Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1981, Blaðsíða 14
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 4 6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 Sýning á silfur- munum i anddyri Norrœna hússins 'Laugardaginn 28. nóv. verður opnuð í and- dyri Norræna hús-sins sýning á silfurmunum (vösum, skálum, Tötum og öskjum), sem danski silfursmiðurinn og leturgrafarinn John Rimer hefur gert. Sýningin ber heitið Silfur og sagnakvæði, en John Rimer hefur grafið í silfurmunina drápur og kvæði úr íslendingasögunum, m.a. úr Egils sögu Skalla-Grímssonar, Laxdælu, Gunnlaugs sögu ormstungu, Grettis sögu og Kormáks sögu. John Rimer hefur haldið sýningar víðs vegar um heim og hlotið styrki, m.a. ferða- styrk úr sjóðnum Danmark-Amerika og starfsstyrk frá Statens Kunstfond. Þessi sýning er farandsýning og er Norræna húsið fyrsti viðkomustaðurinn, en héðan fer sýningin til Gautaborgar, Osló, Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Sýningin er opin daglega kl. 9—19 og verður til 19. des. Aðgangur er ókeypis. Blásarakvintett í Akureyrarkirkju Laugardaginn 28. nóv. kl. 20.30 mun málmblásarakvintett skipaður blásurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands halda tón- leika í Akureyrarkirkju. Leikin verða verk frá ýmsum tímum og m.a. verður frum- flutt verk eftir Jón Asgeirsson. Kvintett- inn skipa þeir Lárus Sveinsson og Jón Sig- urðsson á trompett, Joseph Ognibene á horn, William Gregory á básúnu og Bjarni Guðmundsson á túpu. Föstudaginn 27. nóv. munu þeir félagar heimsækja skóla á Ak- ureyri, kynna hljóðfærin og leika fyrir nemendur. Afmœlissýning íslensku plast- módelsamtakanna Sunnudaginn 29. nóvember verða ís- lenzku plastmódelsamtökin með sýningu og landskeppni í Kristalsal Hótels Loft- leiða. Sýningin er haldin í tilefni tíu ára afmælis samtakanna og hefst kl. 11 árdeg- is. Á henni verður margt athyglisverðra módela og verður keppnin í 7 flokkum auk þess sem besta módel sýningarinnar hlýt- ur farandbikar. Verðlaunaafhendingin fer svo fram kl. 2. Einnig verða slidesmynda- sýningar á hverjum heilum tíma og enn fremur gefst gestum kostur á að velja at- hyglisverðasta módel sýningarinnar. Sýn- ingunni lýkur svo kl. 21.00. Trómet- blásara- sveit í Mennta- skólanum við Hamrahlíð Trómet-blásarasveitin heldur hljóm- leika í sal Menntaskólans við Hamrahlíð á sunnudaginn kl. 5 sd. Á efnisskrá eru fyrir hlé styttri verkefni eftir J.S. Bach, Gabri- eli, Hándel, Mozart og Jón Ásgeirsson, en eftir hlé verður flutt aðalverkefni tónleik- anna, sem er svíta austurríska tónskálds- ins Kurt Weill fyrir blásarasveit sem byggð er á hinni kunnu músík hans við Túskildingsóperu Brechts. Stjórnandi á hljómleikunum er Þórir Þórisson, en auk blásarasveitarinnar koma einnig fram með samleiksatriði þeir Sigurður Flosason á altó-saxófón og Friðrik Karlsson, gítar. Trómet-blásarasveitin er stófnuð í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti haustið 1979 en er nú skipuð nemendum hinna ýmsu framhaldsskóla á Reykjavíkursvæðinu sameiginlega. Sveitin er nýlega komin úr hljómleikaferð til Húsavíkur í boði Tón- listarskólans þar, en í þeirri ferð lék hún einnig í ýmsum skólum í Þingeyjarsýslu og hélt hljómleika í Menntaskólanum á Akur- eyri. Aðgangur að hljómleikunum á sunnudaginn er ókeypis og eru nemendur framhaldsskólanna sérstaklega boðnir velkomnir. Aðventukvöld í Kristskirkju Félag kaþólskra leikmanna gengst fyrir að- ventukvöldi í Kristskirkju í Landakoti næst- komandi sunnudag, 29. þ.m., kl. 20.30. Dagskrá kvöldsins verður á þessa leið: Séra Ágúst K. Eyjólfsson flytur ávarp, Ragnar Björnsson leikur á kirkjuorgelið, karlakórinn Fóstbræður syngur, Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur einsöng og Lárus Sveinsson leikur á trompet. Auk þess verður lesinn kafli úr Maríu sögu, svo og jólaguðspjallið. Islenskar Mál- freyjur með kynningarfund íslenskar Málfreyjur halda kynningarfund í Slysavarnafélagshúsinu Hafnarfirði laug- ardaginn 28. nóvemher klukkan 2. e.h. „Alþjóðasamtök Málfreyja", (Internat- ional Toastmistress Clubs) eru eitt af fjöl- mennustu félagasamtökum heims, sem starfa eingöngu á fræðilegum grundvelli. í samtökunum eru um 29 þúsund félags- menn af ýmsum þjóðernum og stéttum. Undirstaða þeirrar þjálfunar sem þessi félagsskapur býður upp á er að byggja upp einstaklinginn, þannig að hann sé betur undir það búinn, að takast á hendur þau verkefni sem bíða hans á lifsleiðinni, hvar og hvenær sem er. Harmonikkuunn- endur í Glœsibœ Félag harmonikkuunnenda heldur sinn síðasta skemmtifund fyrir jól, en sú breyt- ing verður á að hann verður "ú í Veitinga- húsinu Glæsibæ milli klukkan 15.00 og 17.00 á sunnudag. Leikfélag Selfoss: „Fjölskyldan“ á Seltjarnarnesi Leikfélag Selfoss sýnir „Fjölskylduna" eftir Claes Andersen í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi kl. 21.00 á föstudag. Næsta sýning er í Selfossbíói á laugardag kl. 16.00 og er sérstaklega ætluð áhugafólki um áfengisvarnir og áfengismál því umræður verða um þau mál eftir sýningu. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. „Skoskt háfjalla- kvöld„ á Esjubergi „Skosk háfjallakvöld" standa yfir þessa helgi á Esjubergi á Hótel Esju, en þar verður frameiddur skoskur matur og tón- list leikin af tveimur Skotum, sem eru reyndar hjón. Þau spila og syngja skoska söngva. Þau koma fram kl. 19.30 á laug- ardags- og sunnudagskvöld og verða áfram út næstu viku. Heitt súkkulaði með rjóma og smákökur Verslunin Blóm og Ávextir, bæði í Aust- urstræti og Hafnarstræti, er með kynn- ingu á jólalitunum í ár á aðventukrönsum og jólaskreytingum. Á sunnudaginn verð- ur svo boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og heimabakaðar smákökur í versl- ununum. Mál og menning kynnir nýjar bækur sínar Mál og menning verður á laugardaginn kl. 15.00 með bókakynningu á nýjum bókum sem forlagið gefur út í ár. Fer kynningin fram í Norræna húsinu og verða eftirfarandi atriði á dagskrá: — Böðvar Guðmundsson syngur lög af plötu sinni Það er engin þörf að kvarta. — Ingibjörg Haraldsdóttir les úr þýð- ingu sinni á Meistaranum og Margarítu eftir Mikhaíl Bulgakof. — Olafur Haukur Símonarson les úr væntalegri bók sinni Almanak jóðvinafé- lagsins. — Sigurður A. Magnússon les úr bók sinni Möskvar morgundagsins. — Vésteinn Lúðvíksson les úr smá- sagnasafni sínu I borginni okkar, sögur og ævintýri frá kostulegri tíð. — Vilborg Dagbjartsdóttir les úr ný- útkomnu ljóðasafni sínu, Ljóð. — Þorgeir Þorgeirsson les úr þýðingu sinni á Kvennagullinu í grútarbræðslunni eftir William Heinesen. Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15.00 verð- ur svo dagskrá fyrir börn í Norræna hús- inu. Þá verður lesið úr nýjum barnabókum og sýndar litskyggnur af myndum í myndabókum Máls og menningar. „Jóhanna af Örk“ í Nemendaleikhúsinu Nemendaleikhúsið sýnir Jóhönnu frá Örk í Lindarbæ föstudags- og sunnu- dagskvöld kl. 8.30. Síðustu sýningar. Miða- sala frá klukkan 5 sýningardaga í Lind- arbæ. Alþýðuleikhúsið: Aukasýning á Stjórn- leysingjanum Alþýðuleikhúsið sýnir í Hafnarbíói um helgina gamanleikinn „Illur fengur" eftir Joe Orton og er það þriðja sýning sem verður sýnd á föstudagskvöld kl. 20.30 en það er einnig sýnt á sunnudagskvöldið kl. 20.30. „Sterkari en Súpermann“ verður sýnt á föstudaginn kl. 16.00 og sunnudag kl. 15.00. „Elskaðu mig“ verður á laugar- dagskvöldið kl. 20.30 og síðasta aukasýn- ing verður á gamanleiknum „Stjórnleys- ingi ferst af slysförum" laugardagskvöld kl. 23.30. Á laugardaginn kl. 17.00 sýnir Leikfélag Keflavíkur „Rauðhetta" í leikgerð Auaní Achwarz í Hafnarbíói. Píanóleikur á veitingastaðnum Arnarhól Guðmundur Ingólfsson spilar á píanó í „Koníaksalnum" á veitingastaðnum Arn- arhól. Það er ekki dinnermúsík sem hann spilar heldur allrahanda lög. Leikur hans hefst kl. 18.00 og er um helgar og er ekki einungis fyrir matargesti. Almennur um- rœðufundur um barnabókmenntir Mánudaginn 30. nóv. mun Félag bók- menntafræðinema við Háskóla íslands gang- ast fyrir almennum umræðufundi um barna- bókmenntir. Vfirskrift fundarins er: „Hver er tilgangur barnabóka? Afþreying — Innræt* ing — Áróður?" Frummælendur verða: Silja Aðal- steinsdóttir, Ólafur Jónsson og Guðrún Helgadóttir. Að loknum framsögum verða almennar umræður. Fundurinn verður haldinn í stofu 201, Árnagarði kl. 20.30. Fundur þessi verður með sama sniði og umræðufundir félagsins síðastliðinn vetur en þeir fjölluðu um Gúanótexta og Kvennabókmenntir og vöktu nokkra at- hygli. Öllum er heimill aðgangur. Kópavogsleikhúsið: „Aldrei er friður“ „Aldrei er friður", eftir Andrés Indriðason á laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnudag kl. 15.00 í Kópavogsbíói en þetta er gaman- leikur fyrir alla fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.