Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
50 ára afmæli FÍH:
Hátíðarhöld í heila viku með
lifandi tónlist um alla borg
Félag íslcnskra hljómlistarmanna verður fimmtíu ára 28. febrúar nk.
og í tilefni þessara tímamóta verður efnt til veglegrar afmælishátíðar,
sem standa mun yfir í heila viku. l»ar verður rifjuð upp saga félagsins í
máli og myndum og lifandi hljóðfæraleik undir kjörorðinu „lifandi tónlist
um alla borg“ á hverjum degi, frá mánudeginum 22. febrúar og fram á
sunnudaginn 28. febrúar. Verður eitthvað um að vera í borginni þessa
daga, sem minnir á starf íslenskra hljómlistarmanna í hálfa öld.
Að sögn Birgis Gunnlaugsson-
ar, formanns hátíðarnefndar,
hófst undirbúningur hátíðarinn-
ar í október sl., en hin stórhuga
hugmynd að svo veglegum hátíð-
arhöldum hefði þó verið að
brjótast um í mönnum í heilt ár.
Dagskráin er nú að mestu full-
mótuð og þar muni leggja hönd á
plóginn stór hluti allra félags-
manna, sem enn geta tekið lagið.
Birgir sagði að sjónvarpið myndi
taka upp alla dagskrána til varð-
veislu og yrði þar um að ræða
ómetanlega heimildarmynd um
íslenskt tónlistarlíf síðustu
fimmtíu árin.
Á hátíðinni verður gamla
kaffihúsatónlistin endurvakin
þar sem leikið verður á Borginni
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudagogá Esjubergi föstu-
dag, laugardag og sunnudag, en
tónlistin verður flutt á þessum
stöðum um eftirmiðdaginn. Þá
verða tónleikar á Broadway frá
mánudagskvöldi fram á föstu-
dagskvöld, þar sem rifjuð verður
upp þróun dægurlagatónlistar-
innar.
Á mánudagskvöld verður
þróunin síðustu tíu ár rakin, á
þriðjudagskvöld Bítlatímabilið
þar sem Hljómar frá Keflavík
munu m.a. koma fram í hinni
upprunalegu mynd. Á miðviku-
dagskvöld verður rennt í gegnum
dægurlagatónlistina frá
1952—1968 þar sem fram koma
flestir þeirra sem gerðu garðinn
frægan á því tímabili og á
fimmtudagskvöld tímabilið
1942—1952. Fyrstu tíu árin í
sögu félagsins verða svo rakin á
tónleikum í Broadway á föstu-
dagskvöldið.
Auk þess sem hér hefur verið
nefnt, mun verða efnt til útitón-
leika á Lækjartorgi á mánudag,
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag, þar sem leikin verð-
ur hornatónlist, pönk og jass.
Auk þess verða jasstónleikar á
Sögu, mánudags-, þriðjudags- og
miðvikudagskvöld.
Hátíðartónleikar verða í Há-
skólabíói á laugardag þar sem
sinfóníuhljómsveitin og tveir
karlakórar koma fram undir
stjórn Páls P. Pálssonar, en sin-
fóníuhljómsveitin verður auk
þess með tónleika í Háskólabíói
á fimmtudagskvöld þar sem
frumflutt verður nýtt íslenskt
tónverk.
Af öðru sem bryddað verður
upp á í tilefni afmælisins má
nefna að 168 félagsmenn í FÍH
munu heimsækja allar sjúkra-
stofnanir á höfuðborgarsvæðinu
og skemmta með söng og hljóð-
færaslætti og auk þess verður
skemmtun fyrir lamaða og fatl-
aða í sal Öryrkjabandalagsins á
laugardaginn 27. febrúar. Þá
verður hátíðardagskrá í útvarp-
inu á sunnudaginn.
Björn R. Einarsson mun ekki láta
sitt eftir liggja á hátíðinni, en hann
mun stjórna 19 manna hljómsveit
og auk þess koma fram með hina
þekktu Borgarhljómsveit sína frá
sjötta áratugnum.
