Morgunblaðið - 31.01.1982, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.01.1982, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 Iðnrekendur kynna sér Á LIÐNU hausti efndi Félag ísl. iðnrekenda til Handaríkjaferðar fyrir þá félagsmenn er vildu kynnast þar ýmsum nýjunum á sviði tölvuvæðingar, sjálf- virkni og stjórnunar. I)r. Ingjaldur Hannihalsson, iðnverkfræðingur, sá um undirbúning ferðarinnar og fór hann vestur um haf til viðræðna við ýmsa forráðamenn iðnfyrirtækja og tölvuframleiðenda. Skipulagði hann í framhaldi af því nokkurra daga ferð. Kvaðst hann hafa fengið góðar viðtökur vestra og sagði hann menn hafa verið fúsa til að kynna íslendingum ýmis tæknimálefni. Með ferðinni vildi Félag ísl. iðnrekenda gefa félagsmönnum kost á að kynna sér hvað væri að gerast í tæknimálum þar vestra og fá e.t.v. einhverjar hug- myndir um mögulega tæknivæðingu fyrirtækja sinna. Heimsótt voru tölvufyrir- tæki, iðnfyrirtæki, er nota margbrotinn tölvubúnað og hugbúnað tengdan þeim, auk rannsóknarstofnunar, sem vinnur að þróun vélmenna. I»róun vélmenna hefur verið mjög hröð síðustu 8 til 9 árin og talið er að vélmenni geti borgað sig upp á hálfu til einu ári. Verð þeirra er frá 4.500 bandaríkjadölum til 150.000 dala og í sambandi við rekstur þeirra má benda á að vélmenni getur unnið fleiri en eina vakt, þarf ekki að gera hlé á vinnu sinni til salernisferða eða til að matast, ekki þarf að greiða laun eða launatengd gjöld og vélmenni fylgja engir félagsmálapakkar! I»ar fyrir utan, sem er aðalatriðið, getur vélmenni tekið að sér ýmis erfið og óþrifaleg störf í t.d. iðnaði, störf sem geta farið illa með heilsu mannsins og leyst hann af hólmi í mörgum tilvikum. Maðurinn getur þá snúið sér að öðrum verkefnum og talið er að vélmenni og ýmis tækniþróun næstu ára sé grundvöll- ur fyrir aukna framleiðni og batnandi lífskjör þjóða. Hópurinn er hér fyrir framan hús Foxboro-fyrirtækisins er framleiðir tölvubúnað og ýmis stjórn- og mælitæki. I Gunnar J. Fridriksson: Okkur vantar góðan hugbúnað fyrir iðnfyrirtæki Gunnar J. Friðriksson F’ERÐIN var mjög vel skipulögð og skemmtilega uppbyggð. Tilgangur ferðar sem þessarar er fyrst og fremst vakning, menn fara ekki í vikuferð og koma tilbaka sprenglærðir í tölvutækni, þarna var um að ræða að kynnast þeim geipilegu mögu- leikum sem tölvur gefa, sagði Gunnar J. Friðriksson, framkvæmdastjóri Sápugerð- arinnar Friggjar, er Mbl. ræddi við hann um ferðina til Bandaríkjanna. — Fyrst kynntumst við hinni tæknilegu hlið tölvunnar með heimsókn til IBM. Þar vorum við fræddir um grundvallargerð tölvunnar. Síðan kynnumst við hvernig fyrirtæki nota tölvur sem stjórntæki, við fjármálastjórn, birgöastjórn o.s.frv. Þá kvnntumst við notkun á tölvum við fram- leiðslustjórn (process control) og svo notk- un vélmenna (robots). Eftir heimsóknir í fyrirtækin hittumst við ferðafélagarnir og bárum saman bækur okkar og röbbuðum um það sem athyglisvert hafði borið fyrir augu. Erum við á leið inn í tölvuöld? — Það fer ekki á milli mála, að þróun tölvunnar er sú, að hún verður sífellt smærri og ódýrari jafnframt því sem af- köst hennar aukast. Þetta gerir litlum fyrirtækjum kleift að notfæra sér tölvur í síauknum mæli. Islendingar munu áreiðanlega auka tölvunotkun sína mjög á næstu árum, en fyrst og fremst hafa tölvur verið notaðar hérlendis við fjármálastjórn og nokkuð við birgðastýringu. Hér er mikið framboð á öllum tækjabúnaði, en hins vegar er mikill skortur á nauðsynlegum hugbúnaði, sér- staklega að því er snertir iðnrekstur. Til er allur einfaldari hugbúnaður er lýtur að fjármálastjórn og birgðastjórn, en okkur vantar góðan hugbúnað fyrir iðngreinar. Það væri mjög þarft framtak hjá þjón- ustustofnunum iðnaðarins að gefa þessu atriði gaum, því okkur er nauðsynlegt að auka framleiðni í