Morgunblaðið - 22.10.1981, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Minning:
Páll Hallbjörns.
kaupmaður
Kæddur 10. september 1898
Dáinn 15. október 1981
Et; hafði komið mér þæKÍlega
fyrir í íslensku flugvélinni á Ar-
landa-flutjvelli, þegar flugfreyjan
kom og bauð mér að líta á Morg-
unblaðið. É(; hafði ekki séð íslensk
blöð í nokkrar vikur svo ét; var
næsta >;laður að fá fréttir að
heiman. leit yfir blaðið og las
helstu fréttirnar, en þegar komið
var að dauðsföllum og jarðarför-
um ok litið var yfir dálkinn, þá
fékk é(; stinj; í hjartað. Þarna stóð
svart á hvítu: Páll Hallbjörnsson,
kaupmaður látinn. — Já, svona fór
það þá, veikindin sem hann hafði
barist við í allt sumar höfðu leitt
hann til bana. Ég hafði kvatt hann
tiltölule(;a hressan áður en ég fór,
ok við höfðum gert ráð fyrir
endurfundum. — Hugur minn
fylltist trega, það er alltaf saknað-
arefni þegar góðir vinir kveðja,
jafnvel þótt aldraðir séu og saddir
lífdaga.
En var Páll saddur lífdaga? Ef
til vill eftir veikindin í sumar. En
fyrir þann tíma fannst mér hann
alltaf vera svo ungur, jafnvel þótt
hann hefði rúm áttatíu ár að baki
og væri krýndur silfurhærum.
Eitt íslenska skáldið segir: „Fögur
sál er ávallt ung undir silfurhær-
um.“ Þessi orð eiga við þegar rætt
er um Pál, sál hans var ávallt ung,
hann skildi samtíðina, hann skildi
æskuna, á honum voru aldrei elli-
mörk þröngsýni eða fordóma.
Hann var alltaf hress, eins og nú-
tíminn segir, alltaf tibúinn að slá
á létta strengi, brosið var honum
tamt og góðviljinn ljómaði af and-
liti hans. Hann var alltaf fús að
rétta hjálparhönd hverjum sem
var, í fáum orðum sagt var hann
óvenju lipur og þægilegur í við-
móti og samstarfi, raunar elsku-
legur maður, sem öllum hlaut að
þykja vænt um, sem kynntust
honum.
Við sem störfum við Hallgríms-
kirkju áttum því láni að fagna að
hafa hann í starfi kirkjuvarðar og
meðhjálpara um margra ára
skeið. Ég minnist starfa hans þar
með mikilli hlýju. í samstarfi við
presta, kirkjukór og sóknarnefnd
og annað starfsfólk kirkjunnar
bar aldrei skugga á. Trúmennska
hans og dyggð í starfi fyrir kirkj-
una var einstök. En Páll var ekki
aðeins góður og samvinnuþýður
starfsmaður, heldur var hann
einnig hugsjónamaður og hæfi-
leikamaður á hinu andlega sviði.
Hann unni kirkju sinni og vildi
veg kristindómsins sem mestan í
þjóðlífinu, skildi vel gildi hans til
að bæta mannlífið. Oftar en einu
sinni sté hann í stólinn hjá mér og
prédikaði. Hann var mikilvirkur
rithöfundur hin síðari ár og frá
hans hendi komu margar bækur.
Ég hlustaði mér til ánægju á ást-
arsögu hans, sem lesin var í út-
varpinu í sumar. Sérstakur fengur
fannst mér að fá bók hans Orð og
ákall, einskonar hugleiðinga- og
bænabók, einkum ætluð ferming-
arbörnum, það er falleg bók, bæði
að ytra útliti og innri gerð. Sú bók
sýnir einkar vel, að trúhneigður
maður með göfugt hjartalag held-
ur þar á penna.
Þá hafði Páll mikinn áhuga á
líkamsrækt, hann var landskunn-
ur fyrir skokk sitt á gamals aldri.
Ofarlega í huga hans var áreiðan-
lega heilræðið forna: Heilbrigð sál
í hraustum líkama. Já, hann var
sá hamingjumaður að eiga hvort
tveggja fram á efri ár.
Nú eru þau horfin sjónum vor-
um blessuð hjónin bæði, Sólveig
og Páll. Gott var að koma heim til
þeirra. Sama hlýja streymdi frá
þeim báðum, og glæsileg voru þau,
jafnvel í hárri elli. Ég hygg, að
hjónaband þeirra hafi verið
einkar gott og fagurt. Guð tengdi
þau saman á vori lífsins. Nú hefir
haustað að og laufin fölna og falla.