Til að auðvelda utanbæjar-
mönnum að sækja hátíðina hef-
ur verið samið við innanlands-
deild Flugleiða um sérstakar
pakkaferðir á hátíðina, en miðar
verða seldir fyrirfram í húsa-
kynnum FIH að Laufásvegi 40
og hjá innanlandsdeild Flug-
leiða, og hefst miðasala 15.
febrúar.
Auk Birgis Gunnlaugssonar
skipa hátíðarnefndina Ragnar
Bjarnason, Grettir Björnsson,
Helga Hauksdóttir og Gunnar
Egilson. Formaður FÍH er
Sverrir Garðarsson.
Hljómar frá Keflavík verða í hópi þeirra hljómsveita sem koma fram á
Broadway.
Fyrstu nemendur úr framhaldsnámi
Bankamannaskólans útskrifaðir
KYKSTI nemendur úr framhalds-
námi bankanna, sem er ný braut
innan Bankamannaskólans, voru út-
skrifaðir við hátíðlega athöfn í hús-
næði Útvegsbankans þann 14. janú-
ar síðastliðinn.
Að sögn skólastjórans, Þorsteins
Magnússonar, voru það 10 nemend-
ur sem útskrifuðust að þessu sinni.
Ilér er um tveggja vetra nám að
ræða og kennt á hverjum degi 2—4
FRAMBOf) peninga var afar mikið á
nýliðnu ári, fyrst og fremst vegna
óvcnjumikilla erlendra lána og aukins
peningalegs sparnaðar. Setti þetta
svip sinn á ýmsar meginstærðir, svo
sem aukningu grunnfjár um 91%, út-
lána innlánsstofnana um 71% og pen-
ingamagns og sparifjár um 73%. Þess-
ar upplýsingar er að finna í llagtölum
mánaðarins, riti hagdeildar Seðla-
banka íslands fyrir janúarmánuð.
— Að nokkru leyti eru þessar töl-
ur áætlaðar, þar sem upplýsingar
um inn- og útlán ná aðeins til nóv-
emberloka. Hins vegar liggja þegar
fyrir haldgóðar upplýsingar um
ýmsa liði úr reikningum Seðlabank-
ans um áramótin, þar á meðal
lausafjárstöðuna hjá innlánsstofn-
unum, en þróun hennar var með
óvenjulegum hætti á árinu.
Framvinda peningamála var að
ýmsu leyti hagstæð framan af ári.
Innlánamyndun varð mikil, gjald-
eyrisstaða bankanna fór batnandi
og lausafjárstaðan einnig. Sér-
stakri sveigjanlegri bindiskyldu
innlánsfjár var komið á í júní til að
koma í veg fyrir óhóflega útlána-
klukkustundir á dag í vinnutíma
nemendanna.
Eftirtaldar námsgreinar eru
kenndar í framhaldsnáminu:
bankahagfræði, bankalögfræði,
bankabókhald, bankarekstur,
bankaenska svo og tölvufræði,
skipulagsfræði og viðskiptafræði.
Þeir nemendur sem útskrifuðust
nú í fyrsta sinn úr framhaldsnám-
inu stunduðu nám sitt eftir venju-
aukningu innlánsstofnana og varð-
veita þann árangur, sem náðst
hafði varðandi lausafjárstöðu.
Yfir sumarmánuðina var lausa-
fjárstaðan hagstæðari en gengur og
gcrist á þeim árstíma, t.d. var hún í
ágústlok 324 milljón krónum betri
en ári fyrr. Næstu þrjá mánuði tóku
útlán hins vegar að aukast örar en
þau höfðu gert og fór vöxtur þeirra
þá langt fram úr aukningu innlána.
Þróun lausafjárstöðu snerist því
mjög til hins verra og olli erfiðleik-
um hjá mörgum innlánsstofnunum.
Í lok nóvember var lausafjárstaðan
í heiid 153 milljónir króna, eða að-
eins 70 milljón krónum hærri en ári
fyrr. I árslok var hún orðin 274
milijónir króna, sem er 45 milljón-
um króna lægra en í upphafi ársins.
Sem hlutfall af heildarinnlánum
var hún um 8% í upphafi ársins, en
um 4% í árslók að því er ætia mátti.
