Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 Líf og list fatlaðra á Hótel Borg „Ég lærði þýskuna smám saman þ«-gar ég var krakki. Á heimili mínu var jafnan mikið af þýsku starfsfólki, ég hlustaði á það tala saman og fór að velta fyrir mér hvernig hitt og þetta væri sagt á þýsku.“ sagði Hulda Hermanns er við hittum hana í hrókasamræðum við Carl Billich á þýsku á menning- arvökunni, Líf og list fatlaðra, á Hótel Borg sl. þriðjudag en síðasti dagur menningarvökunnar er í dag. En Hulda hafði þá nýlokið söng ásamt þrem öðrum meðlim- um Sólheimakvartettsins, þeim Guðlaugu Jónatansdóttur, Krist- jönu Larsen og Hanný Haralds- dóttur, þar sem nokkur þýsk lög voru m.a. á dagskrá. Hulda er eitt af fjölmörgum fósturbörnum Sess- elju H. Sigmundsdóttur, en hún stofnaði Sólheima sem kunnugt er um 1930. Sólheimakvartettinn syngur. Frá vinstri Hulda Hermanns, Guiðlaug Jónatansdóttir, Kristjana Larsen og Hanný Haraldsdóttir. Litið inn á Menningarvöku Menningarvakan hefur verið vel sótt og sögðu þau Hrefna Þórarinsdóttir, Lovísa Óskars- dóttir og Friðrik Sigurðsson að- sókn hafa verið sérstaklega góða um síðustu helgi, en þau áttu sæti í undirbúningsnefnd menn- ingarvökunnar. „Hér koma fram listamenn ekki vegna þess að þeir séu fatlaðir, heldur þrátt fyrir það, margt hér er með því besta sem fram kemur á lista- sviðinu." Á dagskrá þessa dagstund var auk sönglaga Sólheimakvart- ettsins tónleikar bræðranna Arnþórs og Gísla Helgasonar en þeir léku nokkur lög við góðar undirtektir. í anddyrinu voru nokkrir ung- ir listamenn að spreyta sig. Einn af föstum liðum vökunnar hefur verið svonefnd lifandi vinnu- stofa í myndsköpun, sem Sigríð- ur Björnsdóttir hefur veitt for- stöðu, og notið aðstoðar nem- enda úr kennaradeild Myndlista- og Handíðaskólans.“ „Hér hefur mikið verið unnið" og Sigríður bendir á veggina sem eru þaktir myndum í öllum litum, stærðum og gerðum. „Um helgina var sér- staklega margt' um manninn. Hingað komu ömmur, afar, og pabSar og mömmur með börnum sinum og máluðu hér bæði börn og fullorðnir. Má segja að hér hafi farið fram fjölskyldu- myndsköpun," segir Sigríður og brosir. Sigríður Björnsdóttir og hluti af hinni lifandi vinnustofu í myndsköpun. Á myndinni eru einnig aðstoðarfólk og ungur listamaður. Þetta unga listafólk heitir Ríkarður; en hann er 11 ára og segist hafa teiknað 3 myndir í vinnustofunni og Iris, þriggja ára, sem er að mála aðra mynd sína á staðnum. v í öðru horni í forstofunni var leiksvæði barna með leiktækjum og kynn- ingu á leiktækjum. Jólabasar í Digranes- prestakalli Fjáröflunarnefnd Kirkjufélags- ins heldur sinn árlega jólabasar í Safnaðarheimilinu að Bjarnhóla- stig 26, laugardaginn 5. desember kl. 2. Á boðstólum verða eins og jafnan áður fjölbreytilegir bas- armunir og gómsætar kökur ásamt fatnaði á góðu verði. Kirkjufélagið var stofnað fyrir sex árum til þess fyrst og fremst að efla safnaðarlíf og safnaðar- starf innan Digranessóknar. Hefir starf félagsins alla tíð verið með blóma og í samræmi við tilgang þess. Kirkjufélagið hefir lagt fé í byggingarsjóð væntanlegrar Digraneskirkju, gefið Kópavogs- kirkju gjafir, húsgögn, borðbúnað og ýmsa muni í Safnaðarheimilið við Bjarnhólastíg. Það hefir ár- lega afhent mæðrastyrksnefnd Kópavogs fjárupphæð fyrir jól, gefi leiktæki á skóladagheimili, styrkt einstaklinga og Kirkjufé- lagið er stofnaðili að hjúkrunar- heimili aldraðra. Má segja, að nú að undanförnu hafi meginhluti aflafjárins farið til þess. Starf félagsins er borið uppi af tiltölulega fáum einstaklingum og nýjum liðsmönnum myndi fagnað, en alla vega vona ég, að margir leggi leið sína í safnaðarheimilið á laugardaginn til þess að gera góð kaup og styrkja um leið menning- ar- og mannúðarstarf á vegum safnaðarins. Þorbergur Kristjánsson Basar í Fella- og Hólasókn KVENFÉLAGIÐ Fjallkonurnar hafa basar og kökusölu nk. sunnudag 6. desember í Fellahelli og hefst kl. 14. Þar verða á boðstólum margir eigu- legir munir á góðu verði og mikið úrval af kökum. Allur ágóði af sölunni rennur til kirkjubyggingarsjóðs Fella- og Hólasóknar. Vonir standa til að hægt verði að byrja bygginga- framkvæmdirnar með vorinu, en kirkjan í svokallaðri „Austur- deild" í Fella- og Hólahverfi. Fjallkonurnar vænta þess að sóknarbörnin fjölmenni í Fella- helli til stuðnings við kirkjubygg- ingarsjóðinn. (Frrtutilk.) * Islenzkur lax veiddist vid V esturGrænland NÝLEGA barst Veiðimálastofnun- inni merki af laxi, sem veiddist í sjó nálægt Holstensborg á Vestur Grænlandi á veiðitímanum síðsum- ars. Laxinn var merktur sem göngu- seiði í Laxeldisstöðinni I Kollafirði 28. mars 1980 og var sleppt þar í júnímánuði sama ár. Við merkingu var laxaseiðið 16,1 sm að lengd og var það eitt af 2000 gönguseiðum, sem merkt voru í stöðinni með áfestum fisk- merkjum vorið 1980 og sleppt þar. Sama vor voru merkt 53.000 gönguseiði með svokölluðum ör- merkjum og var þeim sleppt á 6 stöðum á landinu. Frá upphafi merkinga á laxaseiðum af göngu- stærð hér á landi hafa endur- heimst samtals sjö áfest merki af löxum veiddum við Vestur- Grænland, þrjú af löxum veiddum við Færeyjar og eitt af laxi veidd- um við Noreg. Hér á landi hafa á sama tímabili veiðst um 3000 merktir laxar með áfestum merkj- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.