Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 28, v- Lilja Kristjánsdótt- ir - Minningarorð Fædd 22. okt. 1896. Dáin 29. nóvember 1981. Þeir, sem slitu sínum fyrstu skæðum á uphafsárum aldarinn- ar, eru nú óðum að hverfa. Sl. sunnudag lézt ein úr þeirra hópi, amma okkar, Lilja Kristjánsdótt- ir. Hún var fædd að Tröð í Fróð- árhreppi 22. okt. 1896 og var í hópi 15 systkina og sú síðasta sem er kvödd. Foreldrar hennar voru Sigurlín Þórðardóttir og Kristján Þor- steinsson sem var bóndi, og stund- aði sjó samhliða búskapnum, eins og alsiða var áður en tækniöld hélt innreið sína. Amma ólst upp við mjög kröpp kjör og naut lítillar skólagöngu, en veganesti það sem hún hafði á braut með sér úr for- eldrahúsum var henni engu að síð- ur mikils virði. Foreldrar hennar voru bæði mjög hagorð og létti vísnagerðin þeim daglegt amstur. Þau voru bæði vel menntuð í skóla lífsins og kappkostuðu að koma börnum sin- um tíl þroska og kenna þeim þær dyggðir, sem þau höfðu mjög í heiðri, heiðarleika, dugnað og samvizkusemi. Amma varð, er hún komst á legg, að leggja heimili sínu lið. Hún var í vistum bæði á Snæ- fellsnesi og í Reykjavík. Hjá hús- bændum sínum var hún rómuð fyrir framúrskarandi árvekni -við störf og hreinlæti hennar var viðbrugðið. Hún giftist afa, Ágústi Jóhánn- essyni, árið 1919 og voru þau búin + HELGI PÁLSSON, kennari Iró Haukadal, Oýrafirði, til heimilis að Noröurbrún 1, lést í Borgarspítalanum, 2. desember. Bergljót Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Jaröarför konu minnar og móöur okkar, SIGURJÓNU ÓLAFSDÓTTUR frá Görðum, í Vestmannaeyjum er lést 24. nóvember sl., fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. desember kl. 2 e.h. Björn Guðmundsson, Kristín Björnsdóttir, Áslaug Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson. + Hjartkaer móöir okkar, tengdamóöir, amma og vinur, KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR, Noröurbraut 23, Hafnarfiröi, veröur jarösungin í dag, föstudag frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi kl. 15 00 Ingveldur Húbertsdóttir, Jóhannes Magnússon, Sigursteinn Húbertsson, Anna Pálsdóttir, Ágúst Húbertsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Svavar Þórhallsson. Sígríöur Arnórsdóttir, Eiríkur Hávarösson, og barnabörn. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞÓRUNN FJÓLA PÁLSDÓTTIR Ásabraut 3, Sandgerði, veröur jarösungin frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hvalsneskirkju. Maron Björnsson, Þórir Maronsson, Björn Maronsson, Viggó Maronsson, Helgi Maronsson, Margrét Maronsdóttír, Grétar Lárusson, Elsa Kristjánsdóttir, Lydia Egilsdóttír, Erla Sveinbjörnsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Magnús Jónasson, Stella Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Jaröarför fööur okkar, HERMANNS HERMANNSSONAR trá Ógurvík, fer fram frá isafjaröarkirkju, laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Börnin. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR BENEDIKTSSON, fyrrverandi borgargjaldkeri, Grenimel 39, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 7. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofn- anir. Þórdís Vigfúsdóttir, Vigfús Guömundsson, Helga Kristjánsdóttir, Margrét Guömundsdóttir, Brynjólfur Kjartansson, Sjöfn Guómundsdóttir, Steinn Sigurösson, og barnabörn. að vera í hjónabandi í 62 ár, er hún lézt. Sambúð þeirra var einstök. Hún einkenndist af gagnkvæmri ástúð og virðingu. Við hinir ungu afkom- endur þeirra höfum notið þeirrar gæfu að hafa slíka fyrirmynd sem þau. Afi og amma byrjuðu sinn bú- skap að Hjallabúð á Snæfellsnesi og þar fæddist þeim elzta dóttirin. Nokkru seinna fluttust þau til Akraness og þar fæddust þrjú börn þeirra. Afi sótti sjóinn, en oft var erfitt að fá atvinnu á þessum árum og því fluttust þau árið 1927 til Hafnarfjarðar, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því. Það var á millistríðsárunum er þau komu þangað og þá var hart í landi og lífsbaráttan erfið til sjávar og sveita. Þau áttu fátt veraldargæða en fjögur börn. Með fádæma dugnaði og áræði tókst þeim að koma yfir sig húsnæði, sem þætti heldur bágborið á nútíma mælikvarða. Þar fæddist þeim svo yngsti son- urinn. Það mæddi mikið á ömmu, sem var jafnan ein með börnin 5, með- an afi var langdvölum til sjós. Eins og allt annað, sem hún tók sér fyrir hedur, fórst henni þetta hlutverk vel úr hendi og þá ekki sízt móðurhlutverkið, því hún var vakin og sofin yfir velferð barna sinna. Þá var oft hart í ári og úr litlu að moða. Eftir að börnin voru komin af höndum drýgði hún tekjur heimil- isins með fiskvinnu þegar tæki- færi gafst. Afi og amma komu börnum sín- um vel til manns og eftir að þau giftust og fluttu að heiman og barnabörnin komu til sögunnar, var heimili þeirra sameiningar- tákn fjölskyldunnar. Þar var kom- ið saman, dægurmálin rædd, grip- ið í spil og notið samvista. Er nú skarð fyrir skildi. Amma var sannur vinur okkar barnabarnanna. Hún tók þátt i gleði okkar og sorgum og fylgdist Jóhann Björnsson vélstjóri - Minning „Hér á ad draga nökkvann í naust, nú er ég kominn af hafi.