Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6 sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Sigurstranglegur listi
Menn þurfa ekki að fletta mörgum tölublöðum af Morgunblað-
inu þessa daga til að sjá, að allir flokkar eru í óða önn að
ganga frá framboðslistum sínum vegna sveitarstjórnakosninganna
í vor. Misjöfnum aðferðum er beitt eftir byggðarlögum og flokkum.
Sérstaka athygli hlýtur að vekja, hve margir bjóða sig fram til
trúnaðarstarfa í bæjarfélögum sínum undir merki Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem flokkurinn efnir til prófkjörs. Einnig staldra
menn við þá staðreynd, hve dræm þátttakan er til dæmis í forvali
Alþýðubandalagsins. Ein helsta ástæðan fyrir því, að kommúnistar
gengu til samstarfs í núverandi ríkisstjórn var von þeirra um að
geta komið höggi á Sjálfstæðisflokkinn — stuðlað að úlfúð og
óeiningu innan flokksins. Ef mið er tekið af undirbúningi flokk-
anna undir sveitarstjórnakosningarnar er auðséð, að þessi aðför
kommúnista að Sjálfstæðisflokknum hefur með öllu mistekist.
Sjálfstæðismenn fylkja breiðu liði en kommúnistar eru í flokks-
legri kreppu, þar sem lítil valdaklíka togast á um fáein hundruð
atkvæða. Eina athvarf valdahópsins innan Alþýðubandalagsins eru
nú þau háu embætti, sem fulltrúar hans skipa í þjóðfélaginu fyrir
tilstilli framsóknarmanna og örfárra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins. Og enn berja kommúnistar sér á brjóst og segjast öllu
ráða í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfumgleði þeirra á þeim vett-
vangi er svo mikil, að þeir líkja framsóknarmönnum og krötum,
stuðningsmönnum sínum, við „flökkuhunda", sem loksins hafi
fundið skjól hjá Alþýðubandalaginu.
Það er til marks um skipulegan undirbúning sjálfstæðismanna
undir sóknarsigur í Reykjavík, svo að vitnað sé í hvatningarorð
Alberts Guðmundssonar, að þeir eru fyrstir stjórnmálaflokkanna
til að leggja fram framboðslista sinn í Reykjavík. í lok nóvember
fór fram prófkjör um skipan listans, um 6000 manns tóku þátt í því,
6 efstu menn hlutu bindandi kosningu, kjörnefnd fékk það verkefni
að raða í hin 36 sætin á listanum. I því efni hafði nefndin frjálsar
hendur en eins og menn sjá, ef þeir bera saman listann og úrslit
prófkjörsins, tók kjörnefnd ríkt tillit til þess, hvernig atkvæði
hinna 6000 sjálfstæðismanna féllu. Ólafur B. Thors, formaður kjör-
nefndar, komst svo að orði, þegar hann kynnti listann á fundi
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fimmtudag, að
hann væri sigurstranglegur. Undir þau orð skal tekið, kjörnefndin
sýndi áræði, þegar hún með samþykki frambjóðenda breytti röð
þeirra og fékk til setu í 11. sæti listans Katrínu Fjeldsted, lækni,
sem ekki hafði tekið þátt í prófkjörinu.
Það kom glöggt fram á fulltrúaráðsfundinum, hve vel var að
verki staðið hjá kjörnefnd. Fáeinir fundarmenn lögðu þar til, að
sem næst yrði farið úrslitum prófkjörsins. Þegar til átti að taka,
koðnaði þessi tillöguflutningur niður, þar sem engir frambjóðenda
vildu ljá tillögunni lið og sögðust styðja niðurstöðu kjörnefndar-
innar.
