Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 Tveimur tonnum meira af smjöri - vegna framleiðslu léttmjólkur í október LÉTTMJÓLK hækkadi í verði á þriðjudag eins og þær landbúnaðarvörur, sem sexmannanefndin ákveður verð á. Hver lítri af léttmjólk kostar nú 6,65 krónur og er sama verð á léttmjólkinni og venjulegri mjólk. Léttmjólk kom á markað í október og hefur verð hennar fylgt verði á nýmjólk síðan. Rætt hefur verið um að framleiðsla léttmjólk- ur kunni að lækka verð á rjóma eða smjöri er fram í sækir, en ákvörðun um slíkt hefur ekki verið tekin. í októbermánuði er talið, að sú fita, sem féll til við framleiðslu léttmjólkur, svari til rösklega tveggja tonna af smjöri eða fitu. Léttmjólkin kom á markað í október eins og áður sagði, en lík- legt er, að talsvert meira hafi ver- ið framleitt og selt af léttmjólk heldur en í októbermánuði. Vínveitingaleyfið til Broadway rætt í borgarstjórn: Sjöfn vildi binda leyfi því skilyrði að nafni hússins yrði breytt SJÖFN Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi Alþýðuflokksins lagði það til á fundi borgarstjórnar í gærkveldi, að vínveitingaleyfi til handa veitingahúsinu Broadway yrði bundið því skilyrði að veitingahúsinu verði valið „viðeigandi íslenskt nafn“. Þessi tillaga borgarfulltrúans hlaut aðeins atkvæði hans sjálfs og því ekki na gan stuðning. Sagði borgarfulltrúinn í ræðu sinni að sér fyndist nafnið ósmekk- legt og illa valið, eins og raunar nafn annars veitingahúss sem eigandi Broadway ætti. Veitingahús það heitir Hollywood. Sagði Sjöfn það hinn mesta ósið, að velja íslenskum fyrirtækjum erlend nöfn og óþarft með öllu „og er skemmst að minnast hins fagra nafns, sem veitingahúsið Óðal ber,“ sagði Sjöfn. Þá sagði hún að fyrirhugað væri að opna kvik- myndahús á sama stað og ætti það að heita Dallas. „Finnst mér að borgarstjórn eigi að grípa hér inn í og gera þá skilyrðislausu kröfu að kvikmyndahúsi þessu verði valið ís- 0' INNLENT lenskt nafn, enda bera öll hin kvik- myndahúsin hér í Reykjavík íslensk nöfn,“ sagði Sjöfn. í umræðum um tillögu Sjafnar kom það fram hjá Davíð Oddssyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að menn þyrftu að vita með vissu hvort hægt væri að binda vínveit- ingaleyfi skilyrði sem þessu. Enn- fremur sagðist hann ekki vita hvort rétt væri að krefjast þess að nöfnum veitingahúsa verði breytt. Albert Guðmundsson borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins sagði, að hvar sem menn ferðuðust kæmi í ljós að nöfn staða sem þessara væru tekin héðan og þaðan. Sagði Albert að það væri engin málhreinsun að því að skyida fólk til þess að láta fyrirtæki bera ákveðin nöfn. Kvaðst Albert hafa ferðast víða um heiminn og hvergi í veröldinni hefði hann séð betur hannaðan skemmtistað. Albert sagði að það væri útkjálkaháttur að vilja ekki að fyrirtæki sem þetta bæru erlend nöfn, enda væri nafn fyrir- tækisins í samræmi við þá starfsemi sem þar færi fram. Jólatréssalan hefst eftir helgi Jólatréssala Landgræðslusjóðs hefst eftir helgina, en verið er að undir búa söluna og koma jólatrjám til söluaðila. Endanlegt verð hefur enn ekki verið ákveðið að sögn starfsmanns Landgræðslusjóðs þar sem papp- írar vegna innfluttra trjáa eru ekki enn komnir. Ljtm. Krístján. ASV hyggur á að- gerðir eftir áramótin FUNDIJR hefur ekki verið haldinn í kjaradeilu Alþýðu- sambands Vestfirðinga og Vinnuveitendafélagsins um nokkurn tíma. Jóhann T. Bjarnason, sem er fulltrúi sáttasemjara í þessari deilu Birgir Ottósson ráðinn fulltrúi í húsnæðisdeild Félagsmálastofnunar: Alþýdubandalagið vændi menn um „starfsbannsár- áttu“ og „kvenfyrirlitningu“ - vildu ráða Birnu Þórðardóttur í starfið BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkveldi að ráða Birgi Ottósson í sUrf fulltrúa í húsnæðisdeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Hlaut Birg- ir 8 atkvæði, Birna bórðardóttir 5 atkvæði, Jóhannes Konráðsson 1 atkvæði og Birgir Þorvaldsson 1 atkvæði. Talsverðar umræður urðu í borgarstjórn um ráðningu þessa og upplýstist það á fundinum að tekið hefði meirihlutann 3 mánuði að fjalla um málið. í umræðum kom það fram að Alþýðubandalagið lagði þunga áherslu á að Birna Þórðardóttir stjórnmálafræðingur yrði ráðin til starfans og töldu borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins að hún væri eini vel hæfi um- sækjandinn. Sagði Þorbjörn Broddason varaborgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins og lektor við Fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands að Birna hefði próf í félagsfræði og reynslu af skrifstofustörfum og einnig hefði hún setið í stjórn Leigjendasamtakanna. Sagði hann að engin rök hefðu komið fram gegn Birnu og kvaðst hann gruna starfsmenn Féiagsmálastofnunar um að hafa ekki mælt með ráðn- ingu Birnu af annarlegum ástæð- um. Sagði hann að hér væri um „starfsbannsáráttu" að ræða sem beindist gegn pólitískum andstæð- ingum. Ennfremur sagði hann ástæðu þess að Birna væri ekki vaiin vera „kvenfyrirlitningu" og væri veiting starfsins til annars en hennar brot á jafnréttislögum. Vegna þessara ummæla Þorbjörns kom fram á fundinum að í félags- málaráði, þar sem atkvæði voru greidd um umsækjendur, eiga 5 konur sæti, en einungis 2 karlar. Davíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði, að það væri óskiljanlegt hve langan tíma það hefði tekið meirihlutann í borgarstjórn að ganga frá ráðn- ingu starfsmanns í þetta starf, en starfsmaðurinn ætti að taka laun samkvæmt 12. launaflokki. Af þessu mætti sjá í hvílíkum ógöng- um stjórn borgarinnar væri, þegar svona langan tíma tæki að ráða mann í starf sem þetta. Davíð spurði hvort nauðsynlegt væri að ráða stjórnmálafræðing í starf fulltrúa í húsnæðisdeildinni, en fulltrúi væri í raun aðstoðarmaður húsnæðisfulltrúa. Að sínu mati væri ekki þörf á stjórnmálafræð- ingi i þetta starf. Sagði Davíð að húsnæðisfulltrúi hefði bent á hæf- asta umsækjandann til að annast starfið, sem m.a. fælist í húsvörslu, og rétt væri að fara að umsögn hans. Gerður Steinþórsdóttir vara- borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins upplýsti að starfssvið umrædds fulltrúa væri þríþætt; að vera tengiliður húsnæðisstofnunar, að hafa eftirlit með búslóðum og að hafa eftirlit með flutningstilkynn- ingum. Sagði hún að stjórnmála- fræðingur ætti ekki heima í þessu starfi. Albert Guðmundsson borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að greidd væru laun samkvæmt 12. launaflokki í starfinu. Hins vegar hefði það komið fram að Birna Þórðardóttir vildi fá laun sam- kvæmt 17. launaflokki, umsækj- andinn væri þegar farinn að gera launakröfur. Þá sagðist Albert telja að þetta starf væri ekki við hæfi kvenna miðað við starfslýs- ingu. sagði í samtali við Mbl. að fundur hefði ekki verið boðaður að höfðu samráði við aðila. Pétur Sigurðsson, formaður ASV, sagði í samtaii við blaðið, að ekki væri hægt að sætta sig við svar stjórnvalda um úrbætur í jöfnun orku- og hitakostnaðar og fleiri atriði, sem ASV hefði rætt um við forsætisráðherra. — Við förum okkur hins vegar hægt og höldum vonandi gleðileg jól hér fyrir vestan, en förum síðan af stað eftir áramót, sagði Pétur. — Mér sýnist að þessi litla kaup- hækkun, sem samið var um á dög- unum, sé þegar nánast uppétin og hækkanirnar dembast yfir þessa dagana. Bókin um Ólal’ Thors þrotin hjá forlaginu Önnur prentun væntanleg FYRSTA upplag bókarinnar um Ólaf Thors eftir Matthías Johannessen, sem Almenna bókafélagið gefur út, er nú þrotið hjá forlaginu. Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri þess tjáði Mbl. að síðustu eintökin hefðu selst sl. þriðjudag og væri önnur prentun væntanleg í næstu viku. Brynjólfur Bjarnason sagði að bókin hefði hlotið mun skjótari sölu, en vonast var til. Fyrir verk- fa.ll prentara hefði tekist að ná því upplagi, sem nauðsynlegt var talið og strax eftir verkfallið var séð að viðbótarupplags var þörf og önnur prentun því sett af stað. Væri hennar von í næstu viku. Verslanir al- mennt opnar til kl. 16 á morgun VERSLANIR verða almennt opnar á morgun, laugardag, til klukkan fjögur síðdegis, en eins og kunnugt er er opnunartími þeirra jafnan framlengdur á laugardögum í desember. Annan laugardag, þ.e. 12. desember, verða búðir opnar til kl. 18 og iaugardaginn 19. des. til kl. 22. Þá er búðum heimilt að hafa opið til kl. 23 á Þor- Iáksmessu og til hádegis á að- fangadag. Saltfiskur hækk- ar um 15% í dag RlKISSTJÓRNIN hefur staðfest heimild Verðlagsráðs um \5% hækk- un á saltfiski og tekur hækkunin því gildi í dag. Verðlagsráð samþykkti þessa hækkun fyrr í vikunni, en hún þurfti að fara fyrir ríkisstjórn, þar sem um var að ræða meiri hækkun en 10%. Verðlagsstjóri hefur heim- ild til að staðfesta hækkanir, sem eru 10% eða minni. Athugasemd frá Sjálfstæð- isflokknum VEGNA fréttar í dagblaðinu Tíman- um þann 01.12/81 og 03.12/81 um fjölda ógildra atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi, óska ég að eftirfarandi komi fram á síðum dagblaðsins: Þátttakcndur í prófkjörinu voru 5.917, ógild atkvæði voru 76 og auðir seðlar 8. Umsókn myndbandaklúbbsins Keðjunnar: Akvarðanatöku var frestað í borgarstjórn BORGARNTJÓRN samþykkti í gærkveldi að fresta ákvarðanatöku um erindi frá myndbandaklúbbnum Keðjunni, en myndbandaklúbbur þessi fer fram á heimild til lagningar jarðstrengja um borgina vegna myndbandaútsendinga. Máli þessu var frestað til þess að hægt væri að binda leyfið því skilyrði, að við lagningu jarðstrengja yrði fylgt reglum sem borgarverkfræðingur setur. hefðu verið sett áður en þessi tækni I umræðum um erindi þetta kom það fram hjá Sigurjóni Péturssyni borgarfulltúa Alþýðubandalagsins og forseta borgarstjórnar, að tæp- ast væri hægt að hafna erindi þessu, þar sem fordæmi væri komið á um leyfisveitingu sem þessa. Sig- urjón sagðist vera á móti þessu eins og áður, kvaðst hann hafa greitt at- kvæði gegn erindinu í borgarráði. Ennfremur kvaðst hann telja að hér gæti verið um grín að ræða, þar sem meðlimir í klúbbnum væru víðsvegar um borgina og í umsókn væri ekki talað um að tengja heim- ili meðlima saman með jarð- strengjum, heldur þá sjálfa. Albert Guðmundsson sagði að menn yrðu að fá að nýta þá tækni sem fyrir hendi væri, útvarpslög hefði komið til sögunnar og þeim yrði að breyta. Sagði Albert að heil borgarhverfi og jafnvel heilu byggðarlögin vildu versla við myndbandafyrirtæki og borgin ætti ekki að leggja stein í götu þeirra. Markús Örn Antonsson sagði að vera mætti að hér væri um grín að ræða, en þetta mál yrði að taka sömu tökum og önnur sem bærust borgarstjórn. Sagði hann sína af- stöðu í málinu þá sömu og verið hefði, hann væri hlynntur leyfis- veitingu. Hins vegar yrði að setja reglur um það hvernig staðið yrði að lagningu jarðstrengjanna, til þess að borgin væri ekki sundur- grafin vegna lagnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.