Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 26

Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Blómlegt starf hjá U mgmennasambandi V-Skaftafellssýslu Komið á árshátíð USVS f Vfk f Mýrdal f>ær sáu um veizlumatinn í eldhúsinu. (jiuðni Kinarsson. Vígfimt lið í spurningakeppni milli félaga. Halló ... Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Ungmennasamband VesturSkaftafellssýslu hélt fyrir skömmu árs- hátíð sína með miklu fjölmenni á hátíðarsam- komu í Vík í Mýrdal. Formaður Ungmenna- sambands USVS, Guðni Einarsson, setti hátíðina og rakti nokkuð starf sambandsins á árinu. Síðan fóru fram skemmtiatriði meðan snætt var og að loknu borðhaldi var stiginn dans af miklum þrótti fram á rauða nótt. I byrjun þessa árs lagði Ungmennasambandið kapp á að undirbúa og skipu- leggja þátttöku í landsmóti UMFÍ. Sá undirbúnings- nefndin einnig um að afla fjár til að standa straum af kostnaði vegna þátttökunn- ar. M.a. dvaldi 20 manna hópur í viku í æfingabúðum á Laugarvatni undir stjórn Vigfúsar Helgasonar íþróttakennara og árangur af miklum undirbúningi lét ekki á sér standa því liðlega 20 manna galvaskt lið mætti á Landsmótið og stóð sig með prýði. Þá var einnig mikið um að vera innan sýslunnar. Tveir íþróttaþjálfarar störfuðu á sambandssvæðinu sl. sumar og unglinga- og héraðsmót voru haldin, keppt var í knattspyrnu á Suðurlands- móti og einnig má nefna af ýmsu sem framkvæmt var; kaup á 100 ferm. samkomu- tjaldi, prentun stórra burð- arfána og fána á borð. Fjölbreytt starfsemi ungmennafélagshreyfingar- innar kostar mikið starf og mikið fjármagn, en stór hópur fólks hefur verið til- búinn til þess að leggja á sig mikla vinnu til framgangs starfi hreyfingarinnar, en á meðan íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingin nýt- ur ekki meiri stuðnings og viðurkenningar af opinberri hálfu er ekki að vænta árangurs í þessu mikilvæga starfi nema með elju og fórnfýsi margra félaga, en allt slíkt íþróttastarf er mikilvægt mannlífi í byggð- um landsins, þótt margir vildu gjarnan hafa meiri tíma í almennt félagsstarf. Hátíðin hófst með sameiginlegu borðhaldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.