Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 7 BOKMENNTAKYNNING HJÁ EYMUNDSSON Höfundar verða í versluninni á sama tíma og árita bækurnar. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Alþýðubandalagið, fræðslukerfið og menningin Alþýðubandalagið fór inn í ríkisstjórn, að eigin sögn, til að tryggja kaupmátt sólstöðusamninga 1977. Árangurinn varð þveröfugur eða 20% viðbótarkaupmátt- arskerðing, að dómi talsmanna BSRB. Alþýöubandalagið hefur öðrum hærra hrópað slagorðið „ísland úr NATO — herinn burt“, en situr síöan rassþungt í ráðherrastólum aöildarstjórnar að þessu varnarbandalagi. Alþýðubandalagið hef- ur um langt árabil vaöið uppi í væminni hræsni sem sérstakur „málsvari“ skóla- kerfis og menningar, en komið í valda- aðstöðu, m.a. í fjármálaráðuneyti, sker það og sker niður fjárveitingar til hvoru- tveggja, allt frá Háskóla niður í grunn- skóla. í staksteinum í dag eru birtir kaflar úr leiðurum tveggja blaða, sem háskóla- stúdentar standa að: Stúdentablaðsins og Vöku. Vegid að Háskóla íslands f k'idara Stúdentablaðs- ins segir m.a.: „í fjárlögum ríklsstjórn- arinnar í ár er sama skiln- ingsleysi stjórnvalda uppá teningnum. Fjárlagabeióni háskólans var skorin all verulega niður þrátt fyrir ad beidninni væri mjög í hóf stillt. Vekur þessi af- greiðsla stjórnvalda því nokkra furðu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Kkki er aðeins um það að ræða að oðlilegri þróun sé hafn- að heldur neita stjórnvöld að horfast í augu við ýmsa þætti sem þegar eru orðin staðreynd. Öllum er Ijóst, að íslcnska skólakerfið hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár. iH'ssar breytingar hafa meðal annars leitt til veru- legrar aukningar stúdenta og samfara henni aukn- ingu á ncmendum í Há- skóla íslands. Til þess að háskólinn geti mætt þess- ari aukningu með viðun- andi hætti verður aukið fjármagn að koma til. I»að liggur í hlutarins eðli. Fáist það ekki, bitnar skorturinn óhjákvæmilega á ga'ðum skólans sem æðri mennta- stofnunar. Gkki er annað hægt að segja en að háskólayfirvöld hafi sýnt stjórnvöldum mikla þolinmæði og raunar hefur mörgum þótt nóg um. Kn nú er málum svo komið að yfirvöld háskól- ans geta ekki unað við af- stöðu stjórnvalda. Nú verð- ur að koma til festa og ákveðni í samskiptum við ríkisvaldið. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Forráða- menn háskólans og stúd- entar verða að taka hönd- um saman um róttækar að- gorðir sem vænlegar eru til árangurs. Ekki skal um það sagt að sinni hvaða að- ferðir kunna að vera heilla- vænlegastar til skilnings- auka fyrir fjárveitingavald- ið, en ef allt annað reynist árangurslaust verður sá möguleiki að loka Háskóla íslands, æðstu mennta- stofnun landsins, um til- tekinn tíma að vera með í dæminu. Stjórnvöld sem vilja telj- ast ábyrg geta ekki leyft sér þvílíka afstöðu gagn- vart háskólanum sem fjár lögin bera vitni um. I»að hlutverk sem löggjafinn a-tlar a-ðstu menntastofn- un þjóðarinnar er bæði mikið og vandasamt og stjórnvöldum ber siðferð- isk'g og lagaleg skylda til þess að gera háskólanum kleift að inna þetta hlut- verk af hendi svo fullnægj- andi sé. Stjórnvöld verða nú að sjá að sér. Kinkcnni áfram- haldandi niðurskurðar stefna afstöðu stjórnvalda gagnvart Háskólanum, verður afleiðingin sú að gildi hans sem vísindalegr ar rannsóknar og fræðslu- stofnunar rýrnar að mun, er hlýtur að leiða til ómælds skaða fyrir menn- ingu þjóðarinnar. I»að þjóð- félag sem ekki hcfur efni á menntun getur vart tallst á háu mcnningarlegu stigi.