Morgunblaðið - 24.10.1981, Side 5

Morgunblaðið - 24.10.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 5 M]1 ■ -iC Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Ólafur Noregskonungur við komuna í gær til Chat Noirleikhússins í Osló, þar sem þroskaheft börn sýndu og léku Kardimommubæinn eftir Thorbjörn Egner. sím»m»nd ah Vigdís Finnbogadóttir í Noregi: Heimsókninni lauk í gær Krá Kríóu l'roppé, hlm. Mhl. í Osló. OPINBERRI heimsókn forseta íslands hingaó til Noregs lýkur í kvöld. Heimsókninni lýkur með því að forsetinn býður til kveðju- og þakkar veislu á Grand Hotel. í veislunni eru á borðum íslenskur matur, fluttur að heiman og matreiddur undir stjórn íslensks matreiðslumanns, Hilm- ars B. Jónssonar, veitingamanns á Hótel Loftleiðum. Ljósmvnd: Krída Proppé Forseti íslands ásamt litlum gesti, sem kom að heilsa upp á hann í móttöku fyrir íslendinga á Grand Hotel í Osló. Forseti Islands tók á móti Ólafi Noregskonungi og kon- ungsfjölskyldunni íklædd skautbúningi hér á Grand Hotel klukkan rúmlega átta, en áætlað er, að veislunni ljúki um mið- nætti. I morgun hófst dagurinn með ferð forseta, fylgdarliðs og kon- ungsfjölskyldur.nar til Hade- lands-glerverksmiðjunnar. Þar tók forstjóri hennar á móti for- setanum og var Vigdísi þar færður að gjöf fagurlega skreyttur handunninn vasi í lok kynnisferðar um verksmiðjuna. Þaðan var farið með járnbraut- arlest til Oslóar og hádegisverð- ur snæddur um borð í lestinni. Komið var til aðaljárnbrauta- stöðvarinnar í Osló klukkan rúmlega tvö og gengið þaðan nokkur hundruð metra um mið- borg Oslóar til Chat Noir-leik- hússins og þar setin uppfærsla á Kardimommubænum eftir Thorbjörn Egner. Bar sýningin heitið „Fólk og ræningjar úr Kardimommubæ". Dagheimili og skóli Rögnu Ringdals stóð að sýningunni, en leikendur, sem voru 30 talsins, nemendur skól- ans, eru þroskaheft börn og unglingar. Sýningin hreif áhorf- endur mjög mikið og fengu leik- endur góðar undirtektir. í lok hennar stóð forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, upp úr sæti sínu og kastaði blómsveig upp á sviðið til leikaranna sem þakklætisvotti fyrir góða frammistöðu. Heimsókninni lauk síðan, eins og fyrr segir, að lokinni móttöku forsetans á Grand Hotel. Forset- inn dvelur í Osló um helgina í eigin erindagjörðum, en heldur síðan til Svíþjóðar á mánu- dagsmorgun í opinbera heim- sókn. pWNKHSmiK-------- i "VELVflKflN9l? Vm W KONfi SEtf 6VR f NffeKLNNI W LOONU- STY6Bf? NÚNR, 06 HÉR VlNNST w m m w LOKfl svoNfl mwm ^iníiOóW SVARIDvk) orkukreppu og COLT er framhjóladrifinn. COLT er sparneytinn (eydsla 7I./100 km.). COLT er rúmgóður. COLT er fáanlegur 3 og 5 dyra. MITSUBISHI MOTOR5 Si Komid, skoóió og reynsluakið COLT1982 frá MITSUBISHI. Varahluta og viðgerðarþjónusta Heklu hf. er landskunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.