Davíð Oddsson, fyrsti maður á borgarstjórnarlista sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, komst svo að orði í barátturæðu, eftir að
tillaga kjörnefndar hafði verið samþykkt samhljóða, að það væri
tálvon hjá vinstri mönnum, áð glundroðakenningin væri dauð og
grafin eftir 4 ára meirihlutastjórn þeirra. Þvert á móti mætti færa
fyrir því fjölmörg rök, að á þessum árum hafi kenningin verið
staðfest. Nefndi Davíð Oddsson þrjú dæmi: öll stjóm borgarinnar
er þyngri í vöfum en áður, meiriháttar mál fletjast út eða deyja
drottni sínum í reiptogi vinstri manna og fjármálastjórnin felst í
því einu, að vinstri krumlan hrifsar æ meira fé úr vasa borgaranna.
Það var samdóma álit þeirra mörgu manna, sem tóku til máls á
fundi sjálfstæðismanna á fimmtudaginn, að flokkur þeirra hefði
byrinn með sér. Reynslan sýndi fólki, að vantrú vinstri manna á
einstaklingnum, frumkvæði hans og dugnaði, spillti lífskjörum og
minnkaði lífsgæði. Því aðeins verður snúið af óheillabraut vinstri
stefnunnar, að sjálfstæðismenn standi saman. Kommúnistum og
fylgifiskum þeirra er ljós hættan af hinu sameinaða afli Sjálfstæð-
isflokksins, í sveitarstjórnakosningunum þarf að sýna þeim svart á
hvítu, að þetta afl er jafnvel meira en oft áður. Niðurstaða fundar-
ins um framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík lofar góðu um
framhaldið.
Kleppur og Kópavogshæli
Þegar þeir Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra, og Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra, voru að berjast fyrir því að kom-
ast í ráðherrastólana, hikuðu þeir ekki við að egna til átaka á
vinnumarkaðinum, jafnt löglegra sem ólöglegra. Þessir ráðherrar
eru því í glerhúsi, þegar þeir setja nú upp sparisvipinn yfir kröfum
ófaglærðs starfsfólks á Kleppsspítala og Kópavogshæli og vitna til
laga og reglna. Hvers vegna er mönnunum um megn að vera
samkvæmir sjálfum sér?
Skeiðarárhlaupið
Fegursta veður var í Öræfasveitinni þegar
Morgunblaðsmenn flugu yfir Skeiðará og
Skeiðarársand, en ófært var hins vegar að
Grímsvötnum og ekki unnt að fljúga þang-
að. Rennslið í Skeiðará var í gær komið upp
í 2,040 teningsmetra á sekúndu, en búist er
við að hlaupið í ánni fari rénandi upp úr
helginni.
I.jósm. Mhl. Kri.-'ljan K. Kinarssnn.
Þar sem Skeiðará kemur undan jöklinum var eins um að litast og í suðupotti.
Kolgrá áin frussast út og upp undan jöklinum eins og hún komi beint upp úr
jörðinni á þessum stað í svonefndu Hamragili.
Skeiðará rennur yfir svæði sem eru tugir ferkflómetra að stærð, en svæðið sem hún
rennur yfir á þessari mynd Kristjáns Einarssonar Ijósmyndara Mbl. er tæpir 50
ferkílómetrar. í forgrunni myndarinnar eru varnargarðarnir sem ganga út undan
Skaftafellsbrekkum og Skaftafellsfjöllin tróna í bakgrunni myndarinnar, Hamra-
gilsaxlir og Skerhóll til vinstri, Blátindur fyrir miðju og framundan honum Litli-
Bláhnúkur og Stóri-Bláhnúkur til hægri. Þá sker Bæjarstaðaskógur sig úr fónninni.
Brýrnar yfir Skeiðará hafa staðið af sér vatnavextina í ánni, sem bókstaflega flýtur yfir allt svæðið sem sést á þessari mynd Kristjáns Einarssonar Ijósmyndara
Morgunblaðsins.
Stuðlað verði að auknum
innflutningi frá Portúgal
Morgunblaðinu barst í gær eftir
farandi frétt frá Sölusambandi ís-
lenzkra fiskframleiðenda:
„Sölusamband íslenzkra fisk-
framleiðenda samdi nýlega við
ríkisfyrirtækið Reguladora í
Portúgal um sölu á 31.500 til
41.250 tonnum af saltfiski, en inn-
an þessa ramma er magnið í vali
seljanda.