“ Roðinn í austri í leiðara Vöku segir m.a.: „ I. desember, fullveld- isdegi okkar Islendinga, hefur ávallt verið minnst með einhverjum hætti inn- an stúdentahreyfingarinn- ar. Vökumenn hafa ákveð- ið að taka til umfjöllunar, að þessu sinni, efnið: Kru menntamenn of margir? Inn í þessa spurningu spinnast margir þættir, m.a. niðurskurður ríkls- stjórnarinnar á fjárlögum til Háskólans og væntan- legir mótleikir Háskóla- ráðs í því efni. A sama tíma og Vöku- menn fjalla um þetta brýna hagsmunamál okkar stúd- enta, þá ætlar vinstri sellan í Háskólanum að nota tækifærið og hjala um frið- arhreyfingarnar. I»að er erfitt, í Ijósi at- burða síðustu vikna, að koma því heim og saman, fyrir hvers konar friði, frið- arhreyfingarnar berjast. I»að er hverjum manni Ijós- ara að stðan samvinna Vesturlanda var efld og Nató stofnað þá hefur frið- ur haldist að mcira eða minna leyti á vesturhveli jarðar. l»ví hljóta þær spurningar að vakna, hvað vilja friðarhreyfingarnar, í hverra þágu starfa þær? Friðarhrcyfingarnar gerðu fyrst alvarlega vart við sig eftir að Sovétríkin höfðu hafið mikla áróð- ursherferð gegn varnar flaugum þeim er Nató hugðLst setja upp í Kvrópu, til mótvægis við SS-20 eldflaugakerfi Sovétríkj- anna, sem beint er gegn stórborgum í V-Evrópu. Skömmu eftir fæðingu frið- arhreyfinganna og kröfu þeirra um einhliða afvopn- un gerðist sá stóratburður að sovéskum kafbáti, sem m.a. var búinn kjarnorku- sprengjum, skolar upp á land í Svíþjóð. Samtímis þessum atburði kom í Ijós að einn helsti friðargöngu- hrólfur I)ana hafði þegið fé frá sovésku leyniþjónust- unni til þess að fjármagna baráttu friðarhreyfingar innar þar í landi. I»rátt fyrir þessa atburði, sem { raun gengu frá friðarhreyf- ingunum, fyrir fullt og allt, þá létu „friðarsinnar" sér ekki segjast og kröfunni um einhliða afvopnun Vesturlanda var enn haldið á lofti. Næst gerðist það að Keagan, forseti Bandaríkj- anna, sendi áskorun til fé- laga Bresnevs, þess efnLs að Nató sé tilbúið til þess að hætta við að setja upp varnareldfiaugar sínar ef Sovétmenn taki niður eldflaugakerfi sín, sem beint er að stórborgum V-Evrópu. Sovétmenn höfnuðu þessu tilboði m.a. á þeim grundvelli að skil- yrði þau, sem Keagan setti fram, væru óaðgengileg. I»rátt fyrir að Sovétríkin hafi með höfnun tilboðsins sýnt sitt réta eðli þá létu „friðarsinnar" hvar sem var í V-Evrópu, hafa það eftir sér að þessi staðreynd breytti f engu kröfu þeirra um einhliða afvopnun. Ifgar þessar staðreyndir eru hafðar að leiðarljósi, er þá ekki nokkuð langsótt að rcvna að halda því fram að vinstri menn, hér á landi, sem klæðst hafa „friðar kuf1um“ séu að berjast fyrir friði og stuðla að efT ingu sjálfstæðis og öryggLs okkar íslendinga. Er ekki miklu nær að halda því fram að það sé fyrst og fremst roðinn í austri sem heillar?" KIKÓTI EFTIR GERVANTES Komin út á íslensku í þýöingu Guðbergs Bergssonar. Don Kíkóti er eins og kunnugt er eitt af dýrgripum heimsbókmenntanna — sagan um vindmylluriddarann sem geröi sér heim bókanna aö veruleika og lagöi út í sína riddaraleiöangra á hinu ágæta reiðhrossi Rosinant ásamt hestasveininum Sansjó Pansa til þess að frelsa smælingja úr nauöum, — leita sinnar ástmeyjar og eyjarinnar fyrirheitnu. Leiöangúr þeirra tvímenninga viðsvegar um Spán hafa síöan haldiö áfram aö vera frægustu feröir heimsins og ennþá er sagan um þá Don Kíkóta og Sansjó Pansa aöalrit spænskra bókmennta. Er því vonum seinna aö fá þetta sígilda rit út á íslensku. Don Kíkóti er upphafsrit í nýjum bókaflokki sem Almenna bókafélagiö er aö hefja útgáfu á. Nefnist hann Úrvalsrit heimsbókmenntanna og má ráöa af nafninu hvers konar bækur forlagið hyggst gefa út í þessum flokki. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.