Morgunblaðið - 31.01.1982, Page 35

Morgunblaðið - 31.01.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1982 35 tölvunám í Bandaríkjunum i Hér eru ferðalangarnir ad virða fyrir sér gagn mála hjá Martin Marietta-fyrirtækinu í New Orleans, en það framleiddi m.a. eldsneytisgeyma geimskutlunnar. I‘ar kynntu iðnrekendur sér hvernig gæðahringir eru starfræktir. Haukur Björnsson: Otrúlegt hve ná má langt í sjálfvirkni FERÐIN öll var skipulöKÖ fyrir iðnrekend- ur on með þarfir hóps okkar í huga og það er ljóst að við hefðum ekki fengið svo mikla fyrirgreiðslu ef við hefðum komið þarna sem einstaklingar. Sérfræðingar fyrirtækj- anna eyddu hálfum og heilum vinnudögum með okkur, fluttu fyrirlestra og svöruðu fyrirspurnum, sagði Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Karnabæ. — Gagnið af ferð sem þessari er helst það, að það opnar augu manna fyrir þeim gífurlegu miklu möguleikum sem eru nú þegar fyrir hendi í hvers kyns tæknivæð- ingu. Það eru greinilega ónotaðir möguleik- ar fyrir íslensk iðnfyrirtæki, því notkun talva hjá okkur er rétt á byrjunarstigi. Stórstígar framfarir eiga eftir að verða, hraði þróunarinnar er sífellt að aukast og það er enginn vafi á því að tölvuvæðing á eftir að hefja göngu sína hjá íslenskum iðnfyrirtækjum mjög fljótlega. En þegar þróun er svona ör er stundum sagt að við verðum að doka við og bíða eftir því sem hentugast sé fyrir okkar aðstæður. Við bíðum þó ekki alltaf eftir því nýjasta og segja má að þróunin sé nú í þá átt að hlutirnir minnka og verða ódýrari, en jafn- framt fjölhæfari og margt er nú á viðráð- anlegu verði og heppilegt til notkunar hjá íslenskum fyrirtækjum. Virðist þér mikill munur á stærð banda- rískra fyrirtækja og íslenskra? — Við sáum ekki svo mörg fyrirtæki að hægt sé að draga ályktanir, en þó er mikill fjöldi smáfyrirtækja í Bandaríkjunum, fyrirtæki, sem eru á margan hátt sambæri- leg við þau íslensku. Við megum ekki gleyma því að þau sem eru á borð við bíla- fyrirtækið General Motors eru undantekn- ing, yfirleitt er um mun minni einingar að ræða. Má nefna að eitt fyrirtækið sem við heimsóttum framleiðir ýmis konar raftæki og viðvörunarbúnað. Er það í 200 ára gömlu og hrörlegu húsnæði, framleiðsla þcss er margþætt og hlutir til hennar fengnir úr mörgum áttum. Þetta fyrirtæki glímir við svipuð vandamál og íslensk fyrirtæki gera mörg. Þá greindi Haukur Björnsson frá því að Karnabær hefur í nokkur ár notað tölvu við bókhald og á þessu ári verður tekin upp tölvustjórn á framleiðslu á saumastofunni og ýmis konar sjálfvirkni er beitt þar. T.d. er verið að taka í notkun vél, sem hefur það hlutverk að sauma lykkjur í buxnastreng og afkastar á því sviði mun meira en fyrri búnaður getur. Haukur er spurður hvort fyrirtæki vélvæðist eingöngu vegna sparn- aðar í mannhaldi. — Þetta er alls ekki alltaf eða eingöngu spurning um mannskap eða hraða, því iðu- lega skipta gæðin lika miklu máli. Aukin afköst, aukin gæði og lægra framleiðslu- verð eru stöðug viðfangsefni fyrirtækja í samkeppnisiðnaði. Ilaukur Björnsson. En þegar áhrifin af þessari ferð fjara út, þarf þá ekki að fara aftur? — Þótt ferðin væri