Morgunblaðið - 31.01.1982, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982
Kaflar úr bók Ezer Weizmans fyrrverandi varnarmálaráðherra ísraels
Sadat gekk inn í þingsalinn. Hann
lcit nákvæmlega eins út og hann birt-
ist á sjónvarpsskermi, nema hann var
hórundsdekkri en ég hafði búist vid.
Kg gat ekki haft af honum augun.
Fyrir sjónum mínum varð draumur að
veruleika. Ég gerði mér þó engar grill-
ur, þegar Sadat var annars vegar.
ilann hefur alltaf haft horn í síðu
(íyðinga, svo að ekki sé sterkar að
orði komist. Hins vegar lék ekki
neinn vafi á því, að í ræðustól Knesset
nú, stóð maður, gæddur alveg sér-
stökum ciginlcikum, maður ótrúlega
kjarkmikill og hafði til að bera fágætt
pólitískt innsæi. Aðeins slíkur maður,
stórmenni, myndi leggja jafn mikið
undir. Með ferðinni til Jerúsalem
einni saman hafði hann hætt lífinu, ég
vonaði, að allar nauðsynlegar örygg-
isráðstafanir yrðu gerðar til að vernda
hann. I»að fór hrollur um mig við til-
hugsunina um að atlaga yrði ef til vill
gerð úti fyrir Al Asqam moskunni eða
jafnvel hér í þinghúsinu. Hefði ég ver-
ið fulltrúi Lloyds hefði ég ekki tekið
að mér að líftryggja Sadat þennan
dag.
„Þennan dag var
Sadat sannarlega
ekki öfiuidsverduru
Sadat hóf mál sitt, i fasi sjálfsöruggur
eins og fyrr. Hann byrjaði með fjálgum
yfirlýsingum, um að hver sá sem mætti
endalokum sínum í styrjöld, sé manneskja.
Hvort sem um er að ræða Araba eða Isra-
ela. Að öðru leyti einkenndi ósáttfýsi ræðu
Sadats og hún kom mér á óvart. Það var í
henni undirtónn hótunar, sem mér mislík-
aði stórum og í reynd undirstrikaði Sadat
|)á ósveigjanlegu afstöðu, sem Egyptar
höfðu tekið gagnvart okkur og staðið á alla
tíð. Við áttum að hverfa aftur til þeirra
landamæra sem í gildi voru fyrir 1967, án
þess að það yrði rætt nokkuð, hvað þá
heldur að ástæða væri til að einhver mála-
miðlun eða millivegur fyndist þar. Ég
hafði heyrt þessar skoðanir settar fram
hundrað sinnum og ég hafði alltaf hafnað
þeim. Nú sá ég valdamesta mann Araba-
heimsins í fyrsta sinn og hann hamraði á
þessum kröfum, án þess að depla auga.
Fyrsta hugsun mín var sú að hann hefði
ekki gert minnstu tilraun til að skilja
vanda Israela, hvað þá nálgast sjónarmið
okkar.
„Ég kom ekki hingað til að gera sérstak-
an friðarsamning milli Egypta og ísraela,"
sagði Sadat. „Sérstakur friðarsamningur
milli okkar gæti ekki tryggt frið. Auk þess
— jafnvel þótt friður næðist milli ísraela
og andstæðinga þeirra — myndi það ekki
verða sá réttláti friður sem heimurinn
krefst að verði gerður. Sá friður verður
ekki tryggður fyrr en mál Palestínumanna
hafa verið til lykta leidd."
Hitinn í þingsalnum var kæfandi. Ég
horfði á samráðherra mína og skotraði
augunum til þingmannanna. Ég vissi að
næstum allir myndu standa saman í and-
stöðu við kröfur hans.
„Ég er ekki hingað kominn til að biðja
ykkur að fara með lið ykkar frá herteknu
svæðunum. Allt hernám á arabísku landi
er forkastanlegt og brottflutningur er svo
sjálfsagt mál, að við þurfum ekki einu
sinni að ræða það, þaðan af síður að biðja
um það,“ hélt Sadat áfram.