En eins og vetur fylgir hausti, svo
f.vlgir vetri vor, þegar allt blómg-
ast og grær að nýju. Þannig er það
og um lífið og dauðann. Ekkert líf
án dauða, enginn dauði án lífs.
Þessi var trú míns kæra vinar. Ég
trúi því að lífið og vorið bíði hans
og þeirra hjóna beggja í eilífðinni
á bak við árin.
Ég kveð þennan vin minn í inni-
legri þökk. Ég veit að ljós drottins
lýsti honum hér í heimi og heldur
áfram að gera það í hinni komandi
veröld. Ég votta börnum þeirra
hjóna samúð mína, og bið guð að
blessa okkur öllum minningarnar
um góðan dreng.
Ragnar Fjalar Lárusson
„l»ad bída þín hft*ir í dalnum
og hálar >id fjorusand.
Ihond þína heill á plóginn
og hylltu þitt foóurland.
Aó vori hcfja-sl rrn nn handa,
á hauslin uppskora þoir:
ga*fu, sem aldrci glalasl.
gk*ói, scm aldrei dt*yr.“
Páll frændi átti margt af því
sem sagt er í þessari vísu eftir
Davíð Stefánsson og því höfum við
valið hana sem upphaf að kveðju
okkar til hans frá Súgfirðingafé-
laginu.
Páll átti annasaman og flekk-
lausan starfsdag og það er dýr-
mætt að hafa hvarvetna miðlað
góðu einu til samferðafólksins.
Hann átti góðan lífsförunaut og
var það hans mikla gleði og lífs-
fylling að hlúa að heimili sínu og
fjölskyldu. Hann átti líka alltaf
tíma fyrir félaga og vini.
Palli var einn af stofnendum
Súgfirðingafélagsins í Reykjavík
og ein aðaldriffjöður félagsins í
gegnum árin. Öll getum við verið
sammála um að gróðurreitur
okkar í Heiðmörk væri ekki til ef
hans hefði ekki notið við. Hann
var líka fyrstur til að leggja fé til
byggingar sumarbústaðanna
okkar í Selárdal heima í Súganda-
firði. Var það hans draumur að
geta farið vestur að sumri og dval-
ið þar um tíma. Þó sá draumur
hafi ekki ræst, gladdist hann yfir
því að sumarhúsin voru komin upp
og gamall draumur orðinn að
veruleika, eftirlifendum til gleði
og ánægju.
Hann unni mjög æskustöðvun-
um heima í Súgandafirði og kom
það fram í öllu því, sem hann
gerði fyrir félagið okkar.
Þegar við kveðjum nú einn af
stofnendum félagsins er eftir tóm-
leiki og tregi. Að mega ekki fram-
ar eiga fund með þessum lífsglaða
og einlæga vini, sem var svo ungur
í anda, svo kvikur og léttur í spori
að aldursmun var ekki að finna.
Hress og kátur var Palli alltaf,
þannig viljum við muna hann.
Félagar hans í Súgfirðingafé-
laginu senda honum allir sem einn
hjartans þökk fyrir það sem hann
hefur lagt fram fyrir félagið, það
var ekki skorið við nögl.
Við minnumst hans öll með
þakklæti og veri hann kært kvadd-
ur og góðum Guði falinn.
Auður Þórhallsdóttir,
Sigrún Sturludóttir.
Með Páli föðurbróður mínum
Hallbjörnssyni er horfinn af sjón-
arsviði einn þeirra manna sem
ólust upp með íslenzkri þjóð frá
þeim dögum er verkfæri hvers-
dagsins voru enn þau hin sömu og
verið höfðu við landnám, og allt til
þess tíma sem við stöndum við
þröskuld örtölvualdar. Slíkur
maður mátti á efri árum muna
tímana tvenna, og sjálfur tók
hann alla ævi ríkulegan þátt í
þessari næsta ævintýralegu þróun
með störfum sínum bæði til sjós
og lands; við búskap, fiskiróðra,
verzlun og bóklega iðju, sífellt lif-
andi og liðtækur í dagsins önn og
kunni máski allt nema eitt — að
sitja auðum höndum.