iðnaði og það verður best gert með notkun á tölvun við stjórnun á áætlanagerð samfara aukinni tæknivæð- ingu. Allur hugbúnaður er hins vegar mjög dýr, kostar yfirleitt mun meira en tölvubúnaðurinn sjálfur og íslensk iðnfyr- irtæki ráða ekki við þá fjárfestingu. Er- lendis sjá iðntæknistofnanir um þessa hlið mála og hér þyrfti það einnig að verða. Og jafnvel f)ótt til séu erlend forrit hæfa þau ekki íslenskum aðstæðum. Þess vegna þarf að þróa hugbúnað fyrir íslensk iðnfyrir- tæki. Eg held að menn viðurkenni nauðsyn þessa, en hins vegar er það svo, að stjórn- völd nánast vinna gegn tölvuvæðingu hér því aðflutningsgjöld á tölvubúnað eru mjög há. Menn hafa kannski ekki áttað sig til fulls á því hvaða þýðingu tölvan gæti haft fyrir framleiðsluatvinnuvegina, en það er löngu tímabært að fella niður að- flutningsgjöld af tölvum. Er tölvunotkun fyrst og fremst spurning um að draga úr fjölda starfsmanna eða til hagræöingar? — Hvorttveggja, tölvur gera okkur fyrst og fremst kleift að fá nákvæmari upplýs- ingar en áður var hægt á skömmum tíma og stjórnendur geta þá fylgst langtum bet- ur með öllum gangi mála í fyrirtæki sínu. Tölvur vinna mun hraðar og nákvæmar en maðurinn og í því er fólginn bæði sparnað- ur og margvíslegt hagræði. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að öll framleiðsla hjá Frigg verði alsjálfvirk, við gætum látið tölvu sjá um framleiðsl- una að öllu leyti, en við framleiðsluna sjálfa vinna nú 15 til 20 manns. Fyrirtækið er þó kannski ekki af þeirri stærð sem nauðsynleg væri, en allt þetta má reikna út og við höfum áhuga á að gera það áður en langt um líður. I framhaldi af þessu verður að huga að starfsfólki í iðnaði. Eg held að við Islendingar þurfum ekki að óttast atvinnuleysi, við erum fámenn þjóð og með aukinni framleiðni og hagsæld myndu skapast ný atvinnutækifæri við ýmis konar þjónustustörf og trúlega verð- ur heldur ekki teljandi fólksfjölgun. Gunnar J. Friðriksson greindi einnig frá kynnum þeirra við vélmenni og sagði hann menn jafnvel hafa „rætt“ við vélmenni: — Vélmenni eru að ryðja sér til rúms í bílaiðnaði Bandaríkjamanna, en þannig eru þeir að reyna að svara samkeppni frá Japönum. Þróun þeirra er mjög hröð og þegar vélmenni verða orðin nógu ódýr þá henta þau ekki síður litlum fyrirtækjum en stórum. Menn hafa lýst því, hvað það sé undarleg tilfinning að koma inn í verk- smiðju þar sem allt er í kolamyrkri en öll starfsemi þó í fullum gangi, því vélmennin þurfa ekki birtu við vinnu sína og er trú- lega að því mikill orkusparnaður! Við sáum hvernig tölva leitaði uppi galla í flúrperum og get ég ekki betur séð en slík tölva gæti stjórnað vélmenni við að tína orma og bein úr fiskflökum. Að lokum nefndi Gunnar J. Friðriksson að svonefndir gæðahringir væru mjög áhugaverðir og gagnlegir til að auka af- köst og bæta gæði í iðnaði. Hugsunin bak við þá væri jákvæð og líklegt væri að ein- hvers konar afbrigði þeirra mætti þróa hérlenúis. Gunnar Svavarsson: Þróun hugbúnaðarins er á eftir vélbúnaði — ÖLL ferðin var merkileg og fróðleg og þarna gátum við séð þá þróun í fyrirtækja- rekstri, sem í gangi er og allir iðnrekendur þyrftu að fylgjast með. Enda var það til- gangur ferðarinnar að kanna hvort og hvaða nýjungar gætu verið áhugaverðar fyrir íslensk fyrirtæki. Sjálfsagt kemur að því að einhverjar nýjungar, sem við sáum þarna verði notaðar hérlendis, sagði Gunnar Svavarsson fjármálastjóri Hamp- iðjunnar, er hann var spurður um hvað honum væri efst í huga eftir ferðina. Gunnar Svavarsson var spurður hvaða atriði hann gæti helst nefnt, sem áhuga- vert væri að taka upp hérlendis: — Mér fannst merkilegast að kynnast því hvaða þróun á sér nú stað í Bandaríkj- unum í stjórnarháttum. Reynt er að virkja einstaklinginn til meiri þátttöku í ákvörð- unum sem snerta beinlínis starf