Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981
Saga eftir mynd
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Indriði G. 1‘orsteinsson:
ÍJTLAGINN. 60 bls. Prenthúsið
1981.
Myndina Utlagann hef ekki séð.
En sagt er mér að hún sé góð.
•Indriði G. Þorsteinsson hefur
tekið saman lesmál Utlagans. Þar
er fjallað um stórbrotin mannleg
örlög, hetjudáðir og hefndarverk,*
stendur á baksíðu þessarar bókar.
Útlaginn er sem kunnugt er
saminn eftir Gísla sögu Súrsson-
ar. Ekki getur hún talist mest ís-
lendingasagna. Eigi að síður hefur
hún alltaf verið í hópi þeirra sem
mest hafa verið lesnar. Hún er
sakamálasagan í þeirra röðum. Og
býsna nútímaleg sem slík: maður
er veginn. En hver drap? Það er
ekki upplýst, ef til vill til að auka
lesandanum spennu eins og tíðk-
ast nú á dögum. Bardagalýsingar
eru hraðar og æsilegar. Og elt-
ingaleikur kemur fyrir oftar en
einu sinrii sem nú á dögum þykir
víst ómissandi í sakamálamynd-
um.
Langt er síðan áhugamenn um
kvikmyndir tók að dreyma um að
gera myndir eftir Islendingasög-
um. Sá böggull fylgir skammrifi
að kvikmyndamenn telja sig jafn-
an verða að breyta ritverkum
þeim sem þeir mynda. Og mörgum
þykja sögurnar klassískari en svo
að þær verði endurbættar. Samtöl
þeirra eru t.d. áhrifamikil vegna
þess hve gagnorð þau eru. Nú-
tímafólk er mun margorðara í
daglegu tali. Á þá í kvikmynd að
fylgja hinum klassiska texta eða á
að umsemja hann að hætti nú-
tímatalmáls? Hér hefur síðari
kosturinn verið valinn. Vel má
vera að það hæfi kvikmynd. Einn-
ig má vera að sá, sem séð hefur
myndina og lagt á minnið orð þau
sem leikurunum eru lögð í munn,
heyri þau fyrir sér þegar hann síð-
ar les textann á bók. Hafi maður
hins vegar Gisla sögu eina- til
samanburðar hlýtur þessi texti að
koma dálítið einkennilega fyrir
sjónir. Þetta er ekki Gísla saga
heldur kvikmyndasaga.
Bókaútgáfan heiðrar þessa
nýbreytni að sínu leyti með því að
gefa bókina út með fjölda stórra
og vel prentaðra litmynda úr
kvikmyndinni. Sýnast þær senur
vera hinar áhrifaríkustu. Og
landslag það, sem valið hefur ver-
ið að bahsviði, er einnig mikils
háttar.
I eftirmála, sem prentaður er á
fjórum tungumálum, er upplýst að
Indriði G. Þorsteinsson
leikstjórinn, Ágúst Guðmundsson,
hafi samið kvikmyndahandritið og
sé þessi samantekt Indriða rituð
eftir því.
Vafalaust markar það tímamót
að íslendingasaga skuli með þess-
um hætti færð yfir á allt annað
form listar og tjáningar. Ekki eru
nema nokkrir áratugir síðan flest-
ir unglingar lásu Gísla sögu Súrs-
sonar sér til skemmtunar — á því
»fornmáli« sem þá var eitt talið
hæfa sögunum. Nú mundi slíkt
teljast til undantekninga. Kvik-
mynd eru hins vegar flestir reiðu-
búnir að sjá, ungir sem gamlir.
Kvikmynd í stað bókar — móti
þeirri þróun verður ekki spornað,
hvort sem okkur líkar betur eða
verr.
Djöfullinn kemur til Moskvu
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Mikhaíl Búlgakof:
IMEISTARINN OG MARGARÍTA
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.
Mál og menning 1981.
Hvað gerist þegar djöfullinn
kemur til Moskvu ásamt fylgdar-
liði? Frá því segir Mikhaíl Búlga-
kof í skáldsögu sinni Meistarinn
og Margaríta.
Búlgakof lést árið 1940. Meist-
arinn og Margaríta birtist ekki
fyrr en um áramótin 1966—’67 í
tímaritinu Moskva töluvert stytt
vegna Sovétgagnrýni sinnar. Nú
er skáldsagan af mörgum talin
meðal helstu skáldverka aldarinn-
ar og er ástæða til að fagna út-
komu íslenskrar þýðingar hennar.
