Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 21 Uppbótarkerfi — millifærzla á sköttum: Gengur þvert á grundvallar- hugmyndir verd- jöfnunarsjóds Fyrstu nefndarálit frá þingnefndum bárust féttamönnum sl. miðviku- dag, varðandi frumvarp um Norðurlandasamning um aðstoð í skatta- málum (staðfesting á viðbótarsamningi) og frumvarp um kosningar til Alþingis (laugardagskosningar, skýrari rétt námsmanna erlendis o.fl.), en bæði þessi frumvörp vóru afgreidd frá efri deild til neðri deildar. Þá fóru fram miklar umræður um stjórnarfrumvarp um ráðstafanir vegna breytinga á gengi íslenzkrar krónu, frá 28. ágúst 1981. í nefndaráliti Lárusar Jónsson- ar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, kemur fram, að frumvarpið og breytingartillögur stjórnarliða fela í sér þrjú meginatriði: • 1) Ráðstöfun á hluta gengis- munar útfluttra sjávarafurða, framleiddra fyrir 1. september sl. og sjálfdæmi ríkisstjórninni til handa á því, hvort gengismunur af einstökum afurðum sé gerður upp- tækur eða ekki. • 2) Heimild til fjármálaráðherra til að ábyrgjast lán að upphæð 42 m.kr. til handa Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, sem ekki verður séð sakir skilmála að endurgreið- ist af sjóðnum og lendi því á ríkis- til staðfestingar á bráðabirgðalögum sjóði sem ábyrgðaraðila. Hér er um að ræða hreint uppbótakerfi, millifærslu á sköttum, sem síðar hlýtur að þurfa að leggja á al- menning til þess „að halda uppi fölsku gengi", eins og stjórn FFSÍ segir í áliti sínu. • 3) Fyrirmæli um eignaupptöku á endurgreiðslum Seðlabanka ís- lands af gengisuppfærslu endur- keyptra afurða— og rekstrarlána. Bróðurpartur þessarar endur- greiðslu, sem mun nema 34.2 m.kr. í heild, á ekki að renna til þeirra deilda Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins sem í raun eiga þessar endurgreiðslur, heldur eru fyrir- mæli í frumvarpinu um að allt að 29 m.kr. skuli greiddar til freð- fiskdeildar sjóðsins án tillits til þess, að endurgreidd gengisupp- færsla útfluttra sjávarafurða ætti að skiptast með allt öðrum hætti, ef hún er reiknuð af hverri afurð fyrir sig. Með þessari breytingar- tillögu er verið að ganga þvert á þá stefnu, sem lá til grundvallar lagasetningu um Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarin, þ.e.a.s. að hver deild sjóðsins sé sjálfstæð og að algjört grundvallaratriði sé að verðmæti verði ekki færð milli deilda sjóðsins með mismunun eins og stefnt er að með þessari tillögu. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Átta kvölda Barómeter tvímenn- ingi hjá Bridgefélagi kvenna lauk síðastliðinn mánudag. Keppnina sigruðu Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir með nokkrum yfirburðum. Þær fengu 631 stig, eða rúmum 200 stigum meira en næsta par. Röð efstu para var þessi: Inga Bernburg annars — Gunnþórunn Erlingsd. Steinunn Snorrad. 430 — Þorgerður Þórarinsd. Ingibjörg Halldórsd. 402 — Sigríður Pálsd. Lilja Guðnad. 378 — Þuríður Möller Júlíana Isebarn 296 — Margrét Margeirsd. Ólafía Jónsd. 289 — Ingunn Hoffmann Alda Hansen 276 — Nanna Ágústsd. 