skipulögð fyrir okkur þá held ég að eftir hana hafi enginn tekið beinar ákvarðanir um hvaða vélakaup fyrirtæki hans geti ráðist í, en hins vegar búum við nú betur yfir margs konar vitn- eskju um hvað er til. Við hér förum yfir- leitt á einhverja vélasýningu á hverju ári og skoðum tæki og búnað fyrir fataiðnað. Þá má nefna að íslensk umboð tölvufyrir- tækja halda margs konar námskeið og sýn- ingar, svo það er mikið um að vera á þess- um sviðum og ætti að vera auðvelt að fylgj- ast með. En annað sem við kynntumst í ferðinni voru gæðahringir, japönsk uppfinning á því hvernig leiða á starfsmenn fyrirtækja saman í hóp til að fjalla um ýmis málefni fyrirtækja, t.d. bætt atvinnuöryggi, slysa- varnir, bætt gæði og afköst o.fl. Ymislegt í þessum gæðahringjum er gamalkunnugt, en annað nýtt, oft er þetta rétt eins og hvers kyns starfsmannafundir um hin ýmsu vandamál. En þarna er starfað eftir ákveðnu kerfi og menn bjóða sig fram til starfa í þessum hópum. Hópurinn velur sér viðfangsefni og síðan færir hann fram til- lögur til lausnar, sem forráðamenn fyrir- tækisins verða að fjalla um. Séu þeir ekki sammála geta þeir hafnað hugmyndum hópsins, en verða að gera það með rökum og standa fyrir máli sínu frammi fyrir full- trúum hópsins. Með þessu hefur reynsla margra orðið sú að betri starfsandi fáist í fyrirtækjunum og menn sjái betur tilgang vinnu sinnar og eru áhrifin iðulega þau að mörmum líður betur í vinnunni og starfsgleðin eykst. í febrúar er ráðgert að halda hérlendis nám- skeið til að kenna stjórnun þessara hópa og geri ég ráð fyrir að þetta fyrirkomuleg geti einnig reynst vel hjá okkur, en það getur átt við í hvers kyns fyrirtækjum og stofn- unum. Eg held að í þessum tæknimálum al- mennt sé margt, sem er á færi íslenskra fyrirtækja að ráðst í og það er ótrúlegt hve hægt er að ná langt í sjálfvirkni. Vélmenni eru í stöðugri þróun og þótt við sæum ekki karla með hendur og fætur þá er smám saman verið að gera vélmennin hæfari í ýmis fjölþætt störf og m.a. sáum við einn, í Carnegie Mellon háskólanum í Pittsburg, sem getur talað. Víglundur Þorsteinsson: Tæknibylting hliðstæð iðnbyltingunni — Segja má, að það sem við helst kynnt- um okkur voru nýjar aðferðir og hvern- ig ný tækni gæti e.t.v. aukið framleiðni í íslenskum iðnaði. Við kynntum okkur tölvur framtíðarinnar og hvaða mögu- leikar eru á því að nota þær við alhliða stjórnun og framleiðslueftirlit, sagði Víglundur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Steypustöðvar B.M. Vallá, er Mbl. ræddi við hann. Víglundur Þorsteinsson — Varðandi tölvurnar var einkum skoðaður ýmiss konar stýribúnaður, sem hefur það hlutverk að stjórna fram- leiðslunni og þessu skylt er notkun á vélmennum, en vélmenni hafa verið þróuð til að gegna ýmsum einföldum störfum í verksmiðjuiðnaði. Ég álít að í þessum tæknimálum almennt sé gengin í garð tæknibylting sem hliðstæð sé iðnbyltingunni og tel ég það eiga eftir að koma í ljós smám saman. Annað sem við kynntumst í þessari heimsókn, sem var óskylt tæknibúnaði, er svokallaðir gæðahringir, sem nú ryðja sér mjög til rúms. Eru bandarísk fyrirtæki mun lengra komin en íslensk í