Morgunblaðið - 31.01.1982, Page 42

Morgunblaðið - 31.01.1982, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1982 Margir erlendir tónlistarmenn væntanlegir Eins og Pokahorniö hefur skýrf frá eru margir merkir tónlisfarmenn væntanlegir hingaö á næstunni. Art Ensemble of Chicago Hin. frábæra jazzhljómsveit The Art Ensemble of Chicago kemur hingaö til lands i april á vegum Jazzvakningar og heldur hér eina tónleika. Ætlunin var aö þeir yrðu í Þjóöleikhúsinu, en þaö er víst ekki laust á þeim tíma sem hentar, þann- ig aö Jazzvakning leitar nú aö ööru hag- stæöu húsnæöi. Human League Vinsælasta nýrómantíska hljómsveit Breta, Human League, stefnir á hingaö- komu bráðlega. Ekkí hefur enn fengist staöfest hvenær þeir koma og hvar þeir munu spila. Þaö ætti aö skýrast nú eftir helgina, en Steinar Berg hljómplötuúgef- andi, er erlendis um þessar mundir og mun vist aétla aö ganga frá þessum mál- um í feröinni. Dave Swarbrick Nú standa yfir samningaviðræöur milli Gramms annars vegar, og hins kunna fiölara og söngvara Dave Swarbrick, hins vegar, um aö hann komi hingaö til lands í mars og haldi þrenna tónleika. Dave Swarbrick er unnendum þjóölaga- tónlistar aö góöu kunnur. Hann var um áraraöir ein aðal driffjööur „folk-rokk“ hljómsveitarinnar Fairport Convention, sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Siöan sú ágæta hljómsveit hætti störf- um, hefur Swarbrick átt glæsilegan sóló- feril og er ekki að efa aö tónleikar hans hér gleðji hina fjölmörgu aödáendur þjóölagatónlistar á islandi. Dave Swarbrick <>9 Fairport Convention Magnús úr Bodies í Brimkló Margt bendir nú til þess að Magnús Stefánsson, trommuleik- ari í Bodies og áöur Utangarös- mönnum, sé nú að ganga til liös viö Brimkló. Ekkert hefur enn ver- ið staöfest í þessum málum en orörómur um þetta hefur heyrst í bænum aö undanförnu. Poka- horniö á vægast sagt erfitt meö aö trúa þessu, þar sem Bodies hafa aldrei veriö betri en einmitt nú. Hljómsveitin á aö hefja plötuupp- töku nú um helgina og fyrir dyrum stendur hljómleikaferð út á land. Hvernig var nú textinn í Rækju- reggaei Utangarösmanna? BV sendu þeir frá sér plötuna The Men in Black og hún ein heföi nægt til aö skipa þeim framarlega í flokk yfir hljómsveitir ársins. En þeir létu ekki þar viö sitja. í nóvember kom frá þeim enn eitt snilldarverkiö. La Folie, sem óneitanlega veröur aö teljast ein af merk- ustu plötum síöasta árs. Tónlist Stranglers hefur tekiö miklum breytingum frá því þeir sendu frá sér sína fyrstu plötu, Rattus Norvegicus, áriö 1977. La Folie er aö mörgu leiti hápunktur á glæsilegum tónlistarferli þeirra. Þeir hafa unniö markvisst aö framþróun þeirrar stefnu sem þeir mótuöu sér i upphafi og alltaf tekist aö halda ákveönum stíl og séreinkennum. Útsetningar og tónsmíðar þeirra í dag eru aö vissu leyti fágaöri en áöur, en annars er þaö ógjörningur aö gera tónlist Stranglers tæmandi skil í svo stuttum pistli sem þessu. Slíkt verður aö bíöa betri tíma. En þaö veröur ekki skiliö viö Stranglers án þess aö minnast á óskiljanlega illgirni Melody Maker í garö hljómsveitarinnar. Plötur þeirra fá allar hinar háöuglegust útreiö á þeim vigstöövum og viröast yfirleitt vera dæmdar þar án þess aö vera brugöiö á fóninn af viðkomandi blaöa- mönnum. Þaö er ekki furöa þó sala fari ört minnkandi á því áöur ágæta tímariti. Stungiö saman