Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.1981, Blaðsíða 32
TUDOR rafgeymar . já þessir meó 9 líf íKORRI HF Laugavegi 180, sími 84160 iKgtironlitafrft' Demantur M æðstur éðalsteina éltil & áHlfur Laugavegi35 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 20 dagar til jóla Eins manns flokkur þrí- klofínn í borgarstjórn VIÐ UMRÆÐUR í borgarstjórn í gœr jns Keðjunnar, varðandi beimild til kveldi um umsókn myndbandaklúbbs- lagningar jarðstrengja um borgina, velti Sigurjón Pétursson forseti borgar stjórnar því fyrir sér hvort Sjálfstæðis- flokkurinn yrði samkvæmur sjálfum sér í máli þessu. En borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með umsókn fyrirtækisins Videoson um sama efni. Davíð Oddsson sagði varðandi þetta, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vera sjálfum sér samkvæmur, en hinsvegar vekti það athygli að tekist hefði að gera bullandi ágrein- ing um málið í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins sem ekki væri í nema einn maður! Sagði Davíð að Kristján Benediktsson hefði greitt atkvæði með leyfisveitingu til Vid- eoson á sínum tíma, en setið hjá við atkvæðagreiöslu um leyfi til Keðj- unnar. En varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins, þau Eiríkur Tómasson og Gerður Steinþórsdóttir væru mjög á móti leyfisveitingum af þessu tagi, einkum Eiríkur, sem lýst hefði því yfir að hér væri um lögbrot að ræða og talað langt mál þar um. Davíð Oddsson: Nokkrir fulltrúar í viðræðunefndunum ganga af stuttaralegum viðræðufundi í gær. Ljósm. Mbi. rax. Viðræðurnar við Alusuisse: Svisslendingarnir lögðu fram gögn í súrálsmálinu Sjálfstæðismenn munu bera fram tillögur um lækkun fasteignaskatta - * mnaiTliT m I i _ _ 1I-__ ENN HÆKKAK fasteignamatið hlutfallslega meira en tekjur manna og það kemur mér á óvart að svo skuli vera nú annað eða þriðja árið í röð og ég held að fasteignagjöldin eigi eftir að verða mörgum stórkostlega erfið, sagði Davíð Oddsson oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn í samtali við Mbl. í gær. — Á hverju ári eftir að vinstri meirihlutinn tók við í Reykjavík höfum við sjálf- stæðismenn flutt tillögur um að álagning á fasteignir verði lækkuð, því sjálfstæðismenn hafa álitið fasteignaskattana vera of háa, sagði Davíð ennfremur. — Álagningin verður nú ákveðin í framhaidi af þessari niðurstöðu Fast- eignamats ríkisins og við höf- um ekki enn mótað tillögur okkar til lækkunar, en þær munu koma fram þegar borg- arstjórn fjallar um álagningu fasteignagjalda. Þessi sífellda og mikla hækkun fasteigna- skattanna er mjög erfið fyrir fólk og minna má á að hún bitnar ekki síður á leigjend- um, því þann kostnað reikna húseigendur inn í húsaleig- una. Coopers & Lybrand formleg tillaga hefur komið þar að lútandi, en sem kunnugt er kom það fram í samþykkt frá ríkis- stjórninni í júlí sl. að kanna bæri möguleika á slíkri verksmiðju. I viðræðunum nú hefur ekkert verið fjallað um nýja raforkusamninga eins og iðnaðarráðherra hefur gef- ið í skyn, en Svisslendingarnir hafa afdráttarlaust neitað að ræða annað í viðræðunum en þau ágreiningsmál sem uppi eru milli fyrirtækisins og íslenzkra stjórn- valda og þá aðeins miðað við framkvæmd hins upphaflega samnings aðilanna. Viðræður aðilanna halda áfram í dag. Telja að þau hnekki niðurstöðum í skýrslu SAMNINGAVIÐRÆÐUR íslenzkra stjórnvalda og Alusuisse hófust í Reykjavík í gær um ágreining aðila varðandi súrálsverð, rafskautafram- leiðslu og fleira. f skoðanaskiptum aðila á fundinum stóð „járn í járn“. Svisslendingarnir lögðu fram á fund- inum álit tveggja sérfræðinga í súr áli og einnig lögfræðilegt álit sem þeir telja að hnekki niðurstöðum í skýrslu brezka endurskoðunarfyrir- tækisins Coopers & Lybrand sem telur að Alusuisse