Morgunblaðið - 24.10.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 24.10.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 11 Höfuðmál landbúnaðar ins og hagur neytenda eftir Þorvald Garðar Kristjánsson Á sl. sumri var óþurrkatíð mikil víða um land. Þetta minnir enn áþreifanlega á, hve bændur eru al- mennt háðir veðurfarinu um hey- öflun. Þó mætti ætla að í allri þeirri tækniþróun, sem í landbún- aði hefur orðið á síðari árum, stæðu bændur betur að vígi í þessu efni en áður var. En það er síður en svo. Fjárhagsleg skakka- föll bænda af völdum óþurrka ger- ast nú stórum alvarlegri en áður var, þar sem nú er miklu kostað til áburðar og heyvinnslutækja. Er því ekki að ófyrirsynju að talað er _um hvernig bæta megi tjón, sem þeir verða fyrir í óþurrkasumrum. En mest er um vert að forða frá tjóni með því að gera fóðuröflun- ina óháðari veðurfarinu. Með votheysverkun fá bændur öryggi svo sem frekast er unnt gegn duttlungum tíðarfarsins. Votheysverkun tryggir fóðuröfl- unina í óþurrkatíð. Votheysverkun firrir bændur áföllum og fjár- hagstjóni, sem þeir verða fyrir í óþurrkasumrum, sem ekki hag- nýta þessa aðferð. En votheysverkunin er ekkert neyðarúrræði til að mæta óþurrk- um, þvert á móti. Auk öryggisins, sem þessi heyverkun veitir um fóðuröflunina, fylgja aðrir hinir mikilvægustu kostir. Votheysverkun tryggir fóður- gildi heyfengsins hvað sem líður tíðarfarinu. Þroskastig gróðurs er afgerandi fyrir næringargildið í grasinu og þá að sjálfsögðu í vot- heyinu. Eftir því sem jurtin þros- kast verður trénið meira og fóð- urgildið minna. Við votheysgerð þarf ekki að bíða þurrks til að slá þar til grasið er úr sér vaxið, en mikilvægi þess fyrir fóðurgildið verður ekki ofmetið. Og ekki er hætta á því, að slegið gras hrekist og missi þannig fóðurgildi sitt, því hey er hirt í vothey um leið og það er slegið. Með votheysverkun kom- ast bændur hjá notkun fóðurbætis til að bæta hið lélega fóðurgildi, sem fylgir úr sér vöxnu og hröktu þurrheyi vegna óþurrka. Er því hér um stórkostlegan fjárhagsleg- an hagnað fyrir bændur að ræða, svo mjög sem fóðurbætiskaupin vega mikið í útgjöldum búsins, þegar byggt er á þurrheysverkun. Auk þess ber að hafa í huga hina miklu gjaldeyrisnotkun, sem inn- flutningi fóðurbætis fylgir, og þjóðhagslegan óhag. Þá krefst votheysverkun miklu minni vélakosts en þurrheysverk- unin. Hér munar svo miklu, að það mun láta nærri að um a.m.k. helmingsmismun sé að ræðá. Þetta varðar ekki iitlu, þegar hafður er í huga hinn mikli véla- kostur, sem fylgir nútímabútækni. Hér er þá ekki einungis um að ræða, að votheysverkun fylgi miklu minni stofnkostnaður vegna tækjakaupa, heldur og miklu minni rekstrarkostnaður véla. Kostnaður verður minni vegna að- keyptrar viðgerðarvinnu, vara- hluta, bensíns, díselolíu o.s.frv., sem rekstri slíkra véla fylgir. Er hér um að ræða atriði, sem hafa veruleg áhrif á framleiðslukostn- að landbúnaðarvara. Enn kemur til sá kostur vot- heysgerðar, sem eigi varðar litlu. Þurrheysverkun fylgir miklu meiri umferð um túnin, auk þess sem galtar sitja tímunum saman á túnunum og valda skemmdum. Það er auðvelt að stórspilla gróðri með mikilli umferð. Á undanförn- um árum hafa verið gerðar til- raunir til að fá úr því skorið, hvaða áhrif mikil þjöppun hefur á uppskeruna. Þessar tilraunir hafa gefið til kynna, að tún með eðli- legri umferð, sem svo er kallað, gefi einum þriðja meiri uppskeru en tún með mikilli umferð. Þetta sýnir ótvírætt, hver hagur fylgir „Med votheysverkun fá bændur öryggi svo sem frekast er unnt gegn duttlungum tíðar farsins. Votheysverkun tryggir fóðuröflunina í óþurrkatíð. Votheys- verkun firrir bændur á- föllum og fjárhagstjóni, sem þeir verða fyrir í óþurrkasumrum, sem ekki hagnýta þessa að- ferð.