Morgunblaðið - 24.10.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 24.10.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 15 meira og minna bundnar við fyrir- fram ákveðin niörk yfir lengra tímabil, jafnvel þó að um svei^y- anlej;a meginrefjlu sé að ræða, er hætta á.'að visst misvætji skapist í efnahagslífinu, vegna þess, að at- vinnustarfsemi í sífelldri þróun þarfnast mismikilla verðþreyt- intía. SveÍKjanleg stefna í verð- lagsmálum er því forsenda heil- brigðrar þróunar atvinnulífs, ef horft er til lengri tíma. Ríkisstjórnin stefnir að því, að þegar betra jafnvægi hefur náðst í þjóðarbúskapnum, verði verð; lagskerfið gert sveigjanlegra. í þessu skyni er nú unnið að endur- skoðun á verðlagsstefnunni í ljósi efnahagsþróunar á þessu ári, og með tilliti til horfa á næstu miss- erum. Ríkisstjórnin hefur nú til at- hugunar ýmis atriði, sem hníga í átt til aukins frjálsræðis í við- skiptum og verðlagsmálum. Fvrir þetta löggjafarþing verð- ur lagt frumvarp til laga um greiðslufrest á aðflutningsgjöld- um. Þetta hefur verið baráttumál verslunarinnar um langt árabil, og er að því stefnt, að nýtt skipu- lag þessara mála taki gildi á næsta'ári. Þetta, og fleiri atriði, sem til athugunar eru, mun stuðla að lægra innflutningsverði, þegar fram í sækir. Sjávarútvegur og fiskvinnsla Þorskafli íslendinga verður meiri á þessu ári en í fyrra. Annar botnfiskafli verður að líkindum einnig nokkru meiri nú í ár. Hins vegar hefur loðnuafli, það sem af er þessu ári, verið til mikilla muna minni en var á sama tíma í fyrra. Heildarverðmæti þess afla, sem á land kemur, verður að öllum lík- indum um 2% meira en í fyrra. Allan síðasta áratug hefur út- gerðin, að mati Þjóðhagsstofnun- ar, verið rekin með umtalsverðum halla. 1 ár hefur afkoma útgerðar- innar verið skárri en undangengin 10 ár. Horfur eru á, að sjávarafurða- framleiðslan verði heldur meiri í ár en í fyrra. Afkoma hinna ýmsu greina fiskvinnslunnar er mjög misjöfn. Verkun saltfisks og skreiðar er rekin með verulegum hagnaði. Af- koma frystingar er lakari. Veiðar og vinnsla loðnu eiga nú við mikla erfiðleika að etja vegna mikils verðfalls á loðnuafurðum á erlendum mörkuðum. Þegar litið er á allar greinar í heild, er afkoma fiskvinnslunnar jákvæð. þessu ári hefur verið fylgt í höfuðatriðum sömu fiskveiði- stefnu og áður. Þessi ákvörðun var tekin að undangengnum ýtarlegum viðræð- um við alla hagsmunaaðila, svo og umfjöllun í nefnd, sem m.a. var skipuð öllum þeim mönnum, sem gengt hafa embætti sjávarút- vegsráðherra á síðasta áratug. Ljóst er þó, að með einhverjum hætti verður að tryggja betri sam- ræmingu veiða og vinnslu en náðst hefur með þessari fiskveiðastefnu. Einnig verður að auka gæði fram- leiðslunnar. Ymsar leiðir, sem stefna í þessa átt, eru nú í athug- un hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Iðnaðarmál I iðnaðarmálum er unnið að all- mörgum veigamiklum verkefnum. Höfuðmarkmið þessarar vinnu eru þrjú: Að bæta starfsskilyrði almenns iðnaðar og auka fram- leiðni hans. Að efla samkeppnis- færan nýiðnað, er byggi á heima- markaði og útflutningi. Að leggja grundvöll að orkufrekum iðnaði, sem byggi á íslensku forræði og skynsamlegri hagnýtingu orku- linda. Aðgerðir