Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Pétur Sæmundsen bankastjóri - Minning sögðu reyndi ég að afla mér upp- lýsinga um væntanlegan hús- bónda. .Upplýsingarnar sem ég fékk voru eitthvað á þann veg að maðurinn væri ákveðinn og kröfu- harður, en með stórt hjarta. Sú varð og reyndin. Tókst með okkur hið besta samstarf sem leiddi til vináttu, sem skuggi féll aldrei á. Það atvikaðist síðan þannig, að innan nokkurra mánaða var ég sestur í hans stól og hann tekinn við starfi bankastjóra við Iðnað- arbanka Islands hf. Var það mikið lán fyrir mig lítt reyndan, að geta síðan leitað til hans þegar leysa þurfti úr vandasömum málum. Reyndist hann ávallt hollráður, hvort heldur var um að ræða mál- efni sem að starfinu lutu eða per- sónuleg málefni. Pétur hafði til að bera góða greind, sérstaklega gott minni og mikla skapfestu. Hann var rök- fastur í skoðanaskiptum og mikill málafylgjumaður, tamdi sér mikla nákvæmni í vinnubrögðum og var gagnrýninn, en ávallt með já- kvæðu hugarfari. Hann átti auð- velt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum og því jafnan fljótur að mynda sér skoðun og taka ákvarðanir. Skapgerð hans var þannig, að hann gat virst hrjúfur á yfirborðinu, enda fór hann ekki dult með skoðanir sínar og lét þær í Ijós með hispurslausum hætti. Hann átti það til að segja manni ærlega til syndanna. Það var þó jafnan gert með þeim hætti, að slíkt olli ekki sárindum. Góð greind hans var hins vegar þess valdandi, að hann var ávallt reiðu- búinn til að hlusta á rök annarra og taka fullt tillit til þeirra. A góðri stund í hópi vina og kunningja var Pétur hrókur alls fagnaðar. Hann hafði einstaklega skemmtilega frásagnarhæfileika og átti auðvelt með að sjá spaugi- legar hliðar mála. Gamansemi hans gat verið leiftrandi. Sagt er að hver sé sinnar gæfu smiður. Ekki skiptir það þó litlu máli hverjir verða á vegi manns á lífsleiðinni. Oft er það tilviljunum háð. Einn þeirra manna sem hvað jákvæðust áhrif hafði á minn eig- inn lífsferil var Pétur. Fyrir það skað nú þakkað að leiðarlokum. Kona mín og ég vottum Guð- rúnu, börnum og fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum ein- læga samúð. Þorvarður Alfonsson Við fráfall Péturs Sæmundsen bankastjóra, minnumst við í stjórn Sögufélags góðs sam- starfsmanns, félaga og vinar. Hann var kjörinn í stjórn félags- ins árið 1973, og gjaldkeri þess var hann frá árinu 1978 til dauðadags. Pétur Sæmundsen sameinaði þá ákjósanlegu eðliskosti að hafa til að bera í senn ríkan áhuga á sögu- legum fróðleik, varðveizlu hans og útgáfu, sem og þau hyggindi, er í hag koma, en þar vil ég telja ör- ugga þekkingu í hagnýtum málum eins og fjárhagslegum rekstri. I þeim efnum var ekki hægt að hugsa sér betri mann en Pétur og þess naut félag okkar í ríkum mæli. Hann vann hinu áttræða fræðafélagi af miklum áhuga og dugnaði, sem honum var í blóð borinn, hvort sem var með setu á stjórnarfundum, umsjón með fjár- qjálum og bókhaldi eða hann brá sef í vinnufötin með okkur til flutninga á bókum félagsins. Pétur Sæmundsen var einlægt hollráður, skjótráður og hreinskil- inn í skoðanaskiptum, svo að okkur í Sögufélagi þótti sem ekki gæti verið betur fyrir hlutum séð en þar sem hann lagði hönd að verki. Hér kom og til hressilegt viðmót hans og einstaklega hýr lund, ekki sízt á þeim stundum, þegar hann gladdist yfir velferð félags okkar og sá, að mál þokuð- ust í rétta