“ votheysverkun einnig í þessu til- viki. Ekki er lítils um vert, hvað votheysverkun krefst minni vinnu en þurrheysverkun. Vinnsluþörf votheys er fremur lítil, en stöðug, og fóðuröflunin er einfalt verk og að mestu fyrirfram afmarkað í tíma og fyrirhöfn. Eitt er það og, sem hafa ber í huga, að votheysverkun tryggir ekki einungis búpeningi hollt fóð- ur, heldur eru og þeir menn, sem vinna við fóðrunina, firrtir óholl- ustu þeirri, sem fylgir þurrheys- fóðrun. Bægt er frá atvinnusjúk- dómi þeim, sem herjað hefur á ís- lenska bændur, heymæðinni. En votheysverkun er ekki skil- yrðislaust öruggasta, ódýrasta og fyrirhafnarminnsta heyverkunar- aðferðin. Til þess að svo megi verða, þurfa bændur að sérhæfa sig og aðstöðu sína í vélakosti og byggingum til votheysverkunar. Það þarf nægar haganlegar vot- heysgeymslur, réttan tækjabúnað og rétta meðhöndlun. Þegar svo er um búið, er leið fóðursins greið frá túni og fram á jötu. Það stoðar ekki fyrir bændur að grípa til votheysgerðar við ófullkomnar að- stæður, þegar í óefni er komið. Úr sér vaxið og hrakið hey getur aldrei orðið gott fóður. Það gengur ekki að grípa til votheysverkunar sem neyðarúrræðis í óþurrkatíð. Svo furðulegt sem það má vera, þá Þorvaldur Garðar Kristjánsson virðist, að mistök fyrir hálfkák í votheysgerð hafi mótað frekar al- mennt viðhorf til þessarar hey- verkunaraðferðar en árangur þeirra, sem alfarið hafa haldið sig við votheysverkun. Það er ekki ámælislaust, hversu treglega hefur gengið að útbreiða votheysverkun í landinu. Ekki eiga þó allir bændur landsins sam- merkt í þessu efni. Um langt ára- bil hafa sumir bændur verið svo óháðir veðurfarinu um heyfeng sem verða má. Öll eða nær öll hey- verkun þeirra hefur verið í vothey. Þeir bændur, sem beitt hafa þess- ari heyverkunaraðferð alfarið, eru samt allt of fáir. Þeir teljast frek- ar til undantekninga, þegar litið er á bændastétt landsins í heild. Þó eru þess dæmi, að allir bændur í heilum byggðalögum verki hey sín í vothey, svo sem í Stranda- sýslu og á Ingjaldssandi í Vestur- Isafjarðarsýslu, en árið 1980 verk- uðu Strandamenn 77,3% af hey- feng sínum í vothey. Samt sem áð- ur er ástand þessara mála með öllu óviðunandi, þegar litið er á- landið í heild. Á árinu 1980 nam vothey 8,6% af heildarheyfeng landsmanna. Hér er of mikið í húfi til þess að við svo búið sé látið standa. Hér eiga ekki hlut að máli bændur ein- ir, heldur og neytendur almennt. Hagkvæm fóðuröflun er ekki ein- ungis höfuðmál landbúnaðarins, heldur kemur minni framleiðslu- kostnaður neytendum í hag í lægra verði landbúnaðarafurða. Þjóðarbúið hefur ekki efni á öðru en tekið sé til hendi í þessu máli. Ekki telja aðrar þjóðir sig hafa efni á viðlíka slóðaskap og hér hefur viðgengist. í Noregi hefur hlutdeild votheys í heyfóðri aukist frá því að vera 29% árið 1965 í tæp 70% árið 1979. í Svíþjóð og Finn- landi er votheysverkun svipuð og í Noregi. Við sjálfstæðismenn höfum nú hreyft máli þessu á Alþingi. Þorv. Garðar Kristjánsson Lonclon cr...b þérnæstumþví Allt sem þú hefur heyrt um London er satt. Tveggja hæða, rauðir strætisvagnar lulla niður götur fullar af heimsfrægum verslun- um. Verðir drottningarinnar skipta um vakt á vélrænan hátt framan við Buckingham höllina og á hverju horni virðist vera eitthvað sem allir kannast við. Westminster Abtx:y er rétt hjá Big Ben, sem er aðeins steinsnar frá styttunni af Nelson og hinum megin við homið er Piccadilly Circus.