Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981
19
Basar í Kirkju-
bæ 5. desember
KVENFÉLAG Óháða safnaðarins
heldur basar í Kirkjubæ laugar-
daginn 5. desember. Hefst basar-
inn kl. 2 síðdegis og verða á boð-
stólum kökur og margt eigulegra
muna. Þá verður og efnt til happ-
drættis.
Staðnir
að verki
TVEIR 16 ára gamlir piltar voru
staðnir að verki þegar þeir bnitust
inn í verslunina Herjólf í Skipholti
aðfaranótt miðvikudags. Þegar lög-
reglan kom að þeim höfðu þeir birgt
sig upp af sígarettum, sem þeir tróðu
innan á sig, og auk þess höfðu þeir
fyllt poka af ýmis konar vörum.
I lok nóvember var stolið mah-
óníplötum við verzlunina Málara-
meistarann á Grensásvegi 50 í
Reykjavík. Alls var stolið tveimur
bunkum, hvor um sig einn og hálf-
ur metri að hæð, en plöturnar eru
5 mm þykkar og 80x120 sm. að
stærð. A flestar plöturnar er
prentað ,T. Gíslason".
Borgardómari
lætur af störfum
VALGARDUR Kristjánsson borg-
ardómari hefur látið af störfum
fyrir aldurs sakir. Valgarður var
skipaður borgardómari árið 1963.
ÞU GETUR GJORBRETTT
ÚTLITI HEIMILISINS
MEÐ NOKKRUM
LÍTRUM AF KÓPAL
Fáður þér Kópal litakort í næstu málningarbúð. Veldu
síðan fallega liti í rólegheitum heima í stofu.
Þú ert enga stund að velja liti, sem fara vel við teppin,
húsgögnin og gluggatjöldin. Það er alveg ótrúlegt þvað
fáeinir lítrar af Kópal geta breytt mifelú.
Komdu fjölskyldu þinni á óvart - málaðu fyrir helgi.
argus