tækníþróun? — Það er ekkert hægt að alhæfa í því sambandi, sum eru komin miklu lengra, önnur standa í svipuðum sporum og við, en vegna nálægðar við alla tækniþróun eru bandarísku fyrirtækin betur í stakk búin til að fylgjast með möguleikunum. Eftir þessa ferð er mín tilfinning sú, að tölvur, tölvustýring og vélmenni við hvers kyns framleiðslufyrirtæki séu innan seilingar íslenskra fyrirtækja á næstu árum og eru notkunarmöguleik- unum lítil takmörk sett. Öll tækniþekk- ing er fyrir hendi, en það er e.t.v. aðeins hugvit mannsins sjálfs, sem segir til um hvernig gengur að hagnýta þessa tækni. Getur steypustöð tölvuvæðst og notað vélmenni? — Vélmenni kemur aldrei í stað bíl- stjóra okkar, en þó sögðu okkur menn hjá IBM að við færum ekki langt inn í 21. öldina áður en við reyndum tölvu- stýrðan þjóðvegaakstur! En vélmenni, ekki þau sem við kynnumst í vísinda- skáldsögunum þó, munu örugglega ryðja sér til rúms hér sem annars stað- ar við einföld framleiðslustörf. Verð vél- menna fer eftir því hversu flókinn hugbúnaður þeirra er og rekstrarkostn- aður er ekki mjög mikill. I þessu sambandi er athyglisvert að hugsa um afstöðu bandarísku verka- lýðshreyfingarinnar. Búast hefði mátt við að hún væri andvíg þessari tækni- þróun, en leiðtogar hennar hafa sýnt þá framsýni að vera henni fylgjandi. Við megum ekki líta svo á að vélar ógni tilteknu starfi eða atvinnugrein, ný tækni er aðeins einn þáttur í breyti- legum grundvelli allrar atvinnustarf- semi á hverjum tíma, hún skapar betri lífskjör og betra mannlíf. Bandarískir verkalýðsleiðtogar virðast líta svona á málið, ekki er spurt hvort menn vilji tæknivæðingu eða ekki, ef framleiðslan verður ekki tæknivædd og tölvuvædd og notuð vélmenni þar sem það á við, munu aðrir taka þá framleiðslu að sér. Hvað okkur snertir þá mun skyndi- lega aukin tölvuvæðing ekki koma í kjölfar þessarar ferðar okkar, en hún mun koma smám saman í næstu fram- tíð. Okkur er nauðsynlegt að gera notk- un tölvunnar víðtækari en verið hefur fram til þessa, við þurfum að nota hana við stjórnun og framleiðslueftirlit, tölva gerir stjórnendum fyrirtækja kleift að samhæfa alla framleiðsluna betur en með eldri aðferðum, hægt er að láta hana áætla hversu mikið þarf af vera til af hverju hráefni í hæfilegu magni, hún þarf að skipuleggja með tilliti til sölu og afhendingartíma o.s.frv. og allt þetta gera tölvur betur og af meiri nákvæmni en maðurinn. Steypustöðin hefur að nokkru tölvu- va»ðst, við notum eigin tölvu við allt bókhald og við vonumst til að taka nýj- an hugbúnað í notkun innan tíðar, en hann mun sjá unt blöndun og útskrift reikninga og ýmislegt fleira, sem mikið hagræði er í fyrir okkur. Þá greindi Víglundur Þorsteinsson frá gæðahringjunum, sem einnig kemur fram í spjallinu við Gunnar Svavarsson og verður því ekki farið frekar út í það hér, en meðal kosta við gæðahringi sagði hann vera eftirfarandi; — Það sem sérstaklega vakti athygli var samdóma álit allra um að fyrirtæk- in hefðu við þetta eignast mun ánægð- ara starfsfólk, það hefði við þetta nýja kerfi fengið nýjan tilgang með starfi sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.