Um samanburð við frumtexta er
ekki að ræða í dómi þessum, en
þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur
er í senn lipur og vönduð.
Eins og Árni Bergmann getur í
formála var fljótlega þaggað niður
í Búlgakof af fulltrúum „öreiga-
bókmennta og byltingaranda".
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Ásgeir Lárusson:
BLÁTT ÁFRAM RAUTT
Iðunn 1981.
Ásgeir Lárusson er myndlistar-
maður og Blátt áfram rautt ber
þess merki. Hér er ekki á ferð bók
í venjulegum skiiningi heldur kver
með orðum og myndum úr ýmsum
áttum. Höfundurinn raðar þessu
saman, klippir og límir inn ein-
staka athugasemd frá sjálfum sér.
Ætli þetta sé til dæmis ekki frá
honum sjálfum komið:
l»að er egg á diskinum
l»að er drengur í herberginu
l*að eru sex gafflar í skúffunni
Kg hugsa ég geti mjólkað kýr
Kannski lýsir setningin „I must
take the pigfood to the pigs“ við-
leitni Ásgeirs Lárussonar. Kverið
Þegar Stanislavskí ætlaði að sýna
leikrit hans, Flóttann, í Lista-
leikhúsinu var það bannað fyrir
frumsýningu. í verkum eins og
leikritinu Dagar Túrbín-fjölskyld-
unnar þóttust menn verða varir
við borgaralegar tilhneigingar.
Eftir 1929 var ekkert leikið eftir
Búlgakof í Moskvu og engar bæk-
ur gefnar út eftir hann. En bréf
Búlgakofs til sovésku stjórnarinn-
ar kom því til leiðar að hann fékk
að starfa við leikstjórn í Lista-
leikhúsinu.
í síðasta skáldverki sínu, Meist-
aranum og Margarítu, nær Búlga-
kof sér niður á gagnrýnendum og
öðrum fulltrúum Sovétvaldsins.
Meistarinn sem lýst er í sögunni
hefur skrifað skáldsögu um písl-
arsöguna og það er þessi saga sem
birt er ásamt lýsingu á hrekkjum
djöfulsins í Moskvu. Víða er sagt
frá bókmenntamönnum og gagn-
rýnendum. Einn magnaðasti kafl-
inn í sögunni segir frá því þegar
Margaríta sem orðin er norn
ræðst gegn húsi bókmenntamanna
í Moskvu í því skyni að hefna fyrir
vin sinn Meistarann sem varð
fyrir barðinu á þeim.
er síður en svo einskisverð tilraun.
Það er töluvert um hnyttni í því,
hugkvæmni í uppsetningu og-
stafagerð. Því miður geta tilvitn-
anir ekki sagt nema hálfan sann-
leik um kverið, menn verða sjálfir
að lesa og skoða. Þetta er nefni-
lega ekki síður verk fyrir augað.
Það er kaldhæðnisleg mynd af
samtíðinni sem Ásgeir Lárusson
dregur upp. Vegferð manna er séð
í skoplegu ljósi. Höfundurinn
geldur þess að margt sem á að
vera nýstárlegt er það tæpast mið-
að við það að svipaðir hlutir hafa
oft verið unnir áður. En eins og
stendur í Blátt áfram rautt: Some-
times They Seem Almost Human.
Ungir höfundar hafa yfirleitt
þurft að burðast við að gefa út slík
verk sjálfir. En það er kannski
tímanna tákn að Blátt áfram
rautt skuli koma út hjá virtu for-
lagi.
Eða er nýlistin orðin föst í sessi
á hjara veraldar?
Djöfullinn sem gengur undir
nafninu Woland setur borgina á
annan endann. Ásamt fylgdarliði
sínu gengst hann fyrir sýningu á
töfrabrögðum í Fjölleikahúsinu og
leikur Moskvubúa grátt. Það ger-
ast furðulegustu hlutir í sögunni
og vægast sagt ógeðfelldir. En í
Meistaranum og Margarítu er
djöfullinn ekki illur í venjulegum
skilningi. Það er með hjálp hins
illa að illt er rekið út. Þeir sem fá
að kenna á klækjunum eru sjálfir
svindlarar, hrokagikkir og gráð-
ugir. Glöggt dæmi er eyðilegging
gjaldeyrisbúðarinnar í Moskvu,
verslunar forréttindamanna. Út-
sendarar djöfulsins, þeir Korovjof
og hinn óviðjafnanlegi köttur Be-
hemot, njóta þess að storka gæð-
ingum kerfisins. Kaflinn fyrr-
nefndi fékkst ekki prentaður í sov-
ésku útgáfunni.