Heildarverðmæti þessa samn-
ings, eins og líklegt er að hann
verði nýttur, er liðlega 103.000.000
Bandarikjadala eða um 1 milljarð-
ur nýkróna á núgildandi gengi.
Söluverð í þessum samningi er um
5% lægra í Bandaríkjadölum en í
samsvarandi samningi fyrir tæpu
ári. Frá því sölusamningar voru
gerðir á síðasta vori hefur gengi
Bandaríkjadals hækkað mjög
verulega og hefur það gert mark-
aðsstöðu íslendinga erfiða á öllum
mörkuðum, þar sem keppt er við
lækkandi gengi t.d. norskrar og
danskrar krónu.
- segir m.a. í frétt
frá SIF, sem samið
hefur um sölu á um
40 þúsund tonnum
af saltfiski til
Portúgal í ár
Auk þessa nýja samnings, sem
hér um ræðir er enn eftir að af-
greiða um 5.000 tonn upp í samn-
ing síðasta árs. Til Portúgal voru
flutt 38.400 tonn á árinu 1981.
Sala Islendinga til Portúgal hef-
ur aukist mjög á síðustu árum og
er Portúgal ár eftir ár meðal mik-
ilvægustu viðskiptalanda okkar.
Innkaup íslendinga frá Portú-
gölum hafa lengst af verið lítil, en
Portúgalir hafa sýnt því fullan
skilning, að fámenn þjóð, sem ís-
lendingar, geti ekki náð að jafna
þann halla, sem á viðskiptum er á
fáum misserum, en þéir leggja
mjög mikla áherslu á, að íslend-
ingar geri sér grein fyrir því, að
innkaup frá Portúgal verði að
aukast.
Þess gætir því miður í vaxandi
mæli í viðskiptum þjóða að litið sé
á yiðskiptajöfnuð landanna.
I viðskiptum sínum við aðrar
fisksöluþjóðir hafa Portúgalir
krafist veiðiréttinda í landhelgi
eða beinna vöruskipta.
Portúgal hefur verið og verður
okkur mjög mikilvægt markaðs-
land og við erum þeim líka mikils
virði, en þeir ætlast til þess, að við
sýnum þeim verulega í verki, að
við metum mikils saítfiskkaupin.
Vel hefur þegar verið gert í
ýmsum viðskiptum, en ekki er á
neinn hallað þó að oliukaup séu
ein til nefnd.
Vafalaust veldur það innflytj-
endum erfiðleikum að bregða út af
hefðbundnum innkaupasambönd-
um, sem mörg hver eru í löndum,
sem lítið af okkur kaupa.
Engum dettur heldur í hug að
hér verði á snögg breyting, en full-
yrða má, að það er í þágu íslenzks
fiskiðnaðar og sjávarútvegs og um
leið landsmanna allra að stuðlað
sé að auknum viðskiptum þessara
þjóða.
Því skorar SIF á alla, sem á ein-
hvern hátt eru tengdir málefnum
innflutningsverzlunar á íslandi að
kanna sem ítarlegast þá mögu-
leika, sem eru til staðar í Portúgal
og hvetur íslenzka neytendur að
sýna portúgölskum vörum áhuga.
Samninginn gerðu fyrir hönd
SÍF Þorsteinn Jóhannesson,
stjórnarformaður, stjórnarmenn-
irnir Sigurður Einarsson, Vest-
mannaeyjum og Dagbjartur Ein-
arsson, Grindavík, Sigurður Har-
aldsson, skrifstofustjóri og Frið-
rik Pálsson, framkvæmdastjóri."
Listasafn alþýðu:
Yfirlitssýning á yerkum Vigdísar
Kristjánsdóttur vefjarlistakonu
í DAG verður opnuð í Listasafni al-
þýðu yfirlitssýning á verkum Vigdís-
ar Kristjánsdóttur vefjarlistakonu,
en nú er ár liðið frá andláti hennar.
