Morgunblaðið - 31.01.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.01.1982, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐJÐ, SUNNUDAGUR 31. JANUARA982 „Uún finnur líka til.“ Cud- rún og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum sem Salka Valka og Arnaldur Björnsson. (Ljó.sm. L.K. (iuóm. lngólfs.son) Fyrst og fremst frjáls Rætt viö Guörúnu Gísladóttur leikkonu sem leikur Sölku Völku í lönó SALKA VALKA er komin. Sagan um hana og Sigurlínu móður hennar er komin á fjalirnar í Iðnó. I»au eru þar öll, Bogesen, Steinþór, Arnaldur, Todda trunta ... Eftir að hafa ver- ið hluti af undirmeðvitund þjóðarinnar í fimmtíu ár eru þau komin í leikhús. Svíar hafa gert um þau kvikmynd, Finnar bæði ballett og leikrit. En nú er röðin komin að okkur sjálfum. Nú tala þau íslensku. Eins og í bókinni. Nei, ekki eins og í bókinni. Líkt og í bókinni. Leikhus er leikhús. Bók er bók. En Salka er nú líka Salka, hvort sem er í leik- húsi eða í bók. Það er Guðrún Gísladóttir sem ieikur Sölku Völku í sýningu Leik- félags Reykjavíkur. Hún útskrif- aðist úr Leiklistarskólanum vorið 1977 og hefur síðan leikið í Al- þýðuieikhúsinu og Þjóðleikhúsinu ok í sönKÍeiknum Gretti í Austur- bæjarbíói. — „Þetta er níunda eða tíunda hlutverkið mitt og það fyrsta niðri í Iðnó. Áður hef ég m.a. tekið þátt í sýningum á Stundarfriði og Sumargestum í Þjóðleikhúsinu og Blómarósum, Þríhjólinu og Konu í Alþýðuleikhúsinu. Þar fyrir utan hef ég svo unnið við ýmislegt, m.a. í skotbökkunum í Tívolí í Kaup- mannahöfn og sem fiskistúlka, eins og það heitir í Sölku Völku. Það kemur til af því, að ég hef verið að reyna að veita mér þann munað að gera aðeins það sem ég vil í leiklistinni og það þýðir að ég verð að grípa í ýmislegt til að halda í mér lífinu. Seinni part sumars og nú í haust hef ég ann- ars aðallega verið að byggja." Híbýli Guðrúnar bera þess merki að hún er enn ekki búin. Milliveggir og klæðningar eru nokkuð af skornum skammti, en allt er á góðri leið þarna uppi und- ir rjáfri í þessu stóra húsi við Seljaveginn. — „Mér fannst gott að vera að b.vggja og púla þegar ég var að hugsa um Sölku. Þegar maður stendur í svona löguðu lærir mað- ur að meta svofelld undur eins og rennandi vatn úr krönum og ljós og hita. Það er holl ábending. Mér hafði aldrei dottið í hug að leika Sölku. Ég hafði allt aðrar hugmyndir um útlit hennar. Ég hélt alltaf að ég væri líkari Arn- aldi. Rn ég treysti mér til þess að fara út í þetta, vegna þess að ég treysti mér til að vinna með því fólki sem stendur að þessari sýn- ingu. En það tók mig nokkurn tíma að taka ákvörðun." Fortíd off fisklykt — „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar Stefán Baldursson og Þórunn S. nefndu þetta við mig, voru hendurnar á mér. Þær voru allt of fínlegar, fannst mér. En svo hafði ég allt sumarið til að hugsa. Ég las bókina aftur þegar við í Alþýðuleikhúsinu vorum á leik- ferðalagi með Konu og við komum á marga staði sem gátu einhvern tíma hafa verið Óseyri við Axlar- fjörð. Ég man að við fórum einu sinni til Hjalteyrar og þar var Stefán þá staddur og við gengum um þorpið og veltum okkur upp úr fortíðinni og fisklyktinni. Að lok- um ákvað ég að gera þetta. En ég er engu að síður voða hrædd við að vera að þessu. Ég veit hvílíkar væntingar fólk hefur, þegar það á að fara að leika hana Sölku þeirra á sviði. Hún, eins og það sér hana f.vrir sér, ég eins og ég er. Þar að auki er þetta rándýrt fyrir mig. Ég hef varla efni á að leika Sölku. Þetta er hálf hallær- islegt starf, að vera lausráðinn leikari. Maður er mjög bundinn og ræður litlu og fær lág laun. Það er varla að ég lifi á því að leika Sölku, þótt ég geti nánast ekki gert neitt