skuldi íslenzka ríkinu skatta. Var skipst á skoðun- um um þessi atriði, en íslenzka nefndin sem á fyrri fundum var köll- uð viðræðunefnd, heitir nú samninganefnd um álverið með til- skipun frá Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra. í samtali við iðnað- arráðherra í gærkvöldi sagðist hann ekkert vilja tjá sig um þessar við- ræður enda lægi ekkert fyrir sem fólk ætti að fá að vita um. í viðræðum nefndanna hefur nokkuð verið fjallað um þann möguleika að byggja rafskauta- verksmiðju hér á landi, en engin Kannar áhrif fíkniefnadóma Skipaður af Svavari Gestssyni SVAVAR Gestsson, heilbrigðisráð- h<'rra, hefur skipað llrafn Pálsson, félagsráðgjafa, til að kanna hvaða áhrif fíkniefnadómar, scm féllu árið 19H0, hefðu haft á líf þeirra sem da-mdir voru. Hvort viðbrögð þjóð- f. lag .ins væru á einhvern hátt til Blaðamenn Dagblaðsins & V ísis: Gera kröf- ur um „rösk- unarbónus“ BLAÐAMENN Dagblaðsins & \ ísis hafa lagt fyrir forráðamenn blaðsins kröfur um bætur vegna ymiss konar óþæginda er þeir hlutu þegar Dagblaðið og Vísir voru sameinuð. Hér er um að ræða kröfu um greiðslu á 50% af mánaðarlaunum hvers blaða- manns og komi greiðslan til framkvæmda hinn 15. desember nk. í dag er ráðgerður fundur fulltrúa starfsfólks með for- ráðamönnum Dagblaðsins & Vísis vegna krafna þessara. Mun stjórnendum blaðsins verða gefinn fjögurra daga frestur til að svara kröfunum. L'ndanfarna daga hafa blaða- menn rætt sín á milli hvort og þá hvernig ætti að fara fram á bætur vegna þeirra óþæginda er starfsmenn telja sig hafa orðið fyrir vegna hinnar óvæntu sameiningar Vísis og Dagblaðsins. góðs og hvort fylgni sé milli dóms og breyttrar hegðunar viðkomandi eftir dóminn. „Mér var falið að kanna hvaða áhrif dómar hefðu haft á viðkom- andi. Hvort þeir hefðu breytt ein- hverju í lífi þessara einstaklinga, hvort þeir hefðu haft heilsufars- lega breytingu í för með sér, til líkama og sálar," sagði Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi, í samtali við Mbl. „Með áhrifum dóma á ég við, hvort fólk hefur látið af neyzlu fíkniefna, hvort fólk hefur farið í felur með neyzlu fíkniefna, hvort því finnist meðferð á sér réttlát eða ranglát. Hvort jákvæðar eða neikvæðar hugarfarsbreytingar hafi átt sér stað. Þessi könnun er gerð með heilbrigðissjónarmið í huga. Leiða má getur að því, að tals- vert margir hafi neytt fíkniefna hér á landi, en þetta fer leynt og erfitt að meta nákvæmlega. Fólk, sem neytt hefur fíkniefna, er vart um sig og hrætt við að gefa upp- lýsingar. Það er ljóst, að mun fleiri neita fíkniefna en almenn- ingur veit um. Markmiðið með þessari könnun er að fá yfirsýn yfir neyslu þess- ara efna hér á landi og þeir sem hlutu dóm 1980 urðu fyrir valinu, en alls munu þeir vera um 280 talsins. Talið er, að af fíkniefnum sé hass mest neytt hér á landi og spurningin er, hvort eigi að leggja að jöfnu fólk, sem neytir hass eða þeirra sem sprauta sig með nál, eða einhverju öðru. Hópar verða síðan teknir til viðmiðunar og ég vona, að þessi vinna leiði til heil- brigðrar umfjöllunar um þetta málefni í heild sinni," sagði Hrafn Pálsson. Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar: Samningarnir sam- þykktir með einu atkvæði Ká-sknjósfirði 3. desember. FUNDUR í Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar, sem haldinn var í gærkvöldi, sam- þykkti nýgerða kjarasamninga milli AS! og VSÍ með einu atkvæði gegn engu þar sem aðrir fundar- menn sátu hjá. Reyndar var um tíma útlit fyrir að samningarnir féllu á jöfnu, 0:0, þar sem í upp- hafi vildi enginn samþykkja samningana. Þá var borin fram tillaga þar sem mótmælt var harðlega frammistöðu samninga- nefndar ASÍ og var hún samþykkt samhljóða. Albert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.