átt. Þegar undirritaður léði máls á því að taka við forsetastarfi í Sögufélagi fyrir nær fjórum árum, réð þeirri ákvörðun fyrst og fremst sú vissa, að félagið átti slíkan mann að sem Pétur Sæ- mundsen til að gegna þar mikil- vægu trúnaðarstarfi og hafa reiðu á hlutunum. Og hann reyndist mér og okkur öllum í stjórn Sögufélags traustur og hreinskiptinn dreng- skaparmaður, sem ómetanlegt var að fá að starfa með. Hann var hreinn og beinn, og allt, sem hann sagði, stóð sem stafur á bók. Að honum er mikil eftirsjá og skarð fyrir skildi, er hann fellur frá langt um aldur fram. Að leiðarlokum þakkar stjórn Sögufélags Pétri Sæmundsen fyrir allt, sem hann vann félaginu, og við minnumst ætíð góðs drengs, sem starfaði með okkur um árabil að sameiginlegu hugðarefni í þágu íslenzkrar menningar. Við sendum eftirlifandi konu hans, frú Guðrúnu, sonum þeirra og fjölskyldum, innilegar samúð- arkveðjur. Einar Laxness Fáein kveðjuorð, þakklætisorð. Ég get ekki, svo sem vert væri, fjallað um hin margháttuðu trún- aðarstörf vinar míns Péturs Sæ- mundsen, sem hann gegndi á sviði iðnaðarmála, bankamála, félags- mála og sagnfræði. Þau ár, sem ég hef verið formaður Iðnlánasjóðs, var Pétur annar framkvæmda- stjóri sjóðsins með Braga Hann- essyni. Þeim störfum sinnti hann af sérstakri natni og starfsgleði, ótrúlegri atorku og glöggskyggni, en málefni Iðnlánasjóðs voru Pétri heilög mál. Ég vil fyrir hönd stjórnar Iðnlánasjóðs og alls starfsfólks sjóðsins flytja við frá- fall Péturs sérstakar þakkir fyrir samstarfið og hin ómetanlegu og heilladrjúgu störf hans í þágu sjóðsins alla tíð er hans naut við. Ég starfaði með Pétri í stjórn Norræna iðnþróunarsjóðsins og var hann formaður framkvæmda- stjórn hans hin síðustu ár. Einnig sátum við mörg ár saman í banka- ráði Seðlabanka íslands. Á þess- um starfsvettvangi var unun að vinna með Pétri, og þar fengum við samstarfsmennirnir notið mannkosta hans og starfshæfni. Mat hans á aðstæðum var hlut- lægt og ákvarðanatakan ætíð í samræmi við það. Hann var fylg- inn sér en tók rökum, hann var raunsær og sérstaklega fljótur að átta sig á aðalatriðum hvers máls, en hafnaði umsvifalaust öllum óraunhæfum málalengingum. Framsækin öfl í uppbyggingu iðnaðar á Islandi og þeir aðilar, sem í alvöru láta sig varða iðn- þróun og hagsmuni iðnaðar, hafa við fráfall Péturs Sæmundsen misst mikilhæfan forustumann og liðsmann. Þar er nú stórt skarð fyrir skildi. Ég hef misst mikinn og góðan vin. Við Pétur kynntumst fyrst í gagnfræðaskóla. Eftir það skildi leiðir, þar til Magnús Kjartansson varð iðnaðarráðherra 1971 og ég fór að sinna ýmsum iðnaðarpóli- tískum verkefnum og hitti þá Pét- ur aftur í miðjum forystuhópnum. Tókst með okkur mikið og náið samstarf, sem fljótlega þróaðist í einlæga vináttu. Samstarfið við Pétur var mér mikil þroskalind, ráðleggingar hans til heilla og vin- arþel til sífelldrar uppörvunar. Ég hef margs að minnast og mikið að þakka. Við Pétur vorum ekki sammála í pólitík. Aldrei skyggði það á vin- áttu okkar. Á hinum pólitíska leikvangi lékum við á hvor sínum kanti, en sóttum þó báðir að sama markinu. Við gáfum oft góða bolta inn til miðframherjanna, sem við ætluðumst til mikils af, en það fór eftir atvikum, eins og gengur, hvort skotið var fram hjá eða hæft í mark. Ég átti oft með Pétri einum samverustundir, sem mér eru ógleymanlegar. Þá ræddum við gjarnan um menn og málefni um- búðalaust