Hann var uppalinn í stórum
systkinahópi, þar sem ósérplægni,
ráðdeild og dugnaður, ásamt
grandvarleika, voru sem óskráð
lögmál, sem útheimtu að ungling-
urinn lærði snemma að bjarga sér
sjálfur og vera ekki öðrum til
byrði; og þó efa ég það ekki, að
mikil samhjálp og ágæt samstaða
hafi ríkt í því mannvænlega sam-
félagi sem fjölmennt æskuheimili
hans var, við Tálknafjörð vestra.
Þaðan fékk hann líka það góða
vegarnesti sem dugði honum ævi-
langt. í ýmsu því sem eftir hann
liggur í rituðu máli má finna vitn-
isburð sem staðfestir það.
Ungur að árum kvæntist Páll,
stofnaði heimili, fluttist frá æsku-
stöðvum sínum til Reykjavíkur og
setti á fót verzlun, sem hann rak
um áratuga skeið. Það var i þann
mund sem kreppa herjaði á allt
viðskiptalíf landsmanna og reynd-
ar víðasthvar um hinn vestræna
heim. Á þeim erfiðu tímum reyndi
til hins ýtrasta á manndóm, dugn-
að og reglusemi hvers og eins; það
var eldraun, hvar í stétt eða stöðu
sem menn voru. Svo vel stóð Páll
sig í þeirri glímu við erfiðleikana,
og svo mikill gæfumaður var hann
í öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur, að honum tókst m.a. að vinna
það þrekvirki að reisa sér hús, sem
í raun var stórhýsi á þeirrar tíðar
mælikvarða, yfir verzlun sína og
ört vaxandi fjölskyldu. Hann átti
reyndar eftir að reisa fleiri hús, er
tímar liðu, því að lengst af döfn-
uðu fyrirtæki hans vel. Þegar
hann aldurhniginn dró sig í hlé
frá viðskiptalífinu og sneri sér að
öðrum hugðarefnum, gat han með
stolti og ánægju litið yfir áratuga
ævistarf, þar sem hann hafði
áunnið sér orð fyrir ósérplægni og
heiðarleika í skiptum sinum við
hvern og einn.
Við andlát Páls frænda míns
rifjast margt upp, frá kynnum
sem spanna svo til allt mitt ævi-
skeið, og ég reyni að gera mér
heildarmynd af honum og vera
þess megnugur að lýsa honum í
sem fæstum orðum: hvað mér
finnist hafa verið helzta sérkenni
hans sem manns. Niðurstaðan
verður m.a. sú, að mér finnst ég
fáum hafa kynnzt á lífsleiðinni,
sem getað hafi sameinað jafn far-
sáellega og hann gamanið og
alvöruna, áreynslulaust og af ein-
hverri eðlislægri tilfinningu tekizt
að feta það erfiða einstigi að halda
andlegu jafnvægi og vera mann-
legur og hjartahlýr jafnt í gleði
sem sorg. Hann var mjög jákvæð-
ur maður í lífsafstöðu sinni. Það
gat jafnvel gengið svo langt, að
hann lokaði stundum augunum
fyrir því sem var ljótt aða óþægi-
legt í mannlífinu, vegna þess að
tilvist þess særði hann; en í þessu
var einnig fólginn drjúgur þáttur
lífsgæfu hans: að hann gleymdi
aldrei því góða og fagra og vildi
fremur dveljast við hugljúfar
endurminningar en hinar sem
dapurlegri voru. Ég hef fáum
mönnum kynnzt, sem gátu orðið
jafn einlæglega glaðir yfir vel-
gengni eða frama annarra sem
hann. Það var engu líkara en hann
hefði orðið fyrir persónulegum
ávinningi, ef hann vissi til þess að
einhverjum hafði fallið einhver
sérstök gleði eða gæfa í skaut. Sú
hamingja var honum eiginleg gáfa
og var sjálfum honum meira til
góðs en hann gerði sér jafnvel
grein fyrir. Þetta var eitt af því
marga, sem gerði hann einkar
hugljúfan í viðkynningu. Ég þarf
varla að taka það fram, að maður
með þessu hugarfari vill geta látið
gott af sér leiða og helzt komið
öðrum til nokkrsu þroska. Og hér
er komið að þeim þætti í ævi og
athöfnum Páls Hallbjörnssonar,
sem lengi vel bar lítið eða ekkert
á, á meðan hann stóð í strangastri
lífsönninni, brauðstritinu, sinni
borgaralegu skyldu i þrengstu
merkingu þess orðs.