Hlutfallið er mun lægra en svo, að
innlánsstofnanir geti mætt algeng-
um sveiflum á peningarmarkaðin-
um án þess að taka yfirdráttarlán
hjá Seðlabankanum á háum vöxt-
um. Hlýtur því að draga mjög úr
útlánagetunni um sinn.
legu bekkjaskipulagi en í framtíð-
inni verður tekið upp svokallað
einingakerfi, þannig að nemendur
geta tekið fyrir ákveðin fög án
þess að Ijúka náminu í heild sinni.
I framhaldsnámi eru nú milli
40—50 bankamenn.
Það eru bankarnir sjálfir, sem
ákveða hvaða nemendur fari í
þetta nám og yfirleitt er hér um
að ræða reynda, eldri starfsmenn
með staðgóða undirstöðumenntun
að sögn Þorsteins Magnússonar
skólastjóra.
Sagði Þorsteinn ennfremur, að
með þessu námi væri verið að und-
irbúa bankastarfsmenn gagngert
til að taka við ábyrgðarstöðum og
væri námið því fræðilegra en
námskeið, sem haldin eru fyrir
nýliða i Bankamannaskólanum.
Við athöfnina afhenti skóla-
stjórinn prófskírteini og þeir sem
efstir urðu hlutu viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur. Helga
Jónsdóttir starfsmaður Lands-
bankans hlaut hæstu einkunn eða
8,67, sem eru 219 stig af 250 mögu-
legum stigum. Annar varð Egill
Sveinsson einnig starfsmaður í
Landsbankanum, en hann hlaut
einkunnina 8,44 og þriðji í röðinni
varð Ingigerður Einarsdóttir
starfsmaður í Útvegsbankanum,
hlaut hún einkunnina 8,40.
Skólastjórinn Þorsteinn Magn-
ússon hélt því næst ræðu, þar sem
hann rakti aðdraganda og eðli
hins nýja framhaldsnáms og um
leið þakkaði hann nemendum sín-
um góða viðkynningu og atorku-
semi í námi.
Fleiri tóku til máls en það voru
þeir Benedikt Guðbjartsson for-
maður skólanefndar Banka-
mannaskólans, Albert Guðmunds-
son, formaður bankaráðs Útvegs-
banka íslands, Lúðvík Jósefsson,
formaður bankaráðs Landsbanka
Íslands. Þá afhenti Hannes Páls-
son skólanefndarmaður Banka-
mannaskólans Gunnari Blöndal
fyrsta skólastjóra Bankamanna-
skólans bók í tilefni af sextugs-
afmæli hans, en Gunnar var
skólastjóri á árunum 1959—1979
eða í tæpan aldarfjórðung.
Mjög dregur úr útlánagetu innlánsstofnana:
Geta ekki mætt al-
gengum sveiflum
á peningamarkaði
- nema því aðeins að taka yfirdráttar-
lán hjá Seðlabanka á háum vöxtum
Hinir nýútskrifuðu nemendur ásamt skólastjóra. Efri röð frá vinstri: Kjartan
Ingvarsson, Jens V. Oskarsson, Indriði Jóhannsson, Róbert Þórðarson, Þórarinn
Þorbjörnsson, Egill Sveinsson, Gunnar H. Helgason. Neðri röð frá vinstri: Helga
Jónsdóttir, Þorsteinn Magnússon, skólastjóri, Jóna T. Viðarsdóttir og Ingigerður
Einarsdóttir.
Benedikt Guðbjartsson, formaður skólanefndar Bankamannaskólans heldur
ræðu. Sitjandi frá vinstri eru Adolf Björnsson, félagsmálafulltrúi Útvegsbankans,
Albert Guðmundsson, formaður bankaráðs Útvegsbanka íslands, og Lúðvík
Jósepsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands.
Hannes Pálsson, skólanefndarmaður Bankamannaskólans, afhendir Gunnari
Blöndal fyrsta skólastjóra Bankamannaskólans bók í tilefni sextugsafmælis
hans. Ljósm. ÖI.K. Magnússon.