Morgunblaðið - 24.10.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981
19
Qlafur Ragnar Grfmsson:
Sovétríkin fjarlægi
SS-20 eldflaugarnar
JC-dagurinn f dag:
Bókamerkjum dreift
til 7500 barna
Þegar Morgunblaðið og sovésk
sendinefnd taka höndum saman í
frásögnum er kannski eðlilegt að
útkoman verði nokkuð brengluð.
Aldrei slíku vant helgar blaðið í
gær sovéskri sendinefnd, sem hér
hefur verið, frétt á baksíðu og heila
innsíðu. Sjálfsagt verður Novosti
ánægt með þessa nýju aðstoð
Morgunblaðsins við útbreiðslu á
áróðrinum. Hinsvegar finnst mér
miður skemmtilegt að vera „fórn-
arlamb" þessara óvæntu Sovét-
Mogga samvinnu, einkum þar eð
túlkun beggja er öll í hæpnara lagi.
A baksíðu Morgunblaðsins er í
'fyrirsögn sagt frá því að sovéskir
„friðarnefndarmenn" hafi „átt
gagnlegar viðræður við Ólaf R.
Grímsson" og í aðalinngangi frétt-
arinnar segir að Kústnesov rit-
stjóri hafi lýst stuðningi við mál-
stað bresku friðarhreyfingarinnar.
Inn í blaðinu er svo heilsíðu frá-
sögn Björns Bjarnasonar þar sem
þessi saga fær nánari útlistun.
Fyrst Morgunblaðið og hin sov-
éska sendinefnd hafa tekið sig
saman um að skýra frá þessum
fundi, báðum í hag en á minn
kostnað, er rétt að fræða lesendur
blaðsins um það sem fram fór þeg-
ar hin sovéska sendinefnd óskaði
eftir viðræðum við mig. I stuttu
máli þá lagði ég aðaláherslu á það í
viðræðunum að rökstyðja nauðsyn
þess að Sovétríkin fjarlægðu SS-20
eldflaugar sínar frá Evrópu. Rakti ég
rök friðarhreyfinganna í Vestur-
Evrópu gegn SS-20 kjarnorkuvopn-
um Sovétríkjanna og lýsti á hvern
hátt kjarnorkuhervæðingaráætlun
Sovétríkjanna væri í andstöðu við
hina nýju friðarhreyfingar í Evr-
ópu.
Sovésku gestirnir vörðu hinsveg-
ar SS-20 áætlunina. Hafði Georgi
Storua aðallega orðið í þeim deilum
en hann starfar við utanríkis- og
hermálastofnun í Moskvu. Storua
flutti af mikilli kunnáttu svipuð
rök til stuðnings kjarnorkuvígbún-
aði Sovétríkjanna og bandarískir
hermálasérfræðingar nota til
stuðnings bandarískum kjarnorku-
vígbúnaði. Minnti málflutningur
hans mjög á margar greinar sem
Björn Bjarnason hefur skrifað í
Morgunblaðið til stuðnings kjarn-
orkuhervæðingu Bandaríkjanna
nema þar sem Björn Bjarnason
segir „Bandaríkin" notaði Georgi
Storua „Sovétríkin" og öfugt. Tjáði
ég Storua að lokum að sláandi væri
hve röksemdarfærsla hans væri lík
varnarræðum vina Bandaríkjanna.
Það er því sérstaklega ánægjulegt
að þeir Björn Bjarnason skuli hafa
hist því að þessir tveir hafa ótrú-
lega margt sameiginlegt.