þú röltir bara ámilli. Og London er ennþá aðal verslunarmið- stöð Evrópu, uppfull af alls konar tilboð- um. Þú færð t.d. gallabuxur í skemmunni hjá Dickie Dirts í Fulham fyrir 130 krónur og hljómplötur á spottprís í plötubúð- unum við King’s Road. London er.... full af ókeypis fjársjóðum í London eru yfir 400 söfn og listasalir og að þeim er yfirleitt ókeypis aðgangur. Ef þú kaupir farmiða, sem heitir London Transport Red Rover, geturþú ferðast um borgina í heilan dag og skoðað London af efri hæðinni á stórum rauðum strætó. Miðinn kostar aðeins um 33 krónur. London er... ódýr, vinalegur pub Þegar þú verður svangur skaltu gera eins og Bretar gera, bregða þér inn á næsta pub. Þótt þeir séu ólíkir, segja þeir hver Iiondon =1= sembýóur tfyrirsáralítíð Ef þú ert hrifinn af knattspyrnu mætti minna á að í London eru 3 fyrstudeildar lið. Þú kemst á leik fyrir 30 krónur. Það er fallegt að virða London fyrir sér ffá ánni. Þess vegna er upplagt að sigla frá Westminster Pier til Greenwich, - en þar er National Maritime safnið. Þeim 30 krónunum er vel varið - og svo er ókeypis inn á safnið. London er .... hótel við þitt hæfi London er full af hótelum. Þar em lítil hótel þar sem þú færð herbergi fyrir 180 krónur og enskan morgunverð fyrir 25 krónur, stærri hótel á meðalverði og luxus hótel í hæsta gæðaflokki. London er alltof stór í eina auglýsingu. Það er því gott að geta gengið að bækling- um og bókum BTA hjá bókaverslun Snæ- bjamar. En það er ekki nóg. Þú verður að sjá London sjálfa. Þú kemur aftur hlaðinn ómetanlegum minningum og líklegast með afgang af gjaldeyrinum. um sig heilmikið um breskan lífsmáta. Glas af bjór og k jötkaka með salati kostar ekki nema svo sem 25 krónur og vingjamlegt andrúmsloftið kostar hreint ekki neitt. London er.... full af fjóri Það er alveg sama á hverju þú hefur áhuga - leiklist eða tónlist, þú finnur það í London. Þar eru yfir 50 leikhús, 3 ópemhús, 5 sinfóníuhljóm- sveitir, og engin poppstjama hefur „meikaða” almennilega fyrr en hún hefur spilað í London. Nú er líka hægt að kaupa leikhúsmiða á sýningar samdægurs í miðasölunni á Leicester Square fyrir hálfviröi. FLUGLEIDIR lækka ferðakostnaðinn Þú getur notfært þér ódým sérfargjöldin og hagstæða samninga Flugleiða við Grand Metropolitan hótelkeðjuna og keypt flugfar og gistingu á einu bretti! Einnig hafa ferðaskrifstofumar á boðstól- um stuttar helgarferðir með flugferð, gist- ingu og morgunverði inniföldum í verðinu. Athugaðu málið, - úrvalið er gott. BRITISH TOURIST AUTHORITY veitir ókeypis upplýsmgar Ef þú hefur samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn þeirra eða ferða- skrifstofumar, getur þú fengið sendan bækling frá British Tourist Authority með nánari upplýsingum um London, ásamt verðskrá og ferðaáætlun Flugleiða. f Komdu sem fyrst í heimsókn! nóg að sjá, nóg að gera! rfí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.