Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
- UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL
Rannsaka áfram
rafbræðslu sements
Stjómunarfélag íslands tekur upp tölvufræðslu í miklum mæli:
Hyggjast standa fyrir allt ad
50 námskeiðum á þessu ári
Hörður Sigurgestsson endurkjörinn formaður félagsins
TILRAUNIK með semenLsbræðslu í
rafmagnsofni hafa að undanförnu
stadið yfir hjá l’róunardeild Iðn-
la knistofnunar íslands, og eru þær
hluti sameiginlegs verkefnis Sem-
entsverksmiðjunnar á Akranesi, F.L.
Framsókn
stöðvuð
Á síðasta ári var framsókn Jap-
ana á bílamarkaðnum í V-Þýzka-
landi stöðvuð. Hlutdeild þeirra í
bifreiðasölum í V-Þýskalandi
minnkaði úr 10,4% i 10% á árinu
1981. Heildarsala þeirra minnkaði
um 7,5%. V-þýzka bílaiðnaðinum
tókst í heild að auka framleiðslu
sína um 1,6% á sama tíma og sam-
dráttur varð hjá bílaframleiðend-
um í flestum öðrum Evrópulönd-
um og framleiddu Vestur-Þjóð-
verjar samtals 3,57 milljónir bíla
á árinu. Það var fyrst og fremst
aukinn útflutningur, sem stuðlaði
að þessari framleiðsluaukningu í
vestur-þýzkum bílaiðnaði. Þó
tókst vestur-þýzkum framleiðend-
um að auka hlutdeild sína á
heimsmarkaði á kostnað jap-
anskra og franskra framleiðenda.
Mikil aukning varð í sölu dísil-
bíla í V-Þýzkalandi og voru skráð-
ir dísilbílar 335 þúsund á árinu,
samanborið við 195.600 á árinu
1980.
Schmidt í Danmörku og Þróunar
deildarinnar.
Markmið verkefnisins er þrí-
þætt, þ.e. að auka afköst Sements-
verksmiðjunnar, minnka magn
alkalíoxíða í sementinu og koma
þannig í veg fyrir alkaliskemmdir
í steypu og loks að hagnýta inn-
lenda orkugjafa til sementsfram-
leiðslunnar, t.d. nota mó eða vetni
til brennslu í ofni verksmiðjunnar.
— Hugað er að tveimur leiðum
til að auka afköstin. Annars vegar
að minnka vatn í hráefniseðjunni,
sem fer inn í ofn verksmiðjunnar
og hins vegar að nýta raforku til
að bræða hráefnin í ljósbogaofni,
sem komið yrði upp við verksmið-
juna. Jákvæðar niðurstöður hafa
fengizt við tilraunir Þróunardeild-
arinnar, einkum með tilliti til
gæða sementsins, sem fengizt hef-
ur bæði með meiri styrkleika og
mun minna innihaldi alkalíoxíða.
Framleiðsla sements með raf-
bræðslu er nýjung, sem hvergi
hefur verið reynd nema í tilrauna-
skyni. Þrátt fyrir jákvæðar niður-
stöður er talið nauðsynlegt, að
halda tilraunum áfram til að fá
nánari vitneskju um tæknilegar
og hagrænar forsendur. Verður nú
lögð áherzla á tilraunir á nýjum
100 kVA rafbræðsluofni, sem
smíðaður hefur verið hjá Þróun-
ardeildinni. Hallgrímur Jónasson,
jarðefnafræðingur, og Magnús
Magnússon, vélaverkfræðingur,
vinna verkið af hálfu Iðntækni-
stofnunar.
„ÞAÐ, SEM einkenndi starf félags-
ins á síðasta ári öðru fremur, var hin
aukna þátttaka í námskeiðunum,
hvort heldur um var að ræða innlend
eða erlend námskeið," sagði Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafé-
lags Islands, sem endurkjörinn var
formaður Stjórnunarfélags íslands á
aðalfundi félagsins í vikunni, í sam-
tali við Mbl.
Við héldum 49 innlend námskeið
með 29 viðfangsefnum og þau
sóttu alls 930 þátttakendur, sam-
anborið við 547 árið á undan, sem
er liðlega 70% aukning milli ára.
Meðalfjöldi þátttakenda á árinu
var 18,1 á hverju námskeiði, en
var 1980 15,6.
Á síðasta ári voru haldin 11 er-
lend námskeið og þau sóttu um
340 þátttakendur og er athyglis-
vert, að þau voru nær undantekn-
ingalaust fullsetin, þrátt fyrir þá
staðreynd, að þau eru um tvöfalt
dýrari en innlendu námskeiðin.
