Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 11 Gamanmál og endurminning- ar í Borgfirskri blöndu NÝLEGA er komin út hjá Hörpuút- gáfunni á Akranesi fimmta og síð- asta bókin í safnritinu Borgfirzk blanda. Af efni bókarinnar má nefna endurminningar Benedikts í Skuld, sem nú líta dagsins Ijós í fyrsta sinn. Þar er brugðið upp mynd af húsakynnum og mannlífi á Akra- nesi um aldamótin síðustu og sagt frá einstökum dugnaði og fórnar lund við kröpp kjör og erfiðar að- stæður. Einnig er stór syrpa af gam- anmálum, þar á meðal hinar frægu Pungavísur Olafs í Brautarholti og Þorláks Kristjánssonar. Þá eru í Blöndunni, auk Gamanmála og þjóð- lífsþátta, frásagnir af slysförum, endurminningar og fróðleikur af ýmsu tagi. Bragi Þórðarson, bókaútgefandi á Akranesi, hefur safnað efninu í þessar fimm bækur og sjálfur skráð hluta af því eftir frásögnum fólks og samtíma heimildum. Auk hans eiga eftirtaldir höfundar efni í bókinni: Asgeir Bjarnason frá Knarrarnesi, Benedikt Tómasson Akranesi, Björn Jakobsson frá Varmalæk, Guðbrandur Magnús- son Alftá, Hallfreður Guðmunds- son fv. hafnsögumaður, Júlíus Bjarnason Leirá, Júlíus Þórðarson Akranesi, Karl Benediktsson Akranesi, Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum, Oskar Þórðarson frá Haga, Páll Helgason frá Knarr- arnesi, Petra Pétursdóttir frá Skarði, Ragnar Olgeirsson Odds- stöðum, Sigurður Guðmundsson frá Kolsstöðum, Sigurður Jónsson frá Haukagili, Sigurður Vigfússon Akranesi, Sveinbjörn Beinteins- Júlíus Baldvinsson og Hafrún Víglundsdóttir við stjórnvölinn í nýju verzlun- inni á opnunardaginn. Ljósm. Arnór. Verzlunum í Garðinum fjölgar um helming (■ardi 28. nóvember. í MORGUN var opnuð ný verzlun að Lyngbraut 2. Heitir hún Verzlunin Rún og eru eigendur hjónin Júlíus Baldvinsson og Hafrún Víglunds- dóttir. A boðstólnum eru ritföng, leikföng og gjafavörur alls konar. Aðspurður sagði Júlíus að þeim hjónum hafi þótt vanta verzlun af þessu tagi í byggðarlagið. Reyndar vantaði alla þjónustu nema hvað hér er ein matvöruverzlun og benzinsala með viðeigandi „sjoppu". Þau hefðu fengið leyfi hjá hreppsnefnd og hefði það verið auðsótt. Þá hefir frúin starfað lengi að verzlunarrekstri og fékk hún verzlunarleyfi út á sína reynslu. Verzlunin er í hluta íbúðarhúss þeirra hjóna en hugmyndin er að komast í hentugra húsnæði ef bæjarbúar og aðrir Suðurnesja- menn taka þessu framtaki þeirra hjóna vel. Þá er hugmyndin að auka við vöruvalið mjög fljótlega en að sjálfsögðu fer framvindan eftir móttökunum, sagði Júlíus að lokum. Arnór. Jólabasar í Njardvíkum SYSTRAFÉLAG Ytri-Njarðvíkur kirkju heldur jólabasar næstkom- andi laugardag 5. des. kl. 3 e.h. í safnaðarsal kirkjunnar. Félagskonur hafa haft einn til tvo vinnufundi í viku í vetur og búið til aðventukransa, borð- og veggskreytingar, óróa, málað ker- amik og fleira. Þá verður á boðstólum kaffi og með því, í fundarsal. En það koma fleiri við sögu. Kór Tónlistarskólans, undir stjórn Gróu Hreinsdóttur syngur í kirkj- unni kl. 3.30 og kl. 4.00 og er kirkj- an öllum opin á meðan. Svo er líka búist við skemmtilegri uppákomu áður en basarinn hefst. Það mun veita öllum mikla gleði að koma í kirkjuna á laugardaginn og eiga þar góða stund um leið og kirkjunni er veittur stuðningur. (Frétt frá systrafélaginu) Basar hjá FEF á laugardag LAUGARDAGINN 5. des. heldur Félag einstæðra foreldra jólabasar í Fáksheimilinu og hefst hann kl. 2 e.h. Þar verður á boðstólum úrval gjafavara, brúður, dúkar, jólaskraut, blóm og kökur o.fl. 8 til 10 stiga hiti um allt land — vída vegaskemmdir vegna vatnagangs Bragi Þórðarson son Draghálsi, Sveinn Sæmunds- son frá Sigtúnum, Vaigarður L. Jónsson frá Miðfeili, Þorsteinn Guðmundsson Skálpastöðum. Borgfirzk blanda 5 er 248 bls. í stóru broti. Fjöldi mynda er í bók- inni. Prentverk Akraness hf. hefur annast setningu, prentun og bók- band. Káputeikningu gerði Ragn- ar Lár. ÓVENJUHEITT hefur verið í veðri hér á landi síðustu daga og á há- degi í gær var hitastig um allt land 8 til 10 gráður. Þessum hlýindum hefur fylgt talsverð úrkoma og hafa vegir víða skemmzt vegna þcss og meðal annars lenti kartöflubíll í hvarfi á vegi í Þykkvabænum í gær með þeim afleiðingum að hann valt og nokkuð af kartöflunum skemmdist. Að sögn veðurstofunnar eru hlýindi sem þessi ekki mjög óal- geng, þó svo langt sé liðið á árið. Þau stafi af samspili hæða og lægða, sem veita þá hingað heitu lofti langt sunnan úr löndum. Hins vegar munu landsmenn ekki njóta þessara hlýinda miklu lengur, því veðurfræðingar spá því, að í dag fari kólnandi og á morgun verði komin norðanátt og kuldi um allt land. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar, að mikið vatnsveður hefði verið á Vest- fjörðum, sem og víðar og hefðu vegir þar skemmzt nokkuð af vatnagangi og aurbleyta væri komin í þá, sérstaklega á sunn- anverðum Vestfjörðum. Því hefðu verið settar þungatak- markanir á veginn úr Þorskafirði og að vegamótum Flateyrarveg- ar. Þá hefði orðið eitthvað um minniháttar vegaskemmdir vest- aniands og sunnan. Að öðru leyti væru flestir vegir, aðrir en hæstu fjallvegir, færir. 'Augaö er leið að hiartanu Pessi írábœru litsjónvarpstœki írá LUXOR haía svo sannarlega sannað tilverurétt sinn hér á landi, því það er komin 15 ára reynsla á þeim. Eí þú ert að hugsa um litsjónvarpstœki, lítil eða stór, með ótrúleg litgœði enda- lausa endingu, tóngœði og íallegt útlit þá velur þú þér LUXOR. LUXOR gœdi, LUXOR þjónusta. Verö írá kr. 9.300. HLJÓMTÆKJADEILD UXOR KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.