Vonbrigðin voru að ná tökum á mér. Ég
gat ekki séð að djúpið yrði brúað. „Við
( lújjvii'bii » jí' i’j-ri'i e
verðum að búa okkur undir stríð," hripaði
ég á miða og sendi forsætisráðherranum.
Begin las orð mín og kinkaði kolli.
En vegna þeirrar upplyftu stemmningar
sem ríkti innan Knesset og utan þess, og
einnig vegna afleitrar þýðingar á ræðu
Sadats af arabísku yfir á hebresku, voru
margir, sem áttuðu sig ekki á þeim gildr-
um, sem Sadat setti upp í ræðu sinni. Allir
voru svo upptendraðir, að þeir festu sig
yfirleitt ekki við ræðuna í heild, horfðu
bara gagnteknir á sjónarspilið. Ég reyndi
að hafa það í huga, að Sadat var ekki að-
eins að tala til þingmanna Knesset og ísra-
elsku þjóðarinnar, heldur einnig til ann-
arra Arabaleiðtoga. Kannski var hann
fyrst og fremst að beina máli sínu til
þeirra.
Éfr hafði ekki haft trú á að Sadat kæmi
til Israels og veifaði hvítum fána. En ég
hafði vonað, að hann yrði velviljaður og
myndi tala um frið í alvöru. En það var
eitthvað annað sem ræða hans fól í sér,
þótt hann fléttaði á sinn sérstaka hátt fal-
leg og sannfærandi vináttuorð inn í hana.
Þegar horft er um öxl var þessi ræða
klókindalegur leikur hjá Sadat. Jafnskjótt
og umræður hæfust — ég tala nú ekki um
deilur — gæti hann sagt bæði við mig og
aðra: „Allt sem ég segi nú, sagði ég í
Knesset." Og það var rétt.
Mikilvægara var og það skildist mér alls
ekki fyrr en síðar — að heimsókn Sadats
fól í sér örlagaríka stefnubreytingu um
úrslitaþætti þessa máls. Það sem Sadat
bauð fram í skiptum fyrir ósveigjanlegar
kröfur sínar var friður, raunverulegur frið-
ur, ekkert millispil — heldur að samskipt-
um þjóða okkar yrði komið í eðlilegt horf í
öllu tilliti. Aldrei fyrr hafði slíkur mögu-
leiki komið til greina.
Þegar Sadat kom að niðurlagi í ræðu
sinni, hafði ég á tilfinningunni, að hér
hefði hann farið með pólitískt leifturstríð
á hendur okkur. Hann hafði með furðu-
legum klókindum dregið styrjöldina brott
af vígvellinum og inn í þinghúsið. í augsýn
alls heimsins hafði hann þrengt okkur upp
í horn.
Á slíkum andartökum er maður sér
meðvitandi um mikið drama og þetta sér-
stæða sjónarspil naut sín sérdeilis vel, þar
sem mennirnir tveir sem fóru með aðal-
hlutverkin voru báðir gæddir óvenjulegum
leik- og tjáningarhæfileikum og höfðu
sterka tilfinningu fyrir allri þessari
dramatík. Sagan valdi vel í hlutverkin
þennan dag, þar sem þeir voru Anwar Sad-
at og Menachem Begin.
Begin hafði verið réttur maður á réttum
stað, þegar hann tók á móti Sadat á Ben
Gurion flugvelli. En þegar hann gekk nú í
pontu að svara Sadat var hann í erfiðri
stöðu. Hann hafði ekki séð ræðu Sadats
fyrirfram — og ekki óskað eftir því — og
þess vegna varð hann að impróvísera.
Hann talaði virðulega og af þunga, það
gætti nokkurrar hlédrægni í málflutningi
hans. En hann hafði stemmninguna á móti
sér. Sadat hafði stolið senunni.
Ég sökkti mér niður í hugleiðingar.