-stutt athugasemd
vid hinna nýju Sov-
ét-Mogga samvinnu
Sú sovéska sendinefnd sem hér
hefur verið undanfarna daga á ekk-
ert sk.vlt við hinar nýju friðar-
hreyfingar í Vestur-Evrópu. Hún
er hinsvegar í tengslum við starf-
semi heimsfriðarráðsins sem hefur
um áratugi verið hluti af áróð-
ursstarfi Sovétríkjanna. Það er því
rangt sem Kusnetsov sagði á blaða-
mannafundinum að hinn sovéski
félagsskapur styddi kröfur CND
hreyfingarinnar í Bretlandi. Kraf-
an um að sovésku SS-20 eld-
flaugarnar verði fjarlægðar eru
meðal helstu stefnumála bresku
friöarhreyfingarinnar og kemur
fram í hinu breska kjörorði barátt-
Ólafi Ragnari Grímssyni sárnar
greinilega að hafa orðið rós í
hnappagati sovésku „friðarnefnd-
arinnar", sem hér dvaldist og átti
við hann „gagnlegar viðræður" að
eigin sögn. Minnir aðstaða Ólafs
Ragnars óneitanlega nokkuð á þá
stöðu, sem Haukur Már Haralds-
son komst í, þegar vitnað var í
hann í Prövdu og Ísvestíu. Lýsti
Haukur Már, sem er formaður „ís-
lensku friðarnefndarinnar", því þá
yfir, að heimildarmaður Tass á Is-
landi samstarfsmaður sinn við
Fréttir frá Sovétríkjunum, Alex-
ander Agarkov, færi með rangt
mál. Síðan hefur Alexander Agar-
kov ekki sést hér á landi og von-
andi fælir grein Ólafs Ragnars
Grímssonar sovéskar „friðar-
nefndir“ frá landinu - en kannski
þarf Ólafur Ragnar að munn-
höggvast við Prövdu og Ísvestíu
eftir heimkomu „friðarnefndar-
innar“, þótt hann hafi ekki gert
athugasemdir við skrif skoðana-
bróður síns Belski ofursta, sem
birtust í málgagni sovéska hers-
ins, Rauðu stjörnunni.
Það er jafnan viðkvæði þeirra
manna, sem skipa sér í þá fylk-
ingu, er Ölafur Ragnar Grímsson
segist eiga samleið með í Evrópu
og sovésku „friðarnefndarmenn-
unnar „No Cruise Missiles — No
SS-20s“. Sovéska sendinefndin, sem
hér var, varði hinsvegar SS-20
áætlunina í þeim viðræðum sem
hún átti við mig. Ég mótmælti SS-
20 eldflaugaáætluninni. Breska
friðarhreyfingin mótmælir SS-20
áætluninni og allar helstu frið-
arhre.vfingarnar í Vestur-Evrópu
mótmæla SS-20 áætluninni.
Hin sovéska „friðarnefnd“ á því
ekkert skylt við hinar nýju hreyf-
ingar í Vestur-Evrópu, þótt það
þjóni hinum sérkennilegu og sam-
eiginlegu hagsmunum Sovétríkj-
anna og Morgunblaðsins að gefa
slík tengsl í skyn. Hinar nýju evr
ópsku friðarhreyfingar eru í farar
brnddi baráttunnar gegn kjarnorku-
eldflaugaáaúlun Sovétríkjanna. Sov-
éska nefndin varði þessa kjarn-
orkueldflaugaáætlun á sama hátt
og Morgunblaðið ver kjarnorkueld-
flaugaáætlanir Bandaríkjanna.
irnir" sögðust hafa mikið sam-
band við, að þeir segjast sjá djöf-
ulinn hjá bæði Sovétmönnum og
Bandaríkjamönnum. Hlutleysi
þeirra felst í því, að siðferðis-
styrkinn vantar til að gera upp á
milli einræðis og lýðræðis. Með
því að skýra lesendum sínum frá
því, er hinir sovésku „friðarnefnd-
armenn" sögðu á blaðamanna-
fundinum í MÍR-salnum, er Morg-
unblaðið orðið að bandamanni
Sovétstjórnarinnar og samtímis
sérstakur málsvari. Bandaríkja-
stjórnar. Afstaða Ólafs Ragnars
Grímssonar til þess, sem birtast
má í fjölmiðlun, hefur svo sann-
arlega breyst mikið frá því hann
taldi ekkert sjálfsagðara en frétt-
astofa hljóðvarpsins leitaði eftir
því hjá Center for Defence In-
formation, hvort kjarnorkuvopn
væru ekki áreiðanlega á Keflavík-
urflugvelli, en eins og fram hefur
komið er einmitt þessi sama stofn-
un aðalheimild sovésku „friðar-
nefndarinnar" um bandarískan
vopnabúnað.
I vor blöskraði stjórn Ronald
Reagans svo mjög yfirgangur sov-
éskra útsendara í bandarískum
fjölmiðlum, að hún svipti Georgi
Arbatov, forstjóra Stofnunar um
I DAG, 24. okt., halda JC-félögin í
Reykjavík sinn árlega JC-dag.