Meistarinn og Margaríta er
samt meira en uppgjöf við Sovét-
kerfið. Skírskotanir hennar eru al-
gildar. Það vald sem Búlgakof ger-
ir að skotspæni birtist á fleiri
stöðum en í Moskvu, mannlega
lesti er hvarvetna að finna. Mun
alvörugefnari er sagan um við-
skipti Pílatusar og Jesúa og sögð á
nýjan hátt. Stíil hinnar sögunnar
er gáskafullur, leiftrandi, alltaf
skemmtilegur. Pílatus verður að
láta krossfesta Jesúa. Hann óttast
tal hans um ríki sannleikans. Það
er hátíðlegt andrúmsloft i þessari
sögu, stíllinn breiður og hægur.
Oft mistekst í skáldsögum að leiða
saman tvær stíltegundir. En ekki í
Meistaranum og Margarítu.
Það er eitt af leyndarmálum
skáldsögunnar hve hnitmiðuð hún
er því að ljóst er að höfundinum er
mikið niðri fyrir.
Eins og ýmsar meiriháttar
skáldsögur er Meistarinn og
Margaríta heimur út af fyrir sig.
Lesandinn er gripinn tómleika-
kennd að lestri loknum því að
gaman hefði verið að lesa lengur.
En það er ekki hægt að ásaka
Búlgakof sem meðal annars hefur
gert lesandann að þátttakanda í
árshátíð djöfulsins í Moskvu.
Það er sjálfur galdur lífs og list-
ar sem Búlgakof hefur á valdi sínu
og ver. Bók Meistarans rís úr ösku,
en handritinu fleygði hann á eld
vegna slæmra undirtekta. Orðið
verður ekki brennt. Eða með öðr-
um orðum: Réttlætiskennd og
hugarflug haldast í hendur.
The pig food
Bændur sem gerðu
garðinn frægan
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
bOndi ER BÚSTÓLPI. II.
Guðmundur Jónsson sá um útgáf-
una. Ægisútgáfan. Rvík. 1981.
I bók þessari eru þættir af
þrettán bændum eftir tólf höf-
unda. Bjartmar Guðmundsson
skrifar um Baldur á Ófeigsstöð-
um, Jón Hjálmarsson um Halldór
í Hvammi, Lýður Björnsson um
Hákon í Haga, Aðalheiður Geirs-
dóttir um Hjalta í Hólum, Jón
Helgason um Jón í Norðurhjá-
leigu, Erlingur Davíðsson um
Kristján á Hellu, Gunnar Valdi-
marsson um Methúsalem á
Burstafelli, Guðmundur Jónsson
um Ólaf á Hellulandi, Guðjón
Sveinsson um Pál frá Gilsárstekk,
Einar Kristjánsson um Pétur á
Oddsstöðum, Halldór Vigfússon
um Sigurð frá Selalæk og Pálmi
Eyjólfsson um feðgana, Björgvin
og Pál á Efrahvoli.
Umsjónarmaður útgáfunnar
kveðst hafa valið bændur og höf-
unda. Allir eru bændur þessir
látnir en voru hver og einn þekkt-
ur í héraði um sína daga, sumir
landskunnir. »Starf þeirra heyrir
til 20. öldinni,« segir Guðmundur
Jónsson í formála.
En hver voru svo störf þessara
mætu manna og hvað heldur
minning þeirra svo á loft að þeir
eru öðrum fremur valdir í þetta
rit? Ekki er að efa að þeir hafi
verið búmenn góðir. Og vissulega
er getið um bústörf í þessari bók.
Eigi að síður er svo að skilja að
þeir hafi, flestir eða allir, getið sér
orðstír vegna annarra starfa eða
viðfangsefna. Til dæmis er tilfært
hér nokkuð af kveðskap Baldurs á
Ófeigsstöðum sem var hagyrðing-
ur og kunnur sem slíkur en einnig
þekktur vegna starfa að félags-
málum. Jón Gíslason í Norður-
hjáleigu var alþingismaður í
nokkur ár. Ólafur á Hellulandi
sinnti fiskiræktarmálum á lands-
vísu. Og Björgvin á Efrahvoli var
Guðmundur Jónsson
sýslumaður Rangæinga. Þannig
mætti lengi telja. Hér er því ekki
neitt handahófskennt úrtak stétt-
arinnar heldur menn sem bjuggu
búi sínu í sveit en sinntu jafn-
framt ýmsum félagsmálastörfum
fyrir bændastéttina og urðu síðan
kunnir af þeim. Sá hefur hingað
til verið styrkur bændastétt-
arinnar að hún hefur getað kvatt
menn úr sínum röðum til að fara
með mál sín, allt upp í æðstu
stjórn þeirra. Það er einkum úr
þeim hópi sem valið hefur verið í
þessa bók.