Síðastliðið haust efndu svo
Stjórnunarfélagið og Skýrslu-
tæknifélagið í sameiningu til
námsstefnu um skrifstofu fram-
tíðarinnar og sýningar á skrif-
stofutækjum framtíðarinnar.
Námsstefnu þessa sóttu liðlega
200 manns, sem var mun meiri
fjöldi en menn höfðu átt von á.
í lok ársins efndi Stjórnunarfé-
lagið síðan til spástefnu um þróun
efnahagsmála árið 1982 og var það
í annað sinn, sem félagið stendur
fyrir slíkri spástefnu. Þátttakend-
ur á spástefnunni voru liðlega 130.
Þá má nefna, að á siðasta ári
efndi félagið til svokallaðs rekstr-
artafls í samvinnu við IBM á ís-
landi, en í því tóku þátt fjögur lið.
Á árinu voru ársskýrsluverðlaun
Stjórnunarfélagsins afhent Flug-
leiðum, en það var í fyrsta sinn,
sem efnt er til slíkrar samkeppni,
sagði Hörður Sigurgestsson.
Á liðnu ári var stefnumótun fé-
lagsins tekin til ítarlegrar um-
ræðu. Við þá umræðu var reynt að
skyggnast vel fram á veginn í því
skyni að meta hvernig bezt megi
mæta óskum stjórnenda um
fræðslu á komandi árum. I þessum
umræðum var ákveðið að auka og
bæta enn meira innlend námskeið
félagsins, auka fjölbreytni er-
lendra námskeiða og síðast en
ekki sízt að koma á fót tölvu-
fræðslu félagsins, en undir hana
falla námskeið um tölvur og tölvu-
notkun.
Dr. Kristján Ingvarsson, verk-
fræðingur, hefur verið ráðinn for-
stöðumaður Tölvufræðslunnar og
hefur hann unnið að skipulagn-
ingu hennar og hefur sér til ráðu-
neytis þriggja manna nefnd
stjórnarmanna. Undir lok ársins
var tekið á leigu húsnæði við Ár-
múla 36 og er ákveðið að þar verði
tölvunámskeið félagsins haldin í
framtíðinni. Gerðir hafa verið
samningar um kaup á útstöðum
frá IBM og smátölvum af gerðinni
Radio Shack. Ennfremur hefur
verið gert samkomulag við
Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar um afnot af
hugbúnaði í tölvum þess fyrirtæk-
is til kennslu á námskeiðum fé-
lagsins.
Þá höfum við gert samkomulag
við tvo leiðbeinendur, þær Rögnu
Guðjohnsen og Kolbrúnu Þór-
hallsdóttur um kennslu á fyrstu
námskeiðum félagsins, en áform-
að er að þau hefjist í febrúarmán-
uði. Við gerum ráð fyrir að halda
15 námskeið fram á vorið og þegar
upp verður staðið í lok ársins hafi
verið haldin um 50 mismunandi
námskeið varðandi tölvunotkun og
meðferð, sagði Hörður Sigurgests-
son ennfremur.
Þá kom það fram hjá Herði, að
húsnæði félagsins í Síðumúla 23
væri þegar orðið of lítið og væri
leitað að hentugu húsnæði fyrir
starfsemina um þessar mundir, en
nú vinna að staðaldri fimm manns
á skrifstofu félagsins.
Eins og áður var Hörður endur-
kjörinn formaður félagsins en auk
hans voru kosnir í stjórn þeir Sig-
urður R. Helgason, forstjóri, og
Guðmundur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, í stað þeirra Jak-
obs Gíslasonar, fyrrverandi
orkumálastjóra, og Ólafs B.
Ólafssonar, framkvæmdastjóra,
sem ekki gáfu kost á sér til áfram-
haldandi setu. Auk þeirra sitja svo
í stjórninni þeir Ásmundur Stef-
ánsson, Óskar Gunnarsson, Stein-
ar Berg Björnsson, Tryggvi Páls-
son, Björn Friðfinnsson og Davíð
Á. Gunnarsson. Á aðalfundinum
var framkvæmdaráð félagsins allt
endurkjörið.