Þegar hann sagði skilið við þá
starfsemi sem hafði lengstum
markað honum sess í þjóðfélaginu,
kaupmennskuna, þá fann hann at-
hafnasemi sinni Oldungis nýjan
vettvang: Hann tók að skrifa bæk-
ur. Á þeim aldri sem flestir menn
setjast í helgan stein og vita jafn-
vel ekki hvað þeir eiga við tímann
að gera, þá lagði hann út á nýja
braut og vissi mjög vel hvað hann
ætlaði sér með því. Það var eink-
um þrennt sem honum gekk til
með þessum ritstörfum sínum.
Maður af hans gerð átti bágt með
að sitja auðum höndum, þannig að
ritmennskan sjálf varð honum af-
þreying, en hún var jafnfrayit
meira: Honum fannst hann þurfa
að gera skil endurminningum sín-
um, frásögum frá uppvexti og at-
vinnuháttum vestra á fyrstu ára-
tugum aldarinnar, og síðast en
ekki sízt fannst honum hann þurfa
að skrifa, helzt í skáldsagnaformi,
það sem hann vildi að flokkazt
gæti undir mannbætandi bók-
menntir. Skáldskaparform eitt
dugði honum þó ekki að öllu leyti.
Stærst bóka hans að fyrirferð er
samsafn hugleiðinga, bæna og
guðræknilegra ljóða eftir ýmsa
höfunda, sem honum voru hjart-
fólgin. Ég er ekki í neinum vafa
um, að þá bók þótti honum vænst
um af öllum ritverkum sínum, en
þau komu út í alls sjö bökum, og
hefur þó ekki allt verið prentað
enn. Hann eignaðist með tímanum
stóran lesendahóp, og bækur hans
voru mikið lánaöar út af söfnum.
Síðust frá hans hendi var fram-
haldssaga sem lesin var í útvarp
fyrir nokkrum vikum og hann
hafði lokið við að skrifa á fyrra
ári.
Svo frændrækinn sem Páll var
og gagnkunnugur ættum sínum og
uppruna, kann það að hafa haft
viss áhrif á verkefnaval hans á
stundum, að frá séra Oddi Hall-
grímssyni afa hans mátti í karl-
legginn rekja óslitna röð af prest-
um allt aftur í kaþólsku. Skóla-
göngu hans lauk með samvinnu-
skólaprófi á sinni tíð; en hefði
hann lokið háskólanámi, er margt
ótrúlegra en það, að hann hefði
orðið prestur. Fyrir kom það líka á
síðari árum, að hann steig í stól-
inn við guðsþjónustur í Hall-
grímskirkju, þar sem hann var
meðhjálpari um langt árabil. Al-
varleg umþenking um hin háleit-
ustu efni var honum mjög inn-
gróin, svo léttlyndur sem hann gat
þó virzt á ytra borði og æðrulaus í
önn hversdagsins. Mér koma í hug
orð skáldsins Fornólfs, sem hann
viðhafði um einn af höfðingjum
fyrri aldar:
Vinur falslaus var hann Guðs
— veraldarmaður um leið.
+
Eiginmaöur minn,
INGIBERGUR RUNÓLFSSON,
Víðimel 19, Reykjavík,
lést í Landakotsspítala 20. þessa mánaðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Katrín Helgadóttír.
+
Jaröarför
SÖLVA KRISTJÁNS SIGURGEIRSSONAR,
Ásbraut 6, Keflavík,
er lést að Elliheimilinu Grund 11. þ.m. fer fram frá Keflavíkurkirkju,
laugardaginn 24 þ.m.
Vandamenn.
t
Útför bróöur mins,
ÁGÚSTAR SVEINSSONAR
frá Vatnsnesi,
fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 23. október kl. 2.00 e.h.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Elín Sveinsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför fööur okkar, tengdafööur og afa
AXELS BJORNSSONAR,
bryta,
Hverfisgötu 59, R.
Auður Axelsdóttir,
Jóhanna Axelsdóttir
Axel Axelsson,
Sigrún Axelsdóttir,
Edda Axelsdóttir,
Björn Axelsson,
Snorrí Sigjónsson,
Pétur Ólafsson,
Dagbjört Guðmundsdóttir,
Gunnlaugur Daníelsson,
Vilborg Ólversdóttír
og barnabörn.
Lokað í dag
vegna jaröarfarar Páls Hallbjörnssonar kaupmanns.
G. Pálsson & Co.
Lokað í dag frá kl. 13
vegna jarðarfarar
nema fyrir neyöarþjónustu.
Heilsugæsla Hafnarfjarðar.