Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 266. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánverjum boðið í Nató Madríd, BrusHel, Haag, 3. desember. AP. BÚIST ER VIÐ því að utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) bjóði Spánverjum aðild að bandalaginu þegar þeir koma saman til fundar í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel næstkomandi fimmtudag, en Spánverjar sóttu formlega um aðild að Atlantshafsbandalaginu í gær. Aðildarbeiðni Spánverja var vel tekið í stöðvum NATO í gaer og verði beiðni þeirra samþykkt, verður Spánn fyrsti nýliðinn í samtökunum frá því Vestur- Þýzkaland gerðist aðili að banda- laginu 1955. Spánverjar hafa þegar hafist handa við að létta vegatálmum á vegum til Gíbraltar, klettsins um- deilda sem Bretar og Spánverjar hafa deilt um lengi, og búist við að þeir leyfi ferðir um hafnir sínar og vegi til Gíbraltar um og upp úr næstu áramótum. Litið er á þessa ákvörðun sem merki um batnandi sambúð Breta og Spánverja og vilja þeirra til að leysa deiluna um Gíþraltar með samningum og forða því að ágreiningurinn um Gíbraltar verði að ásteitingarefni á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins. ekki nema virða fyrir sér landa- kort til að komast skjótt að þeirri niðurstöðu. Spánn væri á suð- vesturhorni Evrópu, lengra frá Sovétríkjunum en öll önnur Evr- ópuríki Atlantshafsbandalagsins. Litlar sem engar líkur væru á sov- ézkri árás á Spán af landi sökum legu landsins. Staðsetning Spánar yrði bandalaginu hernaðarlega mikilvæg með tilliti til liðsflutn- inga á sjó, sem auðveldara yrði að verja á stríðstíma. Rúmlega 250 þúsund hermenn eru í landher Spánar og lofther landsins er búinn nútímatækjum, þ.á m. 177 bandarískum og frönsk- um orrustuþotum. Þá hafa spænsku flotastöðvarnar mikla hernaðarlega þýðingu, en í sjóher Spánar eru m.a. átta kafbátar, 11 tundurspillar, 16 freigátur og flugmóðurskip. Útfor leikkonunnar Natalie Wood sem drukknaði við strendur Kaliforníu á sunnudagskvöld var gerð í Westwood Memorial Park í Hollywood í gær, að viðstöddum um eitthundrað manns. Meðfylgjandi símamynd AP-fréttastofunnar var tekin við útfórina og sýnir eiginmann leikkonunnar, Robert Wagner, kyssa kistu leikkonunnar áður en hún var greftruð. Sjá nánar frétt á bls. 15. Árásin upphaf hörku af hálfu stjórnvalda \ arsjá, 3. desember. AP. LEIÐTOGAR Samstöðu sögðu stjórnvöld og leiðtoga pólska kommúnistaflokksins hafa gert út um vonir um sameiginlegt átak pólsku þjóðarinnar til að komast út úr aðsteðjandi örðugleikum með því að efna til árásar lögreglu á skóla slökkviliðsmanna í Varsjá í gær, en mikil reiði ríkti í Póllandi í dag í kjölfar árásarinnar. Deildir Samstöðu í Varsjá og Gdansk reiddust árásinni og lýstu í gær verkfallsviðbúnaði á svæðum sínum og kröfðust aðgerða af leiðtogum Samstöðu, sem íhuguðu í dag allsherjarverkfall á fundi sínum í Radom. Tilkynnt var á Spáni í dag, að Calvo Sotelo forseti færi 8. janúar næstkomandi í opinbera heimsókn til Lundúna til viðræðna við Margréti Thatcher forsætisráð- herra Breta. Max van der Stoel utanríkis- ráðherra Hollands sagði í dag að Hollendingar myndu draga stuðn- ing sinn við aðild Spánar að NATO til baka ef einhver röskun yrði á lýðræði þar í landi. Stoel kvað aðild Spánar að bandalaginu ekki mundu raska hernaðarjafn- væginu milli austurs og vesturs svo neinu næmi. Fróðir menn sögðu að land- fræðileg lega Spánar hefði meiri þýðingu fyrir bandalagið en her- styrkur Spánverja, menn þyrftu Gull og dollar hækka London, 3. de.sember. AP. VERÐ á dollar og gulli hækkaði á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu og í Japan í dag. Hækkaði gullúnsan frá níu og upp í 13 