Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
7
Kaffihlaðborð
Glæsilegt kaffihlaöborö veröur í Félagsheimili Fáks,
nk. sunnudag. Húsiö opnað kl. 15.00.
Hestamenn og hestaunnendur fjölmenniö.
Borðin svigna undan meölæti.
Fákskonur ath:
Graskögglar, fóðurblandaðir kögglar og skeifur til
sölu hjá félaginu.
Hestamannafélagið Fákur.
Öllum þeim mörgu, sem á sjötugsafmæli
mínu þann 2. febrúar sl. glöddu mig með
skeytum, gjöfum og heimsóknum, votta
ég mínar innilegustu þakkir.
Ólafur Björnsson prófessor
Hagyangur hf.
Hótel
í athugun er aö byggja hótel í um þaö bil 100 km
fjarlægð frá Reykjavík. Á staðnum er nóg heitt vatn,
fagurt umhverfi og veöursæld. Góöar gönguleiðir eru
í nágrenninu. Aöstæöur til margskonar uppbyggingar
eru í nágrenninu, svo sem heilsuræktarstöðvar, golf-
vallar, sportaöstööu og fl. eru fyrir hendi.
Þeir sem hafa áhuga á nánari athugun og hugsanlegri
þátttöku í fyrirtæki þessu, eru beönir að snúa sér til
Hagvangs hf., sem mun fara meö allar upplýsingar
sem trúnaðarmál.
Hagvangur hf.
ECONOMIC RESEARCH-
MANAGEMENT CONSULTANCY
GRENSÁSVEG113,
108 REYKJAVÍK, ICELAND
SÍMI/TEL. (91) 83666
REKSTRAR- OG
TÆKNIÞJÓNUSTA
MARKAÐS- OG
SÖLURÁÐGJÖF
ÞJÓÐHAGFRÆÐI-
ÞJÓNUSTA
TÖLVUÞJÓNUSTA
SKOÐANA- OG
MARKAÐSKANNANIR
NÁMSKEIÐAHALD
RÁ DNINGA RÞJÓNUS TA
Vinsamlegast hafiö í þessu tilfelli samband viö frkv.stj.
Ólaf Örn Haraldsson, sem veitir allar nánari upplýsingar.
Kreppa ríkisafskipta
„Þeir efnahagsöröugleikar, sem við
eigum viö aö etja nú, eru kreppa ríkis-
afskipta. Þeir eru afleiöing þeirrar
stefnu aö „hlaöa lífsgæöapinklum" á
þjóöarskútuna án þess aö stækka hana
eöa bæta (auka þjóöartekjur), svo vitn-
að sé til orða Geirs Gunnarssonar, for-
manns fjárveitinganefndar Alþingis og
þingmanns Alþýöubandalagsins."
(Úr leiöara Einars K. Guðfinnssonar í
Vesturlandi 9. febrúar sl.).
Leiðir til
úrbóta
l.inar K. Guðfinnsson
segir enga vegi greidfæra
úl úr efnahagsördugleikum
rikisafskiptanna, sem nú
sé við að kljást og veiki
rekstrarstöðu fyrirtækja og
atvinnuörvggi fólks. Orð-
rétt segir hann:
„Nýta þarf betur en áð-
ur kosti frjálsra viðskipta
og markaðskerfis, enda
hefur reynslan sýnt það og
sannað alls staðar í kring-
um um okkur að sú leið
hefur verið affarasælust og
líklegust til að bæta lífs-
kjörin.
Ráðast þarf að höfuð-
meinsemd efnahagslífsins,
verðbólgunni með raun-
verulegum aðgerðum.
Niðurtalningarleið Kram-
sóknar og Alþýðubanda-
lags er ekki annað en
niðurtalning falsaðra vísi-
tölustiga og skilar engum
varanlegum árangri.
Gengi þarf að skrá þann-
ig að jafnva'gi í erlendum
viðskiptum haldist, dregið
sé úr áhrifum ytri sveiflna
og afkoma atvinnuveganna
tryggð. Sú gengisstefna
sem núverandi ríkisstjórn
fylgir er gengisstefna geð-
jvóttans, þar sem undir
stöðuatvinnuvegirnir eru
sveltir og atvinnuöryggi
þúsunda nianna stefnt í
voða.
