Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
45
Geysisnefnd:
Var meðmælt því að
borað væri í hverinn
- Orðsending til frú Birnu G. Bjarnleifsdóttur
Bauð fisk til
sölu á allt
of háu verði
Sveitakona skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Sunnudaginn 31. jan. sl. var
fisksali nokkur á ferð í uppsveit-
um Arnessýslu og væri það svo
sem ekki í frásögur færandi ef
þessi maður hefði ekki boðið til
sölu fisk á alltof háu verði að mínu
mati. Spurði ég hann hvort þetta
væri sama verð og í fiskbúðum og
sagði hann það vera, þ.e.a.s. 30. kr.
kílóið af ýsuflökum. Og þegar
hann sagði sex frekar lítil flök
vera 8 kg gerði ég athugasemd því
að mér þótti ansi dýrt að kaupa
sex ýsuflök á 240 krónur. Fisksal-
inn sagði þá að allur fiskur hefði
nýlega hækkað um 30%. Ég svar-
aði á móti að ég hefði heyrt í frétt-
um daginn áður að þorskur hefði
hækkað um rúmlega 19% og ýsan
um 12,2%. Brást hann þá hinn
reiðasti við með dónaskap og
frekju og sagði mig ljúga. Ég
keypti að sjálfsögðu ekkert af hon-
um en kynnti mér fiskverð í versl-
un á Selfossi og kom þá í ljós að
kíló af ýsu kostar kr. 22,85 í versl-
unum þar.
Mig langar því með þessum
skrifum að vara fólk við svona
sölumönnum, því þótt ég hafi var-
að mig og ekki látið pretta mig er
ekki víst að allir hafi gert það.“
Hákon Bjarnason skrifar:
„Fyrirspurn frú Birnu G.
Bjarnleifsdóttur til mín varðandi
stutta grein um Geysi í Haukadal,
þar sem ég hrósaði Þóri Sigurðs-
syni fyrir framtak hans við skál-
arraufina, olli mér smávegis
heilabrotum.
Ég hef ávallt reynt að tala og
skrifa á þann veg að almenningur
skilji mál mitt. Eftir lestur fyrir-
spurnarinnar sá ég í hendi mér, að
annaðhvort hefði mér fipast fram-
setningin, eða að frú Birna hefði
misskilið allt, sem sagt var í
greininni.
I grein minni er skýrt fram tek-
ið, að Þórir hafi aðeins gert það,
sem Geysisnefnd hefði yfirsést að
gera árum saman. Verk hans var
aðeins nauðsynlegt viðhald á
hvernum, dýpkun og víkkun á
gamalli rauf. Mér og fleirum
finnst hann eigi verðskuldað lof
skilið.
Hvergi í grein minni örlar á því,
að hver og einn megi -taka sér bor
í hönd og renna honum ofan í
Geysi. Þar stendur hinsvegar
skýrum stöfum svo að ekki verður
um villst, að ég voni að Geysis-
nefnd taki rögg á sig og láti bora í
Geysi.
Éngan skyldi furða á því, að ég
beini þessum tilmælum til nefnd-
arinnar. Geysisnefnd var á sínum
tíma meðmælt því að borað væri í
hverinn samkvæmt ráðum okkar
færustu manna. Hún hefði eflaust
staðið fyrir borun, ef þáverandi
náttúruverndarráð hefði ekki
spyrnt við fótum af lítilli þekk-
ingu. Nefndin getur því varla verið
á móti því, sem hún hefur áður
mælt með, nema hún hagi sér líkt
og segir í Alþingisrímum og er
ekki til fyrirmyndar:
Flokkurinn þakkar fogrum orðum
fyrir það að gera
þetta, sem hann þakkaði forðum
að þá var látið vera.
Að endingu aðeins þetta: ég skil
ekki þá samlíkingu, sem frú Birna
virðist finna á milli þess að
Geysisnefnd láti bora í Geysi og
að einhverjir óviðkomandi taki sér
fyrir hendur að fella furutré á
Þingvöllum. Ég get ekki fundið
neitt rökrétt samhengi þar á milli
og gefst því upp á að svara."
Þessir hringdu . .