Það er safnið sem stendur fyrir
sýningunni, en Hrafnhildur
Schram listfræðingur hefur valið
verkin og annast uppsetningu í
samvinnu við Þorstein Kristjáns-
son, bróður Vigdísar, og Rann-
veigu Sigurðardóttur og Unni
Guðjónsdóttur, systradætur henn-
ar.
Á sýningunni eru 28 myndvefn-
aðarverk og 10 vatnslitamyndir,
auk frumdrátta að myndvefnaði.
Þá hefur vefstól hinnar látnu
listakonu verið komið fyrir í sýn-
ingarsalnum, en meðan á sýningu
stendur verður litskyggnuþáttur
Hrafnhildar Schram um listferil
Vigdísar Kristjánsdóttur sýndur í
kaffistofu safnsins.
Yfirlitssýningin verður opin kl.
14—22 daglega og stendur hún til
7. mars.
Þorsteinn Kristjánsson, Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Guðjónsdóttir við vefstól Vigdísar Kristjánsdóttur.
(I.jósm. Kinilía).
Vigdís Kristjánsdóttir — Hún var
fædd 1904 og lézt 11. febrúar 1981.
Prófkjör helgarinnar:
Kosið á 6 stöðum víðsvegar um landið
SAMEIGINLEG prófkjör verða í Kefla-
vík og Njarðvíkum um þessa helgi,
prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík
og forval hjá Alþýðubandalaginu á Ak-
ureyri, Kópavogi og Selfossi.
I Keflavík er sameiginlegt prófkjör
Sjálfstæðisfiokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Fer það fram
laugardaginn 13. febrúar og sunnu-
daginn 14. Kosið verður í húsi Iðn-
sveinafélags Suðurnesja, Tjarnar-
götu 7, klukkan 10 til 19 báða dagana.
Rétt til þátttöku hafa allir Keflvík-
ingar 18 ára og eldri.
I kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn
eru Bergur Vernharsðson, Einar
Guðberg, Garðar Oddgeirsson, Hall-
dór Ibsen, Helgi Hólm, Hjörtur Zak-
aríasson, Hrafnhildur Njálsdóttir,
Ingibjörg Hafliðadóttir, Ingólfur
Falsson, Kristinn Guðmundsson,
María Valdimarsdóttir, Sigurður
Garðarsson, Sigurlaug Kristinsdótt-
ir, Svanlaug Jónsdóttir, Tómas Tóm-
asson, Þorgeir Halldórsson og Þor-
steinn Bjarnason.
í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn eru
Gottskálk Olafsson, Guðfinnur Sig-
urvinsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Gunnar Jónsson, Hannes Einarsson,
Hreggviður Hermannsson, Ingvar
Hallgrímsson, Jóhanna Brynjólfs-
dóttir, Jón Ólafur Jónsson og Ólafur
Björnsson.
í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn
eru Arnbjörn Ólafsson, Birgir
Guðnason, Drífa Sigfúsdóttir, Friðrik
Georgsson, Guðjón Stefánsson, Hilm-
ar Pétursson, Kristinn Danivalsson,
Kristján Kristjánsson, Oddný Matta-
dóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Sig-
urður Þorkelsson, Valdimar Þor-
geirsson, Valur Margeirsson og Þóra
Steina Þórðardóttir.
í Njarðvík er sameiginlegt prófkjör
allra flokka. Kosið verður laugardag
og sunnudag frá klukkan 10 til 19 í
félagsheimilinu Stapa báða dagana.
Þátttökurétt hafa Njarðvíkingar 18
ára og eldri.
í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn eru Áki Granz, Alfreð Alfreðs-
son, Guðbjartur Greipsson, Halldór
Guðmundsson, Helga Óskarsdóttir,
Ingi Gunnarsson, Ingólfur Bárðar-
son, Jónína Sanders, Júlíus Rafnsson,
Magdalena Olsen, María Svein-
björnsdóttir, Ólafur Pálsson, Sigríð-
ur Aðalsteinsdóttir og Sveinn Eiríks-
son.