og lífið og tilveruna. Á þeim stundum fann ég, hvað Pétur Sæmundsen var stórbrotinn per- sónuleiki, hvað hugarheimur hans spannaði yfir miklar víðáttur og hvað hann var raunsær og rétt- sýnn á sjálfan sig og umhverfi sitt. Eitt var það í fari Péturs, sem við nánari kynni vakti sérstaka athygli mína. Það var hin tak- markalausa virðing hans fyrir þjóðlegum verðmætum og hversu mjög hann unni öllum þjóðlegum fróðleik, ekki síst um heimabyggð sína. Á þessu sviði var bankamað- urinn sístarfandi, þótt ekki færi það hátt, og þekkja sveitungar hans verkin hans þar svo og með- stjórnendur hans í Sögufélaginu. Samofin áhuga hans á sögu þjóð- arinnar var ást hans og lotning fyrir landinu og var Pétur hinn raunsanni náttúruverndarmaður. Einu sinni leitaði ég til Péturs með mikinn vanda í máli, sem varðaði miklu í mínu lífi. Á svip- stundu sá hann lausn málsins og það beinlínis lýsti af ráðsnilld hans og gjörhygli, að maður tali nú ekki um vináttuna og umhyggj- una, sem undir bjó. Pétur verður jarðsettur á af- mælisdaginn sinn, 13. febrúar, og auðvitað í Húnaþingi. Pétur var lengi búinn að vera mikið veikur, en sýndi þá ekki síður en endra- nær mikinn kjark og karlmennsku uns yfir lauk. Guðrún, kona hans, sem í hvívetna stóð við hlið manns síns af mikilli reisn gegnum tíð- ina, lét ekki sitt eftir liggja síð- asta spölinn. Guðrún og synir. Við Ragna vottum ykkur dýpstu samúð og hluttekningu en í hugum okkar er þyngri harmur en tárum taki. Ingi R. Helgason Kveðja frá Húnvetninga* félaginu í Reykjavík Húnavatnsþing hefur misst einn af sínum góðu sonum en nafn hans og minning eru geymd en ekki gleymd. Á bakkanum við ósa Blöndu voru fyrstu sporin stigin og þar var einnig fyrsti leikvöllur- inn hans. Það eru stórkostleg og hrikaleg átök þegar úthafsaldan brotnar við brimbarinn sandinn og stór- fljótið kveður við raust. En um- hverfið á einnig annað gervi þegar flóinn getur minnt á fljótandi silf- ur og kvöldroðinn breytt honum í glóandi gull og Blanda sjálf orðið hugljúf og seiðandi jafnvel minnt á ljóðandi læk. Að námi loknu lá leiðin burt úr heimabyggðinni, því menntun og góðir hæfileikar leiddu hann til forystustarfa hér í höfuðborginni. Það leyndi sér ekki eftir að hann flutti hingaö suður hvað hann hafði mikinn áhuga fyrir starfs- emi Húnvetningafélagsins, því hann var heill og sannur Húnvetn- ingur og tengdur sterkum og traustum böndum við sína heima- byggð. Hann sóttist ekki eftir völdum í félaginu okkar, en lá ekki á liði sínu að veita góðum málefn- um brautargengi. Hann starfaði í mörgum nefndum og reyndist ráðhollur og framkvæmdasamur. Pétur vann kappsamlega að byggðasafnsmálum félagsins og átti stóran þátt í því hvað vel tókst til þegar byggt var sameig- inlegt byggðasafn að Reykjum, Hrútafirði fyrir Stranda- og Húnavatnssýslu. Skógræktin í Þórdísarlundi var honum ekki óviðkomandi fremur en margt annað. Draumar um skógrækt hafa ekki alltaf ræst sem skyldi, en það er ómetanlegt fyrir félagið að eiga þennan unaðsr^it. Síðustu árin hefur Húnvetn- ingafélagið gefið út ársritið Hún- vetning við þröngan fjárhag. Pét- ur hafði mikinn áhuga fyrir ritinu og styrkti útgáfu þess ásamt fleiri góðum Húnvetningum. Á aðal- fundum félagsins átti hann létt með að móta sínar skoðanir og túlka þær í snjöllum og vel flutt- um ræðum. Þau ár sem ég var formaður félagsins fann ég það best hvað hann var traustur og mikill