Morgunblaðið - 19.01.1982, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
Sjötugur í dag:
ívar Guðmundsson
aðalræðismaður
Ekki kæmi mér á óvart, þótt
ívar teldi MorKunblaðsárin bestu
árin í lífi sínu. Ég þekkti raunar
aðeins sjö þau fyrstu, en þá unn-
um við saman, en sjálfur starfaði
ívar á þriðja tug ára á blaðinu,
lengst sem fréttastjóri þess.
Fyrstu árin voru húsakynni
Morgunblaðsins, skrifstofur og af-
greiðsla, allt talið, þar sem nú er
Parísarbúðin í Austurstræti 8. En
aðeins nokkrum árum síðar var
ritstjórn Morgunblaðsins búin að
leggja undir sig alla efri hæðina í
Austurstræti 8, milli Austur-
strætis og Austurvallar. Má af því
marka, að nokkuð var aðhafst á
þessum árum. Blaðið stækkaði,
kaupendum fjölgaði (einhvern
tíma um þær mundir var mér sagt
að uppiag blaðsins væri þá 12 þús.,
í 40 þús. manna borg, með stopul-
um samgöngum út um landið,
enda blaðið Isafold, upplag 5 þús.,
sent í sveitirnar) og nýjungar voru
teknar upp. í þeim hópi, sem þá
vann á ritstjórn Morgunblaðsins,
voru aðallega fjórir menn, rit-
stjórarnir Valtýr Stefánsson og
Jón Kjartansson og við blaða-
mennirnir tveir, ívar og sá sem
þetta ritar (Árni Óla sá um Les-
bókina). Þótt heita ætti i orði
kveðnu að verkaskipting væri á
milli þessara manna, þá er samt
auðsætt, í ekki stærri hópi, að all-
ir voru allt í öllu, inniendum frétt-
um, erlendum, stjórnmálafréttum,
myndatöku, umbroti o.fl. o.fl. En
jafn augljóst er líka, að slíkur
hópur, sem byrjaði vinnu að
morgni dags og hætti aldrei fyrr
en eftir miðnætti, stundum löngu
eftir miðnætti, hlaut að kynnast
innbyrðis vel og náið, nánar
kannski en almennt tíðkast. Hér á
ofan bættist sameiginlegt áhuga-
mál, blaðamennskan, og það sem
einkennir alla blaðamenn, það
takmark umfram allt að vera
fyrstir með fréttirnar.
Sérsvið ívars (ef hægt er að tala
um sérsvið) var allt sem varðaði
inniendar fréttir, íþróttir og jafn-
vel myndataka. Sérstaklega er
mér minnisstóeð venjuleg kódak-
mynd, sem Ivari tókst á stolnu
augnabliki að taka af þeim tveim
saman, Óiafi Thors og Jónasi frá
Hriflu, á bakka Almannagjár.
Upp úr því hefst talið um „hægra
brosið", sem allir kannast við, sem
muna þá tíma. „Hægra brosið" fór
þó ekki að draga arnsúg fyrr en
Árni frá Múla, leiðaraskrifari
blaðsins, hafði fjallað um það.
Austurstræti var á þeim árum
miklu meiri og skemmtilegri lífæð
Reykjavikur heldur en það er nú.
Og óhætt er að fullyrða, að á þessu
tímabili hafi allir, sem um strætið
fóru, kannast við unga manninn
ofan úr Fischersundi, sem upp úr
þurru hafði gerst biaðamaður og
lagt síðan drjúgum lið við að gera
hálfgert sveitablað að nútíma-
blaði.
Ivar var lífið og sálin í starfi
okkar á Mogganum og það í svo
ríkum mæli, að Valtýr sá einu
sinni ástæðu til að skýra hann upp
og kalla hann Vivax, manninn
með lífsfjörið. Sjálfur sá Ivar síð-
an um að gera Vivax-nafnið frægt
á síðum Morgunblaðsins. Við er-
um ekki mörg á lífi, sem tókum
þátt í gleði og sigrum þessara
gömlu Morgunblaðsára. Auk
okkar ívars man ég eftir Tótu
Hafstein, sem sá um kvennasíðu
blaðsins, og Sigurði Bjarnasyni
sendiherra, sem oft gekk til liðs
við okkur, þótt hann væri að öðru
leyti við nám.
Ég ætla að taka mér bessaleyfi
og óska ívari heilla í nafni okkar
allra. Hann má gjarnan vita, að
þessi gömlu gleðiár gleymast ei.
Pétur Ólafsson
Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands:
Allir telja þörf á auknum
bílastæðum í miðborginni
- nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti
„KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa á undanförnum árum mótmælt öll-
um tilraunum borgaryfirvalda til þess að fjarlægja stöðumæla við Laugaveg.