“ í dag er til moldar borinn Jó- hann Björnsson, vélstjóri, Fram- nesvegi 8 A, en hann lést í Landa- kotsspítala þ. 15. nóv. sl. Jóhann var fæddur í Grafarkoti í Borgarfirði 13. júní 1895. For- eldrar hans voru hjónin Þórunn Guðmundsdóttir og Björn Jó- hannsson, er þar bjuggu þá. Hann var elstur fjögurra systkina; Guð- mundur Axel Björnsson, vélsmið- ur, lést 1963, Ingvi Björgvin, loftskeytamaður, fórst ungur með togaranum Jóni forseta árið 1928, og Ásta, húsfreyja að Seljavegi 17, og kveður hún bróður sinn í dag. Hjá Ástu var Jóhann í heimili meira og minna á efri árum eftir að hann hætti störfum á sjónum, þó hann byggi jafnan í eigin húsi að Framnesvegi 8 A, og hin síð- ustu ár í sambýli við frænda sinn og konu hans, en synir þeirra tveir voru augasteinar hans og nutu ríkulega af. Síðast var Jóhann vélstjóri á sjómælingaskipinu Tý. Hann var í hópi þeirra er hlotið hafa heiðurs- merki Sjómannadagsráðs. Árið 1975 fékk Jóhann heila- áfall og bar aldrei sitt barr eftir það. Lauk þá ferli hans hjá Vita- málastofnun, en þar hafði hann unnið í nokkur ár eftir að hann lét af sjómannsstarfinu. Eins og hann sagði stundum sjálfur, sótti „Elli kerling" hart að honum, en hann mætti þeirri þol- raun með slíkri karlmennsku að lengi mun minnst. Jóhann var greindur maður og talaði gott mál. Hann las mikið, en síðustu ár hamlaði sjóndepra að hann fengi notið þessa dýr- mæta stundastyttis, og þarf ekki að leiða getum að hvert álag slíkt er bókhneigðum. Kom sér þá vel sá undraheimur er hann átti í ljóðum, og bar þar hæst Einar Benediktsson. Fáir menn munu hafa kunnað fleiri af kvæðum þessa skáldjöfurs, sem og annarra, né flutt þau betur en hann. Jóhann var góðborgari í þess orðs bestu merkingu. Hann bar höfðingsmerki alþýðumannsins, sem lét aldrei á sig ganga, en + Útför bróöur míns, JÓHANNS BJÖRNSSONAR, vélstjóra, Framnesvegi 8A, er lést í Landakotsspítala 15. nóvember, fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 4. desember kl. 1.30. Fyrir hönd aöstandenda, Ásta Björnsdóttir. + Við þökkum auösýnda hluttekningu og hlýhug vegna fráfalls eigin- konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, OLGU EGGERTSDÓTTUR. Haraldur Jónsson, Gyöa Haraldsdóttir, Jón Torfason, Guöberg Haraldsson, Sigurlaug Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö oa vinarhuo viö anriiát nn jaröarför EINARS SVEINSSONAR, múrarameistara, Húsavík. Aöstandendur. með hverju fótmáli okkar allra. Það var sama á hvaða tíma sól- arhrings við komum, móttökurnar voru alltaf jafn elskulegar. Alltaf beið okkar hlaðið borð af smurða brauðinu með góðu kæfunni og rúllupylsunni og í ábót fengum við góðar ráðleggingar, sem hafa reynst okkur vel. Amma var síung og hafði sér- staklega góða og létta lund. Fram á síðasta dag fylgdist hún með allri þjóðmálaumræðu og hélt andlegri reisn sinni þar til yfir lauk. Lífið miðlar mönnum gleði og sorg, og jafnar hvort tveggja er frá líður. Amma varð fyrir miklu áfalli þegar hún missti yngsta son sinn á besta aldri. Hún hlakkaði mikið til endurfunda við hann, þegar að því kæmi. Héðan fer hún eftir langt og gæfuríkt dagsverk, þar sem hún var fremur gefandi en þiggjandi allt sitt líf. Við systurnar og einnig hin barnabörnin erum þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með henni og nú stöndum við hnípin eftir og minnumst hennar með miklum söknuði, en fyrst og fremst virðingu og þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og var okkur. Afi sér nú á bak elskulegum lífsförunaut. Við vonum að allar góðu minningarn- ar létti honum söknuð og sorg. Hildur, Lilja og Helga stillti kröfum í hóf. Lífsmáti hans og skoðanir voru fastmótuð og viljastyrkur mikill. Fremur var Jóhann hlédrægur maður en jafnan glaður í sinni og skemmtilegur í vinahópi og kunni frá mörgu að segja. Árið 1945 fór hann á vegum ís- lensku ríkisstjórnarinnar til Sví- þjóðar að hafa umsjón með niður- setningu véla í Svíþjóðarbáta, er svo voru nefndir. Ekki mun hann hafa verið valinn til þessa starfs af handahófi en að honum lagt. Traustur og heiðarlegur gætti hann þar hagsmuna lands síns, að ekkert færi úrskeiðis sem hann hefði vanda af, og þótti stundum harður í horn að taka. Mörgum Islendingi liðsinnti hann á þessum árum, en var fáorður um að sínum hætti. Hann var alla tíð stór í sniðum — veitandi fremur en þiggjandi. Jóhann kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Á æsku- og uppvaxtarárum nut- um við systkinin sambýlis við hann, og bar hann birtu og yl inn í líf okkar, sem enn ornar. Kveðjur okkar og þakkir fylgja honum langt yfir landamærin miklu. Bróðurbörn ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.