Skattlagningu þarf að
stilla í hóf og sérstaklega
ber að varast að mismuna
fyrirtækjum, rekstrarform-
um og atvinnugreinum í
skattamálum. Núverandi
ríkisstjórn hefur lagt út á
hálan ís ofsköttunar fyrir
tækja og einstaklinga og
mismunað fyrirtækjum eft-
ir undarlegum duttlung-
um.“
Stækkum
skiptahlutinn
Kinar segir ennfremur:
„Brýnt er að auka þjóðar
framleiðslu að nýju. Nú,
annað árið í röð, mun þjóð-
arframleiðsla standa í stað
og framleiðniaukning verð-
ur nær engin. Til þess að
stemma stigu við þessari
öfugþróun þarf að skapa
undirstöðuatvinnuvegun-
um eðlileg starfsskilyrði og
búa í haginn fyrir nýjar at-
vinnugreinar.
I»ær kröfur sem hér eru
fram settar, eru gjörólíkar
þeirri efnahagsstefnu, sem
ríkisstjórnin hefur fylgt. Sú
stefna hefur einkennst af
lausung, áhyrgðarleysi og
þröngsýni. Sú stefna hefur
líka kallað yfir okkur
minnkandi þjóðarfram-
leiðslu, stöðuga óðaverð-
bólgu, vaxandi lántökur og
skert lífskjör. Ix'iðin út úr
þeim ógöngum felst í al-
gerri stefnubreytingu.
Stefnubreytingu sem þessi
ríkisstjórn áræðir aldrei."
Hver er í
Madrid?
A þriðjudaginn var því
lýst með ábúðarmiklum
hætti af manni þeim, sem
fréttastofa hljóðvarpsins
hefur fengið til að segja
tíðindi frá Spáni, að í
Madrid væri Olafur Jó-
hannesson, utanríkisráð-
herra. Sæti hann þar fund
öryggLsráðstefnu Kvrópu
og hefði auk þess þennan
dag rætt um alþjóðamál
við ráðamenn annarra
þjóða. I sama fréttatíma
var frá því skýrt, að þenn-
an sama þriðjudag hefði
Olafur Jóhannesson, utan-
ríkisráðherra, svarað fyrir
spurnum á Alþingi íslend-
inga og tekið þátt í umræð-
um þar. Kftir að þessar
tvær fréttir höfðu verið
lesnar kom athugasemd
frá fréttastofu hljóðvarps-
ins þ«'ss efnis, að Olafur
Jóhannesson væri í
Reykjavík en ekki Madrid.
Létti ntörgum hlustendum,
þegar þeir fengu botn í
málið. /Kskilegt væri, að
fréttastofa hljóðvarpsins
upplýsti hlustendur sína
um það, hvort fréttaritari
hennar í Madrid sé í
Madrid.
25 sækja um ríkisborgararétt:
Fólk úr flestum heimshornum
Á frumvarpi til laga um veitingu
íslen/ks ríkisborgararéttar, sem
Friðjón Þórðarson dómsmálaráð-
herra, mælti nýlega fyrir, eru til-
greindir 25 einstaklingar. Flestir,
eða 7, eru fæddir á íslandi, 5
fæddir í Danmörku, 3 fæddir í
Bandaríkjunum, 2 í Guatemala, 2 í
Færeyjum og 1 í hverju eftirtal-
inna landa: Frakklandi, Indón-
esíu, Austurríki, Finnlandi, Fil-
ippseyjum og Kenya.
Af þessum 25 eru 8 börn, en
fullorðið fólk 17 (7 konur og 10
karlar). I þessum hópi eru 4 hús-
mæður, 3 nemar og einn í eftir-
töldum starfsheitum: fulltrúi,
kennari, skrifstofustúlka, verka-
maður, kvikmyndatökumaður,
tölvufræðingur, röntgentæknir,
ljósmóðir, sjómaður og þjónn. 13
eru taldir í Reykjavík, 3 í Kefla-
vík, 1 á Seltjarnarnesi en 8 utan
höfuðborgarsvæðis.
Sýnum 1982 árgerðirnar af
ESCORT-FIEST4* T4UNUS
Opið frá kl. 10—17 laugardag og sunnudag
Sveinn Egilsson hf.
SKEIFUNNI17 SÍMI 85100