Morgunblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 9 íslandskynningar í Noregi og Svíþjóð I TILKKNI af opinberri heimsókn forseta Island til Noregs og Svíþjóð- ar mun Utflutningsmidstöð idnaðar ins, Feróamálaráð, Samband bú- vörudeild og Flugleiðir standa fvrir „Islandskynningum** í Osló og Stokkhólmi, og fer sú fyrri fram á Grand llótel í Osló laugardaginn 24. október, en sú síðari á Grand Hótel í Stokkhólmi miðvikudaginn 28. október. Kynningarnar, sem eru í formi móttöku, eru fyrst og fremst haldnar fyrir viðskiptavini ís- lenskra fyrirtækja, sem versla með vörur frá Islandi og hafa á boðstólum þjónustu frá Islandi. Þá hefur og verið boðið miklum fjölda blaðamanna. Á báðum stöðunum verður gest- um boðið upp á íslenskan mat, sem sérstaklega hefur verið send- ur út í tilefni af þessum kynning- um. Fimm íslenskar sýningar- stúlkur munu sýna og kynna það nýjasta í ullarfatnaði frá íslandi. Fyrir hönd íslensku fyrirtækj- anna munu sendiherrar íslands í viðkomandi löndum taka á móti gestum og ávarpa samkvæmið. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun heiðra samkvæmið með nærveru sinni. í tengslum við þessar kynningar verður kynning á íslenskum ull- arfatnaði i samvinnu við norska Rauða krossin, en í Stokkhólmi verða kynningar í stórverslunun- um N.K. og PUB. Jólakort FEF komin út Jólakort Félags einstæðra foreldra eru komin á mark- aðinn. Kru að þessu sinni gefnar út þrjár nýjar gerðir, tvær með harnateikningum og þriðja kortið gerði Sigrún Kldjárn. Þá eru endurprentaðar þrjár tegundir sem hafa lengi verið ófáanlegar og mikið spurt um. Jólakortin eru sem fyrr unnin í Kassagerð Reykjavíkur. Þau eru til sölu á skrif- stofu FEF í Traðarkots- sundi 6, hjá ýmsum bóka- verzlunum í Reykjavík og úti á landi og mörgum fé- lögum í FEF. Jólakortið eftir Sigrúnu Kldjárn. Útskurdur, tóvinna og myndvefnaður HKLGINA 24. og 25. október verða síðustu dagar sýningar Heimilisiðnað- arskólans að Kjarvalsstöðum. Á laugardaginn kl. 16—18 verða útskurður, tóvinna og myndvefnaður kynnt, en almennur vefnaður kl. 20—22. Á sunnudaginn verður mynd- vefnaður kynntur kl. 16—18 og útskurður og hekl kl. 20—22. Fræðslufundur í dag: Haustverk og vetrarum- búnaður í trjágarðinum SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja víkur heldur fræðslufund í dag, laugardag, kl. 2 í Fossv ogsstöð- inni. Þar verður m.a. fjallað um haustverk og vetrarumbúnað í trjágarðinum. Sýndar verða skjólgrindur og uppbinding trjáa, frágangur runna o.fl. Þá verður líka sagt frá söfnun berja og meðferð trjáfræs og berja, sýnd geymsla og sáning þess. Skógræktarstöðin verður til sýnis. Leiðbeinendur um trjá- rækt og skógrækt verða til við- tals og svara spurningum. A fundinn eru allir boðnir og velkomnir. (Kríttalilkynninií.) Seyðisfjörður: Lokið lagningu 2. áfanga dreifikerfis hitaveitunnar Sevðisfirdi, 10. október. ÞKSSA dagana er verið að Ijúka við lagningu dreifikerfts 2. áfanga llita- veitu Seyðisfjarðar og hefur þá verid lögð hitaveita í um 200 hús. Raf- magnsveitur ríkisins selja hitaveitunni vatn, sem er síðan hitað upp með svartolíu og rafskautskatli. Nú er búið að tengja öll stærri húsin í bænum og unnið er að tenginu íhúðarhúsa. Steypustöð Seyðisfjarðar hefur lagt dreifikerfið og hefur verkið gengið ágætlega í sumar. Dreifi- kerfið sem er tvöfalt er hannað af Verkfræðistofu Austurlands, sem einnig hefur séð um eftirlit með verkinu. Það er ljóst að húseigendur verða eflaust fegnir að losna við kynditækin úr húsum sínum, enda kemur í staðin fyrir þau 80 stiga heitt vatn beint inn í húsin. Sveinn Sýning í dag og sunnudag Sýning fyrir almenning veröur í dag og sunnu- dag kl. 2—5 á fullbyggöu kanadísku timbur- húsi aö Reykjabyggð 7 — Mosfellssveit (sjá kort). Framtíðarhús, Templarasundi 3. Símar 11614 og 11616. „Kanadísku framtíðartimburhúsin"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.