Að þessu sinni var valið verk-
efni í tengslum við hjólreiðar
barna, sem farið hafa vaxandi
undanfarið. Jafnframt er hjól-
reiðamönnum nú heimilt, lögum
samkvæmt, að hjóla á gang-
stéttum.
Gefið hefur verið út bókamerki
með mynd af hjóli, sem búið er
þeim öryggisbúnaði, sem hjól þarf
að hafa.
Auk þess fylgja myndinni nokk-
ur varnaðarorð.
Bókamerkjum þessum hefur
málefni Bandaríkjanna og Kan-
ada í Moskvu, vegabréfsáritun og
vísaði honum þar með úr landi til
að koma í veg fyrir þátttöku hans
í sjónvarpsþætti. Af grein Ólafs
Ragnars Grímssonar má ráða, að
hann aðhyllist starfshætti Ronald
Reagans að þessu leyti og vonandi
tekst honum það sama og Hauki
Má Haraldssyni hefur tekist gagn-
vart samstarfsmanni sínum Agar-
kov að halda sovéskum „friðar-
nefndum" sem lengst frá landinu.
Og svo megum við auk þess búast
við því, að eftir „gagnlegar við-
ræður“ sínar við Ólaf Ragnar
Grímsson, sem sovésku „friðar-
nefndarmennirnir“ töldu rækilega
merktan, muni þeir krefjast þess,
að allar SS-20 eldflaugar Sov-
étmanna verði rifnar þvi þær eru
á skotpöllunum, en engin áætlun
eins og hann gefur í skyn - og segi
menn svo að viðræður stórvelda
beri ekki árangur, þegar rétt er á
málum haldið.
Sú fullyrðing Ólafs Ragnars
Grímssonar, að ég sé orðinn
málssvari Sovétríkjanna, er ekki
svara verð, og hann þarf ekki að
óttast samkeppni frá mér í því
efni.
Bj.Bj.
verið dreift til 7.500 barna í
barnaskólum Reykjavíkur og
Seltjarnarnesi. (KréUalilkynnini;.)
Stykkishólmur:
JC-dagur helg-
aður umferð-
armálum
Slvkki.shólnii, 2.‘l. oklólu r.
A MORGIIN, 24. október, er hinn ár-
legi JC-dagur haldinn um allt land.
JC-félagar í Stykkishólmi hafa ákveðið
að helga daginn umferðarmálum undir
kjörorðinu „JákvaUt hugarfar".
Fjölskyldufundur verður haldinn
í dag klukkan 14.00—16.00 í félags-
heimilinu. Lögreglumenn af staðn-
um flytja fyrirlestra um umferð-
armál. Þá verður kvikmyndasýning,
sem fjallar um akstur í myrkri, og
önnur, sem fjallar um notkun bíl-
belta. — Árni
Leiðrétting
EIN smáleiðrétting vegna eins
atriðis í frétt Morgunblaðsins af
blaðamannafundi með fulltrúum
íslensku og sovésku friðarnefnd-
anna. Þar virðist einhver mis-
skilningur hafa átt sér stað milli
okkar Björns Bjarnasonar, blaða-
manns Morgunblaðsins.
I fréttinni er eftir mér haft, að
einu skipulagslegu tengsl islensku
friðarnefndarinnar séu við Heims-
friðarráðið, sem er laukrétt, en í
framhaldi af því segir svo, og er
enn eftir mér haft, að í nefndinni
séu aðeins sjö einstaklingar.
Kannski hef ég ekki verið nægi-
lega skýrmæltur á fundinum, en
ég ætlaði í öllu falli að segja sjö
félagsmenn íslensku friðarnefnd-
arinnar væru félagar í H eimsfrið-
arráðinu, sem einstaklingar. Fé-
lagsmenn íslensku friðarnefndar-
innar eru mun fleiri, en segja má
að þessir sjö einstaklingar séu
fulltrúar hennar og reiknast að-
ildargjald okkar að Heimsfriðar-
ráðinu út frá fjölda þessara full-
trúa.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Haukur Már Haraldsson,
form. Islensku friðarnefndarinnar.
Lýðræði eða einræði
- án útúrdúra
mu
Akranes — H.P.-húsgögn Reykjavík
nm
húsgagnasýningar
á morgun sunnudag
í íþróttahúsinu Akranesi og H.P.-húsgögnum, Ármúla 44
OPIÐ FRÁ 1-6
xmn
Einstaklega athyglisverö og eiguleg húsgögn
fm