í kjöri fyrir Alþýðubandalagið eru
Ester Karvelsdóttir, Lína María Ara-
dóttir, Oddbergur Eiríksson, Þórar-
inn Þórarinsson og Orn Oskarsson.
í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn eru
Eðvald Bóasson, Erna Guðmunds-
dóttir, Guðjón Helgason, Gunnólfur
Árnason og Grímur Karlsson.
í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn
eru Bragi Guðjónsson, Einar Aðal-
björnsson, Gunnar Ólafsson, Gunn-
laugur Óskarsson, Ingigerður Guð-
mundsdóttir, Margrét Gestsdóttir,
Ólafur Eggertsson, Ólafur Guð-
mundsson, Ólafur Hannesson, Ólafur
Þórðarson, Sigurjón Guðbjörnsson og
Steindór Sigurðsson.
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykja-
vík verður 13. og 14. þessa mánaðar.
Kjörstaðir verða Sigtún við Suður-
landsbraut fyrir þá, sem búa austan
Snorrabrautar og Iðnó fyrir þá, sem
búa vestan Snorrabrautar. Kjörfund-
ur verður opinn frá klukkan 13 til 19
í dag og klukkan 10 til 19 á morgun,
sunnudag. Rétt til að greiða atkvæði
hafa allir Reykvíkingar, sem náð
hafa 18 ára aldri og eru ekki flokks-
bundnir í öðrum stjórnmálaflokkum.
Þeir sem gefið hafa kost á sér eru:
Bjarni P. Magnússon, Bragi Jóseps-
son, Marías Sveinsson, Sigurður Guð-
mundsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,
Skjöldur Þorgrímsson og Snorri Guð-
mundsson, öll í 1. til 6. sæti listans,
Grétar Nikulásson í 2. til 6. sæti,
Guðríður Þorsteinsdóttir og Jón
Hjálmarsson í 3. til 6. sæti, Guð-
mundur Haraldsson í 4. til 6. sæti og
Ásta Benediktsdóttir í 5. til 6. sæti.
Fyrri hluti forvals Alþýðubanda-
lagsins á Selfossi fer fram í dag,
laugardag og síðari umferðin laug-
ardaginn 20. þessa mánaðar. Kjör-
tími er frá klukkan 13 til 20 báða
dagana. Forvalið fer fram að Kirkju-
vegi 7, Selfossi. Utankjörstaðarat-
kvæðagreiðsla fer fram að Lambhaga
19. Aðeins félagar í Alþýðubandalag-
inu hafa þátttökurétt. Engin ákveðin
nöfn eru í framboði til fyrri umferð-
ar.
Fyrri hluta forvals Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi lýkur í dag. Und-
anfarna viku hafa félagar í Alþýðu-
bandalaginu fengið send kjörgögn, en
þeir sem ekki hafa fengið þau geta
vitjað þeirra á skrifstofu flokksins. I
dag verður skrifstofan opin til 21 og
verða atkvæði síðan talin. Engin
ákveðin nöfn eru í framboði í fyr’I
umferð forvals.
Síðari umferð forvals Alþvðu-
bandalagsins á Akureyri fer fram í
Lárusarhúsi í dag, laugardag og á
morgun, sunnudag. Þátttökurétt hafa
aðeins flokksbundnir Alþýðubanda-
lagsmenn á Akureyri. Kjörtími er frá
14 til 18 báða dagana. í kjöri eru
Geirlaug Sigurjónsdóttir, Gísli
Ólafsson, Gunnar Helgason, Helgi
Guðmundsson, Hilmir Helgason,
Ingibjörg Jónsdóttir, Katrín Jóns-
dóttir, Margrét Blöndal Björnsdóttir,
Páll Hlöðvesson og Sigríður Stefáns-
dóttir.