu stjórnarinnar. Meðal ann- ars hafa verkamenn í Wroclaw látið í ljós reiði vegna matarskorts og skömmtunar og krefjast sömu- leiðis afsagnar Jaruzelskis, hins nýja flokksleiðtoga, að því er heimildir innan Samstöðu höfðu fvrir satt. Mubarak bannar gagnrýni á Arabaríki í fjölmiðlum - og undirbýr ísraelsferð I fréttum frá borginni Katowice í dag, sagði, að þar væri nú allt með kyrrum kjörum eftir illileg átök milli lögreglu og verkamanna í gærkvöldi. Verkamenn veltu lögreglubílum og brutu glugga og dreifðu plöggum, sem stjórnvöld sögðu að væru andsnúin ríkinu. Hefur ekki í langan tíma slegið í svo grimmilega brýnu síðan Sam- staða hóf baráttu sína fyrir fjórt- án mánuðum, að sögn AP-frétta- stofunnar. Kairó. IVI V\i\. 21. oklóbcr. AP. IIAFT ER eftir Hosni Muharak, forseta Egyptalands, í vidtali við ísraelska hlaðid Vedioth Ahron- oth, ad hann hafi í hyggju að koma í heimsókn til Israels inn- an fárra mánada. I viótalinu sagðist Muharak vera önnum kafinn að sinna egypskum innanríkis málum þessa stund- ina, en sæi ekkert sem mælti gegn því að hann færi fljótlega þangað í heimsókn. Hann ítrek- aði fyrri vfirlýsingar um að hann myndi fylgja fram stefnu Sadats í friðarmálunum gagnvart Isr- ael. I dag höfðu áreiðanlegar heimildir í Egyptalandi það fyrir satt að Mubarak hafi rætt við egypska ritstjóra í gær og lagt blátt bann við því að árásir eða gagnrýnisskrif á önnur Arabaríki, þar með tal- in Líbýa, yrðu birt í egypskum blöðum og mættu þau ekki svara gagnrýni sem kæmi í oðrum löndum á Egypta. Haft var eftir honum að hann vildi gefa þeim tækifæri til að að- laga sig aðstæðum og íhuga málið. Sadat forseti vandaði Líbýu- forseta ekki kveðjurnar síð- ustu árin og nefndi hann oft „líbýska geðsjúklinginn" og hann gagnrýndi einnig marg- sinnis bæði Saudi-Arabíu og Jórdaníu f.vrir að sýna tvö- feldni í málefnum Palestínu- flóttamanna. Piftir að Gaddafi hafði lýst ánægju sinni með morðið á Sadat, sagði hið opinbera málgagn stjórnarinnar í Ka- iró, að Gaddafi væri svo lítill og smár að væri fyrir neðan virðingu eins eða neins að hafa á honum forögtun. Sovétar leyfa ísraelskum ferðamönnum landgöngu Trl Aviv. 21. wklólx-r. VI*. SOVÉTRÍKIN munu leyfa ísra- elskum ferðamönnum, sem eru í skemmtisiglingum um Svartahaf aö koma til sovézkra hafna og fara í land í skoðunarferðir. ísra- elska blaðið Ma-ariv sagði að ísraelar fengju til að byrja með að fara í land í Odessa, Jalta og Sochi og dvelja dagstund á hverj- um stað. Israelar þeir sem hér um ræðir kaupa sér ferð til Rúm- eníu og það mun vera rúmenska stjórnin sem hafði meðalgöngu um þetta mál. ísraelum hefur ekki ver-ið leyft að koma til Sov- étríkjanna síðan stjórnmálaslit ríkjanna urðu eftir sex daga stríðið 1967. Byrd andvígur sölu AWACS-flugvélanna Washington, 21. oktober. AP. ROBERT Byrd, leiðtogi demókrata í bandarísku öldungadeildinni, til- kynnti í dag, að hann myndi greiða atkvæði gegn fvrirhugaðri sölu full- kominna ratsjárflugvéla af AWACS-gerð til Saudi-Arabíu. Akvörðun Byrds er talin áfall f.vrir Reagan forseta, þar sem Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Briissel Chicago Oenpasar Dublin Feneyiar Frankfurt Færeyjar Gent Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorka Malaga Mexíkóborg Miami Moskva New York Nýja Delhí Osló Paris Perth Reykjavik Rió de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vinarborg 4 skýjaö 12 rigning 25 skýjaó 18 súld 10 skýjaó 13 heióskirt vantar 31 bjart 10 heiðskírt 18 þokumóóa 13 rígnmg vantar 17 skýjað 10 rigning 28 heiðskírt vantar vantar 9 rigning 33 heiðskírt 23 skýiaó 27 heióskirt 10 skýjað 30 heióskirt 25 skýjað 27 skýiaó 23 ský|aó 27 skýjaó vantar 26 skýjað 4 rigning 15 heióskirt 35 heiðskirt 9 heióskirt 14 skýjað vantar 4 súld 27 skýjaó 23 rigning 16 þokumóóa 8 rigning vantar vantar 18 skýjað 13 heiðskirt 19 heióskirt Byrd nýtur mikillar virðingar og stuðnings annarra þingmanna í deildinni. Fulltrúadeild þingsins í Washington felldi í síðustu viku með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða tillögu Reagans um flug- vélasöluna, en báðar deildir þingsins verða að hafna henni til þess að viðskiptin nái ekki fram að ganga. Atkvæði verða greidd í öldungadeildinni í næstu viku. Saudi-Arabía leggur mikla áherslu á að fá vélarnar keyptar, en Israelsmenn og stuðnings- menn þeirra í Bandaríkjunum telja að vélarnar muni skapa hættu fyrir Israel. Aukið atvinnu- leysi í EBE-löndum Luxcmbor)!, 21. oklóhor. AP. ATVINNULEYSI í ríkjum Efna- hagsbandalags Evrópu jókst í sept- ember um samtals 279 þúsund at- vinnubærra manna og er nú í lönd- unum tíu samtals 9,4 milljónir manna. I skýrslu um málið segir að helmingur atvinnulausra séu tuttugu og fimm ára og yngri. í septembermánuði reyndist at- vinnuleysi vera mest í Belgíu, 12,8%, 11,5% í Bretlandi og 10,4% í Irlandi. Minnst var at- vinnuleysi í Luxemborg, aðeins eitt prósent og Vestur-Þýska- landi, þar sem 4,8% voru at- vinnulausir. Blindir hyggjast klífa Kilimanjaro l)ar es Salaam, Tan/aníu, 21. okl. AP. ÁTTA blindir Tanzaníumenn munu í næsta mánuði reyna að klífa hæsta fjallstind Afríku, Kili- manjaro, sem er 5.895 m hár, að því er segir í blaðafrétt frá Tanz- aníu í dag. Mennirnir fimm hafa verið í sérstakri þjálfun til undir- búnings fjallaferð þessari sem mun einstök í sinni röð. Finnski Miðflokkur- inn boðar aukafund Ik'lsinki, 21. október. AP. FINNSKI Miðflokkurinn ákvað í dag að halda aukafund til að út- nefna forsetaframbjóðanda sinn ef til þess kæmi að Kekkonen Finnlandsforseti segði af sér sök- um alvarlegra veikinda upp á síð- kastið. Ákveðið var að kosningin yrði ekki opin. Atkvæðagreiðslu innan flokksforystunnar er þörf, þar sem það liggur ljóst fyrir, að tveir menn, þeir Ahti Karjalain- en og Johannes Virolainen, njóta ámóta mikils stuðnings. Það voru stuðningsmenn hins síðarnefnda, sem báru fram til- lögu um þennan aukafund, en vitað er að mjög margir í for- ystuliði flokksins eru fylgjendur Karjalainens. Ihaldsflokkurinn hefur þegar tilkynnt að hann muni halda fund í þessu hinu sama skyni og verður hann 15. nóvember nk. Loftárásir á stöðvar Pólisaríó í Máritaníu Kahal, 21. oKióIht. AP. ORKI STI'ÞOTUR úr flugher Marokkó gerðu á mánudag loftárásir á stöðv- ar l’ólisaríó-skæruliða í Máritaníu, að sögn yfirvalda í dag, og er það í fyrsta skipti að gripið er til aðgerða af þessu tagi í eyðimerkurstríðinu í Sahara, sem staðið hefur yfir í sex ár. ERLENT Loftárásirnar voru gerðar í kjölfar harðra bardaga um Guelta Zemmor í Spönsku-Sahara. Bæði hafa yfirvöld í Marokkó og Póli- saríósamtökin lýst bardögunum um Guelta Zemmor sem þeim hörðustu í stríðinu um Spönsku- Sahara hingað til. Guelta Zemmor stendur gegnt Bir Moghrein sem er á svæði sem Marokkó innlimaði úr Spænsku-Sahara. Viðurkennt hefur verið í Rabat að C-130-flutningaflugvel (Her- ’.úles) hafi verið skotin niður svo og tvær Mirage-orrustuþotur. Því var haldið fram að sovézkar radarstýrðar Sam-6-eldflaugar hefðu grandað vélunum, en það mun aðeins skammt frá því Pólis- aríó komst yfir eldflaugar af þessu tagi. í tilkynningu Pólisaríó, sem birt var í höfuðstöðvum samtakanna í - Alsír, var því haldið fram, að skæruliðar Pólisaríó hefðu náð Guelta Zemmor á sitt vald og „þurrkað gjörsamlega" út 2.600 manna lið, sem var í herstöðinni þar og tekið 200 fanga, þar á með- al flugmenn flugvélanna þriggja sem skotnar voru niður í bardög- unum. Grískur bóndi ærðist vegna sigurs PASOK Pyrjíos, (irikklandi, 21. oklóbiT. Al*. GKÍSKUR bóndi skaut til bana tengdadóttur sína og bródur í gær, vcgna þess að hann „gat ekki afhorið fögnuð þeirra með sigur I'ASOKS", eins og bónd- inn orðaði það eftir handtöku. Bóndi þessi, Stavros Vryon- is, hefur verið konungssinni í áratugi og fagnaðarlætin vegna sigurs Papandreus gerðu hann æfan af reiði. Greip hann riffil og drap bæði samstundis. Syni Vryonis tókst að afvopna föður sinn, en faðirinn hafði beint rifflinum að syninum, þar sem hann var sama sinnis í gleði sinni. Vryonis flýði eftir ódæðisverkin, en gaf sig síðan frani við lögreglu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.