Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 KGB hótar þátttakendum í mótmæla- verkföllum atvinnumissi og málaferlum SVENSKA DAGBLADET skýrir frá því sl. þriðjudag, að sovézka leynr þjónustan KGB hafi á skipulegan hátt varað við þátttöku í hálftíma mótmælaverkfallinu sem boðað var til í ýmsum borgum á sovézku yfir ráðasvæði, einkum í Eystrasaltslöndunum. Verkfallið átti að vera í mót- mælaskyni við sovézk yfirráð, en upptökin að þessum mótmælaaðgerðum munu hafa verið í Tallin í Eistlandi. Mauno Koivisto, forsætisráð- herra Finna og forseti í forfollum Kekkonens. I grein um finnsku forsetakosningarnar fyrir nokkr um dögum birtist mynd af Kalevi Sorsa, formanni finnskra jafnað- armanna, en átti að vera af Koiv- isto. Sú er ástæðan fyrir því að hann trónar hér einn. Fréttaritari Svenska Dagblad- et í Moskvu sagði frá því á mánudag að sovézk yfirvöld væru farin að hindra erlenda fréttamenn í því að komast til Eistlands og útlagar frá Eystra- saltslöndunum, búsettir í Stokkhólmi, höfðu þá sögu að segja að beint símasamband við Eystrasaltslöndin hefði verið rofið í síðustu viku. Sú skýring hefði verið gefin að viðgerðir færu fram á símakerfinu, en út- lagarnir segja að símtöl sem fara í gegnum símstöðvar séu hins vegar afgreidd. KGB og aðrar sovézkar stofn- anir, sem hafa það verkefni að fylgjast með og koma í veg fyrir hvers konar mótmæli eða að- gerðir sem eru í andstöðu við stefnu Sovétstjórnarinnar, hafa komið viðvörunum sínum á framfæri með þeim hætti að á vinnustöðum hefur verið dreift orðsendingum, þar sem þátttak- endum í mótmælaverkfalli er gerð grein fyrir því að þeir eigi það á hættu að missa atvinnu sína og jafnvel að verða stefnt fyrir rétt. Eftir því sem næst verður komizt er það einkum ungt fólk í Eistlandi sem stendur fyrir skipulagningu þessara mót- mælaaðgerða. Flugritum hefur verið dreift víðsvegar um landið. Þar er skorað á fólk að halda að sér höndum fyrsta vinnudag í hverjum mánuði, í fyrsta sinn þriðjudaginn 1. desember. Eins og fram hefur komið í fréttum var nær engin þátttaka í þessu fyrsta mótmælaverkfalli, en hið næsta verður 4. janúar. Fyrsta flugritið kom fram í sumar. Þar krefst nýstofnuð Lýðræðisfylking sovézkrar al- þýðu þess að: 1. Sovézkt herlið verði kallað heim frá Afganistan. 2. Hætt verði íhlutun í pólsk innanríkismál. 3. Útflutningur á matvælum verði stöðvaður. 4. Horfið verði frá viðskipta- háttum sem leiða af sér ein- okun og forréttindi. 5. Allir pólitískir fangar verði látnir lausir og útlegðardóm- ar verði ógiltir. 6. Herskyldutími verði styttur um hálft ár. 7. Staðið verði við ákvæði í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Hels- inkisáttmálanum um frjálsar kosningar. Flugrit þetta hefur á síðustu mánuðum verið þýtt á fjölda tungumála sem töluð eru í Sov- étríkjunum, þar á meðal eistn- esku, lettnesku og litáísku, og hefur því verið dreift víðsvegar. Módel KARAT 6500, 18/8 stél, pólerað með harðgljéa. "\ Módel ALASKA 8300, 18/8 stél, pólerað með Módel TOLEDO, 18/8 stál, pólerað með harðgljéa. harðgljéa og 23ja karata gyllingu. Módel ALT HEIDELBERG 5500. Framtíöar eign! “K- Hinn heimsþekkti þýski stálboröbúnaður, margar gerðir, fagurlega hannaður og unninn, er sannkölluð framtíðareign. 18/8 stál pólerað með harðgljáa. Verð frá kr. 1.065.- 30 stk. í gjafakassa RAHMAGERÐ1N Sendum í póstkröfu um allt land Hafnarstræti 19 ) Ecevit í fangelsi Ankara, 3. denember. Al*. BULENT Ecevit, fyrrverandi forsæt- isráðherra Tyrkja, hóf í dag að af- plána fjögurra mánaða fangelsis- dóm, sem herréttur dæmdi hann til vegna ögrana við herforingjastjórn- ina. Ktuðningsmenn hans fjöl- menntu við heimili hans þegar hann var fluttur í fangelsið og hrópuðu til hans hvatningarorð. Ecevit var dæmdur fyrir að ræða við erlenda fréttamenn í Ankara og gagnrýna stjórnarfarið í landinu en gildandi herlög banna pólitíska starfsemi og umræðu af þeirri tegund. í stuttu spjalli við erlenda fréttamenn nokkru áður en hann var færður í fangelsið sagðist Ec- evit virða dóm réttarins. „Frelsið fæst ekki endurgjaldslaust ... og þetta er það gjald, sem ég verð að greiða nú,“ sagði hann. Sotelo gerir breytingar á ríkisstjórninni Madrid, 3. nóvember. Al*. CALVO Sotelo, forsætisráðherra Spánar, hefur gert breytingar á rfk- isstjórn sinni og stjórnmálasér fræðingar líta svo á að þetta sé önnur tilraun Sotelo til að halda ríkisstjórninni saman. Dyggir fylg- ismenn Sotelo voru skipaðir nýir ráðherrar og ein kona, Soledad Becerril, 37 ára gömul, var skipuð mcnningarmálaráðherra. Það er í fyrsta sinn síðan 1937 að kona er ráðherra á spáni. Tilkynnt var um breytingar á stjórninni eftir að Sotelo hafði verið á fundi hjá Juan Carlos Spánarkonungi. Aukinn klofningur er innan Lýðræðisbandalagsins sem Sot- elo veitir forystu og er hann sakaður um að hafa reynzt alltof hægrisinnaður í stjórn sinni. Vinstrimenn og frjálslyndir hafa haldið uppi mikilli gagnrýni á hann og innan bandalagsins hef- ur ánægjan með hægristefnuna verið blendin. Perez Llorca er áfram utanrík- isráðherra, Alberto Oliart varn- armálaráðherra heldur enn stöðu sinni og Jose Roson er áfram inn- anríkisráðherra. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.