Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 31 Óskar Sæmundsson: „Aldrei leikið á erfiðari velli“ - GR í 11. sæti í Evrópukeppni félagsliða „I’AÐ ER STORKOSTLEGA gaman að taka þátt í þesari keppni og ég held að við getum verið mjög ánægðir med okkar hlut, sagdi Óskar Sæmundsson, kyldngur úr GR, en GR hafnaði í 11. sæti á Evrópumóti félagsliða sem fram fór á Cosa Del Sol dagana 25.-28. nóvember. Auk Óskars kepptu fyrir hönd GR þeir Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson. Óskar, sem náði bestum árangri þeir bestu telja. Spánn sigraði á íslensku keppendanna sagði ennfremur: „Eg hef aldrei spilað golf á erfiðari velli og það var al- veg sama þó að aðstæðurnar væru eins og best verður á kosið alla dagana, aðeins einum keppanda af 57 tókst að fara einum undir par á síðasta keppnisdeginum. Sveit GR hafnaði sem fyrr segir í 11. sætinu, samanlagt skor þre- menninganna var 654, en tveir 603 höggum, en það var Spánverj- inn Alfonso Vidoar sem lék á einu höggi undir pari síðasta daginn og tryggði félagi sínu sigurinn. Danir léku einnig á 603 og úr þeirra röð- um kom eini keppandi mótsins sem lék á samtals undir 300 högg- um alla dagana. Það var Anders Sorensen, sem lék á 296 höggum. Par vallarins er 72 og því 288 yfir 4 daga. Man. City úr leik Þær þjóðir sem íslendingarnir skutu aftur fyrir sig voru Noregur, Belgía, Portúgal, Luxemborg, Austurríki, Sviss, Finnland og Wales. Að lokum skulum við renna yfir einstakan árangur hvers íslend- ings fyrir sig. Oskar komst best frá þessu, samtals lék hann á 330 höggum, 89-80-78-83. Óskar var í 28.-30. sæti í hópi 57 keppenda. Ragnar Ólafsson lék á samtals 332 höggum, 85-84-80-83. Hann var í 33.-35. sæti. Sigurður Pétursson lék á samtals 340 höggum, 84-87- 89-80. Sigurður hafnaði í 42.-Í3. sæti. GR hefur keppt nokkrum sinn- um áður á móti þessu, þó hefur það til þessa farið fram annars staðar á Spáni. Besti árangurinn til þessa var 10. sætið fyrir fáum árum. — gg. SL.. , aj|| ■hrar • Oskar Sæmundsson náði bestum árangri þeirra GR-manna. NOKKRIR leikir fóru fram í ensku deildarbikarkeppninni í fvrrakvöld og urðu þau úrslit markverðust, að Barnsley úr 2. deild sigraði Manch- ester City á heimavelli sínum og sló L deildar liðið úr. Trevor Aylott skoraði sigurmark Barnsley. Urslit lcikja urðu sem hér segir: 3. umferð: Bradford — Ipswich 2-3 2. umferð: Barnsley — Man. City 1-0 Tottenham — Fulham 1-0 N. Forest — Tranmere 2-0 Mike Hazzard skoraði sigur- mark Tottenham og Ian Wallace skoraði bæði mörk Forest. Ipswich átti í hinum mestu erfiðleikum með Bradford úr 3. deild og það var ekki fyrr en í framlengingu, að Robin nokkur Turner skoraði sig- urmarkið. Fyrri mörkin tvö skor- uðu Kevin O’Callaghan og John Wark. Pólverji hvarf PÓLSKUR knattspyrnumaður hjá Szombrieski-félaginu frá Bytom hvarf á dögunum, er lið hans lék í UEFA-keppninni í knattspyrnu gegn Feyenoord í Rotterdam. Leikmaðurinn heitir Joachim Wiezorec og sat hann á vara- mannabekknum allan leikinn. Undir lok leiksins sagðist kappinn þurfa að skreppa á salerni, en hefur ekki sést síðan. Talið er að hann hyggist biðja um hæli sem pólitískur flóttamaður ... • Hinn