velunnari þess. Góður drengur er kvaddur. Það var and- stætt vilja hans að hrinda þeim sem hrasa heldur styðja þá sem minna máttu sín. Slíkir menn skilja eftir sig leiðarljós að lokinni jarðlífsgöngu. Því minningin lifir þótt maðurinn hverfi, moldin heimtar sitt en andinn flyst til hæða. Húnvetningafélagið saknar látins vinar og félaga og kveður hann að síðustu með ljóðlínum „listaskáldsins góða“: Krjúptu ad fótum friðarboóans og djúgóu á vængjum morgunroóans meira aó starfa guðs um geim. Jakob Þorsteinsson Pétur vinur minn hefir nú lokið stríði sínu við manninn með ljá- inn. Hátt í tvö ár barðist hann eins og hetja, en varð að láta und- an síga að lokum. Sem fyrr var Guðrún, kona hans, stoð hans og stytta og létti honum baráttuna með ástúð sinni og þolinmæði. Fékk hann uppfyllta þá ósk sína að fá að deyja heima og stundaði Guðrún hann nótt og dag í fleiri vikur og aldrei heyrðist æðruorð. Það er óskiljanlegt hve mikið þrek sumum er gefið. Á svona stundu rifjast margt upp frá æskudögunum á Blöndu- ósi. Við Pétur vorum á svipuðum aldri og systur hans, Þorgerður og Magdalena, sem voru fáum árum eldri, voru vinkonur mínar. Æskuheimili Péturs var sér- stætt, meðal annars vegna þess að móðir hans, frú Þuríður Sæ- mundsen, vann úti sem kennari. Þetta var óþekkt fyrirbrigði þar. Þuríður hafði misst mann sinn úr berklum frá þremur ungum börn- um, Pétur var þá tæplega árs- gamall. Þuríður, sem var systir Sigurðar Sigurðssonar, fyrrv. landlæknis, var gáfuð kona og góð, sterkur persónuleiki, og ef einhver hefur verið börnum sínum bæði faðir og móðir þá var það hún. Heimilið var stórt, fjölskyldan, tveir kostgangarar, eldri kona, Sigurlaug, sem sinnti húsverkum í fjarveru húsmóður og var sem ein af fjölskyldunni, oft einhverjir ættingjar og svo gestir og gang- andi. Glaðværð og gestrisni sátu í fyrirrúmi. Mér þótti vænt um þetta heimili og var þar jafnan eins og grár köttur. Þarna ólst Pétur upp umvafinn ástríki móður sinnar og systra og þar sem umhverfi í æsku hlýtur alltaf að móta fólk, gekk Pétur út í lífið bjartsýnn og duglegur. Hann tók stúdentspróf úr Versl- unarskólanum og lauk síðan námi í viðskiptafræðum við Háskóla ís- lands. Þegar að loknu námi biðu hans ábyrgðarstöður. Síðustu 19 árin var hann bankastjóri Iðnað- arbanka Islands. Snemma á háskólaárunum kynntist hann og giftist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Isafirði. Var það hans mesta gæfa í lífinu. Ég man þegar hann kom með hana norður á Blönduós í fyrsta sinn, sérkennilega fallega stúlku, dálít- ið austurlenska í andliti og frekar feimna. Var hún á heimili tengda- móður sinnar í um það bil tvö ár þar til Pétur hafði lokið námi og þau gátu stofnað eigið heimili í Reykjavík. Við Gunna urðum fljótt vinkonur og fáa met ég meir en hana. Þau hjónin eignuðust þrjá mannvænlega syni, Evald, sál- fræðing og stundakennara við Há- skóla Islands, Ara Kristján, sem er langt kominn með að ljúka doktorsnámi í veirufræði, og Grím, knattspyrnumann, sem lauk embættisprófi í læknisfræði á síðasta vori. Þeir eru allir kvæntir og eiga syni, lífið heldur áfram. Pétur var litríkur persónuleiki, sjór af fróðleik, átti enda stórt bókasafn og gott. Hann var manna skemmtilegastur í vina- hópi og einkar hláturmildur. Vinmargur var hann og vinfastur og ávallt voru vinirnir velkomnir á hið myndarlega heimili þeirra Guðrúnar. Söfnun örnefna úr Húnavatns- sýslum