Strætisvagna-
skýlið er
staðarprýði
Á.T. hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Mér líst
ljómandi vel á nýja strætis-
vagnaskýlið við Landspítal-
ann. Ég nota mikið strætis-
vagna, og þar af leiðandi skýl-
in líka. Þessi nýja gerð þeirra
þykir mér horfa til mikilla
bóta frá því sem var. Gömlu
skýlin eru bæði ljót og leiðin-
leg, og maður þarf sífellt að
vera að kíkja eftir vagninum
og passa upp á að bílstjórinn
bruni ekki fram hjá. Auk þess
er staðarprýði að þessu nýja
skýli við Landspítalann og
verður svo hvar sem slíku
mannvirki verður fyrir komið.
Góð lausn.
ITrho Kaleva Kekkonen
Hefur ekki
kynnt sér þetta
nægilega vel
Katrín Vilhjálmsdóttir Eyr-
arbakka, hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Það er
auðsætt að skrifum Tuomas
Járvelá, þar sem hann gerir
athugasemd við grein Ólafs M.
Jóhannessonar vegna finnsku
kvikmyndarinnar „Tulipáá",
að Tuomas hefur ekki kynnt
sér nægilega vel þetta tímabil í
sögu þjóðar sinnar. Það sem
Ólafur segir í skrifum sínum
og hefur m.a. eftir Helga Skúla
Kjartanssyni sagnfræðingi,
kemur alveg heim og saman
við það sem ég veit sannast og
réttast. Finnland var svo sann-
arlega ekkert sæluríki á þess-
um tíma, og stoðar það Tuom-
as lítt að reyna að gera lítið úr
rússneskum áhrifum í því
sambandi. Svo langar mig til
að leiðrétta nafn forsetans
fyrrverandi, sem rangt er með
farið í Velvakandapistli Ólafs
M. Jóhannessonar, en hann
heitir Urho Kaleva Kekkonen.
Kammersveit Reykjavíkur:
Stravinsky-tónleikarn-
ir í Gamla Bíói á morgun
SUNNUDAGINN 14. febrúar efn-
ir Kammersveit Reykjavíkur til
tónleika, sem helgaðir eru tón-
skáldinu Igor Stravinsky. Á þessu
ári eru liðin hundrað ár frá fæð-
ingu hans. Á tónleikunum verður
flutt úrval kammerverka Strav-
insky, allt frá einsöngs- og ein-
leiksverkum upp í verk fyrir
kammerhljómsveit, Dumbarton
Sænskur prestur
í Adventkirkjunni
Bengt Lillas, sænskur fyrirlesari
og prestur, er hér í heimsókn á
vegum aðventsafnaðarins. Sunnu-
daginn 14. febrúar talar hann á
tveim stöðum, kl. 17.00 í Aðvent-
kirkjunni, Ingólfsstræti 19,
Reykjavík, og kl. 20.30 að Gras-
haga 11, Selfossi.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nýtt
Dokaf lex m
loftaundirsláttur.
7
1
s
Kynnist hagkvæmu kerf-
ismótunum frá
daka
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitid nánari upplýsinga
aöSigtúni7 Simii29022
— Einfaldur
— Traustur
— Hagkvæmur.
Oaks. Öll verkin að einu undan-
skildu heyrast nú í fyrsta sinn á
tónleikum í Reykjavík. Á tónleik-
unum koma fram 20 hljóðfæra-
leikarar og söngkonurnar Sigrún
Gestsdóttir og Rut Magnússon.
Stjórnandi á tónleikunum verður
bandaríski fiðluleikarinn og
stjórnandinn Paul Zukofsky.
Tónleikarnir verða haldnir í
Gamla bíói og hefjast kl. 16. Miða-
sala verður í Gamla bíói frá kl. 14.
(Krt-ualilktnning.)
Blað-
burðar-
fólk
óskast
Austurbær
Laugavegur
101—171
Þingholtsstræti
Flókagata 53—69
Úthverfi
Hjallavegur
Hringið í síma
35408
Jfl o x*$unblnb i b
Mínar innilegustu þakkir sendi ég starfs-
fólki Rafmagnsveitna ríkisins, RARIK-
kórnum, Leikfélagi Olafsvíkur, frændum
og vinum, er heiðruðu mig með gjöfum og
heimsóknum á 70 ára afmælisdegi mín-
um, 3. febrúar sl.
Elías Valgeirsson,
Efstasundi 55,
Reykjavík.
Opió til kl. 7 í dag