Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
27
Opinberri heimsókn ungverska
utanríkisráðherrans lokið
OPINBERRI heimsókn utanríkis-
ráðherra Ungverjalands, Frigyes
l‘uja, og konu hans, sem hófst síð-
astlióinn fostudag lauk i sunnu
daginn.
Utanríkisráðherrann átti við-
ræður við Ólaf Jóhannesson
utanríkisráðherra or skiptust
þeir á skoðunum en ekki var
greint frá því sem þeim fór á
milli. Einnig ræddi ráðherrann
við Gunnar Thoroddsen forsæt-
isráðherra og heimsótti forseta
íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,
að Bessastöðum. Ungverski
ráðherrann og frú hans skoðuðu
söfn og mannvirki hér á landi.
Meðal annars var þeim boðið í
miðdegisverð á vegum Reykja-
víkurborgar, sem snæddur var í
Höfða, og er meðfylgjandi mynd
tekin þar fyrir utan. A myndinni
má meðal annars sjá ungverska
utanríkisráðherrann, Frigyes
Pyja, og Ólaf Jóhannesson utan-
ríkisráðherra.
Kennarar vilja
tryggingu vegna
slysa í starfi
„SI.ASIST kennari eða starfsmaður
skóla vid skóla sinn eða verði fyrir
líkamsárás, skulu greiddar fullar
bætur vegna meiðsla eða þjáninga
sem hann verður fyrir af þeim sök-
um.“ Svo hljóðar m.a. krafa Kenn
arasambands íslands, sem þeir hafa
reynt á undanförnum árum að koma
inn í aðalkjarasamning BSRB og fjár
málaráðuneytisins, með litlum
árangri þó.
Að sögn Valgeirs Gestssonar,
formanns Kennarasambands ís-
lands, er varla hægt að tala um
árásir á kennara sem sérstakt
vandamál hér á íslandi. Þó hefur
það komið fyrir en þá áttu í hlut
utanaðkomandi krakkar, eða
krakkar sem ekki voru í viðkom-
andi skóla. Skeði það á skóladans-
leik þar sem krakkarnir vildu kom-
ast inn, en var neitað um aðgang.
Þá kom í ljós að ef kennari verður
fyrir slysi í starfi, er hann ekki
IryRtíður fyrir því.
Kennarar hafa eins og aðrir rík-
isstarfsmenn tryggingu sem tekur
til dauða eða varanlegrar örorku,
en að sögn Valgeirs orkar það
nokkuð tvímælis með slys á vinnu-
stað hvort að sá sem valdi sé skaða-
bótaskyldur, eða þá ríkið. Það hef-
ur aldrei verið dæmt í slíku máli og
finnst því ekkert fordæmi fyrir því.
Ríkisstarfsmenn hafa farið fram á
mun tryggari slysabætur og hefur
verið í kröfugerð BSRB ósk um
verulegar bætur á tryggingakafla
allsherjarsamningsins. Segir Val-
geir að mikið vanti upp á að t.d.
kennarar séu vel tryggðir í starfi.
Aðspurður um hvort það færi
vaxandi hér á íslandi að nemendur
réðust á kennara sína sagðist Valg-
eir ekki hafa neinar tölur um slíkt,
en endurtók að slíkar árásir væru
svo fáar að þær teldusl ekki vanda-
mál hér á landi.
Leirinn notað-
ur óblandaður
VEGNA frétta, í Mbl. síðast í desetn-
ber um leirvinnslu í Búðardal hafði
Kolbrún Björgólfsdóttir samband við
Mbl. og bað um eftirfarandi til árétt-
ingar:
Vegna ummæla í blöðum um að
mér hafi ekki verið kunnugt um að
hlutir hafi ekki verið unnir úr ís-
lenskum leir vil ég taka fram að ég
veit um framtak Guðmundar Ein-
arssonar frá Miðdal, en þar var um
blandaðan leir að ræða. Við vinnslu
leirmuna hjá Dalaleir er einungis
notaður óblandaður leir og verður
fróðlegt ef hægt verður að nota ís-
lenska leirinn óblandaðan til
vinnslu, en þannig hefur hann ekki
verið notaður áður.
