Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
33
jNcHfJIorkðhnesi
Meirihluti íbúa Formósu and-
vígir sameiningu við Kína
FLESTIR íbúa Formósu hæðast ad heitstrengingum stjórnar sinnar um
aó endurheimta „meginlandið", og einnig eru þeir lítt hrifnir af hug-
myndinni um sameiningu Kína og Formósu, eins og valdamenn í Peking
hafa farið fram á að undanfornu.
Jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar á Formósu sýna lítinn
áhuga á tillögum Peking-stjórnarinnar að Formósa verði kínverskt hérað,
með eigin her og kapitalískt hagkerfi, svo og ýmis réttindi önnur sem
kínverskir þegnar njóta ekki.
íbúar Formósu, jafnt þeir sem
flýðu frá meginlandinu 1949 og
þeir sem þar bjuggu fyrir, eru
lítt hrifnir af því að lúta stjórn
kommúnista í Peking.
Og fjölmargir menntamenn
hafa látið í ljós þann ótta að
undanförnu að núverandi stjórn
Formósu kunni að gera ein-
hverja samninga við Peking, s'em
skerða mun frelsi innfæddra,
sem eru miklu fleiri en flótta-
mennirnir frá 1949 er stutt hafa
Kuomintang-stjórnina.
Hermt er að í röðum flótta-
mannanna fyrrverandi sé þó
eitthvað fylgi við sameiningu við
Formósu og Kína, enda eiga þeir
flestir ættingja og vini á megin-
landinu. Innfæddir eru því hins
vegar algjörlega mótfallnir,
enda hafa þeir ekki þurft að lúta
stjórn annarra frá því 1895 er
Formósa var nýlenda Japana.
Óttast hefur verið, að hinn
aldraði forseti, Chiang Ching-
kuo, sem er 71 árs, kunni að lin-
ast og fallast á samninga við
Kína. Hins vegar hafa embætt-
ismenn látið í ljós þá skoðun, að
yfirvöld á Formósu muni seint
fallast á samningaviðræður við
ráðamenn í Peking, þar sem ljóst
sé öllum, að það mundi kljúfa
íbúa eyjunnar í tvær fylkingar.
Það er einnig sagt, að yfirvöld
á Formósu hafni sjálfkrafa öll-
um tilboðum ráðamanna í Pek-
ing, þar sem það mundi kippa
undirstöðunum undan efna-
hagslífi landsins. Mikið fjár-
magnsstreymi hefur verið til
Formósu seinni ár og hefur hag-
sæld aukist þar gífurlega, en ef
eigendum fjármagnsins þætti
sjálfstæði landsins stofnað í
hættu, mundu þeir hverfa á
brott hið snarasta, að sögn
fróðra manna, og þannig mundi
efnahagur Formósu leggjast í
rúst.
Þá hefur stór hluti sérfróðra
manna og langskólagenginna
íbúa Formósu svokallað „grænt
kort“ sem veitir þeim rétt til að
setjast að í Bandaríkjunum.
Þetta fólk mundi tvímælalaust
flytjast á brott ef líkur væru á
að Formósa félli í hendur komm-
únistum í Peking.
Það er almenn skoðun á Form-
ósu, að eyverjar hafi ekkert að
vinna og öllu að tapa á því að
sameinast meginlandi Kína.
Þá vekur það furðu og vissa
gremju, að yfirvöld í Peking
skuli hafa snúið sér til banda-
rískra yfirvalda með tilboð sín
frekar en að koma þeim á fram-
fáeri við ráðamenn í Taipei. Sú
skoðun ríkir meðal eyjaskeggja,
að með þessu séu ráðamenn í
Peking að reyna að láta svo líta
út sem þeir séu sáttfúsir en
ráðamenn á Formósu þverúðar-
fullir. Jafnframt séu þeir að
reyna með þessu að hafa áhrif á
Bandaríkjastjórn með það að
augnamiði að hún endurskoði af-
stöðu sína til Formósu.
Sérfræðingur í málefnum
Formósu sagði nýverið, að ef
Kuomintang-stjórnin breytti af-
stöðu sinni til sameiningarmál-
anna, ætti hún ekki langa líf-
daga eftir. Og ef efnt yrði til
kosninga mætti við því búast að
það yrði innfæddur eyverji sem
yrði næsti forseti landsins.
- N.Y.T.
Frá hinum árlega borgarafundi sem haldinn var í samkomuhúsinu í Garði sl. fimmtudag. Sveitarstjórinn, Stefán
Ómar Jónsson, í ræðustól. Ljósm. Amór.
Garður:
Fasteignaskattar hækka um 75%
(iardi, 15. janúar.
í GÆRKVÖLI)! var árlegur borg-
arafundur um fjárhagsáætlun fyrir
Gerðahrepp 1982. Helztu tekjuliðir
eru útsvar kr. 5,6 millj., aðstöðu-
gjald 1 milljón, framlag úr jöfnunar
sjóði 1 milljón og fasteignaskattar
upp á 800 þúsund. Stærstu útgjalda-
liðir cru ýmis lögboðin gjöld 1 millj-
ón, til fræðslumála 1 milljón og
stjórnunarkostnaður hreppsins.
Þá er í áætluninni gert ráð fyrir
að Gerðaskóli verði stækkaður á
árinu og eiga að fara í það verk-
efni 900 þúsund krónur, 800 þús-
und krónur í niðursetningu sund-
laugar og grunn að búningsklef-
um. Þessi sundlaug er úr plasti og
liggur ósamsett niður í Lönguvit-
leysu, en það er áhaldahús hrepps-
ins. Það kom fram í máli Sævars
Guðbergssonar oddvita að ekki er
áætlað að sundlaugin komist í
gagnið á þessu ári, ekki nema not-
endur vilji hátta sig úti í guðs-
grænni náttúrunni.
í nýbyggingu gatna og holræsa
er áætlað að fari 750 þúsund kr. og
790 þúsund í vatnsframkvæmdir.
Mestar urðu umræður um
hækkun fasteignaskatta en ákveð-
ið hefir verið að hækka stuðulinn
úr 0,5% í 0,625. Oddviti upplýsti
að hækkun fasteignaskatta milli
ára myndi verða 75%. Þá munu
vera uppi hugmyndir um að
endurmeta allar fasteignir í Garð-
inum og er talið að fasteignaskatt-
ar muni stórhækka 1983.
Arnór
í fullum gangi
HRIKALEG
VERÐLÆKKUN
Afsláttur
60-80%
Fatnaður á börn
og fullorðna
skór —
skrautvörur
og
ýmsilegt
fleira
Stórútsölumarkaóurinn
Kjörgarði, kjallara.
Komdu og gerðu súperkaup
á súperfatnaði
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
0PIÐ TIL KL.
9 í KVÖLD
rSl Vorumarkaðurinn hf.
Ármúla 1.