Þessi tilraun meirihluta borgarstjórnar gengur þvert á skoðun allra fyrir
tækjanna sem stunda atvinnurekstur við Laugaveg, svo og fjölmargra stofn-
ana, sem gert hafa athuganir varðandi málið,“ sagði Magnús E. Finnsson,
framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, í samtali við Mbl.
— Eins og kunnugt er, sam-
þykkti borgarstjórn fyrir skömmu
að fjarlægja alla stöðumæla frá
Klapparstíg og niður úr.
— Vegna þessarar ákvörðunar
borgarstjórnar höfum við boðað
„VIÐ FUNDUM tvær mjög stórar
torfur. Önnur hélt sig fast við hafnar-
garðinn í Þorlákshöfn og var austur
undir Kyrarbakka og reyndust þar
vera um 100 þúsund (onn. ilin torfan
hélt sig við Þjórsárósa og okkar mæl-
ingar sýndu að hún var 150 þúsund
tonn. Kg tel að mcginhlutinn af síld-
inni hafi haldið sig þarna og því teljum
við stofninn nú vera 250 þúsund tonn.
í fyrra þegar stofninn var mældur á
fjörðum Austanlands var hann 235
þúsund tonn,“ sagði Jakob Jakobsson,
n.skifræðingur þegar Morgunblaðið
ra-ddi við hann í gær, en Jakob hefur
nú lokið útreikningum á stærð ís-
lenzka sumargotstofnsins.
Jakob sagði að auk þess sem síldin
héldi sig nú á allt öðrum slóðum en í
fyrra, væri ástandið ólíkt, að því
leyti, að meira væri um stóra síld í
stofninum en þá, og ennfremur væri
til fundar alla kaupmenn við
Laugaveg nk. miðvikudag, en auk
þeirra hefur verið boðið á fundinn
Sigurjóni Péturssyni, forseta
borgarstjórnar, Sjöfn Sigur-
björnsdóttur, Kristjáni Bene-
minna af smásíld á ferðinni en þeir
hefðu átt von á.
„Samkvæmt mælingum okkar, þá
reiknum við með að hrygningar-
stofn sumargotsíidarinnar verði um
200 þúsund tonn í vor og verður það
í fyrsta skipti í mörg ár, sem hann
nær þeirri stærð. Stærstur reyndist
hrygningarstofninn vera 300 þúsund
tonn og markmið okkar er að stofn-
inn nái þeirri stærð. Ef við fáum
góða árganga, þá verður þess ekki
langt að bíða að hrygningarstofninn
nái þeirri stærð. Eftir það teljum
við óhætt að veiða 60—70 þúsund
tonn af 3Íld á ári,“ sagði Jakob.
Hann sagði að enn yrði lítið sem
ekkert vart við ísienzku vorgotssíld-
ina og mætti segja að hún væri svo
til útdauð, en hér fyrr á árum var
vorgotsíldin mun mikilvægari í síld-
veiðum Islendinga en sumargotsíld-
in.
diktssyni og Davíð Oddssyni,
borgarráðsmönnum.
Það eru í raun allir, nema nú-
verandi borgarstjórnarmeirihluti,
sem telja mikla þörf á auknum
bílastæðum og sérstaklega aukn-
ingu stöðumæla í miðborg Reykja-
víkur til lausnar umferðarvandan-
um. Því höfum við mótmælt þess-
um fyrirhuguðu aðgerðum mjög
harðlega. Þessi samþykkt er í
raun ekkert annað en fyrsta skref-
ið í þá átt að fjarlægja alla stöðu-
mæla af Laugavegi til þess að
þóknast Strætisvögnum Reykja-
víkur.
Borgaryfirvöld verða að skilja,
að Laugavegurinn er fjölfarnasta
gönguleið á íslandi, jafnframt því
að vera mesta verzlunargata
landsins. Almenningur hefur því
mikilla hagsmuna að gæta í þessu
máli.
Þá má auðvitað geta þess.að
kaupmenn og aðrir sem reka at-
vinnufyrirtæki við Laugaveg
greiða mjög háa fasteignaskatta
og vilja því fá þjónustu frá borg-
inni í staðinn, sem meðal annars
felst í því að sjá fyrir bílastæðum
og stöðumælum við götuna.
Kaupmannasamtökin hafa gert
tímamælingar á ferðum SVR
niður Laugaveg og sýna þær, að
vagnarnir verða ekki almennt
fyrir töfum vegna umferðar einka-
bíla á Laugaveginum.
Kaupmannasamtökin hafa bent
á, að það þurfi aukna löggæzlu við
Laugaveg til þess að liðka fyrir
umferð og koma í veg fyrir ólög-
legar bifreiðastöður. Annars er
Laugavegsmálið einungis smá-
hluti af umferðarvandamáli mið-
borgarinnar og breytingar á um-
ferðinni um Laugaveg er engin
lausn á því vandamáli, en nú hafa
yfirvöld stungið dúsu upp í hags-
munaaðila með því að boða sam-
keppni um skipulag „kvosarinnar"
svokölluðu," sagði Magnús E.
Finrtsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtakanna að síð-
ustu.
Sfldarstofninn mældist 250 þúsund tonn:
„Hrygningarstofn-
inn verður 200
þúsund tonn í vor“
segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur
Brandenborgarkon-
sertar í Gamla bíói
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Það var almenn skoðun að
hvergi væri betri hljómburður í
hérlendum tónleikasal en Gamla
bíói. Þrátt fyrir þá staðreynd
reyndist hljómleikahald erfitt,
bæði vegna aðstæðna á sviðinu
og að á bestu tímum til hljóm-
leikahalds þurfti leigutaki oft að
kaupa upp heila kvikmyndasýn-
ingu.
Nú hefur svo skipast vegna
breytinga, að Gamla bíó er
ákjósanlegt til hljómleika-
halds og líklegt að í sambýli
við uppfærslur á óperum verði
hægt að halda þar að minnsta
kosti kammertónleika og ein-
leikstónleika. Ef smíðaður yrði
útbúnaður til að loka hljóm-
sveitargryfjunni og þannig
stækka sviðið verulega, mætti
halda tónleika með mjög fjöl-
mennu liði flytjenda. Fjórir af
sex Brandenborgarkonsertum
Bachs voru fluttir af kamm-
ersveit og átti Guðný Guð-
mundsdóttir, konsertmeistari,
hugmyndina að þessum tón-
leikum og fékk til liðs við sig
stjórnandann Gilbert Levine
og hljóðfæraleikara, aðallega
úr Sinfóníuhljómsveit íslands.
Tónleikar þessir hafa nokkra
sérstöðu, því þarna var verið
að reyna Gamla bíó sem
hljómleikahús eftir þær breyt-
ingar sem íslenska óperan lét
gera á húsinu. Óhætt er að
fullyrða, að Gamla bíó er frá-
bært hljómleikahús, þó rétt sé
að reyna það enn frekar fyrir
mismunandi tónlistarflutning,
bæði söngtónlist og hljóðfæra-
tónlist. Tónleikarnir hófust á
6. konsertinum, lágfiðlukon-
sertinum. Hann er að mestu
samleikur tveggja lágfiðla með
örlitlum ígripum hjá gömbu og
selló. Mark Reedman og Helga
Þórarinsdóttir léku lágfiðlu-
raddirnar og var margt fallega
gert hjá þeim, þó heildarhlj-
ómurinn væri nokkuð mattur.
Annað viðfangsefnið var 5.
konsertinn, en í honum er með
fiðlusveitinni flauta, sóló-fiðla
og einleikssembal (cembalo
concertato). Seinni partur
fyrsta þáttar er sembalsóló
sem Helga Ingólfsdóttir lék
mjög vel. I öðrum kaflanum
léku Manuela Wiesler, Guðný
Guðmundsdóttir og Helga Ing-
ólfsdóttir þríleik, en þessi
„afettuoso“-kafli er eitt af því
fallegasta ritað af meistara
Bach.
Eftir hlé var leikinn 1. kon-
sertinn og lauk tónleikunum
með þeim fjórða. Fyrsti kon-
sertinn er saminn fyrir
strengi, tvö horn, þrjú óbó og
fagott. Hornleikarar voru Jos-
eph Ognibene og Jeanne Ham-
ilton og var leikur þeirra mjög
góður. í síðasta tríóinu leika
hornin með óbóunum og til að
finna að, hefðu hornin mátt
vera aðeins sterkari. Adagio-
kaflinn var nokkuð laus í sér
og samleikur litlu fiðlunnar
(violino piccolo) og óbósins
ekki sannfærandi, þrátt fyrir
góðan leik Kristjáns Stephen-
sen. Fjórði konsertinn er einna
vinsælastur Brandenborgar-
konsertanna, en hann er sam-
inn fyrir strengi, sólófiðlu og
tvær flautur. Sólótríóið var í
höndum Guðnýjar Guð-
mundsdóttur, Manuelu Wiesl-
er og Jóns Sigurbjörnssonar og
var samspilið milli Manuelu og
Jóns víða mjög fallegt. Mest
mæddi þó á Guðnýju, sem lék á
köflum frábærlega vel. í heild
voru tónleikarnir góðir og
haldnir á réttum tíma, enda
var aðsóknin óvenjugóð. Auk
þeirra sem fyrr hafa verið
nefndir, léku Auður Haralds-
dóttir, Gréta Guðnadóttir,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir,
Stephen King, Carmell Russill,
Isidor Weiser, Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir og Jennifer King
á strengi, og Janet Wareing,
Daði Kolbeinsson og Haf-
steinn Guðmundsson á blást-
urshljóðfæri.