leikreyndi fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu Marteinn Geirsson, telur að landsliðið eins og það er í dag sé það sterkasta sem ísland i thefur átt. „Sterkasta landslið sem viö höfum átt“ - segir fyrirliði landsliðsins Marteinn Geirsson Síðasti viðmælandi okkar var Marteinn Geirsson, fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins og íþróttamaður Reykjavíkur í ár. Jæja Marteinn, nú hefur þú leikið fleiri landsleiki en nokkur annar íslendingur í knattspyrnu eða 59. Er landsliðið eins og það er í dag það sterkasta sem þú hefur leikið með? „Já, ég tel að landsliðið hafi aldrei verið jafn sterkt og núna. Við höfum að vísu átt marga góða einstaklinga og hópurinn í kringum '74—75 var einnig mjög sterkur en hópurinn nú er líklega enn sterkari." /Etlar þú að halda áfram í knattspyrnunni næsta sumar? „Ég sagði nú víst fyrir síðasta sumar að það yrði mitt síðasta, en þegai svona vel gengur þá er freistandi að halda áfram. Ég hef ákveðið að spila með Fram áfram næsta sumar en síðan sér maður til hvort maður er í formi til að komast í landsliðið. Það ræðst þegar boltinn fer að rúila næsta sumar." „Þakkir til samstarfsfólks“ Nú er vinnuálagið gífurlegt á leikmönnum 1. deildar. Hvað held- ur þú að þetta geti gengið lengi? „Með núverandi fyrirkomulagi getur þetta ekki gengið miklu lengur. Þetta er ólaunuð vinna sem fjölskyldumenn hafa varla efni á að stunda. Annars finnst mér skilningur hjá atvinnurek- endum hafa aukist frá því sem var. Nú er algengara að menn fái leyfi frá störfum án þess að það sé dregið frá kaupi þeirra. Þetta er ekki spurningin um að menn fái greitt fyrir íþrótt sína heldur að þeir bíði ekki beint fjárhagstjón af henni. Ég vil láta það koma hér fram, fyrst við erum að ræða um þessi mál, að án velvildar og hjálpar samstarfsmanna minna hér á Slökkvistöð Reykjavíkur væri mér það ómögulegt að stunda íþrótt mína. Vaktirnar eru þannig að 17 eru á hverri vakt og enginn get.ur farið nema að annar komi í hans stað. Oft þarf ég fara fyrr vegna æfinga eða leikja en þá hefur allt- af einhver verið svo vinsamlegur að koma fyrr eða einhver hefur tekið fyrir mig vakt. Þess vegna vil ég senda öllu samstarfsfólki mínu á Slökkvistöðinni þakklæt- iskveðjur því án þessa fólks hefði ég aldrei getað stundað mína íþrótt að ráði (en í guðanna bæn- um láttu þetta ekki verða kveðju eins og í óskalagaþáttunum í út- varpinu),“ bætti Marteinn við og hló. „Aðalatriðið er að flýta sér hægt“ Nú er mikii hreyfing og mikill áhugi hjá leikmönnum að fara út, sérstaklega til Þýskalands. Nú hefur þú reynslu í þessum efnum Knatlspyrna 1 þar sem þú varst atvinnumaður í Belgíu. Hvað myndir þú ráðleggja ungum knattspyrnumönnum sem hug hafa á því að spreyta sig í atvinnumennskunni? „Aðalatriðið er að flýta sér hægt. Umboðsmenn frá erlendum liðum vilja allt fyrir þig gera þeg- ar þeir eru að fá þig til að skrifa undir samning en þegar búið er að skrifa undir þekkir þig varla nokkur maður og umboðsmanninn sérðu varla framar. Þannig að það helsta sem ég get ráðlagt mönnum er að þeir hafi einhvern sér til að- stoðar, sem þekkir þessi mál vel. Atvinnumennskan er ekkert grín