hans svo sem vörugæði, framleiðni, nám og öryggi til að nefna eitthvað. Mörg fyrirtæki hafa tekið upp það sem kallað er gæðahringir. En gæðahringur er lítill hópur starfs- manna sem kosið hafa að starfa saman í hóp. Þeir hittast reglulega á fundum í vinnutímanum og leysa hin ýmsu verkefni sem upp kunna að koma. Þeir byrja á því að skilgreina viðfangsefnið, afla sér þekk- ingar á því, koma fram með hugmyndir um endurbætur og sjá til þess að þeim sé hrint í framkvæmd hafi tillögur hópsins um úrbætur verið samþykktar. Nefna má að nýlega var hér maður frá Bandaríkjunum til að kynna þessa starfs- aðferð enn frekar fyrir iðnrekendum og kannski mætti segja þetta eitt það fyrsta sem kemur í kjölfar þessarar ferðar. En aðferðina hafa Japanir notað frá árinu 1962 og Bandaríkjamenn tekið upp síðustu 10 árin. Þannig hefur tekist að virkja sam- átak hópsins sem og einstaklinginn og áhuga hans og um leið gera starf hans skemmtilegra. Áttu von á að þessi aðferð verði tekin upp hérlendis? — Það veitur aðallega á stjornendum hvers fyrirtækis. Sjálfum finnst mér sú þróun mjög jákvæð, sem nú á sér stað, þ.e. að reyna að auðga vinnuna, gera störfin fjölbreyttari og áhugaverðari fyrir starfs- manninn. Menn eyða meira en hálfum vökutíma sínum við vinnu. Eg held að á þessu sviði séum við nokkuð á eftir hér á landi og við þurfum að huga að því að gera störf í iðnaði áhugaverðari og skemmtilegri fyrir þá sem í þeim eru. í reynd ætti þetta að vera auðveldara hér á landi vegna náinna samskipta stjórnenda og starfsmanna. Við erum að mestu laus við sambandsleysið sem oft r>k,ir innan stórfyrirtækjanna. Gunnar Svavarsson. Mestur hluti ferðarinnar fór í kynningu á tölvu- og stýrikerfum og sjálfvirkum búnaði: — Hvað varðar notkun tölvutækni sem stjórntækis, þá hefur maður á tilfinning- unni að bandarísk fyrirtæki af svipaðri stærð og íslensk séu ekki komin lengra en við. Bæði íslensk og t.d. bandarísk fyrirtæki nota mikið tölvur, en notfæra sér hins veg- ar ekki þá möguleika, sem þær bjóða upp á til fulls. Þeir felast í því að nota þær sem hluta samhæfs stýri- og stjórnunarkerfis, Þar sem nota má þær til skipulagningar, framleiðslu, lagerstýringar, hráefnapant- ana, rýrnunarmála o.s.frv. Hér hefur því þróun hugbúnaðarins orð- ið á eftir vélbúnaðinum sjálfum, en þar hafa orðið og verða á næstunni alveg gíf- urlegar framfarir. Þannig mun fyrir alda- mótin heilt reikniverk stórrar fyrirtækja- tölvu komast fyrir í einum teningi. Þetta leiðir til þess að tölvur verða æ ódýrari og smærri og að svonefnd örtölvutækni verð- ur notuð við nánast hvað sem er. Nú er talað um að iðnaður eigi að taka við því fólki sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum og Gunnar er spurður hvort hann getur það ef tæknivæðingin verður svo ör að segja verður upp fólki. — Það er rétt að við búumst við því að iðnaður taki að miklu leyti við þeirri fólks- fjölgun, sem kemur út á vinnumarkaðinn á næstu árum, enda virðast tækifærin til nýframleiðslu liggja þar. Ekki má þó gleyma að mikilvægi frumvinnslugreina svo sem sjávarútvegs og landbúnaðar mun lítið minnka. Sérstaklega þar eð sam- keppni í iðnaði harðnar mjög og því hætt við að menn verði uppteknir af henni. Við þurfum því að velja af kostgæfni þær leið- ir sem best henta okkur við uppbyggingu iðnaðar, forðast allar hillingar og iðnað byggðan á órökstuddum tilfinningalegum grunni í melum eða móum vítt um landið. Maður hefur séð þá spá um ástand í framieiðsluiðnaði, að um aldamótin verði helmingur framleiðslunnar í höndum vélmenna og annarra sjálfvirkra véla og að um 25% mannaflans þá aðgerðarlaus. Vonandi er hér þó ekki alveg rétt spáð í spilin, en vert er að minnast þess að lífs- kjör hafa fyrst og fremst batnað í kjölfa.r tæknivæðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.