Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 Mjólkurfræðingar hafna ASI-samkomu- laginu og boða verkfall: Mun fijótlega hafa áhrif semjist ekki MJÓLKURFRÆÐINGAFÉLAG íslands hefur boðað til verk- falls og hafi samningar ekki tekist byrjar verkfall mjólkur fræðinga um allt land annan mánudag, þann 14. desember. Einn fundur hefur farið fram um kröfugerð mjólkurfræðinga hjá sáttasemjara ríkisins, en ekkert miðaði í samkomulagsátt á þeim fundi og því ákváðu mjólkurfræðingar að boða til verkfalls, en þeir hafa hafnað samningi á grundvelli ASÍ- samkomulagsins við vinnuveitendur. Talið er að áhrifa verk- falls mjólkurfræðinga, ef af því verður, muni gæta fljótlega eftir að það skellur á. Samningar mjólkurfræðinga voru lausir 1. nóvember síðastlið- inn og var kjaradeilu þeirra við Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband Samvinnufé- laga vísað til sáttasemjara fyrir nokkrum dögum. Fyrsti formlegi samningafundurinn var haldinn í fyrradag og þar rætt um kröfur mjólkurfræðinga, sem byggjast á því, að við þá verði gerður kjara- samningur eins og hjá mörgum öðrum hópum. Guðlaugur Björgvinsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, sagði að í kröfum sín- um færu mjólkurfræðingar fram á þennan kjarasamning, en auk þess að þeir héldu ákveðnum greiðsl- um, sem nú eru inni í kjara- samningum þeirra. Sagðist Guð- laugur meta kröfur mjólkurfræð- inga til 21-27% launahækkana mismunandi eftir því hve langt nám mjólkurfræðingar hafa að baki. Mjólkurf^æðingar hafa rætt um skammtímasamning eins og ASI gerði á dögunum með 3,25% launahækkun á samningstíman- um. Hafa þeir hafnað slíku samkomulagi. Guðlaugur Björg- vinsson sagði að kröfur mjólkur- fræðinga kæmu vart til greina og ekki væri hægt að semja allt öðru vísi við mjólkurfræðinga en aðra launþega í landinu. Stálu peninga- boxum úr stöðumælum STÖÐIJMÆLAR í Tryggvagötu voru á þriðjudag spenntir upp og höfðu þjófarnir á brott með sér peninga- box, sem í mælunum voru. Alls eyði- lögðu þjófarnir fimm stöðumæla og höfðu peningaboxin úr þeim á brott með sér. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þjófanna. „Þú og ég“ slá í gegn í Japan NÚ er komin út á Japansmark- aði 12 laga plata, „You and 1“ (Þú og ég), með þeim Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni. I>ar syngja þau lög eftir íslenzka hljómlistarmenn og hefur plöt- unni þegar verið tekið mjög vel í norðurhluta Japans og hafin er kynning á henni í suðurhlutan- um. Að sögn Steinars Berg ís- leifssonar, hljómplötuútgef- anda, gengur sala plötunnar nú þegar mjög vel og lag Gunnars Þórðarsonar „We Are the Love“ (Þú og ég) er orðið geysivinsælt í norðurhluta Japans, þar sem kynning plöt- unnar hófst. Þá sagði hann að byrjað væri að kynna plötuna í Tokyo og væru markaðshorfur mjög góðar. Og nú eftir helgina yrði gerð sjónvarpsauglýs- ingamynd með þeim Helgu og Johanni, þar sem þau syngju lagið, og yrði hún send til Jap- ans. Þá sagði Steinar að platan hefði þegar verið auglýst á miðopnu í stærsta tónlistar- blaði Japans og kvaðst hann vera bjartsýnn á að góður ár- angur næðist þar, en enn hefði hann ekki fengið neinar tölur um sölu. Ný Ijóðabók Jóns úr Vör komin út BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefíð út nýja