dollara, en dollarinn um fáein sent. Þessar verðhækkanir urðu m.a. vegna aukinnar spennu í Póllandi og í Miðausturlöndum þar sem bardagar Irana og Iraka hafa harðnað verulega síðustu daga. Skýringin á batnandi stöðu doll- arans er sögð sú, að brezkir bank- ar og vestur-þýzki seðlabankinn lækkuðu í dag vexti á útlánum um hálft prósent. Þá kvisaðist það út í Wall Street síðdegis í gær að Reagan Bandaríkjaforseti hefði fengið hjartaslag, og þrátt fyrir að þeim orðrómi væri vísað á bug af hálfu Hvíta hússins, átti þessi gróusaga sinn þátt í þeirri skjótu hækkun sem varð á gulli í morgun. Gefin var í dag út yfirlýsing í Radom þar sem sagt var að alls- herjarverkfall væri hugsanlegt svar af hálfu Samstöðu, ef þing Póllands veitti landsstjórninni völd til að banna verkföll. Árás lögreglunnar á skóla slökkviliðsmanna þykir til marks um það að stjórnvöld hyggist taka hart á verkföllum, en þær raddir gerast æ hávær- ari í pólska kommúnistaflokkn- um, að banna beri verkföll í landinu og brjóta þau á bak aft- ur með hörku ef þurfa þykir. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, gerðist harðorður í garð yfirvalda í dag vegna lögreglu- árásarinnar og sagði stjórnvöld vart geta ætlast til skilnings þjóðarinnar á aðsteðjandi örð- ugleikum og þolinmæli hennar, meðan yfirvöld gerðu sig sek um jafngrófa framkomu og eðli- legar kröfur um úrbætur í skólamálum væru hundsaðar með þessum hætti. Walesa sagði þó að ekki væri rétti tíminn nú að efna til átaka við stjórnvöld. Látnir voru lausir úr haldi í dag 34 féiagar í Samstöðu er teknir voru fastir í lögreglu- árásinni. Þeir voru allir yfir- heyrðir meðan þeir voru í haldi, en látnir lausir án ákæru. Pólskur læknir sagði á fundi með fréttamönnum í Svíþjóð í dag, að „mörg börn“ hefðu dáið í Póllandi síðustu misseri vegna lélegs tækjabúnaðar í sjúkra- húsum. Mörg sjúkrahús hefðu ekki efni á því að kaupa vara- hluti í tæki sín, sem væru í raun og veru langt á eftir tímanum, og mörg dæmi væru um að sprautunálar, sem jafnan væri fleygt eftir notkun, hefðu verið notaðar aftur og aftur í tvö ár. Waldheim dregur sig í hlé Sameinuðu þjóðunum, 3. dettember. AP. KURT WALDHEIM framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að draga sig í hlé og sækjast ekki eftir útnefningu á ný í starf framkvæmdastjóra SÞ, að sögn formælanda SÞ í dag. Waldheim hefur tilkynnt Ör- hefur setið lengur en tvö kjör- yggisráðinu þessa ákvörðun sína og óskað eftir því við ráðið að nafni hans verði sleppt við næstu atkvæðagreiðslu um nýj- an framkvæmdastjóra. Formælandi SÞ kvaðst ekki geta sagt um hvort Waldheim mundi hafna því ef honum yrði boðið að halda framkvæmda- stjórastarfinu áfram. Hann bauð sig nú fram í þriðja sinn en enginn framkvæmdastjóri SÞ tímabil. Farið hafa fram 16 árangurs- lausar atkvæðagreiðslur í Ör- yggisráðinu um nýjan fram- kvæmdastjóra SÞ. Keppinautur Waldheims, sem setið hefur tvö fimm ára kjörtímabil í framkvæmdastjórastólnum, við þessar atkvæðagreiðslur var Salim Ahmed Salim utanríkis- ráðherra Tanzaníu. Kínverjar beittu jafnan neit- unarvaldi gegn Waldheim, en þeir segjast ekki ætla að styðja nema fulltrúa þriðja heimsins til starfans. Bandaríkjamenn beittu og neitunarvaldi sínu gegn Sal- im, sem er 39 ára, þar sem hann er kunnur fyrir stuðning við ýmsar öfgastefnur í þriðja heim- inum. Olara Otunnu sendiherra Ug- anda hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann situr í forsæti Öryggis- ráðsins í desember, sagði í dag að hann hefði beðið Waldheim og Salim að draga framboð sín til baka. Waldheim hefði nú orð- ið við bón sinni og kvaðst hann vonast til að heyra fljótlega frá Salim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.