Þættirnir í Bóndi er bústólpi
eru misjafnlega líflegir, en yfir-
höfuð vel skrifaðir og læsilegir.
Forsíðumyndin er af burstabæ
eins og þeir gerðust svipmestir á
fyrri tíð. Fer vel á því þar sem það
varð nú einu sinni hlutskipti
þeirrar kynslóðar, sem skrifað er
um í bókinni, að fæðast og stíga
fyrstu spor sín í þess konar bæjum
en flytja síðan í »stofuhús« eða
annars konar timburhús og að lok-
um í steinhús. Þó svo sé nú komið
að einungis fá prósent íslendinga
eigi heima í sveitum og sinni bú-
störfum er sveitalífið enn ofarlega
í meðvitundinni. Af þeim sökum
eiga bækur sem þessi jafnan
greiða götu til lesenda.
Til hærri heima
Bókmenntír
Ævar R. Kvaran
TIL HÆRRI HEIMA
llöfundur: Séra Jón Auðuns.
Útgefandi: Skuggsjá, 1981.
Margar af greinum þeim sem
birtar eru í þessari bók hafa á liðn-
um árum birst í Morgunblaðinu á
sunnudögum og er á því lítill vafi að
þær hafa verið mikið lesnar, þótt
ekki hafi þær fallið strangtrúuðum
og bókstafstrúarmönnum í geð. En
Jón var ekki einn þeirra manna sem
leita vinsælda með því að vera öll-
um sammála eða a.m.k. leyna skoð-
unum til þess að öðlast ekki and-
stæðinga. Hann var maður hrein-
skiptinn og hreinskilinn og fór aldr-
ei leynt með skoðanir sínar á and-
legum málum, sem iðulega féllu
ekki yfirmönnum hans í geð. Það
skipti hann engu. Hann var bar-
dagamaður þess sem hann áleit
sannleikann. Séra Jón bendir á það
í skýringarorðum með þessari bók,
að hann minnist oft á þessum blað-
síðum á „rétttrúnað". Þar sem þetta
orð hefur af mörgum verið skilið í
þeirra merkingu, að með því eigi
séra Jón við rétta trú, þá bendir
hann á það, að slíkt hafi verið fjarri
sínum skilningi. Með orðinu „rétt-
trúnaður" á séra Jón við bókstafs-
bundna og þröngsýna guðfræði-
stefnu, sem hann segir að hafi verið
allsráðandi eftir daga Guðbrands
biskups og allt til þess þegar Magn-
ús konferensráð Stephensen og
fleiri ágætir menn ruddu víðsýnni
stefnu veg. En séra Jón telur, að
„rétttrúnaðar" í þessari merkingu
hans gæti í ýmsu í guðfræði okkar
enn þann dag í dag.
Sr. Jón Auðuns
Það fer tæpast milli mála, að af
prestum þeim sem lagt hafa spirit-
ismanum lið hafi, auk séra Haralds
Nielssonar, Jón Auðuns borið einna
hæst. Hann var eftirmaður Einars
Kvarans skálds sem ritstjóri Morg-
uns, þar sem hann skrifaði feikna-
mikið um þau mál.
Þegar séra Jón varð fimmtugur
sendi skáldið Grétar Fells honum
afmæliskveðju í bundnu máli. Síð-
asta visan var á þessa leið:
Ylji unnur og sterkur
uppri.suljómi |K*im stól.
Vertu vorhuuan.N klerkur,
vígður Ijó.si og nóI.
Grétari þótti þetta eiginlega hafa
orðið að áhrínsorðum, því séra Jón
hafi verið vaxandi klerkur og óum-
deilanlega orðið einn af höfuðklerk-
um þjóðarinnar. Hann var óvenju-
lega djarfmæltur og hreinskilinn og
vfir honum oft lagið að segja meira
í fáum orðum en aðrir í lengra máli.
Þessi bók ber það með sér.