Ijóðabók eftir Jón úr Vör. Heitir hún Regnboga- stígur og flytur 53 kvæði, 28 frumort en 25 þýdd. Frumortu Ijóðin skiptast í þrjá flokka sem bera fyrirsagnirnar llringlcikar, Káðgjafinn og Von- arstræti. Höfundar þýddu kvæðanna eru skáldkonurnar Guðrið Helmsdal Nielsen, Aslaug Listad Lygre, Birgit Filskov, Maria Wine og Edith Söd- ergran. Um höfundinn og skáldskap hans segir á bókarkápu: „Jón úr Vör gerðist ungur frumherji um- deildrar formbyltingar í íslensk- um nútímakveðskap en hefur löngu tryggt sér virðulegt sæti á skáldaþingi. Fyrri bækur hans eru: Ég ber að dyrum (1937), Stund milli stríða (1942), I>orpið (1946), Með hljóðstaf (1951), Með örvalaus- um boga (1951), Vetrarmávar (1960), Maurildaskógur (1965), Mjallhvítarkistan (1968), Vinarhús (1972) og Altarisbergið (1978). Regnbogastígur er ellefta ljóðabók Jóns úr Vör, og enn sem fyrr reyn- ist hann trúr sérstöðu sinni: ein- földum en einlægum boðskap skálds er finnur sárt til með öllu Jón úr Vör sem berst og líður og þarf á mannrænum skilningi að halda til þess að njóta sín. Ljóðin í bókinni eru rökrétt framhald af fyrri kvæðum þessa hreinskilna skálds sem telst hófsamur en einarður boðberi kröfunnar um betra og fegurra mannlíf". Regnbogastígur er 108 bls. að stærð. Káputeikningu gerði Snorri Sveinn Friðriksson, en bókin er sett, prentuð og bundin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Stolið hjá herstöðvaandstæðingum UM 1500 KRÓNUM í peningum var stolið á skrifstofu herstöðvarand- stæðinga á Skólavörðustíg la. Ekki er Ijóst hvenær peningunum var stolið, en um kl. 18 á miðvikudag var peninganna saknað. Hvort þeim var stolið á miðvikudeginum, eða aðfaranótt miðvikudagsins, er ekki Ijóst. Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í Safnarabúðina á Frakkastíg 7. Þaðan var stolið um 200 kassettum og útvarpstæki. Þjófurinn fór inn um glugga. Tals- verðar skemmdir voru unnar í verzluninni og var allt á rúi og stúi þegar að var komið. >0 r \ Víð þurfum ekkí að tala undir rós. PHILIPS 20" IHasjónvarpstækin kosta ekki nema9.485 krónur! Það er ótrúlegt en alveg satt. Nýju litasjonvörpin hafa / Philips litasjónvörpin eru til í mörgum stærðum og sjaldan verið á betra verði. Tökum til dæmis / / gerðum. Annað dæmi um góð kaup eru til dærois vinsælustu sjónvarpstækin frá Philips, falleg litasjón- f J Philipstækin með 20“ skermi, sem kosta varpstæki með 26“ skermi og og fjarstýringu. Þau j / aðeins »185 .- krónur, sé miðað við staðgreiðslu. kosta 14.135 .- krónur, heimsend og stillt. Þetta verð er miðað við staðgreiðslu, en auðvitað koma ýmsir / greiðslumátar til greina, þá með mismunandi verði l J eftir greiðslugetu þinni. Þá er einnig rétt að geta þess, ^ að þu getur fengið 26“ litasjónvarp án fjarstýringar fyrir kr. 12257.- miðað við staðgreiðslu. j PMIðJPS heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 204S5 - SÆTUN 8 - '5655 Þetta eru frabær litasjónvörp í einu orði sagt. Philips hefur getið sér mjög gott orð fyrir vöruvöndun og framleiðslugæði. Þetta kemur ekki síst fram í myndgæðum og góðu verði. Sölumenn okkar veita þér fiíslega frekari upplýsingar um litasjónvarp, sem hæfir heimili þínu. Nú er tíminn til aö IHvæÓast fyrir veturinn! y.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.