var tómstundaiðja Péturs um langt skeið, vann hann þar mikið starf og gott, fékk ýmsar upplýsingar frá gömlu fólki, sem ókunnugum kynni að hafa reynst erfitt að fá. Safn þetta mun hann hafa látið ganga til Örnefnastofn- unar Þjóðminjasafns. Þá safnaði hann einnig gömlum myndum frá Blönduósi, bæði af mönnum og húsum. Margar þessara mynda hefðu áreiðanlega glatast hefði Péturs ekki notið við. Kona hans hjálpaði honum við skrásetningu og röðun safnanna. Eins og sjá má af þessu var Pétur mikill Hún- vetningur og fóru þau hjónin oft norður á heimaslóðir þegar frí- stundir gáfust, enda var alla tíð mjög kært með þeim og systrum hans, sem báðar búa á Blönduósi. Nú er komin kveðjustund, um leið og ég þakka Pétri allt gott, bið ég þá, sem eru farnir á undan okkur yfir um að taka vel á móti honum og ég veit að það verður gert. Elsku Gunna mín, allri fjöl- skyldu ykkar Péturs og Kidda frænda mínum, vini hans, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Perla Kolka Látinn er langt um aldur fram Pétur Sæmundsen bankastjóri Iðnaðarbanka Islands. Hann hefði orðið 57 ára gamall 13. febrúar. Hér er ekki meiningin að skrifa eftirmæli í venjulegum skilningi heldur einungis minnast á eitt þeirra fjölda trúnaðarstarfa sem Pétur tók að sér fyrir iðnaðinn í iandinu, formennsku hans í Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins. Það var á miðju ári 1975 að for- vígismenn í Félagi íslenskra iðn- rekenda fóru þess á leit við hann að hann gerðist formaður í stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins. Varð hann við þessari ósk og hóf formennsku sína þegar þáver- andi iðnaðarráðherra skipaði stjórnina 11. ágúst 1975. Pétur gekk að þessu starfi sínu með þeirri einurð og þeim krafti sem honum var lagið. Á örskömm- um tíma hafði hann sett sig inn í öll aðalmál í þessari stofnun og um leið óskaði hann að kynnast öllu starfsfólki sem þá voru 7—8 manns. Það kom í hlut Péturs að berjast fyrir auknum fjárframlögum til handa Útflutningsmiðstöðinni. Sá róður var æði þungur framan af en sóttist betur síðari árin. Þannig voru starfsmenn aftur orðnir 10 1979, en sá hafði starfsmanna- fjöldinn verið á fyrstu árum henn- ar. Á stjórnarárum Péturs var mikil gróska í útflutningi iðn- aðarvara og útflutningsfyrirtækin voru ötul að leggja í nýja og víð- tækari markaðsstarfsemi. Um leið jókst starfsemi Útflutningsmið- stöðvarinnar og aðstæður bötnuðu þannig að hægt var að bæta þjón- ustuna og gera hana sérhæfðari. Pétur var gæddur afburða skipulagshæfileikum og áttaði sig á svipstundu á öllu sem var að gerast. Var það afar mikils virði fyrir Útflutningsmiðstöðina að verða þessum hæfileika hans að- njótandi. Þótt hann væri hlaðinn öðrum störfum bar hann ætíð hag þessarar stofnunar fyrir brjósti og vildi hlut hennar sem mestan. Fyrir þann sem þessar línur rit- ar var samstarfið við Pétur bæði lærdómsríkt og ánægjulegt. Sem reyndur stjórnandi fór ekki hjá því að hann sæi að mörgu mætti breyta og margt bæta í stjórnun Úí og kom það í hlut minn að framkvæma þessar óskir í sam- ráði við hann. Er margs að minn- ast úr þessu samstarfi þó ekki verði það gert hér. En fyrir þetta samstarf og þær samverustundir sem því fylgdu vildi ég þakka um leið og ég votta aðstandendum Péturs fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins dýpstu samúð okkar. Úlfur Sigurmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.