Akureyri:
Kostnaður við snjómokst-
ur ’81 um 2 milljónir króna
KOírTNAÐIJR við snjómokstur á
Akureyri árið 1981 var kominn upp í
tvær milljónir króna um áramót, en
á fjárhagsáætlun Akurcyrarbæjar
var kostnaðurinn við snjómokstur
’8I áætlaður 650.000 krónur. Ilefur
kostnaðurinn því rúmlega þrefaldast
miðað við hvað hann var áætlaður í
fyrstu.
Að sögn Helga Bergs bæjar-
stjóra á Akureyri hefur snjóað
meira í bænum en dæmi eru til
undanfarin ár og var það síðast
1975 sem snjóaði eitthvað í líkingu
við það sem af er þessum vetri.
Tekist hefur að halda flestum göt-
um bæjarins slarkfærum. Bærinn
hefur yfir að ráða að jafnaði
tveimur ámoksturstækjum og
tveimur heflum, en snjómokstur-
inn hefur verið drýgri en ella því
ekki hefur einungis verið mokað
þegar snjóað hefur heldur einnig
þegar hlánar aftur.
Sagði Helgi að snjómoksturinn
færi ekki svo illa með fjárhag bæj-
arins en blóðugast við kostnaðinn
væri að þegar bæjarfélög væru að
berjast við að halda sínum götum
Nafn manns-
ins sem lést
Maðurinn sem lést í bruna í
Hafnarfirði á fimmtudag, hét Þor-
steinn Jónsson. Hann var 55 ára
gamall, fæddur 1.12. 1926.
opnum, þá hagnaðist ríkið mest á
því. Þannig fengi ríkið, sagði
Helgi, sennilega álíka mikið i sölu-
skatt af snjómokstrinum og Akur-
eyrarbær áætlaði að færi í snjó-
moksturinn ’81, eða 650.000 krón-
ur.
„Það væri óneitanlega skemmti-
legra að sjá þessa peninga fara í
eitthvað skemmtilegra en snjó-
moksturinn," sagði Helgi Bergs
bæjarstjóri á Akureyri að lokum.
Akureyri:
60 gráðu heitt
vatn á Glerár-
dalssvæðinu
llitavcita Akurcyrar hcfur að und-
anfornu vcrið að vinna við boranir
eftir hcitu vatni í Glerárdal rétt fyrir
ofan Akureyri. Boraðar hafa verið
fjórar tilraunaholur f allt, til að at-
huga með orku svæðisins og fundist
hafa á því 15 til 20 sekúndulítrar al
um 60 gráðu heitu vatni.
í samtali við Mbl. sagði Helgi
Bergs bæjarstjóri á Akureyri að
hann byggist við að Glerárdals-
svæðið yrði virkjað í framtíðinni
og að vatn þaðan yrði farið að hita
upp hús á Akureyri að áliðnum
mars.
r
NUEfí
ÞAÐKOM/Ð
tækifæriö sem þú beiöst eftir.
Við bjóöum þér Bedford körfubíl, árg. '70/71 — ný-sþrautaðan og ný-upggeröan — fyrir 102.350 kr.
Jú, þú last rétt. Hann kostar aðeins 102.350 kall m/söluskatti!
Þar meö er sagan þó ekki öll sögö. Viö bjóöum þér nefnilega einstaklega góða greiösluskilmála:
33% útborgun (33.775 kr.) og eftirstööarnar á 12 mánuöum.
Körfuútbúnaðurinn heitir Simon 28. Hann lyftir 170 kg allt upp i 8,5 metra vinnuhæð
PRLmn/on & vnuyon u*
Klapparstlg 16 - Slmi 91-277*5
Útsala* útsala hjá verksmiöju* Útsala
Kvenbuxur — Pils — Blússur — Karlmanna-
og barnabuxur o.fl. o.fl.
Opiö 9—18. Geriö góö kaup.
Verksm.salan
Skeifan 13, suðurdyr.