243 „Stytt leið til vinnings bridge“ Komin er á markaðinn í ís- lenzkri þýðingu bókin Stytt leið til vinnings bridge eftir Alfred Sheinwold í þýðingu Sigurjóns Þórs Tryggvasonar. Þetta er önnur bókin í bókaflokki sem Sigurjón kallar Islenzka bridge- safnið og svipar mjög til fyrstu bókarinnar hvað útlit varðar. Alfred Sheinwold er amerískur ALFRED SHEINWOLD stytt leió til vinnings>„. bridge iS* íslenska brldgesafnfó-2 heimsfrægur bridgespilari. Hann tekur fyrir í þessari bók 20 spil um úrspil í grandi, 20 spil um úrspil í lit, 20 spil um varn- arspilamennsku, 20 spil um sagnavandamál og 20 spil um blekkispilamennsku. Bókin er 118 blaðsíður og er hvert spil tekið fyrir á einni síðu sem gerir lestur bókarinnar mjög aðgengilegan. I formála segir Sigurjón m.a.: „Þegar „Á opnu borði“ kom út, kom ég einhversstaðar fyrir í texta þeirrar bókar þeirri klausu að „ástæðan fyrir þessari bók á íslenzkan markað er að reyna að bæta úr brýnni þörf hjá íslensk- um spilurum fyrir bækur á ís- lenzku um aðskitjanleg vanda- mál bridge spilsins. Verði bók þessari vel tekið munu aðrar fylgja í kjölfarið eins og um úr- spilið, sagntækni o.fl.“ Hugmyndin er sú að gefa út bækur sem bæði eru góðar og ódýrar og hefur hið síðarnefnda haft þau áhrif að ódýrasta að- ferð prentunar hefur verið valin í þessi tvö fyrstu skipti. Samt vona ég, verði framhald á þessari útgáfu, að héreftir verði bækurnar tölvusettar sem eyðir þeim vanköntum sem þó eru í útliti bókanna. Tvær fyrstu bækurnar lít ég á sem nokkurs konar tilraunaút- gáfu og nú þegar sú seinni kem- ur út á hinn viðsjála íslenska markað vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem studdu við bakið á bók 1: Á opnu borði. Taki þeir til sín sem eiga.“ Bridgefélag Reykjavíkur Að loknum 12 umferðum í að- alsveitakeppni félagsins er bar- áttan um efsta sætið enn mjög tvísýn, en röð efstu sveita er I þessi: Jakob R. Möller 167 Sævar Þorbjörnsson 164 Egill Guðjohnsen 159 Sigurður B. Þorsteinsson 147 Örn Arnþórsson 144 Karl Slgurhjartarson 140 Þórarinn Sigþórsson 135 Aðalsteinn Jörgensen 116 Aðeins þrem umferðum er ólokið og verða 13. og 14. umferð spilaðar nk. miðvikudag. í 14. umferð eigast við m.a. sveitir Jakobs og Egils og sveitir Þórar- ins og Arnar. Basar Kvenfélags Grensássóknar BASAR Kvenfélags Grensássóknar verður í Safnaðarheimil- inu við Háaleitisbraut laugardaginn 5. des. og hefst han kl. 15.00. Verða þar á boðstólum fallegir og nytsamir hlutir, sem koma sér vel fyrir jólin, sem gjafir eða annað. Kvenfélagið hefur frá upphafi fært kirkjunni margar og góðar gjafir og átt stóran þátt í að fullgera Safnað- arheimilið. Má nefna kirkjuklukkurnar, silfurbúnað fyrir altarissakramentið, hökla og fleira. ÓTRÚLEGT! Framdrifinn MAZDA 323 Saloon árgerð 1982 á kr. 98.700 Gengisskráning 17/11 ’81. MAZDA 323 Saloon Aöeins örfáum bílum, sem til eru ínu er óráðstafað. Tryggið ykkur því bíl strax. land- Já það er ótrúlegt, en fyrir kr. 98.700 getur þú keypt nýjan MAZDA 323 SALOON 4 dyra i deluxe útgáfu með margvlslegum aukabún- aði, svo sem: Plussáklæöi á sætum, niöur- fellanlegu 60/40 aftursæti, klukku, halogen- Ijósum, 3 hraða rúðuþurrkum og mörgu fleiru. MAZDA 323 er óvenju rúmgóður fjölskyldu- blll með nægu rými fyrir fjölskylduna og far- angurinn. Þetta eru ein beztu bílakaupin í dag ! maZDa UMBODIÐAÍSLANDI: BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.