Hvað bæri framtíðin í skauti sér?.Forsjón-
in hafði verið Begin hliðholl og rétt honum
þetta sögulega tækifæri upp í hendurnar?
Myndi hann láta það renna úr greipum
sér. Á hvaða leið vorum við? Ef þessi
heimsókn bæri ekki einhvern ávöxt myndi
það leiða til sundrungar innan Israels.
í næsta kafla lýsir Weizman meðal ann-
ars kvöldverðarboðinu sem efnt var til á
hóteli Davíðs konungs í Jerúsalem: „Á
leiðinni til hótelsins var mér gefin kvala-
stillandi sprauta (Weizman hafði fót-
brotnað nokkru áður) en ég gerði hvað ég
gat til að vera raunsær og horfa ekki á
þetta í gegnum einhver rósrauð gler eins
og mér fannst sem margir landar mínir
gerðu. Ég vissi að ekki væri vanþörf á.
Þegar ég kom inn í veizlusalinn brá mér
strax í brún: borðiö var alltof stórt. Gest-
irnir sátu óralangt hver frá öðrum og
hvernig væri nú hægt að koma samræðum
af stað við svona klaufalegar aðstæður.
Enginn hafði hugsað út í svona smáatriði.
Allir sem við borðið sátu — Egyptarnir
ekkert síður en ísraelarnir — voru með
jarðarfararsvip. Ræða Sadats varpaði yfir
þennan fyrsta fund ráðamanna landa
okkar verulegum skugga. Aliir gláptu
niður í súpudiskana sína, eins og átið væri
eina ástæðan fyrir því að við kæmum hér
saman og sannreyndum hæfni kokksins.
Ég reyndi að gefa Sadat auga svo að lítið
bæri á. Hann var örvæntingin uppmáluð.
Begin sat hið næsta honum, mjög tauga-
spenntur að sjá. Báðir virtust í þungum
þönkum. Ræður beggja voru holar og tóm-
ar. Þó var þögnin verst. Og þagnirnar við
borðið voru margar og langar og vand-
ræðalegar þetta kvöld og hallærislegar til-
raunir til að lappa upp á stemmninguna
hrukku skammt.
I öll þessi ár höfðum við sagt að það
væru engir Arabar sem við gætum talað
við. Nú sátum við til borðs með ráða-
mönnum Egyptalands — og þá leit út fyrir
að við hefðum ekki um neitt að tala.
Ég leit til þeirra sem sátu mér sitt til
hvorrar handar. Augun voru límd við disk-
ana og þeir voru mjög niðurlútir.
Sjálfur hafði ég enga matarlyst. í boð-
um kemur stundum fyrir að maturinn er
afleitur, en það gerir ekkert til, því að
andrúmsloftið er gott. Og öfugt.
Svo rann það upp fyrir mér að ég var að
glápa á Egyptana, eins og þeir væru menn
frá öðrum hnöttum. Hvaða hugmyndir
hafði ég gert mér um þá. Hafði ég haídið
að borðsiðir þeirra væru ólíkir annarra
dauðlegra manna? Það lá við ég biði eftir
því að þeir þurrkuðu sér um munninn í
borðdúkinn. ,
Samt vorum við nú hér við sama borðið
ísraelar og Egyptar — án nokkurra tengi-
liða. Og ég veitti því athygli hvað þeir voru
vel klæddir og sérstaklega vel til hafðir.
„Ræða forsætisráðherrans olli vonbrigð-
um.“
Það leið stundarkorn áður en ég skildi,
að orðunum var beint til mín. Ég leit á
þann sem hafði þetta mælt. Hann var fýld-
ur á svip.
Ég vissi ekki, hver hann var. Seinna
fékk ég að vita, að hann var Osman Ahmed
Osman, fyrrverandi ráðherra, tengdafaðir
Sadats. Ég svaraði því til að ræða Sadats
gæfi nú okkur ekki beinlínis ásta?ðu ,til að