nefjum. Frábær fíflaskapur Þegar sá helmingur Pokahornsins sem þetta ritar tók upp á því að velta fyrir sér hvaöa rokkhljómsveitir hafi staöiö sig best á því herrans ári 1981 komu Stranglers fljótt upp í huga þess. Snemma á árinu B.V. ÞURSAFLOKKURINN FJÖGURRA ÁRA Fyrsta íslenska hljómsveitin, sem byggði afkomuna á tónleikahaldi Þursar hafa kynnat þjóövegum landsins vel síöustu fjögur árin. Þursarnir, Þursaflokkurinn, eöa Hinn islenski Þursaflokkur eins og hljómsveitin hét í upphafi, á fjögurra ára afmæli um þessar mundir. Þaö var i janúarmánuöi 1978 aö þeir Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson, Tómas Tómasson, Þóröur Árnason og Rúnar Vilbergsson hófu aó æfa saman, en fyrstu tónleikarnir voru svo haldnir í febrúar. Upphaflega var það ætlun þeírra félaga aö koma fram í örfá skipti. A efnisskrá Hins íslenska Þursa- flokks voru gamlar íslenskar þjóövís- ur í nýjum búningi og vakti hljóm- sveitin strax verulega athygli fyrir frumlega og vandaöa tónlist. Það var heldur ekki algengt þá aö ís- lenskar hljómsveitir væru aö streöa viö aö flytja eigin tónlist. Bandarískir vestraslagarar voru i miklu uppá- haldi hjá flestum þeim sem tróðu upp á þeim tíma. i raun má segja aö Þursar hafi verið fyrsta rokkhljóm- sveit okkar sem eingöngu bauö upp á tónleikaprógramm. Þeir létu dansi- böllin öðrum eftir. Fjögur ár eru langur starfstími hjá rokksveit á okkar mælikvarða. Ýms- ar hljómsveitir hafa aö vísu starfaö í lengri tíma, en þær hafa líka, eins og áöur kemur fram, byggt afkomu sína á dansleikjahaldi og þar sem slíkt gefur að öllu jöfnu ágætlega í aöra hönd og er auk þess ekki það erfiö- asta sem menn fást viö í poppinu aö mati Pokahornsins, verður aö telja þetta afmæli Þursaflokksins allmerk- an áfanga í sögu íslenskrar popp- tónlistar. Menn mala ekki gull á því aö flytja frumlega rokktónlist hérlendis og þaö vissu Þursar strax í upphafi. Þeir voru allir vel sjóaöir i bransanum þegar hljómsveitin var stofnuö. Egill hafði til aö mynda starfaö meö Spil- verki Þjóöanna og ásamt þeim Tóm- asi og Þóröi í Stuðmönnum sálugu. Asgeir hafði veriö í fjölda hljóm- sveita og má þar nefna Pelican og Eikina. Rúnar hafði aftur á móti trommað í ýmsum danshljómsveit- um á Vestfjöröum jafnframt því aö stunda nám í fagottleik. Fyrsta platan og hring- ferð um landið Eins og áöur sagöi var. þaö ekki stefna þeirra félaga aö gera Hinn ís- lenska Þursaflokk út í langan tíma. En fljótlega tóku málin aö þróast á annan veg. Hljómsveitin hélt áfram tónleikahaldi á Stór-Reykjavikur- svæöinu og um sumarið 1978 hófust upptökur á fyrstu plötu hennar. Um svipað leyti héldu þeir útitónleika á Miklatúni fyrir mikinn fjölda áheyr- enda. Eflaust fjölmennustu hljóm- leikar íslenskrar hljómsveitar í lang- an tíma. Platan, sem bar nafn hljómsveit- arinnar, kom út í nóvember og í kjölfariö fóru Þursarnir í sina fyrstu hringferð um landiö. Þessa ferð verður aö skoöa sem enn eitt merkt brautryöjendastarf þeirra félaga. í henni héldu þeir fjölda tónleika, flesta þeirra í skólum. Siöan rak hvaö annað. Þursarnir sömdu tónlist fyrir íslenska dansflokkinn og léku undir á sýningum flokksins í Þjóö- leikhúsínu. Karl Sighvatsson haföi tekiö sæti Rúnars, sem hætti vegna námsanna skömmu fyrir hringferð- ina, og þannig skipaöur hélt flokkur- inn í sína fyrstu utanlandsferð ásamt dansflokknum. Fariö var