þessar eru liður í stefnumörkun um iðnþróun til langs tíma, sem ríkisstjórnin fjall- ar nú um, og verður fiutt tillaga til þingsályktunar um iðnaðar- stefnu á þessu þingi. Við margháttuð vandamál hefur verið að etja í útflutnings- og sam- keppnisiðnaði að undanförnu, m.a. vegna misvægis í gengisþróun er- lendis. Unnið hefur verið að ýms- um lagfæringum á stöðu þessa iðnaaðr. Ríkisstjórnin vinnur nú að at- hugun á leiðum til að jafna starfsskilyrði iðnaðar. Auk þessa er nú unnið að ýms- um aðgerðum til eflingar iðnaðin- um. Má þar nefna áherslu á ráð- gjöf og starfsmenntun í þágu iðn- aðar, ráðstafanir til eflingar iðn- aðar á landsbyggðinni, aukið framlag til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, áætlun um innlenda endurnýjun bátaflotans, og al- menna áherslu á rannsóknar- og þróunarstarfsemi í þágu atvinnu- lífsins. Orkumál I orkumálum eru í undirbúningi meiri framkvæmdir en áður hefur þekkst. Undanfarin ár hefur höf- uðáhersla veriö lögð á að auka hlutdeild innlendrar orku í heild- arorkunotkun landsmanna. Þetta hefur einkum verið gert með mikl- um framkvæmdum við hitaveitur. Meginviðfangsefnin í raforku- framkvæmdum á næstunni verða: Að ljúka virkjunarframkvæmd- um við Hrauneyjafoss, en ,þær ganga nú samkvæmt áætlun og mun fyrsta vél virkjunarinnar verða tekin í rekstur um næstu mánaðamót, og önnur síðar í vet- ur. Að auka vatnsöflun til núver- andi orkuvera og tryggja rekstur þeirra með umfangsmiklum fram- kvæmdum á Þjórsársvæðinu. Að halda áfram undirbúningi og hefja framkvæmdir við næstu stórvirkjanir fyrir landskerfið. Ríkisstjórnin hefur þegar aflað sér heimildar Alþingis til fjögurra nýrra vatnsaflsvirkjana. Þessar virkjanir eru allar komnar á verk- hönnunarstig. Að Ijúka hringtengingu byggða- lína og auka flutningsgetu og ör- yggi raforkukerfisins. Suðaustur- lína verður tekin í notkun í nóv- ember nk. og stefnt er að því að loka hringnum með lagningu Suð- urlínu á næstu árum. Orkustefnunefnd ríkisstjórnar- innar vinnur nú að athugun og undirbúningi ýmissa fram- kvæmda á sviði orkufreks iðnaðar. Ýmis stórbrotin verkefni fyrir ís- lenskan iðnað munu tengjast hag- nýtingu orkulindanna. A því sviði verður stefnt að því að treysta innlenda forystu og frumkvæði. Landbúnaður A síðasta ári var gripið til sam- dráttaraðgerða í mörgum fram- leiðslumálum landbúnaðarins, sem miðuðu að því að laga fram- leiðsiumagnið að markaðsaðstæð- um. Framleiðsla mjólkur hefur nú verið löguð að þörfum innlenda markaðarins og má tæpast drag- ast meira saman. Stefnt er að því, að framleiðsla sauðfjárafurða byggist áfram að hluta til á útflutningi, eftir því sem markaðsaðstæöur leyfa. Samdrætti búvöruframleiðsl- unnar hafa fylgt ýmsir erfiðleikar f.vrir bændur, og hefur ríkisstjórn- in mætt þeim á ýmsan hátt, m.a. með útvegun fjármagns umfram lögboðnar útflutningsbætur. Ekki er gert ráð fyrir að sérstök fyrirgreiðsla af þessu tagi verði viðvarandi. Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að eflingu annarra bú- greina, einkum fiskiræktar, loð- dýraræktar, garðræktar og yl- ræktar, ásamt aukinni nýtingu hlunninda og annarra landgæða. Áfram verður haldið á þessari braut. Tillaga um nýja landgræðslu- áætlun verður lögð fyrir Alþingi í vetur. Ríkisstjórnin hefur nú til at- hugunar tillögur, sem miða að lausn þeirra vandamála, sem óvenjuleg harðindi hafa valdið í landbúnaði á þessu ári. Samgöngumál Mörkuð hefur verið stórhuga stefna í vegamálum. Þegar í fyrra var hafið nýtt átak til þess að auka lagningu bundins slitlags á þjóðvegakerfið. í vor var síðan samþykkt á Alþingi ný vegaáætl- un, sem gerir ráð fyrir stórauknu fjármagni til uppbyggingar vega- kerfisins. Framlög til vegamála hafa í samræmi við þetta verið aukin verulega að raungildi. P'ram til ársins í fyrra var mest lagt bundið slitlag á 40 km á ári, og stundum miklu minna. í fyrra var þetta aukið í 90 km. í ár er gert ráð fyrir, að lokið verði við 150 km. Á næsta ári verður þetta enn aukið. Þannig verður sá hluti þjóðvegakerfisins, sem lagður er bundnu slitlagi, talsvert meira en tvöfaldaður á skömmum tíma. Samþykkt hefur verið langtíma- áætlun í vegamálum, sem gerir ráð fyrir enn auknum fjárfram- lögum til þessara mála. Lokið verður við að leggja bundið slitlag á 3000 km af þjóðvegakerfi iands- manna á röskum áratug. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera stórátak í öryggismálum inn- anlandsflugs. Miklir erfiðleikar hafa verið á síðustu misserum í millilandaflugi Flugleiða. Eftir þá aðstoð, sem ríkisstjórnin veitti Flugleiðum á síðasta ári, horfir heldur bjartar um framtíð þessa flugrekstrar. Að frumkvæði ríkisstjórnarinn- ar hefur verið unnið aó því að færa viðhald á flugfiota Flugleiða til Islands. Nokkuð hefur áunnist í þessum málum, og verður áfram unnið að þeim. Mennta- og menningarmál I stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar eru rakin nokkur fyrirheit um umbætur, framkvæmdir og nýmæli á sviði mennta- og menn- ingarmála. Að þessu hefur verið unnið, og fyrir þetta löggjafarþing verða lögð nokkur frumvörp til laga um þessi mál. Þar má nefna framhaldsskóla og skólakostnað, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Sinfóníuhljómsveit íslands og Listskreytingasjóð. Á þessu ári hefur verið unnið af kappi að byggingu þjóðarbókhlöðu, en um það var gefið sérstakt fyrirheit í stjórnarsáttmála. Byggingin er vel á veg komin, og verður unnið að henni áfram á næsta ári. Þá má nefna, að starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur verið efld verulega á starfs- tíma ríkisstjórnarinnar. Félags og heilbrigðismál I félags- og heilbrigðismálum er áfram unnið að framkvæmd þeirr- ar stefnu, sem mörkuð er í stjórn- arsáttmálanum. Þá eru í undir- búningi ýmis málefni, sem koma munu til kasta Alþingis. Þar má nefna frumvarp til laga um um- hverfismál, sem hefur verið til meðferðar í ríkisstjórninni að undanförnu. Á ári fatlaðra hafa margir málaflokkar verið til með- ferðar á vegum sérstakrar stjórn- skipaðrar nefndar, Framkvæmda- nefndar alþjóðaárs fatlaðra. Þá er til meðferðar í ríkisstjórninni frumvarp til laga um málefni fatl- aðra. Árið 1982 er sérstakt ár aldr- aðra samkvæmt ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna. í fjárlagafrum- varpi er gert ráð fyrir stórátaki í þeim efnum á næsta ári. í samræmi við löggjöf frá síð- asta ári um húsnæðismál, hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir miklu átaki