annað á meðan á því stendur. En ég þekki samstarfsfólkið í sýningunni og það þekkir mig og við viljum vinna saman. Það er svo erfitt þegar fólk þarf að byrja á því að kvnnast hvað öðru í svona vinnu, það tekur svo langan tíma. Það kemur jafnan betur út úr því ef hópur fólks sem þekkist, vinnu.r sýningu, en vitaskuld er alltaf hætta á stöðnun ef sama fólkið vinnur alltaf saman í áraraðir." Hún finnur líka til — „Leikgerðin var ekki tilbúin þegar mér bauðst hlutverkið, en mér leist vel á hana þegar hún kom. Það er alltaf erfitt að koma skáldsögu á svið og vitaskuld er ekki hægt að koma öllu að, en mér finnst það hafa tekist nokkuð vel í þessu tilfelli. Ég hugsaði óskaplega mikið um Sölku í sumar og í haust. Ég rifj- aði upp hvað mér hafði fundist eftir að ég las söguna í æsku. Þá hataði ég Steinþór og Sigurlínu al- veg voðalega. Eg skynjaði söguna auðvitað allt öðruvísi þegar ég svo las hana aftur núna mörgum ár- um síðar. Það er svo margt sem fjallað er um í sögunni. Samband Sölku og móður hennar er aðeins eitt af þeim atriðum, hvernig Salka fyrirlítur veikleika Sigur- línu og vill forðast að verða eins og hún. Það tekst líka. Mér finnst hún eiginlega ekkert lík Sigurlínu. Hún er lika í allt annarri aðstöðu. Sigurlína kunni til dæmis hvorki að lesa né skrifa. Salka gerir það eina rétta, finnst mér. I lokin stendur hún reist, en ekki niðurbrotin. Hún er fyrst og fremst frjáls. Hún giftist ekki Steinþóri, það er alveg víst. Hún er sátt við að láta Arnald fara. Hún iætur hann fara, af því hún skilur hann. Af því hún elskar hann. Maður á ekki að vera að kássast utan í þeim sem maður elskar. Mér finnst Salka alls ekki óraunveruleg. Það eru til margar stelpur sem eru eins og hún. Hún er kannski óvanalega sterk. Hún gerir það sem henni finnst skyn- samlegt. En hún finnur líka til. Hún lætur hinsvegar skynsemina ráða gerðum sínum að lokum. Það er hennar styrkur." Vil vera í leikhúsi — Hvað er mikið eftir af Guð- rúnu Gísladóttur þegar hún er bú- in að vera að æfa eða sýna Sölku í marga klukkutíma? — „Það er lítið. Sjálf er ég öll í rugli, en það skiptir nú engu máli. Þetta hefur verið mikil vinna. Á tímabili var ég búin að hugsa of mikið um hana. Þá varð ég bók- staflega að fara að hugsa um eitt- hvað annað, og ég gerði það. En auðvitað var Salka alltaf í undir- meðvitundinni." — Er þetta stærsta hlutverk sem þú hefur leikið? — “Mér hefur alltaf fundist að hlutverkin sem ég hef leikið hverju sinni væru stór. Ég er líka ánægð með, hvað ég hef fengið tækifæri til að leika ólíkar persón- ur. Ég hugsa alltaf svolítið um það, að það sem ég er að leika sé kannski síðasta rullan mín. Ég held að það sé gott að hugsa þann- ig. Ég vona þó að sú verði ekki raunin. Ég vil vera í leikhúsi. En því er ekki að neita að stundum finnst mér að ég fái litlu áorkað með því að leika." — Hvað finnst þér um sýning- una, á hún erindi til einhvers ákveðins hóps, fremur en ann- arra? „Nei, alls ekki. Hún á erindi til allra sem láta sig einhverju skipta hvernig manneskjan er innréttuð. Þess utan er hún svo flott innlegg í kvenfrelsisbaráttuna. En þetta er erfið sýning. Sviðið í Iðnó er lítið og erfitt og býður ekki upp á marga möguleika. Það mæðir líka töluvert mikið á manni í þessari sýningu og fyrir utan allt annað, þá er sú spurning alltaf fyrir hendi, hvort það eigi yfirleitt að reyna að leika skáldsögur. Ég hef heyrt mjög misjafnar skoðanir á því. Sumt fólk hefur jafnvel orðið vont, þegar ég hef sagt því frá því að ég ætti að leika Sölku. Það er til svo mikið af vondu fólki. Það er alveg hræðileg til- hugsun að það skuli líka geta keypt siérmiða,“ SIB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.