heldur bláköld staðreynd og erfið vinna. Menn verða að athuga að orðið „íþróttamennska" er oft lát- ið lönd og leið. Það er ekki óal- gengt að einhver leikmaður sem þú hefur slegið út úr liðinu fær annan leikmann í liðinu til að sparka þig niður, t.d. á æfingu til þess að komast aftur inn í liðið. Ég er alls ekki að letja menn til að fara heldur einungis að segja þeim að rasa ekki um ráð fram. Maður fær dýrmæta reynslu af því að fara svona út en mér finnst sorg- legt að sjá hvað margir eru að flýta sér að komast út, t.d. til Sví- þjóðar. Frekar að bíða aðeins og reyna að komast í landsliðið, því að það er besta auglýsingin sem nokkur knattspyrnumaður getur fengið ef hann ætlar í atvinnu- mennsku." „Adstadan fyrir neðan allar hellur“ Hver er framtíðin hjá íslenska landsiiðinu? Marteinn var bjartsýnn á fram- tíðina en var ekki ánægður með aðstöðuna sem landsliðinu er boð- ið upp á. Hann sagði orðrétt: „Ef rétt er á spilunum haidið þurfum við ekkert að óttast í framtíðinni því að efniviðurinn er svo sannarlega fyrir hendi. En það verður að hiúa betur að landslið- inu í sambandi við allan aðbúnað hér heima og stjórnun. Sú aðstaða sem við þurftum að búa við þegar við vorum að undirbúa okkur und- ir Wales-leikinn í haust var fyrir neðan allar helldur. Við þurftum að æfa á grasflötinni milli Laug- ardalsvallarins og sundlaugarinn- ar en sú flöt er handónýt. Engin mörk voru þar þannig að ekki var hægt að þjálfa markverðina og það eina sem var raunverulega hægt að gera þar var að hita upp og búið. Unglingalandsliðið var einnig að undirbúa sig undir keppni og áttum við að spila við þá tvo æfingaleiki á laugardegi og sunnudegi. A laugardeginum feng- um við að klæða okkur úr í sund- lauginni en á sunnudeginum var allt harðlæst þannig að við gátum hvergi klætt okkur úr í nágrenn- inu. Það var einungis af því að Jóhannes Atlason, þjálfari ungl- ingalandsliðsins, var með lykla að Framheimilinu, að við komumst einhvers staðar inn til að klæða okkur úr. Þetta er auðvitað ekkert mjög sniðugt, þegar tvö íslensk landslið eiga í hlut.“ „Ekki bara í ár“ Marteinn hélt áfram: „Þetta er ekki bara í ár sem þetta gerist. í fyrra þurftum við að æfa í sama moldarflaginu og búa við svipaða búningsaðstöðu. Það er ekki hægt að bjóða lands- liði upp á svona aðstöðu ár eftir ár og ég furða mig ekki á því að Guðni hafi tekið sér umhugsunar- frest um hvort hann ætlar að gefa kost á sér áfram eður ei. Ég held að hann sé einn af fáum landsliðs- þjálfurum í Evrópu sem er um leið og hann er landsliðsþjálfari einnig allsherjarreddari, vatns- og bolta- beri. Það er alls ekki allt slæmt í kringum skipulagninguna á lands- liðinu en maður verður að benda á það sem miður fer til að hægt sé að bæta úr því. Ég vona að íslensk knattspyrna eigi eftir að dafna og þroskast á komandi árum og að við eigum eftir að sjá marga góða leiki og marga sigra hjá íslenskum liðum í framtíðinni." Svo mörg voru þau orð Marteins Geirssonar og sjálfsagt væri hægt að halda lengi áfram að ræða um knattspyrnuna og spyrja fleiri spurninga en líklega er best að láta framtíðina um að svara þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.