í byggingu verkamannabú- staða. Hundruð nýrra íbúða verða byggðar á ári hverju í samræmi við þessi lög. Þetta mun draga verulega úr þeim húsnæðisvanda, sem víða er fyrir hendi, bæði fyrir þá sem beint njóta fyrirgreiðslu af þessu tagi og einnig fyrir aðra, því þetta mun létta á hinum almenna markaði án þess að dregið verði úr fyrirgreiðslu til almenna húsnæð- islánakerfisins. Útlánageta byggingasjóða ríkis- ins mun vaxa hröðum skrefum við þetta eða um 20% af raunvirði á milli þessa árs og næsta. Mest er þessi aukning í útlánagetu bygg- ingasjóðs verkamanna en einnig verður raunveruleg aukning í getu Bvggingasjóðs ríkisins til þess að annast þau verkefni, sem honum eru falin eftir þessar breytingar. Ofneysla vímuefna hefur um langt skeið verið .vaxandi vanda- mál í íslensku þjóðfélagi. Þetta mikla vandamál snertir flestar ís- lenskar fjölskyldur á einn eða annan hátt. Þjóðin öll verður hér að snúast til varnar. Ríkisstjórnin mun hafa for- göngu um átak á þessu sviði. Dómsmál Á vettvangi dómsmála hefur verið unnið að umbótum á löggjöf, sem stuðlar að hraðari meðferð dómsmála, með því m.a. að ein- falda meðferð minniháttar mála. Unnið verður áfram að því að gera meðferð dómsmála greiðari og auðvelda mönnum að ná rétti sínum. útanríkismál í utanríkismálum verður fylgt óbreyttri stefnu. I stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar er sérstaklega kveðið á um, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir samningum við Norð- menn til þess að tr.vggja fiskveiði- réttindi Islendinga á Jan Mayen- svæðinu og fullnægja vernd fiski- stofnanna þar. Þetta hefur nú tek- ist með tveim samningum við Norðmenn, og verður sá síðari undirritaður fyrir lok október. Samkvæmt ákvæðum í stjórn- arsáttmála hefur verið lögð sér- stök áhersla á að taka virkan þátt í samstarfi Norðurlandaþjóða og efla norræna samvinnu á allan hátt. Lokaorð Það sem einkennt hefur þjóöar- búskap Islendinga á þessu ári öðru fremur, er að betra jafnvægi og meiri stöðugleiki hefur færst í efnahagslífið en verið hefur um langt árabil. Verðbólgan hefur hjaðnað veru- lega. Þetta hefur tekist án þess að færa fórnir atvinnuleysis og rýrn- andi lífskjara, sem aðrar þjóðir hafa fært í þessari sömu baráttu. Ríkisfjármál og peningamál eru í betra jafnvægi en verið hefur á síðari árum. Viðunandi jafnvægi hefur náðst í viðskiptum við útlönd. Gengi gjaldmiðils hefur haldist stöðugra en verið hefur um langt skeið. Þjóðarframleiðslan hefur aukist meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta hefur tekist á einhverjum mestu umhle.vpingatímum í al- þjóðaefnahagsmálum. Á næsta ári munu erfiðleikar í efnahagsmálum heimsins og þau slæmu viðskiptakjör, sem við höf- um búið við á síðustu misserum, sníða vexti framleiðslu og tekna þjóðarinnar þröngan stakk. Viðskiptakjör Islendinga eru nú 12—14%. lakari en þau voru á ár- inu 1978. Ekki eru horfur á, að viðskiptakjör batni á næsta ári, og raunar bendir ýmislegt til þess, að sá litli bati á viðskiptakjörum, sem fram kom á þessu ári, muni að miklu leyti hverfa á því næsta. Við Islendingar getum því ekki vonast eftir aðstoð af erlendum toga við lausn okkar efnahags- vandamála. Þess í stað verðum við enn um sinn að