Morgunblaðið - 27.11.1981, Qupperneq 1
Föstudagur
27. nóv. 1981
Bls. 33-64
Heimsókn í
tilraunaverksmiðju
Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins
Við fréttum að þarna ein-
hversstaðar væri búið að koma
fyrir tilraunaverksmiðju á vegum
RF og fengum að heimsækja
stofnunina.
I ganginum á annarri hæðinni
hanga stór veggspjöld og við renn-
um augum yfir þau áður en við
hittum dr. Jónas Bjarnason for-
stjóra stofnunarinnar að máli, en
hann gegnir þeirri stöðu í stað dr.
Björns Dagbjartssonar sem er í
leyfi. Á einu veggspjaldinu er rak-
in saga stofnunarinnar og segir
þar að hægt sé að rekja rætur til
ársins 1934, er starfsemi Rann-
sóknastofu Fiskifélags Islands
hófst. Fiskifélagið rak síðan rann-
sóknastofuna til ársins 1965, er
hún var gerð að sjálfstæðri ríkis-
stofnun. Stofnunin heyrir undir
sjávarútvegsráðuneytið. Þarna má
einnig sjá línurit yfir þróun fjár-
magns, starfsliðs og fjölda að-
sendra sýna yfir 10 ára tímabil, en
stór hluti af starfsemi stofnunar-
innar hefur ætíð verið fólginn í
efna- og gerlamælingum á aðsend-
um sýnum auk eiginlegra rann-
sóknarverkefna. Á línuritunum
má sjá að fjöldi aðsendra sýna
hefur stóraukist, en starfsmanna-
fjöldi hins vegar staðið hlutfalls-
lega mjög í stað. Þessi þróun hefur
orðið á kostnað rannsóknarverk-
efna.
Skipulag starfsemi
Rannsóknastofnunar
fískiðnaðarins
Stofnunin skiptist aðallega í
þrjár deildir: Tæknideild, efna-
fræðideild og gerladeild. I efna-
fræðideild fara fram rannsóknir á
orsökum vinnsluerfiðleika og
framleiðslugalla og úrbætur þar á.
Einnig rannsóknir á efnamengun
sjávarafurða og nýtingu fiskúr-
gangs. Þar er veitt þjónusta við
fiskiðnaðinn með rannsóknum á
efnasamsetningu og gæðum hrá-
efnis og útfluttra sjávarafurða og
haft eftirlit með rotvörn bræðslu-
hráefnis.
í gerladeild fara fram rann-
sóknir á geymsluþoli, virkni rot-
Mbl. hristján.
Humarkraf tur
úr humarúrgangi
Vid Skúlagötuna stendur hús, sem við fyrstu sýn lætur ekki mikið yfir sér. Flestir kannast
líklega við það vegna þess að þar er útvarpið til húsa. í þessu húsi eru þó fleiri stofnanir, eins
og t.d. Hafrannsóknastofnunin og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem staðsett er svo
fjarri systurstofnunum sínum Kannsóknastofnun landbúnaðarins og byggingariðnaðarins,
sem báðar eru í Keldnaholti í Mosfellssveit. Útvarpið leigir reyndar sitt húsnæði af
Rannsóknastofnun sjávarútvegsins, sem er eigandi hússins. Þegar inn er komið og litið er út
um bakgluggana má sjá ótal ranghala og viðbyggingar sem hýsa ýmislegt sem engan grunar
að húsið búi yfir framanfrá séð.
Tilraunaeldhúsið. A hillunum má sjá ýmsar krydd
tegundir sem notaöar eru viö gerö nýrra sósuteg
unda.
Jónas Bjarnason forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.
varnarefna, geymsluaðferðum,
sýklamengun vatns, hráefna og
fullunninnar vöru. Þar fara einnig
fram rannsóknir á aðsendum
framleiðslu- og útflutningssýnum.
Yfirverkfræðingur stofnunarinn-
ar er Arnesen, en deildarstjóri
gerladeildar er dr. Grímur Valdi-
marsson og dr. Alda Möller er
deildarstjóri efnafræðideildar.
Þriðja deildin er svo tæknideild,
en þar er deildarstjóri Sigurjón
Arason. Tæknideild sér um rann-
sóknir á nýtingu úrgangs frá fisk-
vinnslu og vinnsluþróun á van-
nýttum fisktegundum. Þar eru
einnig gerðar athuganir á flutn-
ingi og geymslu hráefnis og þróun
tækjabúnaðar og vinnslurása fyrir
fiskiðnaðinn og gerð úttekt á fisk-
vinnsluvélum. Deildin sinnir einn-
ig upplýsinga- og ráðgjafarþjón-
ustu m.a. við lausn vinnsluörðug-
leika og aðsteðjandi vandamála.