Toyota framleiddi og
seldi 3,23 milljónin
bifreiða á sfðasta ári
Á árinu 1981 seldu Toyota-
verksmiðjurnar í Japan 3,21
milljónir bíla. Þar af 1.493 þús-
und á heimamarkaði, en verk-
smiðjurnar fluttu út 1.716 þús-
und bíla á síðasta ári. í frétt á
viðskiptasíðu Morgunblaðsins
28. janúar sl. kom fram að fyrir-
tækið hefði í heild sinni fram-
leitt 1.716 milljónir bíla á árinu
1981 og leiðréttist þetta hér með.
I ræðu, sem Toyoda, aðalfor-
stjóri Toyota, flutti í Tókíó
snemma í janúarmánuði sl.,
sagði hann, að markmið Toy-
ota-verksmiðjanna á yfirstand-
andi ári væri að selja 3,38 millj-
ónir bifreiða, þar af á heima-
markaði 1.650 þúsund bíla og til
útflutnings 1.730 þúsund bíla.
Sala Toyota á heimamarkaði á
siðasta ári er nánast hin sama
og á árinu 1980, en útflutningur-
inn var nokkru minni.
Sovétmenn í greiðsluerfiðleikum?
Sovétmenn hafa aukið mjög sölu á
gulli, demöntum og gasolíu á vest-
rænum mörkuðum að því er virðist
til þess að afla gjaldeyris til þess að
kaupa korn og sykur og til þess að
veita Pólverjum efnahagslegan
stuðning. Ilefur þessi sala Sovét-
manna valdið verulegu verðfalli á
heimsmörkuðum.
Verulegur uppskerubrestur hef-
ur orðið þrjú ár í röð í Sovétríkj-
unum og þurfa Sovétmenn að
flytja inn 43 milljónir tonna af
korni á þessu ári. Þá er gert ráð
fyrir, að Sovétmenn hafi þurft að
sjá Pólverjum fyrir 5 milljörðum
dollara á síðasta ári, að sumu leyti
í vestrænum gjaldmiðli. Viðleitni
Sovétmanna til þess að afla fjár
til þess að standa undir þessum
útgjöldum hefur leitt til verðlækk:
ana á vestrænum mörkuðum. I
síðustu viku janúarmánaðar kost-
aði tonnið af gasolíu 311 dollara í
Rotterdam, en féll um skeið niður
í 286 dollara tonnið 28. janúar sl.
Stóraukið framboð á sovézkri ga3-
olíu er talið hafa valdið þessu
verðfalli. Búizt er við, að Sov-
étmenn muni haida áfram að selja
olíu og að verð muni halda áfram
að vera í lágmarki. Yfirleitt selja
Sovétmenn ekki gasolíu á Rotter-
dammarkaði að vetrarlagi vegna
þess, að þeir þurfa sjálfir á henni
að halda og veturinn hefur verið
mjög kaidur í Austur-Evrópu.
Sovétmenn höfðu samþykkt að
selja 80 milljónir tonna af olíu til
aðildarríkja Comecon fram til árs-
ins 1985, en síðastliðið haust til-
kynntu stjórnvöld í Moskvu, að
þetta magn yrði minnkað um 10%,
sem þýðir, að Sovétmenn hafa 8
milljónir tonna af gasolíu aflögu á
ári og er talið, að verplegur hluti
af þessu magni sé seldur á vest-
rænum mörkuðum, þar sem þegar
er offramboð á olíu.
Þá er talið, að Sovétmenn hafi
selt mikið magn af gulli síðari
hluta ársM981 og að þeir hafi selt
um 300 tonn af gulli á síðasta ári,
samanborið við 90 tonn 1980 og
199 tonn 1979. Þá hefur sala á
demöntum frá Sovétríkjunum
einnig aukizt verulega.
Önnur vísbending um, að Sov-
étmenn séu í erfiðleikum með
vestrænan gjaldmiðil er sú, að í
lok janúarmánaðar óskuðu þeir
eftir greiðslufresti á ákveðnum
vörum frá Japan að upphæð 150
milljónir dollara. Hafa Sovétmenn
óskað eftir allt að 180 daga
greiðslufresti í stað þess að stað-
greiða eins og þeirra hefur verið
háttur. Japanir hafa ekki verið
hrifnir af þessum óskum, en telja
hins vegar ekki, að þær séu vís-
bending um alvarlega greiðsluerf-
iðleika Sovétmanna. Loks hafa yf-
irvöld í Moskvu farið fram á 300
milljóna marka lán í Vestur-
Þýzkalandi til viðbótar við lán að
upphæð 255 milljarðar marka,
sem vestur-þýzkir aðilar hafa
samþykkt að lána vegna gasolíu-
leiðslu frá Síberíu til Vestur-
Evrópu.