miða stefnuna við ókyrran sjó í alþjóðaefnahagsmálum. Við þessar aðstæður getum við ekki búist við verulegri auþningu þjóðarframleiðslu eða þjóðartekna á næsta ári. Þó er gert ráð fyrir því, að á næsta ári vaxi útflutn- ingsframleiðsla okkar um 4% og þjóðarframleiðsla um 1%.. Þjóðar- tekjur munu vaxa minna vegna versnandi viðskiptakjara. Með auknum stöðugleika og jafnvægi í enfahagsmálum erum við að leggja grunninn að sókn til hættra lífskjara. Þennan grunn verðum við að treysta enn. Því verðum við á næsta ári að sýna áfram gætni og festu í efnahags- og kjaramálum til þess að þessi árangur ónýtist ekki. Því betur sem við treystum þennan grunn, þeim mun fyrr mun atvinnulíf okkar blómgast og lífskjör batna. Akureyri: Höfðingleg gjöf til Fjórðungs- sjúkrahússins MOKGUNBLAÐINU hefur bor izt eftirfarandi fréltatilkynning frá Kjórðung.ssjúkrahúsinu á Akureyri: 20. maí sl. afhenti starfsfólk verksmiðja SIS á Akureyri Fjórðungssjúkrahúsinu höfð- inglega peningagjöf til minn- ingar utn fyrrverandi for- mann Iðju, Jón Ingimarsson. Skyldi peningunum varið til kaupa á haðvagni ásamt nauð- synlegum hjálpartækjum. Baðútbúnaður þessi er nú kominn til sjúkrahússins og er hann staðsettur á lyflækn- ingadeildinni. Baðvagninn er notaður til að baða sjúklinga lyflækningadeildar, sem eiga erfitt með eða geta ekki notað venjulegt baðker. Með tilkomu þessa baðútbúnaðar breytist öll aðstaða til að baða las- burða og iamaða sjúklinga mjög til hins betra. Það kostar sitt að hreinsa snjóinn af göt- um Akureyrar Á/ETLUN um snjómokstur á Ak- ureyri hljóðaði upp á R5t) þúsund krónur á þessu ári, en var í vik- unni orðinn meira en helmingi dýrari, því kostnaður var þá orð- inn um 1380 þúsund krónur. Þar af hefur snjómokstur síðustu vikna kostað um 400 þúsund krónur, en kostnaður við snjó- ruðning 10 tíma á dag er áætlað- ur 50 þúsund krónur hjá Akur- eyrarbæ. Þessar upplýsingar koma fram í viðtali Dags við Harald Gíslason, yfirverkstjóra hjá Akureyrarbæ. 15 tæki eru not- uð til snjómokstursins, 3 jarð- ýtur, 3 vegheflar, 3 vélskóflur, 2 dráttarvélar og 4 vörubifreið- ir. Ef hlutfall kostnaðar við snjóruðning verður svipað í ár og það var í fyrra, má ætla að heildarkostnaður verði hátt í 3 milljónir króna. Lögfræðiað- stoð Orators tekin til starfa LÖGKKÆI)IAI)ST(H) Orators. félags laganema, er tekin til starfa. Kyrirspurnum verður svarað í síma 21325 á fimmtu- dagskvöldum, frá kl. 19.30 til 22.00. Þar nuinu laganemar leysa úr fyrirspurnum þeirra aðila sem leita til Lögfræðiaðstoðar- innar, ýmist í síma, eða ef vandamálin eru yfirgripsmikil, þá bréflega. Starfsemin verður með sama sniði og í fyrra, en þá leituðu fjölmargir aðilar til Lögfræðiaðstoðarinnar með sín mál. Alls leituðu 179 aðilar til ’aganema og báru upp 2til spi.rningu. Yoru fyrirspyrjend- ur úr flestum starfsgreinum þjóðfélagsins. Alls munu átta laganemar starfa við Lögfræðiaðstoðina, og munu fjórir starfa á hverju fimmtudagskvöldi. Starfandi lögniaður í Reykjavík mun að- stoða laganemana við útlausn- ir fyrirspurna til að tryggja að rétt sé leyst úr fyrirspurnum. Laganemar vilja hvetja al- menning til að notfa>ra sér þessa þjónustu, sem er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.