til Noröur- landanna og víöa troöiö upp meö áöurnefndan ballett. Hljómsveitin vann yfirburöasigur í vinsældavali fyrir Stjörnumessu Dagblaösins og þegar hér var komiö sögu höfðu þeir félagar sannaö heldur betur aö frumleg íslensk rokktónlist heyröi ekki fortíöinni til, þrátt fyrir vestra- slagarana og tilkomu diskósins. Þursabit og önnur utanlandsferð Snemma sumars 1979 hófust upptökur á annarri plötu Þursa- flokksins, Þursabitinu svokallaöa Platan, sem án efa er ein merkasta hljómplata sem út hefur komiö hér á landi, hlaut ágætar viðtökur, en eins og titt eru um nýjungar í rokktónlist, tók nokkurn tíma fyrir marga aö melta tónlist Þursanna. i kjölfarið fóru þeir í tónleikaferö um Noröurlöndin og Holland. Viö- tökur þær, sem þeir fengu í þessari ferð, voru i einu oröi sagt frábærar, m.a. voru geröir útvarps- og sjón- varpsþættir meö þeim víða í Skand- inaviu. Einn af ritstjórum MM, sem er eitt virtasta tónlistarblaö Noröur- landa, valdi m.a. Þursabitiö, sem eina af 10 merkustu hljómplötum siðasta áratugar. I ferö þessari sat Lárus Grímsson við hljómboröin í staö Karls. Þegar heim kom lá það beint viö hjá Þursunum aö gera hlé á starfseminni og fara að vinna fyrir skuldum. Hann var víst oröinn nokk- uö langur, skuldahalinn. Hlé öðru hverju Hljómsveitin hefur alltaf tekið sér styttri eöa lengri hlé ööru hverju og meölimir hennar þá unniö fyrir rekstri sveitarinnar, t.d. meö „sess- ionvinnu“ fyrir aöra tónlistarmenn. Tómas og Þóröur hafa einnig fengist viö upptökustjórn og Egill veriö viö- riöinn hvíta tjaldið og sjónvarpsskjá- inn. Einnig störfuöu Ásgeir, Tómas og Þóröur i jazzhljómsveit Reynis Sigurðssonar um tíma. Þursaflokk- urinn annaöist einnig undirleik i söngleiknum Gretti og söngva- keppni sjónvarpsins á sínum tíma. Þeir félagar hafa oft veriö gagnrýndir fyrir ýmis „hliöarspor" svo sem söngvakeppnina, en þaö er víst staðreynd að menn lifa ekki á loftinu einu og tónlist sú, sem Þursaflokkur- inn flutti, gaf þeim vist ekki mikiö í aöra hönd. Tækjabunaöur er til dæmis mjög dýr svo og allur rekstur hljómsveitar. Önnur landsreisa og hljóm- leikar í Þjóðleikhúsinu Snemma árs 1980 héldu Þursarnir svo aftur út á landsbyggðina og lauk þeirri hljómleikatörn meö tónleikum i Þjóöleikhúsinu. Þetta er i eina skiptiö sem rokkhljómsveit hefur fengiö að troða upp þar og tókust þessir hljómleikar í alla staöi frábær- lega vel. Þeir voru hljóöritaöir og gefnir út á þriðju plötu flokksins. Á þessum tíma var tónlist þeirra farin aö taka verulegum breytingum. Gömlu þjóðlögin voru að víkja fyrir nýjum tónsmíöum og nú er svo kom- iö að á efnisskrá þeirra eru eingöngu verk eftir þá. Eftir Þjóðleikhústón- leikana kom svo eitt lengsta hlé í sögu hljómsveitarinnar. Þá um sumarið héldu þeir í annað sinn vestur til Kaliforníu, nánar tiltekiö Los Angeles, og störfuöu þar m.a. með Jakobi Magnússyni. Haustiö 1981 í fyrrahaust var svo þráöurinn tek- inn upp að nýju. Haldið var í þriöju hringferöina um landið og siöan hafa Þursarnir veriö iönir viö tónleika- hald, aöallega á Reykjavíkursvæð- inu. Nú á fjögurra ára afmælinu er ýmislegt i deiglunni hjá þeim eins og fram kemur í viðtali hér á síöunni. Pokahornið óskar Þursunum til hamingju meö áfangann og eflaust eiga þeir eftir aö gleöja íslensk tón- eyru um ókomna framtíö. BV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.