Tilraunaeldhús
En nú er Jónas kominn og við
fáum samfylgd hans um stofnun-
ina. Við göngum í gegnum margar
tilraunastofur, sem allar eru full-
ar af alls kyns tilraunaglösum og
tækjum, niður stiga og þá kemur
betur í ljós hvað allir ranghalarn-
ir og viðbyggingarnar sem sáust
út um bakgluggann hafa að
geyma. „Hér er t.d. fyrirlestrar-
salur,“ segir Jónas er við göngum í
gegnum einar af mörgum dyrum
þarna niðri. „Og hérna fundar-
herbergi" og við lítum inn í sal
fullbúinn fundarhúsgöngum, sem
hvaða gæðahótel sem er gæti verið
státið af að hafa innan sinna
veggja. Skammt þar frá eru aðrar
dyr sem liggja inn í eldhús eitt
mikið og stórt. Angandi matarlykt
kemur á móti okkur. „Nú hefur
Úrgangsefni sem eftir verða þeg-
ar litar- og bragöefni hafa veriö
skilin frá.
hann Árni eitthvað verið að
brasa," segir Jónas og á þar við
Árna Jónsson. „Hann er hér
hæstráðandi til sjós og lands og
vinnur m.a. að tilraunum með
sósuframleiðslu í lagmeti." Á hill-
unum má sjá fjöldan allan af
krukkum og krúsum með hinum
ýmsu bragð- og kryddtegundum. I
eldhúsinu er líka dósalokunarvél
og niðursuðutæki, sem notuð eru
við þessar tilraunir. Við göngum
nú fram í sal einn mikinn þar sem
hátt er til lofts og vítt til veggja.
Tilraunaverksmiðja
Tilraunaverksmiðjan er þiljuð
af í hluta salarins og við fáum Sig-
urjón Arason til að segja okkur
frá henni. „Tilraunaverksmiðjan
^var tekin í notkun í fyrra," segir
Sigurjón. „Tilraunir voru þá gerð-
ar með eimingu á meltu og þang-
lausnum. Framleidd voru nokkur
kíló af meltuþykkni og þang-
þykkni var framleitt fyrir þör-
ungavinnsluna og var hluti þess
úðaþurrkaður. Meltuframleiðsla á
sér nokkuð langa sögu, en meltur
eru unnar úr fiskúrgangi svo sem
slógi og úrgangsfiski, og verða til
þegar meltingarvökvar leysa upp
vefi í fiskholdi eða öðrum prót-
einríkum vöðvum. Menn hafa
lengi velt fyrir sér hvernig nýta
mætti það mikla magn sem til
fellur við slægingu á bolfiski hér-
lendis, bæði í verstöðvum og um
borð í veiðiskipum. Á síðustu ár-
um þefur verið lögð áhersla á að
nýta slógið til fóðurmjölsfram-
leiðslu, en í dag eru flutt inn um
85 tonn af fóðurbæti, með aukinni
meltuframleiðslu væri hægt að
koma í veg fyrir mikið af þeim
innflutningi. Nú er fyrirhugað að
athuga möguleika á að nýta grá-
sleppu í meltuframleiðslu. Ná-
grannaþjóðir okkar framleiða
mikið af meltunni, Danir t.d. um
60.000 tonn árlega. Núna erum við
aðallega að gera tilraunir á nýt-
ingu humarúrgangs."
Við göngum inn í verksmiðjuna,
en stjórnborð hennar er haft utan
skilrúmsins af öryggisástæðum,
þar sem eldfim efni svo sem ísó-
propanol eru notuð í tilraunirnar.
I verksmiðjunni má sjá stóran
tank. „Þessi tekur um 2000 lítra,"
segir Sigurjón, „í hann er settur
hakkaður humarúrgangur, hausar
og klær sem hingað til hefur alltaf
verið hent. Isópropanol er síðan
sett saman við, lögurinn látinn
standa og síðan er þetta leitt eftir
slöngum yfir í tilraunaverksmiðj-
una sem hér sést,“ og hann bendir
á nokkuð sem líkist undarlegu
víra- og rörasafni í einu horninu.
„Þarna er þykknið eimað þar til
rauður þykkur lögur fæst, en í
honum eru öll litar- og bragðefni
humarsins. Ætlunin er að selja
þetta til súpuframleiðenda. Við
höfum lengi verið að prófa okkur
áfram með framleiðslu fiskkrafts,
tilraunir til framleiðslu hófust hér
1973, í fyrra voru kolmunni og
spærlingur notaðir sem hráefni og
er þeim athugunum haldið áfram í
ár. I fyrra voru einnig gerðar til-
raunir með framleiðslu á rækju-
krafti úr rækjuúrgangi, og nú
standa sem sagt yfir tilraunir á
humarkrafti. Þegar búið er að
vinna litar- og bragðefnin úr
humrinum verður til svona grá-
leitur úrgangur," og Sigurjón sýn-
ir okkur fulla skál af slíku. „Hérna
við hliðina er svo klefi þar sem
tilraunir hafa verið gerðar með
inniþurrkun á skreið. Hér má til
dæmis líta líkan af þurrkhúsi,
þetta líkan er einn hundraðasti af